Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Rod Stewart, súperstjarnan meó sandpappírsröddina, kreóst enn ekki hafa sungið sitt síðasta í rokkbransanum. KANNSKI KAUPI ÉG FÓT- BOLTALIÐ — segir Rod Stewart, sem tók rokkið fram yfir fótboltann á sínum tíma Rokktónliatarbransinn ar heimur út af fyrir sig, sem ain- kennist fyrst og fremst af miskunnarlausri baráttu um vinsældir og frama. í þeirri baráttu er ekkert gefió eftir enda skiptir það rokktónlist- armenn miklu aó ná festingu á stjörnuhimninum þar sem milljöróum dala er velt árlega. En gæfan er fallvölt í þeim efn- um eins og ööru og sumir ná því aðeins að skjótast rétt sem snöggvast upp á himin- inn áöur en þeir hrapa aftur í djúp gleymskunnar. Aðrir ná því aö hanga í festingunni um lengri eða skemmri tíma og nokkrir komast í hóp hinna svokölluöu „súperstjarna“, sem lýsa upp himininn í langan tíma án þess að hagg- ast þrátt fyrir nýja strauma og stefnur í tónlistinni. í hópi hinna síöasttöldu er Rod Stewart, ein skærasta stjarna sem fram hefur komið í rokk- tónlistinni, og eru vinsældir hans enn slíkar, að með ólík- indum má teljast. Hann troð- fyllir enn á alla tónleika og plöt ur hans seljast i risavöxnum upplögum, ekki síöur nú en fyrir tíu árum, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Rod Stewart hefur að undanförnu verið á hljómleikaferð í Evr- ópu og af því tilefni hafa birst greinar um hann og viðtöl f ýmsum blöðum og tímaritum sem hár skal gluggaö lítil- lega í, áhugamönnum til ánægju og upplyftingar. Stórstjörnur í skemmtiiðnaöin- um veröa aö sætta sig viö aö llfa hluta af lífi sínu í sambúö viö fjöl- miöla og í mörgum tllfellum byggist frægö þeirra og frami á nákvæmri umfjöllun fjölmiöla um einkaltf þeirra. Rod Stewart hefur ekki fariö varhluta af áhuga fjölmiðla á einka- lífi sínu, sem til skamms tíma hefur veriö afar fjölskrúöugt og viö- burðaríkt. Þó hefur honum og fjöl- miölamönnum aldrei komiö sérlega vel saman og hann hefur oft látið miöur gæfuleg orö falla um andlegt ásigkomulag blaöamanna sem á móti hafa stundum dregið upp fremur ógeöfellda mynd af ýmsum þáttum í persónuleika rokk- stjörnunnar. Hvaö svo sem hæft er í öllum þeim sögusögnum er hltt víst, aö Stewart hefur þótt æöi laus í rásinni, einkum hvaö viövíkur kvenfólki, og líferni hans í gegnum tíðina hefur ekki þótt vera til fyrir- myndar. Öllu þessu hefur veriö gerö góö skil í slúöurdálkum blaö- anna og hafa áhugamenn því getaö fylgst náiö meö kvennafari söngv- arans svo og öörum þáttum í einkalífi hans. Um samskipti sín viö fjölmiöla segir Stewart m.a.: „Samkomulagiö var ansi slæmt á tímabili en þetta hefur lagast mik- ið. Þegar ég var aö hnýta í press- una lá engin alvara aö baki af minni hálfu en sumlr tóku þetta alvarlega. Hins vegar var ég stundum svekkt- ur yfir því hvernig sum blöö lögöu mig í einelti í einkalífinu þótt ég geri mér fullkomlega grein fyrir því aö þetta er bara innifaliö í frægöinni. Þetta hefur hins vegar lagast miklö eftir aö ég gifti mig enda hef ég síöan ekki gefiö höggstaö á mér í þessum efnum. Glaumgosastimpill- inn loöir þó enn viö mig og sum blöö, sérstaklega í Englandi, hafa meiri áhuga á hvar ég eyöi fríinu mínu eöa hverjir nota sundlaugina mína, en plötunum mínum. Kannski er þaö þess vegna sem er alltaf fullt á tónleikana, fólk kemur ef til vill til aö sjá glaumgosann Rod Stewart fremur en söngvarann. Ég vona samt ekki. En sumir gagnrýnendur hafa gengið svo langt aö fullyröa aö ég hafi engan metnaö hvaö tón- listinni viövíkur heldur sé ég bara í þessu til aö græöa peninga sem svo aftur geri mér kieyft aö um- gangast fagrar konur og njóta samkvæmislífsins. Þetta er auövit- aö kjaftæöi.” Bandaríski gagnrýnandinn Greil Marcus gaf Stewart eitt sinn þá einkunn, aö sjaldan heföi rokk- söngvari sýnt svo ótvíræöa hæfi- leika en misnotaö þá aö sama skapi herfilega. Stewart er ekki á sama máli og segir aö hann hafi bara ekki sama smekk og flestir gagnrýnendur. „Ef ég myndi syngja eins og gagnrýnendur vilja aö ég geri myndi ég ekki selja eina ein- ustu plötu. Auövitaö hef ég gert mörg mistök en þegar á heildina er litið hefur tilfinning mín fyrir tónlist- inni farið saman viö skoðanir fólks- ins og þaö skiptir mig meira máli en skoöanir gagnrýnenda. Og ég er ekki fyrst og fremst aö þessu vegna peninganna heldur einfaldlega vegna þess að ég hef gaman af þessu.“ Þegar Rod Stewart var ungiingur þótti hann mjög efnilegur knatt- spyrnumaöur og var talinn í hópi framtíöarmanna í skoskri atvinnu- mennsku. Faðir hans ól mjög á áhuga hans á knattspyrnunni og batt miklar vonir viö þennan efni- lega son sinn á því sviöi. Þaö voru honum því mikil vonbrigöi þegar Rod ákvaö að segja skiliö viö fót- boltann til aö helga sig rokktónlist- inni. Faðir hans gat ekki á heilum sér tekið í mörg ár eftir þetta og löngu eftir aö Rod var orðinn heimsfrægur rokksöngvari og millj- ónamæringur var gamli maöurinn aö nöldra yfir hversu illa hann heföi farió aö ráöi sínu. „Þetta var erfiö ákvöröun," segir Stewart þegar hann er spuröur um þetta atriöi. „Ég var lengi á báöum áttum og á tfmabili var ég kominn á fremsta hlunn meö aö hætta í rokkinu og snúa mér aftur aö fótboltanum áö- ur en þaö yröi of seint, en þá kynnt- Ist ég Jeff Beck (einum þekktasta rokkgítarista Breta á sjöunda ára- tugnum) og þá varö ekki aftur snú- iö. Ég sé auövitað ekki eftir þessu núna en hins vegar heföi pabbi heldur viljaö sjá mig klæöast skosku landsliðspeysunni." Eftir aö Rod Stewart haföi leikiö um skeið meö Jeff Beck tók hann viö hlutverki Steve Marriott sem söngvari í hljómsveitinni „Faces", sem þá var ein þekktasta rokk- hljómsveit Breta og jafnframt fór hann að gefa út sólóplötur sem náöu fijótlega mikium vinsældum. Hann sló fyrst verulega í gegn meö laginu „Maggie May“ og náöi hann þá m.a. eyrum Bandaríkjamanna sem skipti sköpum fyrir allan hans feril. Hljómsveitin „Faces" hætti ár- iö 1975 en Stewart hélt ótrauöur áfram á eigin vegum enda haföi hann þá þegar skipaö sér á bekk meö skærustu rokkstjörnum heims. Um frama sinn segir hann m.a.: „Ég get auövitað ekki annaö en verið þakklátur. Þetta er haröur bransi og aö hanga á toppnum f yfir tíu ár er nokkuð sem menn hljóta að vera fullkomlega sáttir viö. Hins vegar finnst mér alls ekki að ég sé búinn aö syngja mitt síöasta og þaö er margt sem ég á enn eftir aö gera. Ég er aö vísu oröinn 38 ára gamall og geri mér grein fyrir aö vinsældirnar endast ekki aö eilífu þótt í þeim efnum horfi ágætlega fyrir mér í dag. En þegar aö því kemur að vinsældirnar fara aö dvína er ég undir þaö búinn. Ég mun ekki fyllast neinni örvæntingu því aö lífiö hefur verið mér gott og þaö er hægt aö finna sér nóg aö gera. Kannski kaupi ég fótboltaliö eins og Elton . “ (Þýtt og endursagt Sv.G.) smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Steypum plön og gangbrautir, sjáum um hita- lagnir (snjóbræöslurör). Sími 81081 og 74203. Dagsferöir sunnudag 10. júlí: 1. Kl. 8.00 Þórsmörk: Verö kr. 400. Fritt f. börn. 2. Kl. 10.30 Brennisteinsfjöll. Merkar minjar um brennisteins- námlö. Verö kr. 200. Fararstj. Einar Egilsson. 3. Kl. 13.00 Dauóadalahellir — Helgafell. Sérkennilegar hella- myndanir. Verö kr. 200. Fritt f. börn m/fullorönum. Fararstj. Þorleifur Guömundsson. Brott- för frá bensínsölu BSl. Sjáumst. Útivist. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 20.30. samkoma Brig. Ingibjörg og Öskar Jóns- son stjórna og tala. Allir velkomnir. Kristinboðsfélag karla í Reykjavík Fundur veröur haldin aö Lauf- ásvegi 13, mánudaginn kl. 20.30. Efni: Mót og þing í frásögn fé- lagsmanna. Allir karlmenn velkomnir. Krossinn Almenn samkoma i dag kl. 16.30 aö Álfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. waeevcnNQAaFÉiAQ Islanosw FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 10. júlí 1. Kl. 09. Þríhyrningur — Vatnsdalur. Verö kr. 400. Þrí- hyrningur er 678 m á haeð og gnæfir yfir Fljótshlíöina. 2. Kl. 13. Hveragerði — Reykja- fjall — Grýta. Verö kr. 200. Farið frá Umferöarmiöstöölnnl, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Miðvikudaginn 13. júlí: Kl. 08. Ferð í Þórsmörk. Njótiö sumarsins og dveljiö í Þórsmörk. Kl. 20. Tröllafoss og nágrennl (kvöldferö). Feröafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferöir: 1. 15.—20. júli (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa. Fá sæti laus. 2. 15.—24. júlí (10 dagar): Noröausturland — Austfirölr. Gist í húsum. Ökuferö/göngu- ferð. 3. 16.—24. júlí (9 dagar): Hornvík — Hornstrandir. Glst í Hornvik í tjöldum. Dagsferöir út frá tjaldstaö. 4. 16,—24. júlí (9 dagar): Hrafnsfjöröur — Gjögur. Göngu- ferö meö víöleguútbúnað. 5. 16.—24. júlí (9 dagar): Reykjafjöröur — Hornvík. Gönguferð meö viöleguútbúnaö. 6. 19.—25. júlí (7 dagar): Baröastrandasýsla. Gist í hús- um. 7. 20,—24. júlí (5 dagar): Tungnahryggur — Hóla- mannaleiö. Gönguferö meö viöleguútbúnaö. 8. 22.-26. júlí (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa. UPP- SELT. 10. AUKAFERÐ. 29.-3. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Nauösynlegt er að tryggja sér farmiöa í sumarleyfisferöirnar tímanlega. Allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferöir 15.—17. júlí: 1. Tindafjallajökull — Glst i tjöldum. 2. Þórsmörk: Gist í sæluhúsi. Gönguferöir um Mörkina. 3. Landmannalaugar. Gist i sæluhúsi. Gönguferöir um ná- grenniö. 4. Hveravellir. Gist í sæluhúsi. Gönguferöir um nágrenniö. Brottför í allar feröirnar kl. 20 föstudagskvöld. Farmiöasala og allar upplýslngar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag islands. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, sunnudag, kl. 8. Trú og líf Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 i Fellaskóla Allir velkomnir. e ÚTIVISTARFERÐIR Sumarleyfisferóir: 1. Þóramörk. Vikudvöl i góöum skála í Básum. Ódýrt. 2. Hornatrandir I. 15.—23. júlí. 9 dagar. Tjaldbækistöð í Horn- vík. Verö fyrir alla. Fararstj. Lovísa Christiansen. 3. Hornatrandir III. 15.—23. júlí. 9 dagar. Aöalvík — Lónafjöröur — Hornvík. Skemmtileg bak- pokaferö. 4. Suðausturland. 19.—24. júli. 6 daga rútuferö meö léttum göngum. Lón — Hoffelsdalur ofl. 5. Hornstrandir — Hornvfk — Reykjafjöróur. 22. júli — 1. ág- úst. 10 dagar. Bakpokaferö og tjaldbækistöö í Reykjafiröi. 6. Hornstrandir — Reykjafjörð- ur. Tjaldbækistöö meö göngu- feröum í allar áttir. 10 dagar. 22. júlí — 1. ágúst. 7. Eldgjá — Strútslaug (baó) —Þórsmörk. 25. júlí — 1. ágúst. Góö bakpokaferö. 8. Borgarfjöróur eystri — Loómundarfjöróur. 25. júlí — 1. ágúst. 9 dagar. 9. Hálendishríngur 4,—10. ág- úst. 11 dagar. Ódýrt. 10. Arnarvatnsheiói — Hesta- teröir — Veiöi. Upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). SJÁUMST Utivist. Au Pair Tvær enskumælandi fjölskyldur í rólegu hverfi nálægt New York city óska eftir au pair stúlkum (gott fyrir vinkonur) þó ekki skil- yröi. Þurfa aö hugsa um heimili og líta eftir börnum. Hver fjöl- skylda er meö tvö börn á skóla- aldri. Skrifiö til: Carole Levltt, 3 Pheasant Run Larchmont, 10538 New York, USA. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, veröur almenn samkoma kl. 11.00. Athugiö breyttan samkomutíma. Verlö velkomin. KFUM og KFUK Amtmansstíg 2B Bænastund kl. 20.00. Lofgeröar og vitnisburðarsamkoma kl. 20.30. Ræöumaður: Francis Grim, stofnandi alþjóöahreyf- ingar kristilegra heilbrigöls- stétta. Jón Þorsteinsson syngur. Fórn tekin til starfsins. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.