Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 í stuttu máli Enginn vildi kaupa spaða McEnroes London, 19. júlí. AP. Tennisspaðinn sem John McEnroe notaði í úrslitaleik Wimbledon-keppninnar, þar sem hann fór með sigur af hólmi, reyndist ekki eftirsótt- ur á uppboði Sotheby’s og var dregin til baka þegar ekki fékkst einu sinni uppsett lág- marksverð. Búizt var við að spaðinn, sem var áritaður, yrði sleginn fyrir a.m.k. 3.000 sterlings- pund, en iágmarksverðið var öllu minna. Hæsta boð reynd- ist aðeins 700 pund, og því var hann dreginn til baka að þessu sinni. McEnroe gaf spaða sinn Cynthiu nokkurri Tucker sjúkraþjálfara, sem farið hef- ur höndum um fætur tenn- isstjörnunnar á undanförnum árum, í þeirri von að hún gæti notað hann í fjáröflunarskyni vegna endurnýjunar og upp- byggingar stofu sinnar, sem sérhæfir sig í meðhöndlun íþróttameiðsla. Skaut veiði- félaga með fiskiskutli Saloníku. 19. júlí. AP. Franskur áhugakafari særði félaga sinn til ólífis er hann tók hann í misgripum fyrir geirnef og skaut fiski- skutli að honum. Sá er varð fyrir skutlinum var 44 ára kennari frá Mar- seilles, en þeir félagarnir voru að kafa eftir fiski í grýttri vík við ferðamannasvæðið Halki- dike , þar sem þeir eyddu sumarleyfinu ásamt fjölskyld- um sínum. Mótefni við malaríu Melbourne, 19. júlí. AP. Ástralskir vísindamenn segja að skammt sé í að fram- leitt verði mótefni gegn mal- aríu, sem herjar á um 200 milljónir hitabeltisíbúa árlega og dregur suma þeirra til dauða. Vísindamönnunum hefur í samstarfi við kollega sína í Nýju-Gíneu tekizt að rækta bakteríu úr genum malaríu- sníkils, sem síðan hefur verið notuð til að framleiða antigen. Antigen framleiða mótefni og veita vörn við sjúkdómi. Telja vísindamennirnir að á næstu þremur árum verði hægt að hefja tilraunir með mótefni á öpum, en nú standa yfir til- raunir með það í músum. Hollands- drottning hætt komin Pisa, 19. júlf. AP. Beatrix Hollandsdrottning var hætt komin en slapp þó ómeidd er drottningarbifreið- in lenti í árekstri skammt frá flugvellinum í Pisa á ftalíu í dag. Að sögn lögreglu slösuðust ítölsk hjón lítillega er Citr- oen-bifreið þeirra og Ford Granada-bifreið drottningar- innar, sem hún ók sjálf, skullu saman. Konstantín og synir hennar og aðstoðarmaður hennar sluppu einnig ómeidd- ir, að sögn lögreglu. Gemayel á Rívíerunni Amin Gemayel Líbanonforseti og eiginkona hans, Joyce, yfirgefa Negresco-hótelið í Nizza eftir blaöamannafund forsetans, sem hafði skamma viðdvöl á frönsku Rívíerunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Sprengjuslysið í Hollandi: Hermdarverk ekki útilokað Hue, Hollandi, 19. júlf. AP. KOMIÐ hefur í Ijós, að í jarð- sprengjupakka sem innihalda átti einungis óvirkar sprengjur til kennslu í herskóla í Hollandi voru bæði óvirkar sprengjur og virkar. Ein þeirra sprakk á mánudaginn er kennslustofan var þéttskipuð ungum foringjaefnum í hollenska hernum. Létu sex þeirra lífið og tíu til viðbót- ar særðust alvarlega. Herlögreglumenn sem leituðu í stofunni eftir slysið fundu jarðsprengjukassann og kom þá í ljós að í honum var ennþá ein virk sprengja sem ekki hafði sprungið þrátt fyrir sprenginguna. í kass- anum voru einnig óvirkar sprengj- ur eins og vera bar. Rannsókn hefur leitt í ljós, að sprengja hefur sprungið er einn hinna látnu lyfti henni úr kassan- um, en aðrar kringumstæður eru ókunnar. óvirkar sprengjur til kennslu hafa jafnan verið málaðar grábláar til að forðast rugling, en hinar virku hafa verið dökkgræn- ar. Hollenska hermálaráðuneyti hefur ekki svarað spurningum um hvernig sprengjurnar sem fundust á staðnum hafi verið á litinn. Hef- ur það heldur ekki svarað því hvernig kassinn var merktur, en þeir eru allir grænir á lit, hvort sem innihaldið er virkt eða ekki. Talsmaður ráðuneytisins, Bar- end Van Tussenbroek, sagði í sam- tali við fréttamenn í gær, að ekki væri hægt að útiloka að um hermdarverk hefði verið að ræða, „okkur sýnist reyndar að líkurnar á því séu litlar, en þær eru vissu- lega fyrir hendi," sagði hann. Þetta er versta slys sem orðið hef- ur hjá hollenska hernum síðan ár- ið 1955, er skriðdrekasprengja sprakk í höndunum á flokki her- manna sem voru við æfingar. Sex þeirra létust. Grænfriðungar laumast á land í Sovétríkjunum — 7 teknir fastir en aðrir komust undan á Rainbow Warrior Noroe, Alaska, 19. júlf. AP. Grænfriðungar halda því fram að þeir hafi Ijósmyndað sovézka hval- verksmiðju í Síberíu, þar sem hvalur væri unninn í minkafóður, sem sé brot á alþjóðasamþykktum. Alþjóða- hvalveiðiráðið hefur heimilað að hvalveiðar á þessum slóðum skuli að- eins stundaðar af brýnni fæðuþörf þjóðarinnar, sem byggir norðaust- urhluta Síberíu, en ekki til fram- leiðslu dýrafóðurs. Sex grænfriðungar læddust á land við Lorino á Tjúkta-skaga og tóku myndir í hvalverksmiðjunni, en voru síðar teknir fastir af sov- ézkum hermönnum. Hins vegar tókst félögum þeirra, sem tóku myndir af verksmiðjunni og starf- semi þar, úr hraðbáti, að komast undan um borð í skip grænfrið- unga, Rainbow Warrior. Þá tókst Rainbow Warrior að sigla út fyrir sovézka lögsögu, þrátt fyrir eftirför sovézks kaupskips og herþyrlu, og liggur nú við landfest- ar í Nome. Meðal þeirra sem Rússar kló- festu er Chris Cook leiðtogi grænfriðunga í Bandaríkjunum. Talsmaður Greenpeace-samtak- anna sagði að sexmenniiigarnir hefðu laumast á land við Lorino til að kanna hvalveiðiumsvif Sovét- manna þar. Hefðu þeir leikið laus- um hala nógu lengi til að komast inn í verksmiðjuna og taka þar myndir. Þegar ljóst var að sovézkir hermenn væru komnir á vettvang var Rainbow Warrior siglt á fullri ferð út á Beringssundið í átt til Kanada. Þegar sovézka kaupskipið veitti Rainbow Warrior eftirför fór einn grænfriðunga, Jim Henry, um borð í Zodiac-hraðbát í þeirri von að komast undan með kvikmyndir sem teknar voru úr bátnum og úr Rainbow Warrior. En þá birtist þyrlan og síðast sást til Henry er hann var hífður um borð í þyrluna rétt utan sovézkrar lögsögu, sem er 12 mílur. Filmurnar skildi Henry hins veg- ar eftir um borð í gúmbátnum, sem hringsólaði mannlaus í sundinu, og fótbrotnaði einn grænfriðunga, Bruce Abraham, er hann stökk úr Rainbow Warrior um borð í gúm- bátinn til að ná aftur filmunum. Kaupskipið dró Rainbow Warr- ior uppi, sem þá var komið út fyrir sovézka lögsögu, og skipaði græn- Rainbow Warrior á siglingu við íslandsstrendur. Við skipshlið er gúmbátur sömu gerðar og skipverji notaði til að komast undan Rússum með kvikmyndafilmu. friðungum að snúa til baka. Viður- kenndu skipverjar í talstöðvar- samtali að grænfriðungar væru komnir út á alþjóðasiglingaleið, en skipuðu þeim engu síður að snúa við og reyndu að sveigja skip þeirra af leið með því að sigla fram með Rainbow Warrior og í veg fyrir skipið. Óskuðu grænfriðungar þá eftir aðstoð bandarisku strand- gæzlunnar en var synjað. Þegar hér var komið sögu birtist sovézkt herskip fyrir aftan Rain- bow Warrior og skipaði grænfrið- ungum enn á ný að snúa til Síberíu. Eftir tveggja stunda eltingaleik gáfust Rússar hins vegar upp og sigldu til baka. Þetta er í fyrsta sinn sem andstæðingar hvalveiða ganga á land í Sovétríkjunum til að kynna sér meint brot Rússa á veiði- reglum. Hætta leit við strendur Svíþjóðar: Kafbáturinn reyndist vera bogið plaströr Enn leitað kafbáts við strendur Grænlands Stokkbólmur, 19. júlí. AP. KAFBÁTALEIT sænska sjóhersins hefur yfír í sjö daga, var hætt í gær, ræða. Kafbáturinn reyndist vera hrekkjalómar höfðu sett í sjóinn. „ Bertil Lagerwall, talsmaður sænska Þessi síðasta leit stóð sem sé yfir í viku og síðast á laugardag- inn sáu fjórir Svíar það sem þeir töldu vera sjónpípu kafbáts skammt frá Alnö-eyju. Maður á árabát sá svipað fyrirbæri þar skammt frá og aðgætti hvað var á ferðinni. Fiskaði hann upp úr vatninu tveggja metra langt plaströr sem hafði verið beygt í vinkil til þess að það liti út sem sjónpípa. Hafði rörið verið mál- að svart og hrekkjalómarnir höfðu stíflað rörið með spýtu og sett í sand til þess að það myndi mara í kafi eins og sjónpípa. í maí síðastliðnum, er 12 daga leit stóð yfir að allt að sex óþekktum kafbátum, náðist „sjónpípa" af þessari gerð upp úr höfninni í Sundsvall. skammt frá Sundsvall, sem staðiö eftir að í Ijós kom að um gabb var að skolprör úr plasti sem einhverjir Þetta er síður en svo fyndið,“ sagði varnarmálaráðuneytisins í gær. Sænski sjóherinn telur enga ástæðu til að ætla að þá hafi einnig verið um gabb að ræða. Þá sáust beltaförin á hafsbotn- inum, þá sáust bátarnir og síðast en ekki síst fundu leitarskip kafbátana með djúpleitartækj- um sínum. Að þessu sinni sást bara „sjónpípa", en enginn varð neins vísari með djúpleitartækj- um þrátt fyrir 7 daga leit. Hvað varðar leitina sem nú hefur ver- ið hætt, sagði Bertil Lagerwall, að 20 manns, þ.á m. nokkrir her- menn hefðu talið sig sjá kafbát- inn. „Það er engin ástæða til að gruna fólkið um græsku og við hvetjum fólk einmitt til þess að láta okkur vita ef það verður vart við eitthvað óeðlilegt út af ströndum landsins. í 90% af þeim skiptum sem okkur berst til eyrna að óþekktir kafbátar séu að laumast við strendurnar, er það eftir að óbreyttir borgar- ar hafa talið sig sjá þá. Oft er ekki um kafbáta að ræða og við það verður ekkert ráðið, öll til- fellin verður að rannsaka," sagði Lagerwall. Við Grænland heldur kafbáta- leitin hins vegar áfram, en 13. júlí sá lögmaður nokkur kafbát sem ekki tilheyrði NATO skjót- ast upp á yfirborðið í Diskó-flóa, skammt frá árabát sínum og nokkuð vestur af dansk-banda- rískri herstöð sem þar er, en hér er um vesturströnd Grænlands að ræða. Kafbáturinn kafaði á ný, en síðan hafa borist nokkrar tilkynningar um óþekkta kaf- báta á þessum slóðum. Leitað hefur verið að kafbátum þessum, en án árangurs og danska hern- aðarmálaráðuneytið íhugar hversu lengi halda beri áfram leitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.