Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 29 Hestar Þrír nýliðar í lands- liði íslands í hestaíþróttum Gunnar Arnarson á Galsa frá Sólheimatungu. Reynir Aöalsteinsson á Sprota frá Torfastööum. Valdimar Krlstlnsson Þá er búið að fá úr því skor- ið, hverjir sjá um að verja heið- ur íslands á komandi Evrópu- móti, en eins og áður hefur komið fram, var haldin úrtöku- keppni um það á Hellu síðast- liðinn fimmtudag og fóstudag. Keppt var í sjö keppnisgrein- um hestaíþrótta, tölti, fimm- gangi, fjórgangi, 250 metra skeiði, gæðingaskeiði, frjálsum hlýðniæfingum og víðavangs- hlaupi. Svokölluð EM-nefnd var skipuð síðastliðið haust og var henni falið að sjá um og skipuleggja ajla þætti er sneru að þátttöku íslands í Evrópu- móti á íslenskum hestum. Tvöföld umferð var í úrtök- unni og fengu keppendur að vera með ótakmarkaðan fjölda hesta fyrri daginn, en seinni daginn með aðeins einn. Eins og búist var við fyrirfram, var keppnin æsispennandi frá upp- hafi til enda. Valið var í sveit- ina samkvæmt þar til gerðum lykli með það fyrir augum að sem sterkust sveit yrði send á Evrópumótið. Var allur út- reikningur nokkuð flókinn og þurftu keppendur jafnt sem áhorfendur að fylgjast vel með gangi mála, ef þeir vildu vita með vissu hver staðan væri hverju sinni. Vafalaust hefði verið gott að hafa tölvu- og sjónvarpsskerm á staðnum, svipað og gert var á fjórð- ungsmótinu á Melgerðismelum nú fyrir stuttu. Lárus trompaði atvinnumennina Sjö hestar og menn voru vald- ir, en þeir eru eftirtaldir: Stiga- hæstúr fyrir tölt, fimmgang, hlýðniæfingar og skeið saman- lagt varð Tómas Ragnarsson á Fjölni frá Kvíabekk. Stigahæst fyrir tölt, fjórgang, hlýðniæf- ingar og víðavangshlaup varð norska stúlkan Olil Amble á Blika frá Höskuldsstöðum, en hún hefur verið búsett hérlend- is síðastliðin tvö ár og er meðal annars núverandi íslandsmeist- ari í tölti. Gunnar Arnarson á Galsa frá Sólheimatungu kom inn í sveitina fyrir árangur sinn í tölti og fimmgangi samanlagt, en hann varð að vísu ekki stiga- hæstur í þessum greinum, því bæði Eyjólfur ísólfsson á Krák frá Selfossi og Aðalsteinn Aðal- steinsson á Baldri frá Sandhól- um voru stigahærri, en þeir unnu sér einnig sæti í liðinu fyrir aðrar greinar. Stigahæst- ur fyrir fjórgang og tölt sam- anlagt varð Lárus Sigmundsson á Bjarma frá Kirkjubæ. Segja má, að árangur Lárusar sé það sem kom hvað mest á óvart í úrtökunni að þessu sinni. Eyjólfur tsólfsson á Krák kemur inn í sveitina fyrir ár- angur sinn í tölti eingöngu, en einmitt þetta sæti olli töluverð- um misskilningi bæði fyrir úr- tökuna og meðan á henni stóð. Var þetta sæti ætlað keppanda sem hlyti hæsta stigahlutfall úr einni grein, tölti, fjórgangi eða fimmgangi. Eyjólfur hlaut 82,9 stig í töltinu, eða 69% af mögu- legri hámarkseinkunn. Aðal- steinn Aðalsteinsson á Baldri varð stigahæstur fyrir fimm- gang og skeið. Baldur sýndi á sér nýjar og góðar hliðar þarna í úrtökunni og átti það við allt í senn, töltið, fimmganginn og skeiðið. Skeiðaði hann 250 metrana á 22,2 sekúndum og er Tómas Ragnarsson á Fjölni frá Kvíabekk. ekki ósennilegt að þeir félagar komi til með að blanda sér í baráttuna um Evrópumeistara- titilinn í fimmgangi og skeiði. Sjöundi liðsmaðurinn er svo Reynir Aðalsteinsson á Sprota frá Torfastöðum og koma þeir inn í liðið fyrir árangur í skeiði. Segja má, að Reynir hafi komist með annan fótinn í liðið þegar Sproti skeiðaði á stórmótinu í Reykjavík helgina áður á 22,2 sek. Fimmgangshestar sterkir að venju Eftir að val sveitarinnar ligg- ur fyrir, spyrja menn gjarnan hvort við teflum fram nógu sterku liði, því eftir Evrópumót- Ljósmyndir VK ið í Larvík í Noregi voru flestir sammála um að hestarnir sem komu frá íslandi væru ekki nógu góðir. Fyrirfram var búist við að okkar veika hlið yrðu fjórgangshestarnir eins og svo oft áður, og sú virðist hafa orðið raunin, en óneitanlega bindur maður nokkrar vonir við Olil Amble á Blika, en til þess að þær vonir rætist, þarf Olil eins og flestir, ef ekki allir í liðinu, að laga ýmsa smávægilega galla. Undanfarin þrjú Evrópu- mót hafa íslendingar unnið Evrópumeistaratitilinn í sam- anlögðu og þá á fimmgangs- hestum. Nú hefur sú breyting orðið á, að keppt verður um tvo samanlagða Evrópumeistara- titla, það er fimmgangshestar sér og fjórgangshestar sér. Ætla verður möguleika okkar stóra fimmgangsmegin og ber í því sambandi að nefna Tómas og Fjölni, sem telja verður lík- legasta til afreka. Eyjólfur á Krák og Gunnar á Galsa eiga líka fræðilega möguleika, en þar sem skeiðgeta Galsa og Kráks er ekkert á við það sem Fjölnir hefur skilað, verður að telja möguleika þeirra hverf- andi á þessum titli. Adalsteinn ekki meö í töltinu? Allar líkur eru á því að Aðal- steinn fái ekki að taka þátt í töltinu þegar út kemur, því að- eins fimm hestar frá hverju landi fá að taka þátt í hverri grein og þau Tómas, Olil, Gunn- ar, Lárus og Eyjólfur eiga for- gangsrétt á þátttöku í töltinu, því val þeirra í liðið grundvall- aðist meðal annars á árangri í þeirri grein. Aðalsteinn kemur hins vegar inn í liðið fyrir árangur sinn í fimmgangi og skeiði. En komi upp sú staða að Aðalsteinn fái inni í töltinu, verður að telja hann mjög sig- urstranglegan í samanlögðu keppninni, auk þess sem óhætt er að veðja á hann bæði í fimmgangi og skeiði. Áður en langt um líður, verð- ur liðið kallað saman í æfingar- búðir. Ekki hefur verið ákveðið hvar þær verða, en búast má við að í þeim fari bæði hestum og mönnum fram, því liðsmenn munu væntanlega hjálpast að við að leysa hin ýmsu vandamál í sambandi við þjálfun hest- anna. Umsjónarmaður „Hesta" mun væntanlega sækja þessar æfingarbúðir heim og fylgjast með gangi mála þar. Olil Amble á Blika fri Höskuldsstöðum. Eyjólfur ísólfsson i Krik fri Selfossi. Lirus Sigmundsson i Bjarma fri Kirkjubæ. Aóalsteinn Aöalsteinsson i Baldri fri Sandhólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.