Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 MorgunblsAió/FriAþjórur Helgnfion. Hrafn Kachmann, eigandi Kjötmiðstöðvarinnar við Laugalæk. Hann hefur sótt um leyfi til að byggja verslunarhús á lóðinni vestan við Laugalækjarskóla. Fyrirhugaðri byggingu verslunarhúss við Laugalækjarskóla mótmælt: Mótmælin eiga ekki við rök að styðjast - segir Hrafn Bachmann, en hann hefur sótt um byggingarleyfi í UPPHAFI ágústmánaðar aug- lýsti Borgarskipulag Reykjavík- ur í blöðum tillögu um breytingu á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1967. „Breyt- ingin er í því fólgin,“ segir í auglýsingunni, „að tiltekið svæði, sem afmarkast af Sund- laugavegi, Laugalæk, Leirulæk og lóð Laugalækjarskóla verði nýtt fyrir miðbæjarstarfsemi í stað hverfisstofnana.“ Á bak við þessa tillögu ligg- ur umsókn eiganda Kjötmið- stöðvarinnar við Laugalæk, Hrafns Bachmann, þess efnis að hann fái leyfi til að byggja verslunarhúsnæði á umræddu svæði. Hrafn lagði þessa beiðni sína fyrir skipulags- nefnd og borgarráð í vor og var hún samþykkt, en skipulag ríkisins gerði það að skilyrði að auglýsa þyrfti þessa breyt- ingu á aðalskipulagi og gefa fólki kost á mótmælum og at- hugasemdum. Nú hefur það gerst að sjö kaupmenn í hverfinu og for- eldrafélög skóla og dagheimila í nágrenni fyrirhugaðrar byggingar hafa borið upp mót- mæli. Kaupmennirnir á þeim forsendum að starfsöryggi og eignum þeirra sé stefnt í hættu, þar sem þeir telja að ekki sé þörf á stórfelldri aukn- ingu verslunarrýmis í hverf- inu. Mótmæli foreldrafélag- anna byggjast hins vegar fyrst og fremst á hræðslu við að til- koma verslunarinnar mundi þýða stóraukna umferð og þar með meiri slysahættu. Ekki um stór- markað að ræða Morgunblaðið átti nýlega samtal við Hrafn um þessi mál, en hann telur að hvorug mótmælin eigi við rök að styðjast. „Það er búið að koma því inn hjá fólki," sagði Hrafn, „að ég hafi í hyggju að reisa á þessari lóð stórmarkað svipað- an og Hagkaup eða Holta- garða Sambandsins. Það er al- rangt. Húsið allt er tæplega sautján hundruð fermetrar, en þar af verða einungis sjö hundruð fermetrar nýttir und- ir verslunina. Hitt verður not- að undir lager, skrifstofur, íbúð, aðstöðu fyrir starfsfólk og fleira. Með öðrum orðum, sjálf verslunin verður aðeins um fjórum sinnum stærri en Kjötmiðstöðin, sem ég mun þá hafa undir aðra starfsemi. Og þessir sjö hundruð fermetrar eru tíundi hluti af húsnæði Hagkaups og einn fjórtándi af húsnæði Holtagarða. Hér verður því alls ekki um neinn stórmarkað að ræða. Þörf á stærri verslun Það er sagt að ekki sé þörf á nýrri verslun í hverfinu af þessari stærðargráðu. Ég er ósammála því. Aðstæður í þjóðfélaginu eru að breytast. Á síðastliðnu tíu ára tímabili hafa nítján verslanir hætt starfsemi á svæðinu frá Nóa- túni að horni Langholtsvegar og Gnoðarvogs, en aðeins tvær komið í staðinn, Glæsibær og Kjörbúð Laugaráss við Norð- urbrún. Níu þeirra verslana sem hafa lagt upp laupana eru í innan við þúsund metra radí- us frá verslunum þeirra kaup- manna sem nú mótmæla bygg- ingu nýrrar verslunar. Aðalmálið er það að ég stefni að því að geta boðið upp á meira vöruúrval og ódýrari vöru, og kann ótti þeirra að stafa af því. Slysahætta þarf ekki að aukast Hvað varðar möguleikann á því að umferð og slysahætta aukist með tilkomu verslunar á þessum stað, held ég að svo þurfi alls ekki að vera. Ég mun ganga frá þessu eins vel og kostur er á. Meðal annars þess vegna fékk ég Gísla Halldórs- son arkitekt til að teikna hús- ið, en hann teiknaði sem kunn- ugt er Laugardalshöllina og sundlaugina í Laugardal. Það hefði auðvitað verið mörgum sinnum ódýrara fyrir mig að kaupa stálhús frá Finnlandi, sem hefði getað komið að full- um notum. En ég vil gera þetta sem best úr garði og í fullu samráði við íbúa hverfis- ins. Og eitt skulum við hafa í huga. Það var alltaf gert ráð fyrir því að byggja á þessu svæði, og þá hugsanlega stærra hús en það sem ég hef á prjónunum. Umferð hefði auk- ist við það. Annars held ég að umferð- arþunginn í hverfinu komi ekki til með að vaxa. ÁTVR á Laugarásvegi hyggst flytja sig um set vegna skorts á bíla- stæðum og þá dregur mikið úr umferð. Auk þess þýðir versl- un eins og ég hef í huga það að fólk þarf ekki eins mikið að leita í stórmarkaði í önnur hverfi og þá minnkar bílaum- ferð út úr hverfinu. Og ég vil taka það fram, að sjálfur á ég sjö og níu ára gamlar telpur, sem koma til með að sækja skóla í hverfinu, svo það er mér ekki síður en öðrum íbúum hverfisins mikið kappsmál að ganga svo frá málum að börnin komist hættulaust í skólann." Forsaga málsins Það á sér nokkra sögu að Hrafn sótti um byggingarleyfi á þessari lóð. Hann hóf versl- unarferil sinn hjá Ragnari Ólafssyni í Matvörumiðstöð- inni við Laugalæk fyrir 23 ár- um, en þá voru í húsinu bæði kjötbúð og matvöruverslun. Árið 1967 keypti Hrafn Kjötmiðstöðina og rak hann hana í tíu ár, en þá leigði hann matvörubúð Ragnars og sam- einaði búðirnar tvær. Sagði Hrafn að sameiningin hefði mælst vel fyrir hjá viðskipta- vinum og viðskiptin stöðugt aukist og þar með þörfin fyrir rýmra húsnæði. „Ég vildi ekki leita út fyrir hverfið eftir stærra húsi,“ sagði Hrafn, „og hef verið að þreifa fyrir mér eftir hentugu húsnæði í hverfinu síðustu ár- in. Það var síðan úr í fyrra að ég tók við húsi sem var í bygg- Rithöfimdurinn Willi Fáhrmann á íslandi í DAG er va-ntanlegur til landsins þýski rithöfundurinn Willi Fáhr- mann. Hann er fæddur 1929 í Duis- burg í Vestur-Pýskalandi, og hefur lengi starfað sem kennari og skóla- málafulltrúi. Willi Fáhrmann skrifar einkum fyrir unglinga og er talinn einn fremsti höfundur í V-Þýska- landi á þessu sviði nú á dögum. Hann hefur hlotið margskonar bók- menntaverðlaun. Hingað er Willi Fáhrmanr kominn til að fara í nokkra fram- haldsskóla og lesa fyrir nemendui þar. Auk þess mun hann halda héi einn opinberan fyrirlestur. Bei hann heitið: „Listin að kenna krökkum að njóta þess að lesa bókmenntir“. Fyrirlestur þessi verður mánudaginn 26. sept., kl 20.30, í húsakynnum Þýska bóka- safnsins (Goethe-Institut), Tryggvagötu 26, og er hann sér- staklega ætlaður foreldrum, kenn- urum og bókasafnsfræðingum. Evrópuþing samtaka ungra lækna FÉLAG ungra lækna heldur þing Evrópusamtaka ungra lækna í Reykjavík dagana 23. og 24. sept- ember. Þingið sitja fulltrúar frá flestum Evrópuríkjum. Markmið félags ungra lækna er að vinna að sérhagsmunamálum ungra lækna, en á undanförnum árum hefur í vaxandi mæli borið á atvinnuleysi meðal lækna í mörg- um Evrópulöndum, m.a. vegna til- tölulega mikillar fjölgunar í stétt- inni. Annað meginmál þessa fundai er framhaldsmenntun lækna, er íslenskir læknar þurfa að mestt að sækja sína sérmenntun til út- landa. Gott samstarf við erlend samtök er nauðsynlegt til þess að tryggja að svo verði áfram, segir í fréttatilkynningu frá FUL. Hið nýja skip Eimskipafélags tslands, ms. Lagarfoss, kom í fyrsta sinn til landsins um síðustu helgi. Skipið hefur um 4 þúsund tonna burðargetu og er 93ja metra langt. Það mun aðallega verða í stórflutningum. Skipstjóri er Haukur Dan Þórhallsson. Morgunblaðii/ ól.K.Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.