Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 15 Magnús Tómasson hefur nú aftur snúið sér að málverkinu eftir tíma- bil myndræns pataldurs við smá- gerð form. Hann er í miklum ham í hinum stóru myndum sínum, þar sem hann leggur út af grísku goða- fræðinni og sögninni af Mídas svo og Herostratos. Það er mikil gerjun í þessum táknfræðilegu myndum og vísast boða þær kaflaskil í iist Magnúsar. Gerandinn er ekkert að tvínóna við hlutina, heldur málar risastórar myndir, þar sem hann spilar allt í senn á hið dularfulla og yfirskilvitlega svo og hið ást- þrungna og umbúðalausa. Hér kenni ég Magnús og ísmeygilega kímni hans ásamt myndrænum gáska. Hér er vaxandi listamaður á ferð og hér sjáum við dæmi um rökrétta kúvendingu frá fyrri myndstil. Þorbjörg Höskuidsdóttir heldur áfram að „flísaleggja" landslagið, sem er þó einungis tjáning ástríðu listakonunnar við að spila á and- stæður. Máski eru málverk hennar nokkuð hrá að þessu sinni, en teikningar hennar bæta það upp, því að þær eru hver annarri mýkri, yfirvegaðri og betri. Það er í eðli olíulitarins að geta verið hrár en þó er hægt að ná sömu áhrifunum og blæbrigðaríkdóminum í þeim efni- við ekki síður en í teikningum og vatnslitum. Það hefur Þorbjörg sýnt að hún getur í eldri málverk- um, en máski er hún að þreifa fyrir sér í harðari myndbyggingu. Annars er þessi innrétting Þorbjargar, sem hún fléttar með landslagið, mjög rökfræðileg því að allt er landslagið háð lögmálum frumforma og náttúran er strang- asti og nákvæmasti byggingar- meistarinn. Litið á heildina er þetta sterk sýning og vel þess virði að vera skoðuð. Umdeildar norskar bækur Erlendar bækur Sigurður Þorsteinsson BÓKAFLÓÐIÐ hefst miklu fyrr hér í Noregi en heima. Því eru menn hættir að tala um jólabóka- flóð. Haustbókaflóð, eða einfald- lega „Bokflommen“, heitr þetta fyrirbæri hér í landi. Tvær bækur hafa skorið sig úr af þeim sem enn eru komnar á mark- aðinn, en það eru bækurnar Min Jödiske krig eftir Jahn Otto Johan- sen, ritstjóra Dagblaðsins, og Oda eftir Ketil Björnstad. Báðum er þeim það sameiginlegt, að höfund- ar þeirra eru ásakaðir fyrir að hafa tekið svo mikið magn af efni frá öðrum, án þess að geta heimilda, að slíkt sé ekki eðlilegt. Hefir þessu síðan verið velt fram og aftur í blöðum, en allir virðast hafa sæst á að ekki sé ástæða til að ákæra fyrir ritstuldi. Min Jödiske krig er síðasta bókin í þrístirninu Min Jödiske mamma og min Jödiske reise eft- ir Johansen. Hann hefir fengið einstaklega góða dóma fyrir allar þessar bækur og fékk það reynd- ar einnig í upphafi fyrir þá síð- ustu, þar til Tim Greve, kollegi hans við VG, gerði þá „miklu“ uppgötvun, að heilu kaflarnir væru þýddir úr bók Lucy S. Dawidovicz, The War against the Jews. En hvað sem þessu líður, þá er bók þessi ekki síður skrifuð frá hendi Johansens en þær fyrri. Bókin er spennandi og heldur lesandanum við efnið til síðustu blaðsíðu. Oda eftir Ketil Björnstad fjall- ar um líf Odu Krogh og bóhem- ana í Kristianiu í lok síðustu ald- ar. Þetta voru engir venjulegir bóhemar, þegar þess er gætt að meðal þeirra voru Cristian Krogh, Edvard Munch, Hans Jæger, Sigbjörn Obstfelder og Gunnar Heiberg. Oda Lasson, eins og hún hét upphaflega, tvö hjónabönd henn- ar, forustuhlutverk hennar með- al bóhemanna, frjálsar ástir hennar, hjónabandið með Krogh, og ekki má gleyma August Strindberg — allt er þetta með- höndlað á einkar skemmtilegan hátt, ekki síst samband hennar og Hans Jæger. Þetta er heim- ildaskáldsaga og því er það að Björnstad er sakaður um að taka svo mikið af beinum köflum frá Hans Jæger að slíkt nái ekki nokkurri átt. Björnstad gerir Odu að manneskju, sem er svo langt á undan samtíð sinni, að leita þarf til dagsins í dag til að ná í samanburð. Upplestrar úr bókinni, söngvar frá þessum tíma og leiknir þætt- ir fylltu Konserthúsið tvisvar sinnum, er bókin var kynnt. Seg- ir það sitt um móttökurnar. Þá hefir Cappelen sent frá sér nýja alfræðabók um tónlist, sem nefnist Musikken og vi. Bókin er í þrem bindum og fjallar það fyrsta og annað um það sem kalla má alfræðibókarhlutann, en þriðja bindið heitir tónlistar- líf í Noregi. Verk þetta mætti kalla fjöl- skylduverk, sem leggur mesta áherslu á þá tónlist og það tón- listarfólk, sem er efst á baugi í dag. Verkið er raunar Bonniers tónlistaralfræðibókin endurskoð- uð 1983 og færð fram til þess dags. Útgáfan er kannske afleið- ing mikils tónlistaráhuga hér í landi eins og sumir gagnrýnend- ur hafa sagt. Þessi mikla áhuga- bylgja fylgdi að nokkru í kjölfar þess að nóturnar að symfóníu Griegs voru teknar fram og hún var flutt bæði hér og í Rússlandi. Þar sem verk þetta gerir kröf- ur til að vera fullkomið verk um norska tónlist allt fram á þennan dag, verð ég þó að segja eins og er að þar sakna ég sérstaklega eins nafns, en það er vinur minn Wolfgang Planke, sem ég fæ ekki betur séð en hafi unnið sér sæti sem einn af fremri Norðmönnum í dag, ekki aðeins sem píanóleik- ari, heldur ekkert síður sem tónskáld. Um það vitnaði ekki hvað síst endurtekningin á sjón- varpsviðtali við hann og flutn- ingur verka hans, bæði síðastlið- ið haust og nú seinast 9. sept- ember. Ritstjóri verksins er cand philol Otlu M. Alsvik en ritarar hennar voru Ella Arntsen og Robert Levin. í bókinni er að finna 7.200 greinar, en 104 þeirra eru myndskreyttar. Einfaldast er að segja að þær fjalla um allt það sem tengst getur tónlist. Þriðja bindið hefir þá sérstöðu að það er ekki síður fróðlegt fyrir þá sem vilja njóta tónlistar í stofunni heima. Það segir allt um hvernig slíkt má verða sem best., Það er Ella Arntsen sem annað- ist ritstjórn þessa bindis. „Við fæðumst öll á steinaldar- stigi," segir í upphafi kynningar- bæklings á nýrri alfræðaorða- bók, „Cappelens Leksikon", í 10 bindum, sem þegar eru komin August Strindberg þrjú bindi af. Ónnur þrjú koma á næsta ári og fjögur þau síðustu koma svo árið 1985. Þegar verk þetta hljóp af stokkunum var það einróma álit gagnrýnenda, fagfólks og lesenda að hér væri einstaklega gott verk á ferð, skrifað á svo auðskilinn hátt að það yrði til mikils gagns fyrir t.d. skólafólk allt niður I neðri bekki grunnskóla, en það hafa óneitanlega fáar alfræði- bækur haft til síns ágætis. í verkinu er að finna 100.000 upp- sláttarorð, 1.150 myndskreyttar greinar, lykilbindi með töflum, samheitaorðabók, bókmennta- leiðbeiningar og auk þess auðvit- að efnisyfirlit og mikill hluti myndanna er í lit. Aðalritstjóri verksins er Waldemar Brögger. oagunnn Sunnudagurinn 2. október næstkomandi er árlegur merkja- og blaðsöludagur SÍBS. Merki dagsins kostar 40 krónur og blaðið Reykjalundur 60 krónur. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiðar. Vinningur er vöruúttekt að eigin vali fyrir 50.000 krónur. Sölubörn, komið kl. 10 árdegis. Nú fáið þið 8 krónur fyrir að selja hvert merki og 12 krónur fyrir blaðið. Foreldrar, hvetjið börn ykkartil að leggja góðu málefni lið. AFGREIÐSLUSTAÐIR MERKJA OG BLAÐA í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: SÍBS, Suðurgötu 10, sími 22150 Mýrarhúsaskóli Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiðagerðisskóli Vogaskóli Árbæjarskóli Fellaskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli Ölduselsskóli Seljaskóli Laugateigur 26, s. 85023 KÓPAVOGUR: GARÐABÆR: H AFNARFJÖRÐUR: Kársnesskóli Flataskóli Breiðvangur 19 Kópavogsskóli Lækjarkinn 14 Digranesskóli Reykjavíkurvegur 34 Þúfubarð 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.