Morgunblaðið - 07.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 12 Á ad gefa afgreiðslu- tíma verslana frjálsan? í tilefni af fyrirætlun Hagkaups um aö breyta afgreiðslu- tíma sínum á þann veg sem brýtur f bága við gildandi reglugerð leitaði Mbl. álits nokkurra kaupmanna, neytenda og afgreiðslufólks á því hvort gefa ætti afgreiðslutíma verslana frjálsan EINS og Morgunbladid hefur skýrt ítarlega frá undanfarna daga hyggst fyrirtækið Hagkaup breyta af- greiðslutíma í verslun sinni í Skeif- unni á þann veg, í stuttu máli, að opið verði til sjö á kvöldin frá mánu- degi til fimmtudags, til níu á fostu- dögum og til fjögur á laugardögum. Verði þessi fyrirætlun að veruleika eins og líkur benda til, brýtur það í bága við gildandi reglugerð Reykja- víkurborgar um leyfilegan verslun- artíma í Reykjavík. I reglugerðinni er kveðið á um að verslunum sé heimilt að hafa opið frá átta að morgni til sex að kvöldi á virkum degi og á milli átta og tólf á laugardagsmorgni. Þó mega verslanir hafa opið leng- ur á tveimur virkum dögum, en aðeins til tíu. Eins hefur sú regla verið viðhöfð að á laugardögum fái tvær verslanir í sömu grein að hafa opið til fjögur. Þurfa verslan- ir að sækja um leyfi fyrir þessum afgreiðslutíma eftir hádegi á laug- ardögum til sérstakrar úthiutun- arnefndar, sem hefur það hlutverk að jafna þessum tíma niður á verslanir. Stjórnendur Hagkaups hugðust koma þessari breytingu á í byrjun þessa mánaðar, en þá kom babb í bátinn, um 40 manns af því 60 manna starfsliði Hagkaups sem þessi breyting mundi snerta, gátu alls ekki fellt sig við hana og leit- uðu eftir aðstoð Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur til að hindra þessa fyrirætlun eða komast að öðru samkomulagi. Yfirmenn Hagkaups ákváðu þá að fresta breytingunni og síðan hafa við- ræður farið fram á milli starfs- fólks og yfirmanna Hagkaups annars vegar og starfsfólks Hag- kaups og VR-manna hins vegar. Síðasti viðræðufundurinn var á miðvikudaginn og náðist þá sam- komulag á milli starfsfólksins og yfirmanna Hagkaups þess efnis að þeir einir þyrftu að vinna til sjö sem treystu sér til þess, en hinum væri frjálst að hætta klukkan sex. Var jafnframt ákveðið að nýi af- greiðslutíminn yrði tekinn upp á morgun, laugardag. Þá hafa Kaupmannasamtökin óskað eftir viðræðum við Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur um afgreiðslu- tíma verslana í Reykjavík al- mennt. Jónas Gunnarsson kaupmaður í versluninni Kjötborg: á ef verslanir taka að hafa opið til sjö“ Jóhannes Jónsson verslunarstjóri hjá SS á Háaleitisbraut 68. Morgunblaðiö/Friðþjófur Jóhannes Jónsson verslunarstjóri hjá SS: „Borðum ekki meira þótt lengur sé opið u „Líst illa upp á því „MÉR LÍST mjög illa á þad ef versl- anir taka almennt upp á því aö hafa opið til sjö á kvöldin. Það þýddi ekki annað en klukkutími í viðbót í eftir- vinnu og þar með aukinn kostnað,“ sagði Jónas Guðmundsson kaup- maður í versluninni Kjötborg á As- vallagötu 19. „Ég hef alltaf verið hlynntur því að hafa reglugerðarákvæði um af- „AÐ MÍNUM dómi eru þessi mál öll í miklum ógöngum. Það kerfi sem verið hefur er að brotna niður, sambyggð sveitarfélög hafa tekið upp ólíkan verslunartíma, sem er óhæft. Það gengur ekki að mis- munandi reglur gildi um verslanir sem standa hvor sínu megin götu. Það er hálfvitagangur, og ekki sæmandi okkur sem sæmilega sið- menntaðri þjóð,“ sagði Árni Jóns- son eigandi verslunarinnar Kúnst á Laugavegi 40. En hvað er til ráða? Árni sagði um það: „Alþingi þarf að setja lög um verslunartíma á öllu landinu, greiðslutíma verslana," sagði Jón- as, „og held raunar að sú regla sem nú er á málunum sé ágæt, skili góðri þjónustu. Ef afgreiðslu- tíminn verður lengdur eykst kostnaðurinn jafnframt, og fáir geta tekið þessa kostnaðaraukn- ingu á sig án þess að hækka vöru- verð, sem kaupmenn vilja helst ekki gera, og mega alls ekki í sum- eða að minnsta kosti á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þetta þarf að vera skynsamleg og sann- gjörn rammalöggjöf, sem gefur ákveðið svigrúm. Það væri síðan á valdi fógeta á hverjum stað að veita undanþágur innan þess ramma ef sérstök ástæða væri til, svo sem þjónustu við ferða- menn. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf ef sveitarfélögin fara með þau. Það leiðir til ósamræmis, sem er óréttlátt og heimskulegt. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti því að koma til móts við þarfir fólksins. Alls um tilfellum vegna verðlags- ákvæða. Ef til þess kæmi að reglugerðin væri afnumin, eins og ýmsir tala um — og jafnvel er talið að það sé meirihluti fyrir því í borgarstjórn — mundi það skapa algera ring- ulreið. Því kaupmenn neyðast til að fylgja samkeppnisaðilanum og hafa opið þótt þeir kæri sig ekkert um það. Nú skilst mér að Hagkaup hafi í hyggju, þvert ofan í ríkjandi reglugerð, að hafa verslun sína í Skeifunni opna til sjö á kvöldin. Það er auðvitað eins víst að fyrir- tækið græði á þessu, en það er þá á kostnað þeirra sem fara að lögum. Auðvitað á fyrirtækjum ekki að haldast uppi að hafa opið á öðrum tímum en þeim sem reglugerðin gerir ráð fyrir. Lögreglan á að loka verslunum sem gera sig seka um slíkt. En það verður að segjast eins og er, að lögreglan hefur verið heldur slöpp við að framfylgja þessum lögum, látið duga að standa í dyrum og segja fólki að það sé lokað, en hleypt því eigi að síður inn.“ ekki. En það er hægt að gera það án þess að gefa allt frjálst. Ein- faldlega með skynsamlegri sam- ræmdri reglugerð sem tekur til- lit til allra aðila. Og í rauninni væri neytandanum enginn hagur „LENGING verslunartíma eykur ekki veltu í greininni. Fólk tekur ekki upp á því að borða meira þótt opið sé lengur í verslunum. Og stað- reyndin er sú að við höfum einfald- lega ekki efni á því að lengja af- greiðslutímann. Það þýddi óhjá- kvæmilega meiri mannafla og þar í því þegar fram í sækti ef þjón- ustutíminn væri gefinn frjáls. Því ég er ansi hræddur um að lenging afgreiðslutima kæmi fram í hækkuðu vöruverði fyrr eða síðar." með hærra vöruverð um síðir, sem er nokkuð sem enginn kærir sig um, kúnninn allra síst. Það er engum blöðum um það að flétta að þeir kaupmenn sem berjast fyrir leng- ingu verslunartíma gera það vegna þess að þeir sjá sér hag í að hafa opið á meðan aðrir hafa lokað,“ sagði Jóhannes Jónsson, verslunar- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Háaleitisbraut 68. „Annars finnst mér að þeir stjórnmálmenn sem leggja hvað harðast að verslunarstéttinni að hafa lengur opið ættu að byrja á því að sýna gott fordæmi og reyna að stuðla að lengri þjónustutíma í opinberum stofnunum. Líta í eigin barm, með öðrum orðum. Bankar eru til dæmis aðeins opnir til fjög- ur og engum dettur í hug áð amast við því. Og ég get nefnt annað dæmi. Af þeim 600 manns sem hjá okkur vinna geri ég ráð fyrir að helmingurinn þyrfti að fá frí í vinnunni til að fara með bílinn sinn i skoðun. En aðalmálið er þetta: er það þjóðhagslega hagkvæmt að lengja opnunartíma verslana? Ég held ekki. Auk þess tel ég að það sé óþarfi, þar sem í rauninni skortir ekkert á þjónustu í borginni. Fólk á yfirleitt ekki í neinum vandræð- um með að komast í búðir, að minnsta kosti ekki þeir sem vinna til fjögur og fimm á daginn. Það er helst verslunarfólk sem á erfitt með að finna sér tíma til að versla,“ sagði Jóhannes Jónsson. Jónas Gunnarsson kaupmadur. Morgunblaðis/Friðþjéfur. Árni Jónsson eigandi verslunarinnar Kúnst: „Þörf á samræmdri löggjöf um verslunar- tíma á landinu öllu“ Árni Jónsson í verslun sinni Kúnst á Laugavegi 40. Morgunbiaðið/Friðþjðfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.