Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 31 Sigurður Sigurjónsson og Júlfus Suorrason taka við fyrstu verðlaunum í Floridana-mótinu. Það er gjaldkeri Bridgefélags Selfoss, Eygló Griinz, sem afhendir verðlaunin. Mbl/ Friðþjófur. Floridanamótið í bridge: Sigurður Sigurjónsson og Júlíus Snorrason sigruðu SIGURÐUR Sigurjónsson og Júlíus Snorrason komu sáu og sigruðu á Floridana-mótinu í bridge sem fram fór f Selfossbíói sl. laugardag. Spilaður var tvímenningur með barometerfyrirkomulagi. Sigurður og Júlíus hlutu 358 stig og höfðu forystu nánast allt mótið. Guðmund- ur Sv. Hermannsson og Björn Ey- steinsson urðu í öðru sæti með 283 stig. Eygló Gránz, gjaldkeri Bridge- félags Selfoss, setti mótið kl. 10 á laugardagsmorguninn og var spil- að að heita stanslaust í 12 klukku- stundir. Spiluð voru 78 spil, en 40 pör tóku þátt í keppninni. Ásmundur Pálsson og Karl Sig- urhjartarson urðu í 3. sæti í mót- inu, Jón Baldursson og Hörður Blöndal fjórðu, og Þórarinn Sig- þórsson og Guðmundur Páll Arn- arsson í fimmta sæti. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. Varðskipið Þór til sölu VARÐSKIPIÐ Þór hefur verið auglýst til sölu, en ekki er sett upp ákveðið verð fyrir skipið, heldur er óskað tilboða, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Gunnari Bergsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Gunnar sagði að ástæða fyrir sölunni væri sú að á fjárlögum hefði verið heimild í nokkur ár til þess að selja skipið og auk þess væri ekki gert ráð fyrir rekstri nema tæpra þriggja varðskipa á næsta ári, eða i 33 mánuði alls. Þá sagði Gunnar ennfremur, að í sumar þegar Þór hefði verið í notkun hefði önnur vél skipsins bilað og ekki þætti ástæða til þess að gera við skipið úr því að ekki lægi fyrir að það yrði gert út næstu árin. Þór var smfðaður árið 1952 og endurbyggður að hluta og skipt um vélar í honum árið 1972. Eigendum og forstj&ra Nóa, Síríus og Hreins og öUu starfsfólkinu, vinum og vandamönnum, sendi ég mínar innilegustu kveöjur og þakkir fyrir rausnarlegar gjafir á 70 ára afmælisdegi mínum, þann 9. október si Lifið heil Sranborg Jónsdóttir. Oiympia Ljósritunarvélar fyrir alla jafnt stóra sem smáa Omega 2030 M. gefur 30 kristal-tœr eintök á mínútu á allan venjulegan pappír. Margreynd Ijósritunarvél fyrir stórnotandann. Omega 2002 U. Ljósritar A5 til A3 pappírsstœrðir, frábœr litgreining, einstök dauf og hálftóna prentun. Tölvustýrð vinnsla með Quarts samhœfingu. K*JAR^VI\I E ARMULI 22 - REYKJAVtK - SÍMI S3022 Það er staðreynd, að Danfoss ofnhitastillareru orkusparandi og borga sig því upp á skömmum tíma. Auk þess veita þeir mikil þægindi með jöfnum óskahita í hverju einstöku herbergi. Fyrir nokkru var skipt um á öllum ofnum í Empire State byggingunni í New York, sem er 102 hæðir, og settir upp Danfoss ofnhitastillar. ErekkifUll ástæóa til að þú setjir upp 'jkutfei ofnhitastilla hjá þér þótt starfsemin sé aöeins á einni hæó ? = HÉÐINN = SEUAVEGI2, REYKJAVÍK.SÍMI 24260 SKIPADE/LD A SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 annast flutninqa fynr Þ»g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.