Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 3
I I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 3 Enn verða verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins undir: Guðmundur J. varð landsfundarfull- trúi á hlutkesti Haukur Már Haraldsson féll en þeir og Kjartan Olafsson, varaformaður, fengu fæst atkvæði 72 fulltrúa úr Reykjavík GUÐMUNDUR J. Guðmundsson alþingismadur og formaður Verkamanna- sambands íslands og Kjartan Ólafsson varaformaður Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans unnu hlutkesti í kjöri á 72 landsfundarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á félagsfundi sl. miðvikudagskvöld. Guðmundur J., Kjartan, Haukur Már Haraldsson fyrrverandi blaðafulltrúi ASÍ og Ragnar A. Þórsson verkamaður urðu jafnir með 36 atkvæði hver í þrjú neðstu sætin svo draga varð um hver þeirra næði e.kki landsfundarfulltrúasæti. Úrslit urðu þau að Haukur Már Haraldsson féll. „Ég er nú yfirleitt sigursæll í hlutkesti, en ég er ekkert leiður út af þessu. Mín upphefð kemur að utan, hún hefur aldrei komið að innan í Alþýðubandalaginu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson er Mbl. spurði hann álits á þessum úrslitum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Fast á eftir Guðmundi J. og Hauk Má Haraldssyni í neðstu sætunum koma aðrir verkalýðs- foringjar Alþýðubandalagsins. Guðmundur Jónsson verslunar- maður hlaut 38 atkvæði, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar 41 atkvæði, Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmíðasambandsins 41 at- kvæði og Böðvar Pétursson versl- unarmaður 37 atkvæði. Þá vekur og athygli að Einar Olgeirsson fyrrum alþingismaður hlaut að- eins 38 atkvæði. Helstu stuðningsmenn ólafs Ragnars Grímssonar, sem sjálfur 'tilheyrir Reykjaneskjördæmi og því ekki í kjöri á þessum fundi, koma sterkir út úr kosningunni, enda hefur Ólafur Ragnar lagt mikla vinnu í að styrkja stöðu sína innan flokksins fyrir landsfund- inn, eins og Mbl. hefur áður skýrt frá. Má þar nefna að Kristján Valdimarsson starfsmaður Reykjavíkurdeildar og hægri hönd Ólafs hlaut 56 atkvæði, Svanur Kristjánsson prófessor 56 at- kvæði, Baldur óskarsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins 53 atkvæði og Auður Styrk- ársdóttir stjórnmálafræðingur 49 atkvæði. ólafur Ragnar gegnir eins og kunnugt er íhlauparitstjórastarfi á Þjóðviljanum í fjarveru Kjart- ans ólafssonar ritstjóra og vara- formanns Alþýðubandalagsins. Eins og að framan greinir varð Kjartan einn af fjórum neðstu í kjörinu og náði landsfundarsetu- réttindum á hlutkesti. Þá hlaut Árni Bergmann meðritstjóri Ólafs aðeins 44 atkvæði, en Einar Karl Haraldsson, einnig ritstjóri á Þjóðviljanum, 55 atkvæði. Konur virðast þarna standa stíft saman og eru þær stór hluti þessara 72 landsfundarfulltrúa og yfirleitt með háar atkvæðatölur. Má þar nefna sem dæmi að Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi hlaut 62 atkvæði. Svonefnt Stór- Guðrúnarveldi, eins og Alþýðu- bandalagsmenn nefna það, virðist réttnefni, því Guðrún Ágústsdótt- ir borgarfulltrúi hlaut 65 atkvæði, Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur 59 atkvæði og Guðrún Hall- grímsdóttir verkfræðingur 56 at- kvæði. Álfheiður Ingadóttir blaða- maður á Þjóðviljanum er með jafnmörg atkvæði og atkvæða- hæsti ritstjóri blaðsins, eða 55 at- kvæði. Flest atkvæði hlaut Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins eða 72. Um 170 manns voru í kjöri. Kjörnefnd lagði fram lista með 144 nöfnum, en upp- ástungur komu frá fundar- mönnum um tæplega 30 til viðbót- ar. Landsfundurinn verður hald- inn í Reykjavík 17.—20. nóvember nk. Daihatsu númer 3.000 afhentur. Frá vinstri Inga Eiríksdóttir, sem keypti bflinn, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Brimborgar hf., umboðsað- ila Daihatsu, og Sakae OHara, forseti Daihatsu. Ljósmynd Mbi. ói.k.m. Daihatsu númer 3.000 afhentur DAIHATSU-umboðið á íslandi, Brimborg hf., afhenti í gærdag Daihatsu-bifreið númer 3.000 og er hún af Charade-gerð. Ung kona úr Reykjavík, Inga Eiríks- dóttir, er kaupandinn. Á þessum tímamótum kom hingað til lands þriggja manna sendinefnd frá Japan, þeir Sakae OHara, forseti Daihatsu Motor Co., sem afhenti Ingu bílinn, ásamt minningargjöf frá verksmiðjunum, og þeir K. Fukuda, framkvæmdastjóri út- flutningsdeildar Daihatsu Mot- or Co. og T. Senga, forstjóri Aisin UK. Liðlega sex ár eru nú liðin frá því að fyrstu bílarnir af Dai- hatsu-gerð komu hingað til lands og hafa því verið seldir um 500 bílar á ári, sem er með því mesta sem gerist hér á landi. Á blaðamannafundi kom fram hjá Daihatsu-mönnum, að Daihatsu Charade hefði verið mest seldi einstaki bíllinn á ís- landi fyrstu níu mánuði ársins, en alls hafi nú selzt um 1.800 bílar af þeirri gerð hér á landi. Þá hafa verið seldir um 1.200 bílar af gerðinni Daihatsu Charmant, auk jeppa og sendi- bíla. Loks koma fram á blaða- mannafundinum, að Inga Ei- ríksdóttir fær frá umboðinu gefnar tryggingar af bílnum næsta tryggingarár. i i í i i i I i I I I I I NÝJAFILMU ÍVÉLINA í sumar hafa allir keypt sér 400 eða 1000 asa filmur til þess að taka myndir í slæmri birtu og litlu Ijósi. Nú skalt þú skipta um filmu og ganga f Kanaríklúbb Útsýnar, Úrvals, Samvinnuferða/ Landsýnar og Flugleiða, því á Kanaríeyjum skín sólin skært! Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría í beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2.nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafaviðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1, 2, 3, 4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémarmiðaðvið2 í íbúð kostaraðeins 78.000.- kr. Þú kemurheim 9. maí! Á Kanarfeyjum eru litirnir ekta! URVAL ÚTSÝM Samvinnuferdir Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.