Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Kjarvalsstaðir: 80 bandarískir handverks- menn sýna á Crafts USA CRAFTS USA, yfirlitssýn- ing 80 bandarískra hand- verkslistamanna veröur opnuö á Kjarvalsstööum nú um helgina. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar utan Randaríkjanna og var hún sérstaklega sett saman til sýningar hér á landi. Þau verk sem verða á sýn- ingunni eru unnin úr gleri, tré, keramiki, málmum, leðri og öðrum efnum. Einn- ig koma hingað sjö af lista- mönnunum 80 og verða með sýnikennslu og vinnustofu fyrir íslenska starfsbræður sína, en eitt af markmiðun- um með Crafts USA er að styrkja samskipti banda- rískra og íslenskra handverkslistamanna. Þá verður ágóði af sýningunni notaður til að koma á fót sérstökum námssjóði til styrktar íslenskum lista- mönnum sem hafa hug á að Þessi mynd var tekin i Kjarvalsstöðum í gær, þar sem unnið var af kappi við uppsetningu Crafts USA. F.v. starfa og læra erlendis. Eru Cynthia Boyer, Marian A. O’Brien, Baltasar, Pamela S. Brement og Solveig Cox. verkin öll til sölu og renna 10% af andvirði seldra verka í þann sjóð. Crafts USA er ekki ríkis- styrkt sýning, en um 40 fyrirtæki, íslensk og banda- rísk, hafa styrkt sýninguna, auk einstaklinga og opin- berra aðila. Umsjónarmenn sýningarinnar eru þær Cynthia Boyer og Marian A. O’Brien, en í stjórn sýn- ingarinnar eiga sæti þau Pamela Sanders Brement, Baltasar, Þórunn Boulter, Þóra Kristjánsdóttir, Algirdas Rimas og Kenneth Yates. Þá heldur Lloyd E. Herman, forstjóri Ren- wick-safnsins í Smithsonian Institution í Washington DC fyrirlestra um handverkslist meðan á sýningunni stend- ur. Crafts USA verður opnuð fyrir boðsgesti á laugardag, en frá og með nk. sunnudegi verður sýningin opin fyrir almenning í þrjár vikur daglega á milli 14.00 og 22.00. Aðgangur að sýningunni er kr. 100 fyrir fullorðna og fylgir þá vönduð sýn- ingarskrá með myndum og upplýsingum um listamenn- ina og verk þeirra. Séra Sigurbjöm Einarsson, fyrrverandi biskup um beygingu nafnsins Jesús: „Gegnir ftirðu að þetta mál skuli koma inn á kirkjuþing núna“ VKGNA þoirra deilna sem upp risu á kirkjuþingi nú nýverið um beyg- ingu nafnsins Jesús sneri Morgun- blaðið sér til séra Sigurbjarnar Kinarssonar, fyrrverandi biskups, og spurði hann út í málið, en þær breytingar sem gerðar voru á beyg- ingunni voru gerðar í biskupstíð hans. Uér fer á eftir svar séra Sig- urbjarnar Kinarssonar: Það gegnir furðu, að þetta mál skuli koma inn á kirkjuþing núna. Þeir vökumenn, sem fyrir þvi stóðu, hefðu átt að rumska fyrr, því sá ritháttur, sem þeir eru að víta, er engin nýlunda lengur. Fyrr á tíð þegar prestar lýstu með hjónum í kirkju sögðu þeir: Þeir sem vita meinbugi á þessum ráðahag segi til í tíma en þegi síðan. Það eru 11 ár síðan Sálmabókin kom út. Allan þann tíma hefur verið nær hljótt um þetta, gagnrýni varla heyrst fyrr en alveg nýverið, og aldreí verið að þessu vikið á kirkjuþingi né öðrum kirkjulegum samkundum. En nú er þetta tekið upp og með allmiklu írafári, eins og stund- um verður, þegar menn hrökkva upp seint og illa og vita varla hvar þeir eru staddir. Tillaga að nýrri handbók fyrir kirkjuna varð lögð fyrir presta- stefnu árið 1976. Þar var fylgt sömu reglu um ritun nafnsins Jesús og í Sálmabókinni. Síðan var sett fjölmenn nefnd í hand- bókarmálið, skipuð 11 mönnum. Tillögur hennar lágu fyrir kirkjuþingi og prestastefnu og var fjallað rækilega um þær. Aldrei lá það fyrir að ágreining- ur væri innan handbókarnefnd- ar um þetta atriði og í öllum álitsgerðum kirkjuþings og prestastefnu verður ekki fundin nokkur athugasemd um það né neinar óskir um að halda í hinar latnesku fallmyndir nafnsins. Það hefur ekki framundir þetta verið annað að sjá en að almenn samstaða væri um þessa eðlilegu einföldun. Ekki man ég heldur eftir því, að neinn í hinni fjöl- mennu stjórn Biblíufélagsins hreyfði andmælum gegn þessu þegar handrit þýðingarnefndar Nýja testamentisins var undir- búið til prentunar. Þeir eru m.ö.o. æði margir, sem bera ábyrgð á þeirri breytingu, sem nú er verið að gagnrýna eftir dúk og disk. Hvað þeim mótmæl- endum hefur vitrast allt í einu núna er mér hulið. Þegar sálmabókarnefndin fjallaði um þetta atriði, þá vildi hún ekki flana að neinu.-En að athuguðu máli var hún einhuga í ákvörðun sinni. Eina álitamálið í því sambandi var Hallgrímur. En það verður ekki talið að gengið sé nærri honum þó að latneskt þolfall og ávarpsfali hverfi úr þeim sálmum hans, sem ieknir eru í Sálmabók. Eng- um kemur annað í hug en að halda öllu óbreyttu, eins og hann gekk frá því, í útgáfum Passíu- sálma og öðrum útgáfum á verk- um hans (að frátalinni stafsetn- ingu), en það litla úrval úr sálm- um hans, sem tekið er í Sálma- bók, verður samræmis vegna að lúta sömu reglu um rithátt og annað. Það höfðu verið gerðar orðabreytingar á sálmum Hall- gríms í sálmabókum áður. Slíkt fyrirfinnst ekki í Sálmabók 1972. Að horfið var að þessu ráði stafar auðvitað af því, að þessi Sigurbjörn Kinarsson meðferð nafnsins hafði rutt sér til rúms af mjög eðlilegum orsökum. Hinar latnesku beyg- ingarmyndir tvær, sem hafa loð- að við nafn frelsarans, gerðu engum gagn en unnu það ógagn að rugla fólk og gera hið helga nafn framandlegt. Þeir sem kannast ekki við þetta heyra ekki né muna rétt vel. Ég kenndi prestaefnum í allnokkur ár og átti þar í sama stríði oft og ein- att með að innræta stúdentum þessa einföldu latínu og ég hafði kynnst í sunnudagaskólum og barnaguðsþjónustum. Það höfðu komið út kristilegar söngbækur áður en Sálmabók 1972 kom út, þar sem beyging Jesú-nafnsins er ýmist á reiki eða að fylgt er sömu reglu og gert er í Sálma- bókinni og öðrum kirkjulegum bókum nýjum. í unglingasöng- bók, sem fjölmennustu æsku- lýðssamtök innan kirkjunnar gáfu út 1970, eru latínuleifarnar felldar niður með öllu. Ég ræddi þetta við þáv. formann KFUM, Bjarna Eyjólfsson, og hann var ennþá ákveðnari en ég var orð- inn þá í því að tími latínunnar á þessu sviði væri liðinn og að það væri tilgangslaust en ekki meinlaust að vera að halda í hana. Það er mjög fjarri því, að það hafi verið einhver ófá eins eða fárra manna, sem ollu þessari ráðabreytni. Þar eiga margir hlut að máli og aðdragandinn er langur. Árið 1952 kemur út bók dr. Ásmundar Guðmundssonar, Ævi Jesú. Ég hvet menn til þess að lesa þá góðu bók meðal ann- ars til þess að ganga úr skugga um hversu fastur hann er á því að beygja Jesú-nafnið upp á lat- ínu. Hann er horfinn frá því 20 árum áður en Sálmabókin kemur út. Dr. Ásmundur vann að end- urskoðun á texta Nýja testa- mentisins eftir að hann lét af biskupsembætti og skilaði tillög- um til Biblíufélagsins. Ég þykist mega fullyrða, að hann hafi ver- ið á sömu skoðun og ég um það atriði, sem hér er til umræðu. Mörgum er tamt að ávarpa Jesú í bænum sínum og beina bænum til hans. Er það ekki nær undantekningarlaust, að menn segi þá „Jesús", þ.e. noti nefni- fallið eins og jafnan er gert í íslensku máli þegar ávarpað er, en ekki latneska ávarpsfallið „Jesú“? Ég hygg það vera, en best er að hver spyrji sjálfan sig. Hitt bannar enginn að menn ávarpi frelsara sinn upp á latínu, ef þeim er það ljúfara, hvorki í bæn frá eigin brjósti né þegar þeir fara með vers eða sálma. En það er leiðinlegt, þegar menn fara fallavillt, en það er ekki óalgengt, þegar menn ætla að fara að vanda sig þar sem þeir eru ekki sterkir á svelli, að mönnum fipast. Þá fara konur að kvænast svo dæmi sé tekið, og frelsarinn fær á sig fallendingar, sem eru endileysa. Af fréttum af kirkjuþingi að dæma voru það eingöngu klerkar þar sem börðust fyrir því, að horfið yrði aftur að úreltum málfræðireglum í meðferð nafnsins Jesús. Leikmennirnir á þinginu virðast á allt annarri skoðun, enda hafa ekki komið fram kvartanir eða óskir frá þeim, sem hafa kosið þá til þess að fara með umboð sitt á kirkju- þingi. Og fram að þessu hefur ekkert komið fram á löngu ára- bili, sem bendir til þess að þeir, sem tóku þetta upp á nýliðnu kirkjuþingi, séu annað en full- trúar sjálfra sín og örfárra ann- arra. Ég verð að segja það, úr því að ég er spurður, með allri virðingu fyrir ágætum vinum mínum, að mér finnst þessi fjaðraþytur á haustdögum þessa árs vera lítið ánægjulegur vitnisburður um klerklega árvekni og eldmóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.