Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 25 saman bækur sínar þegar þýsku skipbrots- tið iöðrandi í olíu framan við fætur þeirra. Morgunblaðið/ Sigurgeir. lenda í þessu. En það er ánægjulegt að við gátum orðið að liði við að bjarga nauðstöddum sjómönnum," sagði Jens óskarsson, skipstjóri á Hópsnesi, að lokum. — HKJ. ttúru- tuspil Morgunblaðið/ RAX við hefðum farið frá björgunarbátn- um einhverra hluta vegna, ja, þá hefðum við lent í miklum vandræð- um. Þá hefði þetta verið barátta á milli okkar og máttarvaldanna, nátt- úrunnar. Og eitt höfum við svo sann- arlega lært hér: Atlantshafið á það skilið að maður beri virðingu fyrir því. Við vitum hvað þýsku sjómenn- irnir þurftu að ganga í gegnum og það á enginn maður að þurfa að gera.“ Saucedo og Morrison luku miklu lofsorði á dugnað og atorku íslensku sjómannanna. „Það er eins og íslend- ingar geti aldrei stillt sig um að hjálpa enn frekar en ætlast er til af þeim. Þeir sýna öðru fólki virðingu og kurteisi. Þeir fylgdust vel með okkur í þessari aðgerð, eins og alltaf áður, og gættu þess að ekkert gleymdist. Við myndum treysta þeim fyrir lífi okkar hvenær sem er ekkert síður en félögum okkar, sem við þurfum að treysta svo mjög á,“ sögðu þeir. Reynslan sýnir að þorskstofninn þolir veiði upp að 400 þúsund tonnum — sagði Guðjón Kristinsson á þingi FFÍ „SEXTÍU ÁRA reynsla kennir okkur að þorskaflinn hefur ávallt sveiflast til á nokkurra ára tímabili og virðist alltaf falla aftur eftir að hafa farið yfir 450 þúsund tonn. Ef við nýtum okkur þessar staðreyndir um aflann virðist mega draga þá ályktun að það sem bæri að varast sé að fara mikið yfir 400 þúsund tonn, og reyna þannig að draga úr niðursveiflunni sem á eftir fylgir,“ sagði Guðjón Kristjánsson skipstjóri á Páli Pálssyni á þingi Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sem nú stendur yfir. Guðjón mælti fyrir munn Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á ísafirði, en Bylgjumenn gerðu það að tillögu sinni á þinginu að stefna skyldi að 400 þúsund tonna þorskafla á næsta ári. „Þess ber þó auðvitað að gæta,“ sagði Guðjón við blaðamann, „að tiliagan er sett fram áður en Haf- rannsóknastofnun opinberaði þá skoðun sína að ástand stofnsins nú byði ekki upp á meira en 200 þúsund tonna veiði. Miðað við niðurstöður fiskifræðinga virðist ekki ráðlegt að veiða mikið meira en 300 þúsund tonn á næsta ári. Mér finnst mjög hæpið að fara að ráðum þeirra algerlega og veiða ekki meira en 200 þúsund tonn, einfaldlega vegna þess að það eru of margir óvissuþættir í mati á ástandi fisksins. Auk þess er það engin algild regla að lítill hrygn- ingarstofn gefi af sér lítinn afla. Hér ræður náttúrufarið í sjónum mjög miklu, en við lifum sennilega á breytilegasta sjávarsvæði sem um getur. Hitastig og ætisfram- boð er síbreytilegt, og fiskurinn hegðar sér aldrei eins frá ári til árs. Það er því ekki hægt að draga algildar ályktanir af mælingum fiskifræðinga. Sextíu ára reynsla hefur hins vegar leitt ýmislegt merkilegt í ljós og ég tel miklu nær að hafa hana að leiðarljósi," sagði Guðjón Kristjánsson. Hér á eftir fer ræða Guðjóns á þinginu um þorskafla á íslands- miðum frá 1905 til dagsins í dag. Kerfísbundnar sveiflur „Árið 1905 er afli á íslandsmið- um af þorski 92.130 tonn. Árið 1906 106.373 tonn og fer síðan hægt vaxandi fram til 1914 og er þá 188.498 tonn. Þá kemur sam- dráttur í afla á þorski og aflinn fellur í 136.099 tonn árið 1915 eða um tæp 30%. Þar munar mest um afla útlendinga, en athyglisvert er að afli íslendinga minnkar líka, þó svo að sókn útlendinga minnki vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þarna er því líka á ferðinni afla- samdráttur af völdum náttúru- legra aðstæðna, þá á ég bæði við veðurfar og minnkandi þorsk- gengd á miðin. Afli íslendinga var tæp 80 þúsund tonn árið 1913 en 1914—’18 er þorskafli íslendinga á bilinu 55—68 þús. tonn og er aftur kominn í 82 þús. tonn 1920 og heildaraflinn í 210 þús. tonn. Þorskafli fer síðan vaxandi næstu árin og er kominn í tæp 520 þús. tonn 1933. íslendingar eru þá með tæp 250.000 tonn og útlendingar með 270.000 tonn. Þá fellur þorsk- afiinn aftur á þremur árum um 140.000 tonn eða um 27%. Þorsk- aflinn fer síðan aftur vaxandi fram að síðari heimsstyrjöldinni, en þá dettur veiði útlendinga alveg út. Afli Islendinga fer vaxandi öll árin sem síðari heimsstyrjöldin stóð, öfugt við það sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þorskafli fer síðan vaxandi og kemst yfir 500 þús. tonn 1953 og í 546.768 tonn 1954 sem er mesti þorskafli sem veiðst hefur á Islandsmiðum. I sjö ár frá 1953—’60 er aflinn 450-540 þús. tonn. 1961-1971 350—470 þús. tonn. 1972—'82 er aflinn 330—470 þús. tonn. Frá síðari heimsstyrjöldinni hefur þorskaflinn tekið sveiflur, og minnkað niður í 344 þús. tonn 1967 eða um 100 þús. tonn frá 1964 á þremur árum. Aftur vex þorsk- aflinn í 470 þús. tonn 1970. Fellur í 380 þús. tonn 1973 eða um 90 þús. tonn. Þorskaflinn kemst niður í 330 þús. tonn 1978 og hefur þá ver- ið 330—370 þús. tonn í 6 ár. 1979 fer aflinn aftur vaxndi og kemst í 470 þús. tonn 1981, minnk- ar í 390 þús. tonn 1982 og er enn - minnkandi í ár. Ef hægt er að nota þessa reynslu okkar af þorskaflan- um sem viðmiðun, þá ætti aflinn ekki að minnka mikið úr þessu, og að líkindum fara hægt og sígandi næstu ár.“ Þorskaflinn á íslandsmiðum 1923—1982 — meðaltal: Tímabil Afli í tonnum 1923—’32 377.000 1933—’42 292.000 1943—’52 272.000 1953-’62 472.000 1963—’73 404.000 1973—’82 381.000 Ef tekið er meðaltal aflans síð- ustu 60 ár, 1923—'82, er hann 367 þúsund tonn, síðustu 40 ár, 1943—'82, 383 þúsund tonn og síð- ustu 20 ár 1963—’82, 394 þúsund tonn. Mismunurinn á meðaltali síðustu 60 ár og síðustu 20 ár er aðeins 27 þúsund tonn. Tel að mikið vanti í grundvöll vísindamanna — segir Steingrímur Hermansson forsætisráðherra „ÉG HELD að það vanti óskaplega mikið í þann grundvöll sem þarna er á byggt og það er ákaflega skaðlegt þegar við byggjum þetta mikið á flskveiðum að geta ekki fengið upp- lýsingar um það fyrirfram hverjar líkur eru um ástandið í sjónum, hita- stig, fæðu og þar með afkomu flski- stofna. Eins og nú er fáum við þetta nánast allt eftir á,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á niður- stöðum flskifræðinga um ástand þorskstofnsins. Steingrímur sagðist í upphafi viðtalsins vera gáttaður á þessum vinum sínum í Hafrannsókna- stofnun, eins og hann orðaði það. Hann sagði síðan: „Ég er með bréf hérna skrifað í september 1980 og þar leggja þeir til 450 þúsund tonna veiði í þrjú ár og færa rök að því, að bæði hrygningarstofn- inn og heildarstofninn muni samt sem áður fara vaxandi og segja svo að eftir 1984 þurfi eitthvað að draga úr, því þá komi veikir ár- gangar inn. Það má segja að síðan hafi allt gengið á hinn veginn, að fiskifræðingarnir hafi lækkað sín- ar áætlanir en náttúran orðið á undan þeim og farið lengra niður." Steingrímur bætti því við, að hann gerði sér grein fyrir að þetta væru erfið vísindi og hann vildi ekki gera lítið úr þeim. Forsætisráðherra var spurður hvort ekki yrði farið að ráðum fiskifræðinganna. Hann sagði það ákvörðunarmál sjávarútvegsráð- herra, én bætti við: „Ég met nú kannski meira það sem ágætir sjó- menn eru að segja mér, að það er þorsklítið og þorsklaust. Ef það er svo þá er ástandið áreiðanlega miklu alvarlegra en fiskifræð- ingar töldu og við megum ekki eyða þorskstofninum. Það er alveg ljóst.“ Útilokað að fara eftir þessum tillögum um 200 þús. lesta afla — segir Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra „ÞAÐ ER RETT að ég var sjávarútvegsráðherra, þegar „svarta skýrslan“ kom á sínum tíma, þar sem reiknað var með 230 þúsund tonna afla,“ sagði Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Sú skýrsla var í rauninni miklu Ijótari en sú sem núna er að birtast,” sagði ráðherrann ennfremur, „vegna þess að þá voru útlendingar að veiðum inni í landhelginni með uppundir helming af afla. Nógu Ijót er þó þessi skýrsla, ekki dreg ég úr því. Á sínum tíma var gripið til mjög ákveðinna aðgerða, svo sem í friðunaraðgerðum og stækkun möskva úr 135 millimetrum í 155. Það tel ég að hafi gert einna mest gagn í því að rétta stofninn við á ný, því þetta dró mjög úr smá- fiskadrápi. Nú hygg ég að smá- fiskadráp sé ekki lengur alvarlegt vandamál, það er næstum úr sög- unni, þótt einstaka undantekn- ingar kunni að finnast. Við eigum hins vegar við önnur vandamál að stríða nú, ekki síður erfið viður- eignar. Þar nefni ég til dæmis vax- andi sjávarkulda, sem hefur afar mikil áhrif á vöxt fisksins. Þá er það auðvitað mikið vandamál að flotinn er of stór og ekki hefur verið staðið nógu fast á bremsunni í þeim efnum. Við verðum að reyna að minnka sóknina eins og mögulegt er, en ég tel útilokað að farið verði að til- lögum Hafrannsóknastofnunar um 200 þúsund lesta þorskafla á næsta ári. Við hreinlega getum ekki staðið undir slíkum sam- drætti með öðrum áföllum, sem við höfum orðið fyrir. Þetta mál verður væntanlega rætt á ríkis- stjórnarfundi á þriðjudaginn, og ég mun að sjálfsögðu standa með sjávarútvegsráðherra í þeim að- gerðum, sem nauðsynlegar eru og nú verður gripið til. En það þekki ég af eigin reynslu, að sjávarút- vegsráðherra er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu, nú bíða vanda- samar ákvarðanir," sagði Matthí- as Bjarnason, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra að lokum. 7 ^ Oskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands Islands: „Get ekki hugsað dæmið til enda“ „ÞESSAR niðurstöður Hafrann- sóknastofnunar eru vægast sagt óhugnanlegar. Ekki aðeins fyrir sjó- mannastéttina heldur þjóðina alla. Ég get hreinlega ekki hugsað þetta dæmi til cnda,“ sagði Óskar Vigfús- son, forseti Sjómannasambands fs- lands, þegar blaðamaður bar undir hann niðurstöður skýrslu Hafrann- sóknastofnunar, þar sem m.a. er lagt til að þorskaflinn á næsta ári verði takmarkaður við 200 þúsund tonn. „Ég átti von á að ástandið væri slæmt, en ekki svona slæmt. Veiði- tregðan á þessu ári benti auðvitað til að ekki væri von á góðu. Við náum ekki að afla upp í tillögur fiskifræðinga í ár, hvað þá meira. Og það þrátt fyrir það að við erum með fullkominn og reyndar alltof stóran fiskiskipaflota. Það má því segja, að þessar nýju niðurstöður séu í rökréttu framhaldi af því sem hefur verið að gerast. En þetta er miklu svartara en mig óraði fyrir. Fyrir sjómenn sem slíka eru þetta hrikaleg tíðindi. Sjómenn hafa orðið fyrir miklum skakka- föllum í ár og í fyrra, og ég full- yrði að kjaraskerðing þeirra hefur orðið miklu meiri en almennt hjá launþegum í landinu. Og ef þetta bætist nú ofan á, að ekki verði veitt meira en 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári, þá segi ég bara: Guð hjálpi mínum umbjóðendum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.