Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Ljóð Vilmund- ar Gylfasonar ÚT ERU komin hjá Almenna bókafélaginu öll Ijód Vilmundar Gylfasonar. Eru Ijóð bókarinnar alls 74 talsins. Matthías Johann- essen ritar aðfaraorð um Vilmund Gylfason, stjórnmálamanninn og skáldið, og er niðurlag þeirra á þessa leið: „En Vilmundur Gylfason orti sig heim — eins og hann sagði sjálfur. Hann átti að eigin sögn margar ógleymanlegar stundir með ljóðunum. Nú getum við átt slíkar stundir með þeim minn- ingum sem hann skildi eftir í sínum ljóðum. Þau eru ekki einkaeign höfundar, sagði Vil- mundur Gylfason, sem var eig- inlegra að gefa en taka. En hvort ég er hrifinn af þér? Hvernig spyrðu? Bókin er kynnt af útgáfunnar hálfu þannig: „Vilmundur Gylfason var sér- stæður maður hvort heldur hann birtist okkur sem stjórn- málamaður eða skáld. Hrein- Vilmundur Gylfason skiptni, einlægni og samúð með þeim sem áttu í vök að verjast voru einkenni hans — eiginleik- ar sem almenningur kunni vel að meta hjá stjórnmálamanni. í skáldskapnum njóta þessir eig- inleikar hans sin enn betur, og er ekki vafi á því að mörg þess- ara ljóða hitta lesandann í hjartastað. Ljóðin fjalla um ástina, lítilmagnann og dauð- ann, og á þessu efni nær skáldið svo sannfærandi tökum að okkur finnst eins og ljóðin séu töluð út úr hjarta tímans. í þessari bók eru prentaðar þær tvær ljóðabækur sem Vilmund- ur Gylfason gaf út í lifanda lífi. Auk þeirra er hér viðauki með miklu ljóði sem nefnist Sunnefa og lá með handritum skáldsins fullbúið til prentunar." Ljóð Vilmundar eru 120 bls. að stærð. Setningu, prentun og band hefur Prentverk Akraness annast. _________________________3^ Rússar og A-ÞjóÖverjar: Mótmæltu heim- sókn forsetans „SENDIHERRA Sovétríkjanna kom til utanríkisráðherra 11. nóvember sl. og sama dag kom sendifulltrúi Aust- ur-Þýskalands til mín. Þeir báru fram mótmæli vegna heimsóknar forseta íslands til Berlínar og sögðu hana ekki samræmast fjórveldasamkomu- laginu um Herlín," sagöi Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, í samtali viö blm. Mbl. í gær. Ingvi sagði að þessi heimsókn forsetans væri ekki opinber og hefði báðum aðilum verið bent á það. „í þessu tilviki er alls ekki um opin- bera heimsókn að ræða og það er einkaaðili sem stendur að heim- sókninni. Þess vegna var þetta til- efnislaus umvöndun," sagði Ingvi einnig. "boröstjoíuborö og stólar Stök borð — stakir stólar eða samstætt - Spurningin er bara hvað þú vilt? Þetta er sýnishorn af úrvalinu. Sumt er til - sumt er á leiðinni, svo getur líka þurft að panta eitthvað. ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM. - OG GÓÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 LA BARCA LC/6 (f |f CAB412 LA BASILICA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.