Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 29 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri, hlýöa á erindi Geirs Arnesen frá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Varasamt að selja fískiskip úr landi — segir fiskimálastjóri, Þorsteinn Gíslason „RÆTUR vanda sjávarútvegsins eru margþættar, sumar óviðráðan- legar, aðrar heimatilbúnar. Þyngst vegur aó sjálfsögðu hin geigvænlega olíuverðshækkun undanfarinna ára, en þungt vegur að sjálfsögðu mesti bölvaldur aldarinnar, okkar heima- tilbúna verðbólga, fylgikvillar henn- ar og kolvitlaust vísitölukerfi,“ sagði fiskimálastjóri Þorsteinn Gíslason meðal annars í ræðu sinni á fiskiþingi í gær. „Hér hafa að undanförnu verið erlendir áhugamenn um kaup á sumum okkar beztu fiskiskipa og bjóða óraunhæft smánarverð. Hvað neyðast aðþrengdir útgerð- armenn til að gera? Það hefur aldrei verið talin góð búhyggja að selja beztu mjólkurkýrnar úr fjósinu. Skipin eru of mörg í dag, hvort þau verða það á morgun getur enginn svarað með fullri vissu. Það má ekki henda okkur að standa eftir með úr sér gengin og lífshættuleg skip til sóknar á einum af hættulegustu fiskimið- um heimsins. Það verður að gera íslenzkri skipasmíði kleift að anna viðhaldi og endurnýjunar- þörf hvers tíma með því að fjar- lægja þröskuldinn milli þess inn- lenda og erlenda, sem er fjár- magnskostnaðurinn. Það er því varasamt að selja skipin úr landi. Við eigum vinnufúsar hendur og hugvit, sem bölsýni augna- bliksins má ekki lama. Erfingjar okkar verða að fá tækifæri til framhaldsmenntunar við æðstu menntastofnanir okkar á breiðari grunni en hingað til í þeim grein- um sjávarútvegs, sem krefjast þess, því aðstæðurnar heimta enn sem fyrr fjölhæfa þúsundþjala- smiði. Sjávarútvegurinn er okkar stóriðja, happdrættisspil en ekki námurekstur. Vinningarnir koma alltaf, en því miður ekki með jöfnu millibili. Því eins og einn okkar mætasti fiskiskipstjóri sagði nýlega, gengur þorskurinn ennþá þegjandi í ála. Ósk mín er sú, að á þessu þingi berum við gæfu til að finna leiðir og ná sam- komulagi í þeim málum, sem bíða okkar," sagði Þorsteinn Gíslason. Bellmania — bók um Bellmann — Síðasta bók Sigurðar Þórarinssonar „BELLMANIA" nefnist bók sem væntanleg er frá bókaútgáfunni ísafold innan skamms. Höfundur bókarinnar er Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur, sem lést fyrr á árinu, og er þetta síðasta verk hans. Sigurður var sem kunnugt er þekktur vísindamaður í sinni grein, en meðal íslendinga var hann þó ekki síður eða jafnvel enn frekar þekktur fyrir söng- texta sína, sem margir voru á hvers manns vörum og eru enn. Leó E. Löve framkvæmda- stjóri Isafoldar sagði, þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um hina nýju bók, að vitað hefði verið að Sigurður leitaði sér oft hvíldar frá umfangsmiklum vís- indastörfum við að semja og þýða söngtexta. „Bellmania var eitt síðasta verkið sem Sigurður lauk við,“ sagði Leó, „og er helg- að Bellman, því skáldi sem stóð hjarta hans næst. Bókin hefur að geyma vandaða ritgerð um Bellman, kvæði hans, bakgrunn þeirra og íslenskar þýðingar á þeim. Þrettán þýðingar á kvæð- um hins sænska skálds eru í bókinni, ásamt nótum, gítar- gripum og fjölda mynda. Sig- urður þýddi sjálfur um helming kvæðanna, en aðrir þýðendur eru Hannes Hafstein, Jóhannes Benjamírtsson, Jón Helgason, Kristján Jónsson og Árni Sigur- jónsson, sem jafnframt sá um útgáfu bókarinnar. — Bókin er að mínum dómi allt í senn,“ sagði Leó Löve, „skemmtirit, fræðirit og söngbók." Sigurður skrifar meðal ann- ars í bókinni: „Menn veigra sér æ meir við að skyggnast fram í tímann og fortíðin fjarlægist og fyrnist æ hraðar. Kvikt sem dautt telst gamalt og gleymist löngu fyrr en áður var. Á slík- um tímum er það undantekning, sem jaðrar við undur, að skáld sem hvarf af sjónarsviðinu fyrir nær tveimur öldum, skuli enn Sigurður Þórarinsson. vera svo lifandi og vinsælt með þjóð sinni, að keppt getur við vinsælustu núlifandi skáld og trúbadúra og á það hlustað af öllum stéttum og á öllum ald- ursskeiðum. Slíkt skáld er Carl Michael Bellman." Loðnuveiðin: 4.830 lestir sl. sólarhring TÍU loðnuveiðiskip tilkynntu um afla á síðasta sólarhring og nam afl- inn samtals 4.830 lestum. Engin loðnuveiði var hins vegar um helgina vegna brælu á miðunum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Loðnunefnd í gær. Skipin sem tilkynntu afla í gær voru þessi: Pétur Jónsson með 550 lestir, Höfrungur með 530, Grindvíkingur með 650, Kap II með 570, Svanur með 250, Hilmir II 530, Víkurberg 450, Albert 600, Örn 400 og Gísli Árni var með 300 lestir. Samtals eru þetta 4.830 lestir, eins og áður gat. Korchnoi hafði frumkvæðið — Kasparov varðist vel 20. — Bxd5! Smyslov grípur tækifærið og los- , ar sig við slæma biskupinn. Það eru ekki bara ungu strákarnir sem geta reiknað. 21. exd5 — r4, 22. Bxc5 — Rxc5, 23. Rxc5 — exd3, 24. Hxe8 — Rxe8, 25. Rxd3 Nú hefur Ribli vaknað upp við vondan draum, því eftir 25. Dxd3 — Rc7! (En ekki 25. - Rf6, 26. Re4! - Rxd5??, 27. Dxd5! og vinnur), jafnar svartur taflið. 25. - Dxd5, 26. De2 - Rf6, 27. Rf4 — Db7, 28. Hc4?! Þangað á hrókurinn ekkert er- indi, en það hefur verið erfitt fyrir Ribli að bíta í það súra epli að vera búinn að missa niður óskastöðu. 28. — He8, 29. Dd3 — a5, 30. h3 — Bg7, 31. Hc5 - Re4, 32. Hc2 — Rf6, 33. He2 Ribli sættir sig við orðinn hlut og fljótlega fjarar skákin út í jafntefli. 33. - Hxe2, 34. Rxe2 - Dd7, 35. Db3 — Re4, 36. Dc2 — Df5, 37. Red4 — Dd5, 38. Dc8+ — Bf8, 39. Kg2 — Kg7, 40. Dc6 — Dxc6, 41. Rxc6 — Rc5, 42. Rxa5 — Rxa4, 43. b3 — Rc3, 44. Re5 — f6. Jafntcfli. Skák Margeir Pétursson ENNÞÁ heldur Korchnoi forystunni í einvígi sínu við Gary Kasparov, því biöskákinni úr fjóröu umferö lauk í gær meö jafntefli. Korchnoi hefur nú tvo og hálfan vinning gegn einum og hálfum vinningi Kasparovs. Áskorand- inn fyrrverandi vann fyrstu skákina en síðustu þremur hefur lokið með jafntefli. Þaö er ekki nóg meö að Korchnoi hafi fleiri vinninga, hann hefu einnig haft frumkvæðiö í nærri öllum skákunum. Sú fjóröa var engin undantekning þar á. Korchnoi fékk betri stöðu eftir byrjunina og hélt henni fram í endatafl, en í 27. leik fann Kasparov snjalla mótspilsleiö sem reyndist nægja til jafnteflis. Þegar skákin fór í bið voru enn frekari umskipti fyrirsjáanleg enda fór svo að samið var um jafntefli án þess að einum einasta leik væri leik- ið. Það var greinilegt að Korchnoi lét öryggið sitja í fyrirrúmi, hann forðaðist alla áhættu enda með vinning yfir í einvíginu. Á hinn bóg- inn fékk Kasparov ekkert svigrúm til að flækja taflið og varð að sætta sig við að verjast í heldur verra endatafli obbann af skákinni. Enn einu sinni hefur Korchnoi því tekist að þvinga „sínum stíl“ upp á meist- arann unga, sem er þekktastur fyrir frábæra útreikninga sína í flóknum stöðum og frumlegar leikfléttur. Að sögn Eric Schillers, fréttarit- ara Mbl. á einvígjunum í London, leizt stórmeisturunum á einvíginu illa á svörtu stöðuna eftir byrjun- ina. Zoltan Ribli, keppandi í hinu einvíginu, var á staðnum til að fylgjast með, en hann er einmitt mikill sérfræðingur í byrjun þeirri sem upp varð á teningnum. Honum leist þunglega á stöðu Kasparovs eftir snjalla millileiki Korchnois, 17. Ra5 og 18. Rc6. Sama sagði Gennadi Sosonko, hollenskur stór- meistari, sem sérhæfir sig í þessari byrjun. En Kasparov reyndist vandanum vaxinn, þó róleg baráttan hafi sennilega ekki fallið honum í geð, og uppskar jafntefli. Næsta skák verður tefld í dag kl. 16 og hefjast skákskýringar í hús- næði Skáksambandsins að Lauga- vegi 71, 3. hæð, kl. 17.30. Þá hefur Kasparov hvítt og verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun reyna að hleypa stöðunni upp, en það þarf hann að gera til að geta sigrast á einfaldri og traustri taflmennsku Korchnois. 4. skákin Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Gary Kasparov Katalónsk byrjun 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Rf6, 4.g3 4. Rc3 leiðir til hefðbundins drottníngarbragðs. - Be7, 5. Bg2 - 04), 6. 04) — dxc4 Lokaða staðan sem kemur upp eftir 6. — c6 er Kasparov ekki að skapi. 7. Dc2 — a6, 8. Dxc4 — b5, 9. Dc2 — Bb7, 10. Bd2 Hugmyndin á bak við þetta af- brigði er að eftir 10. — Rbd7, 11. Ba5! lendir svartur í klemmu. — Be4, 11. Dcl — Rc6 Karpov lék 11. — Dc8 gegn Sos- onko í Tilburg um daginn og náði ekki jafntefli fyrr en eftir mikinn barning. 12. Be3 — Rb4 Nýr leikur. Gligoric lék 12. — Hc8 gegn Smejkal í Vrsac í september og fékk slæma stöðu eftir 13. Rbd2 — Bd5, 14. Hdl - Ra5,15. Dc3! 13. Rbd2 — Bb7, 14. Bg5 — Hc8, 15. a3 — Rbd5, 16. Rb3 — h6, 17. Ra5! — Ba8, 18. Rc6 — Bxc6, 19. Bxf6 — Bb7! 19. - Bxf6, 20. Dxc6 - Dd6, 21. Hfcl — Re7, 22. Dc5 er greinilega hagstætt hvítum. 20. Bxe7 — Dxe7, 21. Dc5 Leikið eftir hálfrar klukku- stundar umhugsun. Svartur hótaði að sölsa til sín frumkvæðið eftir 21. - c5. — Dxc5, 22. dxc5 — Re7, 23. a4 — b4, 24. Rd4 — Bxg2, 25. Kxg2 — Hfd8, 26. Hfdl — Hd5, 27. Rc2! 27. — Hb8! Miklu sterkara en 27. — Hxc5, 28. Rxb4 - a5, 29. Rd3 - Hc2, 30. e3 og næst 31. Hacl með mun betri stöðu, eða 27. — Rc6?, 28. Hxd5 — exd5, 29. Hdl — Hd8, 30. Rd4! með óskastöðu á hvítt. 28. Hxd5 — Rxd5, 29. Rd4 — Re7, 30. Hdl — Kf8 30. — Hd8 kom einnig sterklega til greina, en Kasparov kýs að halda hrókunum á borðinu. — Kf8, 31. Rb3 — Rc6, 32. f4 — Ke7, 33. Kf3 — g6, 34. Hd2 — f6, 35. Ke4 — f5+, 36. Kd3 — e5, 37. e4 — Ke6, 38. Ke3 — exf4+, 39. gxf4 — g5, 40. Rd4+ — Rxd4, 41. Hxd4 og hér var samið jafntefli án frekari tafl- mennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.