Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 mígMíoig AMERIKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 16. des. City of Hartlepool 27. des. Bakkafoss 6. jan. City of Hartlepool 17. jan. NEW YORK Bakkafoss 15. des. City of Hartlepool 26. des. Bakkafoss 5. jan. City of Hartlepool 16. jan. HALIFAX City of Hartlepool 30. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 4. des. Álafoss 11. des. Eyrarfoss 18. des. FELIXSTOWE Eyrarfoss 5. des. Álafoss 12. des. Eyrarfoss 19. des. Eyrarfoss 2. jan. ANTWERP Eyrarfoss 6. des. Álafoss 13. des. Eyrarfoss 20. des. Eyrarfoss 3. jan. ROTTERDAM Eyrarfoss 7. des. Álafoss 14. des. Eyrarfoss 21. des. Eyrarfoss 4. jan. HAMBORG Eyrarfoss 8. des. Álafoss 15. des. Eyrarfoss 22. des. Eyrarfoss 5. jan. WESTON POINT Helgey 12. des. Helgey 26. des. LISSABON Grundarfoss 12. des. LEIXOES Grundarfoss 13. des. BILBAO Grundarfoss 14. des. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 2. des. Dettifoss 9. des. Mánafoss 16. des. Dettifoss 23. des. KRISTIANSAND Mánafoss 5. des. Dettifoss 12. des. Mánafoss 19. des. Dettifoss 27. des. MOSS Mánafoss 6. des. Dettifoss 9. des. Mánafoss 20. des. Dettifoss 23. des. HORSENS Dettifoss 14. des. Dettifoss 28. des. GAUTABORG Mánafoss 7. des. Dettifoss 14. des. Mánafoss 21. des. Dettifoss 28. des. KAUPMANNAHOFN Mánafoss 8. des. Dettifoss 15. des. Mánafoss 22. des. Dettifoss 29. des. HELSINGJABORG Mánafoss 9. des. Dettifoss 16. des. Mánafoss 23. des. Dettifoss 30. des. HELSINKI irafoss 27. des. GDYNIA irafoss 2. des. irafoss 29. des. ÞÓRSHÖFN Mánafoss 17 des. .. n ■ ■ .■ . vc VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP Jólamarkaður Félags einstœðra foreldra SUNNUDAGINN 4. desember efnir Félag einstæðra foreldra til jólamarkaðar í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og verður opnað klukkan 13 e.h. Þar er á boðstól- um ótrúlega fjölbreytt úrval gripa til jólagjafa, skreytingar af ýmsu tagi og næsta nýstárleg- ar margar, búta-púðar og teppi, tuskubrúður, ullarflíkur af öll- um stærðum og gerðum og er þá fátt eitt talið. Nóttina fyrir markaðinn efnir jólamarkaðsnefndin til „vinnu- vöku“ í Skeljahelli. Verða þá bakaðar smákökur í hrönnum og lokið við ýmislegt sem hálfgert er enn. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í vinnuvökunni og hafa ekki tilkynnt sig enn, hafi sam- band við Stellu í síma 11822. Þá er þeim og bent á það sem eru að vinna muni á markaðinn að koma þeim á skrifstofuna hið fyrsta eða út í Skeljahelli aðfaranótt sunnudagsins. Bókun meirihluta útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur: Skýtur skökku við að beina skeytum að höfuðborgarsvæðinu „í ÞEIM umræðum sem átt hafa sér stað undanfarna daga hafa spjót sjávarútvegsráðherra fyrst og fremst beinst að þéttbýlustu svæðum lands- ins. Á höfuðborgarsvæðinu eru 22 togarar, en heyrst hefur að leggja eigi 30 togurum. Þess vegna telur meirihluti útgerðarráðs Bæjarút- gerðar Reykjavíkur nauðsynlegt að láta frá sér fara bókun, þar sem í Reykjavík einni eru 15 togarar sem reknir eru af sjö fyrirtækjum,“ sagði Ragnar Júlíusson, formaður útgerð- arráðs BÚR, í samtali við Morgun- blaðið. Ragnar var spurður um bókun sem gerð var á fundi útgerðarráðs á miðvikudag, þar sem fjallað er um hugmyndir sem fram hafa komið um fækkun togara. „Þá eru rekin í Reykjavík þrjú Nemendur í 5. bekk fataiðnd- eildar Iðnskólans r Reykjavík halda tuskudýramarkað á Lækj- artorgi í dag, föstudaginn 2. des- ember. Ágóða verður varið til náms- og kynnisferðar bekkjarins til há- frystihús," sagði Ragnar, „af eig- endum þessara skipa ásamt ann- arri fiskverkun. Það liggur því í augum uppi að verði að þessum greinum ráðist hljóti hundruð manna á svæðinu að missa at- vinnu sína,“ sagði Ragnar Júlíus- son. Bókunin sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarráði lögðu fram er svohljóðandi: „Vegna umræðna í fjölmiðlum að undanförnu er rétt að taka fram, að af ríkisvaldsins hálfu hafa engar viðræður átt sér stað við borgaryfirvöld í Reykjavik varðandi þann vanda, sem þjóðin á nú við að etja vegna ofsetningar fiskiskipa miðað við afraksturs- getu fiskistofnanna, enda hefur offjölgun skipa einkum átt sér borgar tískunnar — Parísar — í mars næstkomandi. Fjöldi skemmtilegra dýra verð- úr á markaðnum, segir í frétta- tiikynningu sem Mbl. hefur borist, svo sem apar, slöngur, kengúrur, fílar, flóðhestar og margt fleira. stað annars staðar á landinu fyrir beina meðalgöngu og tilstyrk ríkisvaldsins. Það skýtur því óneitanlega skökku við, þegar talsmenn þessa sama ríkisvalds, svo sem hæstvirtur sjávarútvegs- ráðherra, skuli telja við hæfi að beina fyrst skeytum sínum að höf- uðborgarsvæðinu, þegar rætt er um hvernig eigi að bregðast við skipbroti þeirrar byggðastefnu, sem ekki tók nokkurt mið af land- kostum eða afrakstursgetu fiski- stofnanna við landið." Vesturland: Aðalfundur kjördæmaráðs sjálfstæðis- félaganna Borgarnesi, 30. nóvember. AÐALFIJNDUR kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Vesturlands- kjördæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi næstkomandi sunnudag, 4. desember, og hefst klukkan 14. Á fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf og mun Jóhann Kjart- ansson í Borgarnesi, formaður kjör- dæmisráðsins, flytja skýrslu stjórnar en auk þess mun Oðinn Sigþórsson í Einarsnesi segja frá störfum miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, verður gestur fundarins. Mun hann ræða stjórn- málaviðhorfið en á eftir verða al- mennar umræður. HBj. Sverrir Hermannsson Jólafundur Hvatar IIV()T, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verður með árlegan jólafund mánudaginn 5. desember kl. 8.30 í Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Erna Hauksdóttir, formaður Hvatar, setur fundinn en síðan mun sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, aðstoðarprestur í Bústaðasókn, flytja hugvekju. 2 hljóðfæraleikarar úr íslensku hljómsveitinni, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, og Lilja Valdimarsdóttir, horn- leikari, munu leika nokkur lög. Þorsteinn Pálsson, formaður sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp. Því næst syngur Jóhanna Sveinsdóttir nokkur lög með undirleik Jónasar Þóris. Einnig spilar Jónas Þórir nokkur lög á meðan á kaffiveitingum stendur. Að lokum er happdrætti og er mikill fjöldi vinninga. Jólafundir Hvatar hafa löngum verið fjöl- sóttir enda jafnan vandað til dagskrár. Kynnir á jólafundi þessum er Sigríður Ragna Sig- urðardóttir. Tuskudýramarkaður í dag Læknastofur en ekki heilsu- gæslustöð í Garðabæ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni Ág. Sigurðssyni, héraðslækni Reykjaneshéraðs, en tekið skal fram, að Morgunblaðið hefur þegar birt leiðréttingu á þeirri fyrirsögn blaðsins, sem hann tiltekur: „Föstudaginn 25. nóvember sl. var formlega tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir heimilislæknaþjón- ustu í Garðabæ. í umfjöllun um þennan atburð í sjónvarpi og útvarpi var sagt, að þar yrði veitt sama þjónusta og á heilsugæslustöð en mun ódýrari. í fyrirsögn í einu dagblaðanna (Morgunblaðinu) var jafnframt sagt, að tekin hefði verið í notkun ný heilsugæslustöð í Garðabæ. Undirrituðum þykir rétt að ítreka, að hér var eingöngu verið að taka í notkun læknastofur eða læknamiðstöð, enda þótt húsnæðið sé hannað með það fyrir augum, að síðar meir verði hægt að taka upp þá þjónustu, sem veitt er á heilsugæslustöðvum. í lögum og reglugerðum um heilbrigðisþjónustu er skýrt tekið fram, hver sé staðall heilsugæslu- stöðva, sem uppfylla þarf til þess að hægt sé að sinna þeirri starf- semi, sem þar á að fara fram. Ennfremur er tekið fram í erind- isbréfum heilsugæslulækna og hjúkrunarforstjóra, hvert sé verk- svið þeirra. Starfsemi þessi er mjög umfangsmikil, en auk al- mennrar læknis- og hjúkrunar- þjónustu er þaðan einnig sinnt heimahjúkrun, lækningarann- sóknum og umfangsmikilli heilsu- vernd. Engin sambærileg ákvæði eða skyldur eru til staðar fyrir þá, sem reka læknastofur. Umsjón heilsuverndar í Garðabæ verður því áfram í höndum heilsugæslu- lækna í Hafnarfirði, þar til breytt verður yfir í heilsugæslulæknis- kerfi. Það ber því að líta á læknastöð- ina í Garðabæ sem tilraun til þess að bæta heimilislæknaþjónustuna þar í bæ með stórbættri aðstöðu fyrir heimilislækna, sem starfa samkvæmt númerakerfi. Engin reynsla er hins vegar komin í þetta rekstrarform. Þad er varla tímabært eða raunhæft að tala um sparnað eða ódýrari þjónustu með þvi að bera saman rekstrarkostnað læknastöðva og heilsugæslustöðva, þegar umsvif á þessum stöðum eru mjög ólík.“ Jólabasar karlakórs- kvenna Gáttaþefur verður staddur í fé- lagsheimili Karlakórs Reykjavík- ur að Freyjugötu 14, sunnudaginn 4. desember klukkan 14. Þar verð- ur kvenfélagið einnig með sinn ár- lega basar. Þó verður hann með breyttu fyrirkomulagi þetta árið. A neðri hæðinni verður nær ein- göngu jólaföndur og alls konar skreyttar körfur og plattar, en á efri hæðinni fer fram bakstur á vöfflum sem verða framreiddar ásamt kaffi og kleinum, nóg verð- ur til af rjóma og heimatilbúinni sultu ofan á vöfflurnar. Til að full- komna jólastemmninguna verða spilaðar jólaplötur. Félagskonur hafa lagt sig fram um að skreyta salina og gera allt sem jólalegast í þeirri von að velunnarar kórsins sjái sér fært að mæta með vini og vandamenn og gera sér dagamun þennan sunnudag. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.