Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.1983, Blaðsíða 32
óoö <@uU & &ilfttr tt/f L.\r<i.\\'E(»I - KHVK.f.W'ÍK - S. 20620 Bítlaæðið >V> FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Kvótaskipting á allar fisktegundir og öll skip Síldveiói í fjöruborðinu Sfldveiðin fyrir Austurlandi er enn í fullum gangi, og oft þurfa skipin ekki að fara langt út til að fylla nót- ina af glitrandi silfri hafsins, eins og þessi mynd sem tekin var á Fá- skrúðsfirði fyrr í vikunni ber með Morgunblaðið/ Albert Kemp A FISKIÞINGI í gær voru lagðar fram tillögur frá sjávarútvegsnefnd þingsins, sem fela í sér verulega breytingu á stjórnun flskveiða. Fela þær meðal annars í sér, að allar veiðar verði leyflsbundnar, kvóta- skipting verði á öllum flsktegundum og á öll flskiskip yflr 12 brúttólest- um. í tíllögum nefndarinnar var hvorki getið hámarks þorskafla á næsta ári né skiptingar þorskaflans á milli báta og togara. Miklar um- ræður urðu um þessar tillögur og þá helzt á hverju kvótaskipting skyldi grundvölluð. Fjórar breytingatillög- ur þar að lútandi komu fram og var tillögunum vísað aftur til sjávarút- vegsnefndar um klukkan 22 í gær- kvöldi. Auk áðurgreindra efnisþátta tillagnanna má nefna að við ákvörðun hámarksafla einstakra fisktegunda á næsta ári skuli þess gætt að fiskstofnar vaxi til auk- inna veiðimöguleika í framtíðinni. Að aflamagn þriggja síðustu ára skuli lagt til grundvallar við skipt- ingu kvóta miili skipa. Að við út- hlutun kvóta til báta, sem hafa sérstök leyfi til veiða skelfiskteg- unda, loðnu og síldar, verði tekið tillit til heildaraflaverðmætis, miðað við samskonar skip á al- mennum fiskveiðum. Að úthlutun kvóta skuli vera til eins árs í senn. Að veiðiheimildir verði rýmkaðar verulega. Að gerðar verði ráðstaf- anir til þess, að allur afli, sem á skip kemur, verði færður að landi. Lög um upptöku afla verði afnum- in. Að gildandi reglur um skyndi- lokanir verði óbreyttar. Að sjávar- útvegsráðherra skipi nefnd eftir tilnefningu hagsmunaaðila til þess að fylgjast með framkvæmd kvótakerfisins og gefa umsögn og gera tillögur til ráðherra um úr- lausn vandamála, sem upp kunna að koma. Að sú kerfisbreyting, sem hér er lögð til, gildi einungis til eins árs og verði tekin til endurskoðunar með tilliti til reynslu. Þingfulltrúar voru sammála um flesta liði tillagnanna utan við- miðunar við kvótaskiptingu. Breytingatillögur, sem fram komu við þann þátt, fjölluðu um það, að rétt væri að taka fleiri þætti með í dæmið, þegar kvóta yrði skipt, þar á meðal lengd skipa, aldur, rekstr- argrundvöll og stærð. Sjávarút- vegsnefnd mun fara yfir þessar tillögur og leggja þær að nýju fyrir þingið í dag. m ---— -w ’W Gústav Arnar, yfiryerkfræðingur Pósts og sínia: Loftnet Sovétmanna nær símtölum um Skyggni Loftnetsskermurinn sem settur var upp á bústað sovéska sendiherr- ans að Túngötu 9 í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn og búnaður sá sem honum fylgir til að taka á móti sendingum frá gervitungli nær yflr tíðnisvið sem „eingöngu er ætl- að til símafjarskipta en ekki fyrir Bókin um Bjarna Benediktsson komin „BJARNI heitinn Benediktsson var svo merkur maður, að engan mun undra þótt gefln sé út bók helguð honum og því starfl sem hann vann í þágu íslensku þjóðar- innar og Vesturlanda," sagði Olaf- ur Fgilsson, sendiherra, þegar bókin um Bjarna Benediktsson var kynnt á blaðamannafundi með höfundum hennar í gær. Olafur er umsjónarmaður útgáfunnar, en bókina rita sextán samtíðarmenn Bjarna. Almenna bókafélagið gefur bókina út og afhenti Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri félagsins, ólöfu Benediktsdótt- ur, systur Bjarna heitins, fyrsta eintak bókarinnar á fundinum í gær, en hún ritar fyrsta þátt hennar. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er um æviskeið Bjarna, sá í miðið ber heitið „Svipmyndir" og þriðji og síðasti „Skyggnst um öxl“. Höfð var hliðsjón var því varðandi útgáfutíma bókarinnar að á þessu ári, eða 30. apríl sl., voru 75 ár liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar, en bókin hefur verið í vinnslu í sex ár. Ólafur Egilsson sagði í tilefni af því á fundinum í gær, að honum væri nær að ætla að forsjónin hefði tekið í taumana í lok vinnslu bókarinnar og hún ráðið því, að bókin kom út í gær, á fullveldisdeginum, 1. desember. Sjá frétt á miðopnu. hljóðvarps- eða sjónvarpssendingar í almenningsþágu," segir í grein eftir Gústav Arnar, yfirverkfræðing Pósts og síma, sem birtist á miðsíðu Morg- unblaðsins í dag. „Búnaðinn má nota til að hlusta á hvers konar símafjarskipti, sem fara um gervi- tungl þau sem eru yfir Atlantshafl,“ segir yfirverkfræðingurinn. Loft- netsskerminn má því nota til að hlusta á samtöl, sem fara um jarð- stöðina Skyggni enda þótt samtals- gæðin séu miklu minni en símnot- endur eiga að venjast vegna þess að skermurinn á sovéska sendiherra- bústaðnum er ekki nema tíundi hluti af loftneti Skyggnis í þvermál. Morgunblaðið skýrði frá því 18. nóvember síðastliðinn að skerm- urinn sem var hjá fyrirtækinu Hljómbæ og það gat notað til að ná sovéskum sjónvarpssendingum hefði verið seldur sovéska sendi- ráðinu og settur upp á svölum sendiherrabústaðarins. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur ritað utanríkisráðuneytinu bréf og mælst til þess að því verði komið á framfæri við sovéska sendiráðið að samþykki bygg- ingarnefndar hefði þurft fyrir að setja upp skerminn á þessum stað. í frétt Morgunblaðsins 18. nóvem- ber kemur fram að Jón A. Skúla- son, póst- og símamálastjóri, veitti munnlega heimild fyrir því að Sovétmenn settu upp skerminn í síðdegisboði í sovéska sendiráð- inu sem efnt var til vegna afmælis sovésku byltingarinnar. f grein sinni hér í blaðinu í dag segir Gústav Arnar, yfirverkfræð- ingur: „Með hliðsjón af því sem að framan er sagt um möguleikann að nota búnaðinn til móttöku frá öllum simafjarskiptagervitungl- um yfir Atlantshafi og þar með t.d. sendingum, sem ætlaðar eru Skyggni er það skoðun mín að sendiráðið eigi að fá formlegt leyf- isbréf þar sem móttaka er ein- skorðuð við rússneska gervitungl- ið. Það er svo annað mál, hvernig hægt er að líta eftir að ákvæði leyfisbréfsins séu haldin." f frétt Morgunblaðsins 18. nóv- ember sagði, að utanríkisráðu- neytið hefði enga tilkynningu fengið frá sovéska sendiráðinu um að ætlunin væri að setja loftnets- skerminn upp og kannaði ráðu- neytið „hvort ástæða hafi verið fyrir sendiráðið að óska eftir leyfi íslenskra stjórnvalda til að setja loftnetið upp“, eins og það var orðað. Húsnæðisumsóknir hjá Félagsmálastofnun Reykjayíkurborgar: 1000 umsóknir aldraðra en 400—500 frá öðrum RÚMLEGA 1000 manns bíða nú eft- ir fyrirgreiðslu hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar vegna um- sókna um húsnæði fyrir aldraða, en allir þeir sem hér um ræðir, eru 67 ára og eldri. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Sveini Ragnarssyni, félags- málastjóra, í gær. Þá eru að jafnaði á milli 400 og 500 umsóknir hjá Félagsmála- stofnun um fyrirgreiðslu vegna húsnæðis frá öðrum en öldruðum, en um síðustu áramót var talan 476 og breytist hún lítið á milli ára, að sögn Sveins. Varðandi umsóknir til Félags- málastofnunar um fjárhagsaðstoð sagði Sveinn að í októbermánuði hefðu 300—400 fengið einhvers- konar fjárhagsfyrirgreiðslu, en talan fyrir nóvembermánuð lægi ekki fyrir. Sveinn gat þess, að nokkur fjöldi fólks fengi fasta fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, ör- yrkjar og aðrir slíkir sem ekki fengju næga peninga út úr Tryggingastofnuninni. Sveinn sagði að heildartala umsókna á milli mánaða væri jafnaðarlega nokkuð svipuð, en hins vegar hefði verið um 20% aukningu á fjár- hagsaðstoðabreiðnum að ræða á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, mið- að við sama tímabil í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.