Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 29 JUí>ripji tjblabilb Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Staða Finnlands ess er minnst í dag að 66 ár eru liðin síðan Finn- land hlaut sjálfstæði. Þegar litið er til Norðurlandanna er óhætt að fullyrða að ekkert þeirra er jafn oft til umræðu vegna stöðu sinnar á alþjóða- vettvangi og Finnland. I átök- um austurs og vesturs hafa Finnar þrætt meðalveg en stefna þeirra í utanríkis- og öryggismálum ber þess auð- vitað merki að þeir eiga land að Sovétríkjunum, hafa átt í stríði við þau og síðan 1948 hefur vináttu- og samvinnu- samningur verið í gildi milli Finnlands og Sovétríkjanna, en þrisvar, 1955, 1970 og 1983, hefur hann verið framlengdur óbreyttur. Eins og stjórnmálastaðan er nú í Tyrklandi, þar sem rík- ir millistig á milli herstjórnar og lýðkjörinnar stjórnar, er unnt að líta á Finnland sem eina lýðræðisríkið sem á land að Sovétríkjunum. Til að skapa hæfilega festu í sam- skiptum við Sovétríkin hefur sá kostur verið valinn í Finn- landi að veita forseta landsins meira forræðisvald í utanrík- ismálum en tíðkast til dæmis hér á landi, þar sem forseti lýðveldisins ber ekki neina ábyrgð á stjórnarstörfum. Urho Kekkonen, Finnlands- forseti (1956—1981), fetaði í fótspor forvera síns á forseta- stóli Paasikivi og hélt þannig á málum að enginn efaðist um sjálfstæði Finnlands þrátt fyrir óhjákvæmilega agnúa vegna nábýlisins við einræð- isríkið. Mauno Koivisto, forseti j Finnlands, sem kjörinn var | forseti á síðasta ári, nýtur mikils álits meðal finnsku ! þjóðarinnar. Hann hefur að \ ýmsu leyti stjórnað með öðr- um hætti en Kekkonen. Meg- instefnan í utanríkismálum er þó hin sama og Koivisto hefur í með ýmsum hætti leitast við ! að staðfesta að svo sé. Meðal ' annars greip hann til þess I óvenjulega ráðs í því skyni fyrir nokkrum dögum að senda ritstjórum 30 helstu dagblaða Finnlands bréf og mælast til þess við þá í trún- aði að þeir efni ekki til deilna eða umræðna um finnska ut- anríkisstefnu, auk þess gæti þeir þess að vera í senn mál- efnalegir og nákvæmir í skrif- um um viðkvæm mál á við- kvæmum tímum. Þetta óvenjulega bréf er enn því til áréttingar hve staða Finnlands er óvenjuleg meðal lýðræðisríkja. Sam- hliða því sem Finnum hefur tekist að þræða meðalveginn í utanríkismálum og ekki reitt rússneska björninn til reiði hefur þeim við stjórn innan- landsmála heppnast að skjóta sér undan hinni djúpu efna- hagslægð sem gengið hefur yfir Vesturlönd undanfarin ár. Auðvitað hefur samdrátt- urinn bitnað á þeim eins og öðrum en ekki með sama þunga og til dæmis í Svíþjóð. Á því eru vafalaust til margar skýringar hvers vegna Finnar hafa staðið sig betur en aðrir í efnahagskreppunni. En við samanburð á stöðu þeirra og Svía hefur því sérstaklega verið haldið fram að Finnar njóti þess hve ríkisafskipti og ríkisíhlutun er tiltölulega lítil þar í landi. Ríkissjóður og sveitarfélög í Finnlandi hafa ekki sokkið í skuldasúpu í kreppunni — við íslendingar eigum eftir að finna fyrir af- leiðingum opinberrar skulda- söfnunar í verðbólguveislunni. Okkur íslendingum er nauðsynlegt að hafa stöðu Finna jafnan í huga. Sagan sýnir að því aðeins ríkir stöð- ugleiki út á við fyrir Norður- löndin öll að þau taki ákveðið tillit hvert til annars í inn- byrðis samskiptum, þetta á ekki síður við um hina nor- rænu útverði í austri og vestri en miðjuríkin þrjú. Það er meðal annars undir skilningi, tillitssemi og vináttu okkar íslendinga komið að staða Finnlands raskist ekki. Listvinir í Hall- grímskirkju Um þessar mundir er ann- að starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju að hefjast. Tilgangur þess er „að efla listalíf Hallgrímskirkju í Reykjavík, sem samboðið sé hinni veglegu landskirkju og hlutverki hennar". Félagið setur sér því mark sem sam- rýmist þeirri kirkju sem kennd er við Hallgrím Pét- ursson. Er enginn vafi á að hin mikla kirkja á Skóla- vörðuholti á eftir að verða vettvangur margvíslegrar listsköpunar Guði til dýrðar. Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson. Askorendaeinvígin f skák f London: Barátta yngri kynslódar við Salurinn í Great Eastern-hótelinu hér í London, þar sem einvígin um réttinn til að skora á Kasparov, heimsmeistarann í skák, fara fram, var þegar hálffullur af fólki, þegar blaóamaður Morgunblaðsins mætti á staðinn, 20 mínútum fyrir upphaf sjöttu einvígisskákarinnar milli Korschnoi og Kasparovs. Þetta er allstór salur og fyrir öðrum enda hans hefur verið komið fyrir skákborðinu, sem keppendur tefla á. Dagurinn í gær, laugardagur, var frídagur, en það er eldri kynslóðin sem ieiðir í báðum einvígunum með einum vinningi. Smyslov, með því að vinna Ribli á ný nú í vikunni og Korchnoi, með því að vinna fyrstu einvígis- skákina við Kasparov. Hinum fjórum hefur öllum lyktað með jafntefli. Þessi staða er þvert ofan í það sem sex sérfræðingar höfðu spáð í upphab; að það yrðu yngri mennirnir, sem sigruðu í einvígunum, en öll kurl eru ekki komin til grafar ennþá. Fjórar mínútur fyrir fjögur birt- ist Kasparov skyndilega á sviðinu, en hann stýrir svörtu mönnunum, og tveimur mínútum síðar kom Korchnoi. Þeir takast í hendur og hefja skákina. Drottningarpeð verð- ur fyrir valinu, eins og í öllum hin- um skákunum, og þeir leika fyrstu níu leikina hratt. Tíundi leikurinn veldur Korchnoi einhverri umhugs- un og Kasparov stendur upp, horfir fram í salinn og gengur um sviðið. Yfirbragðið er afskaplega rólegt og yfirvegað og skapstyrkurinn leynir sér ekki. Það er ekki að sjá að hann sé einum vinningi undir í einvíginu, fremur en að hann sé ekki nema rúmlega tvítugur að aldri. Mjög fullorðinslegur í framgöngu, enda klæddur sem slíkur; í jakkaföt og rúllukragapeysu, svo það er likara því að hann sé kominn yfir þrítugt. Korchnoi aftur á móti situr sam- anhnipraðurí stólnum, með hendur í skauti, og starir á skákborðið. Hann ber höndina öðru hverju upp að Korchnoi — Kasparov: Þrúgandi spenna ein- kenndi sjöttu skákina Skák Margeir Pétursson Taugaspenna einkenndi sjöttu einvíg- isskák þeirra Korchnoi og Kasparovs og keppinautarnir tveir skiptust á mistökum áður en skákin fór í bið á sunnudags- kvöldið. Kftir að hafa átt heldur þægi- legri stöðu frarnan af „flippaði Korchnoi út" eins og unglingarnir orða það. Hann lék nokkrum óskiljanlegum leikjum í röð og færði Kasparov tvö samstæð frí- peð á silfurbakka. Kn Kússinn ungi var greinilega cinnig þrúgaður af spennunni; eftir að hafa fengið tækifærið upp í hend- urnar missti hann af beztu leiðinni og þegar skákin fór í bið virtust ýmsar blik- ur á lofti. Hvorugur keppinautanna hefur fengið mikinn nætursvefn því stað- an var gífurlega flókin. Kasparov hafði fórnað skiptamun í síðasta leik fyrir bið og hafði því biskup fyrir hrók Korchnois, en átti ennþá samstæðu frípeðin tvö. Fljótlega eftir bið gaf Korchnoi skiptamun- inn til baka og kom þá upp æsi- spennandi hróksendatafl. Kasparov tefldi það af meistaralegri ná- kvæmni og töfraði fram vinning úr stöðunni þó hún virtist við fyrstu sýn fremur einföld. Æsispennandi og dramatíckri viðureign var þar með lokið og næsta skák gæti hæglega skipt sköpum. Korchnoi hefur teflt af miklu öryggi þar til á sunnudaginn, en Kasparov verið óstyrkur. Sjöunda skákin verður tefld í dag kl. 16 og þá hefur Kasparov hvítt. Að venju verður hún rakin um leið og leikirnir berast í húsnæði Skák- sambandsins að Laugavegi 71, 3. hæð. Húsið verður opnað kl. 17.30, en skákinni lýkur um kl. 21. 6. skákin: Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Gary Kasparov Tarrasch-vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, Rf3 — c5, 4. cxd5 — exd5, 5. g3 — Rc6, 6. Bg2 — Rf6, 7. (M) — Be7, 8. Be3 enninu og fálmar við gleraugun. Hann kemur fyrir sjónir sem fölur og þreytulegur og yfir mig kemur sú vissa að nú sé komið að því að hann tapi skák, Kasparov vinni þessa. Eftir tæpar tú mínútur kemur Kasparov aftur á sviðið, en hann hafði yfirgefið það og farið eitthvert bakvið. Korchnoi hefur leikið b-peði sínu fram um einn reit, sem Kasp- arov drepur eftir stutta umhugsun með c-peði sínu og Korchnoi aftur með drottningu. Þá er komið að Kasparov að leggjast undir feld. Frammi í blaðamannaherberginu er verið að dreifa ljósriti af sjöundu síðu Sunnudagspóstsins (Sunday Mail), þar sem er að finna frásögn af því, hvernig tókst að koma ein- vígunum á, eftir að Rússar höfðu dregið sína menn út úr þeim, vegna deilna um einvígisstaðina. Segir þar meðal annars að Rússar greiði Korchnoi undir borðið, til þess að fá hann til að taka þátt í einvíginu. Korchnoi hefur greinilega lagt mikla vinnu í að rannsaka Tarr- asch-vörnina í Drottningarbragði fyrir einvígið, því eins og í annarri skákinni hefur hann nýtt leikkerfi á takteinum. Venjulega er leikið 8. Rc3. 8. — c4, 9. re5 — 0-0, 10. b3 — cxb3, 11. Dxb3 — Db6 Enn einu sinni kemur Korchnoi sterkari út úr byrjuninni. Kasparov notaði heilar 53 mínútur á þennan leik og bauð síðan upp á drottninga- kaup. 12. Hcl — Dxb3, 13. axb3 — Rb4, 14. Ra3 — a6, 15. Bd2 — Hb8, 16. Bxb4 — Bxb4, 17. Rd3 — Bd6, 18. Rc2 — Bg4 Hvítur hefur þægilegri stöðu vegna staka peðsins á d5 og eins og næstu leikir Kasparovs sýna tekst honum ekki að finna virka áætlun. í þessu einvígi hefur hann orðið að sýna á sér nýja hlið, bíða rólegur átekta eftir að andstæðingnum yrðu á mistök. 19. Kfl — Bf5, 20. Rc5 - Hfc8, 21. Re3 — Be6, 22. b4 — Kf8, 23. Hc2 - Ke7, 24. Kel Korchnoi og Kasparov takast í hendur við upphaf hinnar sögulegu 6. skákar á sunnudaginn. Raymond Keene, stórmeistari, sem stóran þátt átti í samningagerðinni, segir í viðtali við Póstinn: „Ég get ekki gefið upp nákvæma tölu en ég get fullvissað þig um, að þarna er um stórar fúlgur að ræða. Én ekkert hefur ennþá verið ákveðið endan- lega og vissulega hefur ekkert verið greitt ennþá." Við hringborð í miðju blaðamannaherberginu sitja nokkr- ir Rússar, þar á meðal formaður sendinefndar Rússa á staðnum. Einn þeirra er að þýða greinina fyrir hiua yfir á rússnesku, jafnóð- um og hann les hana. Þeir hlýða sviplausir á og Najdorf, argentínski stórmeistarinn, sem situr við hlið þeirra við borðið, með tafl fyrir framan sig, vill leika riddaranum á a-línuna og setja á drottningu hvíts. Tíminn líður og ekki leikur Kasp- arov. Menn fletta upp í byrjunar- bókum og einhver finnur skák milli Taimanov og Romaninshin frá 1979, þar sem riddaranum var leikið til þá eldri a-5 og aðra frá 1963 milli Taimanov og Aronin með jafnri stöðu. Eftir rúmlega 50 mínútna um- hugsun, leikur Kasparov drottningu til b-6 og fljótlega upp úr því hverfa drottningarnar af borðinu. Sérfræð- ingar eru yfirleitt sammála um að Korchnoi hafi rýmri stöðu og mögu- leikarnír séu hans megin, ef eitt- hvað sé. Er leiknir hafa verið 22 leikir, hefur Korchnoi haft eina og hálfa klukkustund, og Kasparov tæpum fimmtán mínútum meira, en hann hefur verið með heldur verri tíma alla skákina það sem af er. Eftir 24. leik svarts, h-5, leiknum eftir 15 mínútna umhugsun og fyrirséðan í blaðamannaherberginu, virðist Korchnoi hálfóánægður, þótt Kasparov sé hinn ánægðasti. Korchnoi hugsar næsta leik sinn í tíu mínútur og þegar leiknir hafa verið 30 leikir, eiga báðir keppendur eftir korter á síðustu tíu leikina. Gamalt heilræði segir að leika skuli kóngnum þegar vafi sé á því hvað eigi að gera. 24. — H5, 25. Hb2 — Hc7, 26. Rd3 — Ila8, 27. b5?! Þetta hefði Korchnoi átt að und- irbúa betur, nú lendir hann á villi- götum. 27. — a5, 28. b6 — Hc6, 29. Hb5 — a4 30. Rxd5+? Fífldjarft peðsrán, en samt e.t.v. dæmigert fyrir Korchnoi. Eins og bandaríski stórmeistarinn Shamko- vich orðaði það: „Korchnoi hirðir peð nema hann sjái að þá verði hann mátaður í einum eða tveimur leikjum." 30. — Rxd5, 31. Bxd5 — Bxd5, 32. Hxd5 — Hxb6, 33. Hxh5 - Hb3 Hér kom 33. — Bb4+, mjög sterk- lega til greina. Ef 34. kdl þá Bc3 og hvítur yrði því líklega að leika 34. Rxb4 — Hxb4. Þau uppskipti væru Það er einmitt þá, sem Korchnoi fer í vafasöm uppskipti á miðborðinu. í blaðamannaherberginu hrista menn höfuðið. Hvítur hefur grætt peð um stundarsakir, en menn eru sammála um að taflið sé betra fyrir svartan, sem er með tvö samstæð frípeð á drottningarvæng. Þrítugasti og fimmti leikur hvíts, Korchnois, h-4, vekur mikla undrun og tveir næstu leikir líka, þar sem peð hans á kóngsvæng ryðjast fram. Korchnoi er, þegar hér er komið sögu, með verri tíma og hefur ekki nema fimm mínútur til að koma skákinni í bið. Þetta er í fyrsta skipti, í einvíginu, sem Korchnoi er einhverstaðar í námunda við Kasp- Smyslov náði snemma betri stöðu í skákinni í gær og veitti Ungverjanum enga möguleika á árangursríku mót- spili. Taflmennska Riblis var mjög óörugg og fálmkennd, það var ekki fyrr en undir lokin að hann gerði ör- væntingarfulla tilraun til að ná þrá- skák, en þá var allt um seinan. 7. skákin: Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Semi-Tarrasch-vörn I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — d5, 4. Rc3 — c5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. e3 — Rc6, 7. Bd3 — Be7, 8. 0-0 — 0-0, 9. a3 — cxd4, 10. exd4 — Bf6, 11. Be4 1 fimmtu skákinni lék Smyslov 11. Bc2 og vann glæsilega, en hefur talið víst að Ribli lumaði á endurbót. II. — Rce7, 12. Re5 — g6, 13. Bh6 — Bg7, 14. Bxg7 — Kxg7, 15. Hcl — b6, 16. Rxd5 — Rxd5, 17. Bxd5 — Dxd5, 18. Hc7 Af skákum Smyslovs að dæma er einfalt má að tefla skák. Hann nær hagstæðum uppskiptum og yfirráðum yfir c-línunni og sterkur riddari á e5 tryggjir honum síðan betri stöðu. Nú á svartur mjög erfitt með að losa um sig. 18. — Bb7, 19. Dg4 — Had8, 20. Hdl — a5, 21. H4! — Hc8, 22. Hd7 — De4, 23. Dg5 — Bc6, 24. Í3 — Df5, 25. Ha7 — Ba4, 26. Hel — Hc2? Betra var 26. — h6 strax. Gagnsókn svarts er dæmd til að mistakast. 27. b4 — Bb3, 28. bxa5 — bxa5, 29. He4! svörtum í hag því öflugur riddari hvíts á d3 bjargar því sem bjargað verður í framhaldinu. 34. Kd2 — b5, 35. h4? Hér héldu áhorfendur á Lauga- veginum að Póstur og Sími væri að bregða á leik og heimtuðu staðfest- ingu. Ekki að furða, því næstu leiki teflir Korchnoi eins og vera frá öðr- um hnetti. Tímahrakið er eina út- skýringin. 35! — Hc8, 36. g4 — Hcc3, 37. f4 Hér eða í næsta leik átti Korchnoi að leika 37. Hh8 til að koma hrókn- um aftan að svörtu frípeðunum. 37. — a3, 38. Hd5? — Ke6, 39. Hh5 — b4? Langeinfaldast var 39. — Hxd3+!, 40. exd3 — Hb2+, 41. Ke3 — a2 og hvítur á enga vörn við framrás b-peðsins. 40. Ha5! — Hxd3+, Einum leik of seint, en riddarinn var margra manna maki. 41. exd3 Hér fór skákin í bið. 41. - Bxf4+, 42. Ke2 — Hc3, 43. g5 Annar varnarmöguleiki var 43. Kf3 - Bcl, 44. Ke4 43. — Bcl, 44. h5 — b3, 45. H5xa3 - Bxa3, 46. Hxa3 — b2, 47. Ha6+ — Kf5, 48. Hb6 — Hc2+, 49. Ke3 — Kxg5 Hvítu peðin á kóngsvæng falla nú eins og flugur. Það er því freistandi að gagnrýna 43. g5 og 44. h5, en meistararnir hljóta að hafa svo til tæmt stöðuna. 50. d5 — Kxh5, 51. Kd4 — g5, 52. Hb8 Hér bauð Korchnoi jafntefli. g4, 53. d6 — Hc6!! arov, hvað tímaeyðslu snertir, segir einn viðstaddra. „Getur einhver sagt mér hvað er að gerast ?“, spyr annar um framrás peða hvíts, á kóngsvæng. I síðasta leik sínum fyrir bið, gefur svartur annan hrók sinn fyrir riddara. Menn eru ekki sammála um hvort hann hafi þurft þess, biðstaðan er flókin. Flestir virðast sammála um að möguleikarnir séu svarts megin, en nokkrir þóttust búnir að finna jafntefli fyrir hvít í stöðunni. Biðstaðan verður tefld á morgun klukkan fjögur, um leið og skák Smyslovs og Riblis og verða kepp- endurnir fjórir saman á sviðinu. Nú tekur allt hvíta liðið þátt í sókn- inni. 29,— h6, 30. De3 — Hb2, 31. Hg4! — g5 Hótuninni 32. Hxg6 varð ekki svar- að á annan hátt. 32. hxg5 — h5, 33. Hg3 — h4,34. Hg4 — h3, 35. g6 — h2+! Eini möguleikinn til að lengja baráttuna. Smyslov er í raun manni yfir því biskupinn á b3 er gjörsamlega áhrifalaus. 36.Kxh2 — Hh8+, 37. Kg3 — Hxg2+, 38. Kxg2 — Dc2+, 39. Df2 — Hh2+, 40. Kxh2 — Dxf2+, 41. Kh3 — Dfl+, 42. Hg2 Hér fór skákin í bið. Ribli sem hefur svart lék biðleik. Hvítur sleppur auð- veldlega úr þráskákunum, t.d. 42. — Dhl, 43. Kg3 - Del+, 44. Kg4. Ef nú 54. Kd5 þá Hc8!, 55. Hxb2 — g3, 56. D7 - Hd8, 57. Kd6 - f5 og svartur ætti að vinna. 54. Ke5 — Hc5+, 55. Kf6 — g3, 56. IIxb2 — Hd5, 57. Kxf7 — Hxd6, 58. Hd2 — Kg4, 59. d4 — Kf5!, 60. Ke7 — Ild5 Eftir hárnákvæma taflmennsku Kasparovs er hvítur lentur í leik- þröng. 61. Hd3 — Kf4, 62. Ke6 — Hg5, 63. d5 — Hg6+, 64. Ke7 — g2, 65. Hdl — Ke5, 66. d6 — He6+, 67. Kd7 — Hxd6+, 68. Hxd6 — G1 — D Með drottningu á móti hrók er taflið auðvitað léttunnið, en Korchnoi teflir samt áfram. Hann man kannski eftir því að sérpró- grammeruð tölva náði jafntefli gegn Browne með hrók á móti drottningu fyrir nokkrum árum. 69. He6+ — Kf5, 70. Hd6 — I)a7+, 71. Kd8 — Ke5, 72. Hg6 — Da5+, 73. Kd7 — Da4+, 74. Ke7 — Dh4+, 75. Kf8 — Dd8+, 76. KI7 — Kf5, 77. Ha6 — Dd7+ og hvítur gafst upp. Staðan: Korchnoi 1 'k 'k 'k VfeO 3 v. Kasparov 0'k 'k '/2 'k 1 3 v. Horfur á tveggja vinn- inga forskoti Smyslovs Sjöunda einvígisskák þeirra Vassilv Smyslovs, 62ja ára og Zoltans Riblis, 32ja ára, fór í bið í gærkvöldi í stöðu sem virðist gjörunnin fyrir Smyslov, sem var heimsmeist- ari í eitt ár fyrir 27 árum. Smyslov á þar með frábæra möguleika á að komast í úrslit áskorendakeppninnar, því ef hann vinnur biðskákina hefur hann tveggja vinninga forskot á Ribli. Þorsteinn Pálsson Ljósm. Mbl. Haukur Gíslason Þorsteinn Pálsson á aðalfundi fulltrúa- s' ráðs sjálfstæðisfélaganna í Arnessýslu: Hækkun lágmarks- tekna í fimmtán þús- und krónur myndi ekki skila árangri HÆKKUN lagmarkstekna 1 15.000 kronur myndi ekki skila arangri heldur myndi slík hækkun valda keðjuhækkunum upp allan launastigann og skemma þann árangur sem náðst hefur i baráttunni við verðbólguna. Hins vegar er krafa um hækkun lægstu launa eðlileg, en spurningin væri með hvaða hætti slíkt væri hægt að gera. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem Þorsteinn Pálsson alþingismað- ur, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt anna í Árnessýslu á sunnudag. Sagði Þorsteinn að finna þyrfti leið innan skatta- og tryggi ngakerf- isins til þess að hækka laun þeirra sem verst væru settir, og þannig flytja til peninga innan kerfisins. Þorsteinn sagði að skynsamlegasta niðurstaðan bæði fyrir launpega og atvinnurekendur væri sú að fram- kvæma núverandi kjarasamninga óbreytta næstu mánuði en þó þann- ig að færa til fjármuni innan skatta- og tryggingakerfisins til að- stoðar hinum lægst launuðu. Þá væri einnig nauðsyn á virku sam- ráði stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins um þessi atriði. aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- Þá sagði Þorsteinn að huga þyrfti að breytingu í skattamálum og lækka þyrfti tekjuskatta. Lækka þyrfti skattbyrði hjá þeim sem hefðu meðaltekjur og lægri, en hækka hjá þeim sem betur mega sín, í þeim tilgangi að létta byrðar þeirra sem við kröppust kjörin búa. Hins vegar væru ekki fjármunir til frekari skattalækkana og varhuga- vert taldi Þorsteinn að lækka neysluskatta, því slík lækkun myndi einkum koma þeim til góða sem mest eyddu og hefðu bestu efn- in til þess. Af mannréttinda- brotum í E1 Salvador Athugasemd við leiðara Þjóðviljans 3. des. sl. SÍDASTLIÐINN laugardag er rekið upp ramakvein í Þjóðviljanum og því haldið fram, að Marianella Garcia Villas sé feimnismál á síðum Morgunblaðsins. Að því er virðist er tilefnið það eitt, að frásögn af viðtali við Patricio Fuentes, fulltrúa mannréttindahreyfingarinnar í El Salvador á Norðurlöndum og í Bretlandi, birtist ekki í föstudags- blaði Mbl. heldur daginn eftir, á laugardegi. Astæðan fyrir því, að frásögnin birtist ekki á föstudegi, er ein- faldlega sú, að ég undirritaður blm. Mbl. komst ekki til viðtals við Patricio Fuentes á fimmtu- dagsmorgni og varð því að mæla mér mót við hann kl. hálfsex þann sama dag. Af þeim sökum varð hún of sein í blsðið daginn eftir. Ef leiðarahöfundur Þjóðvilians sl. laugardag, sem mun vera Olaf- ur Ragnar Grímsson, telur hins vegar réttu máli hallað í frásögn Mbl. af boðskap Patricio Fuentes og þeim hörmungum, sem sak- laust fólk verður að líða í E1 Salvador, og ef hann telur, að þar sé verið að bera í bætifláka fyrir ofbeldismenn og morðingja þá má hann gjarna eiga það við höfund skrifanna, undirritaðan blm. á Mbl. Blaðamönnum á Mbl. er ekki uppálagt að gera greinarmun á ofbeldi eftir því hvort það kennir sig við vinstri eða hægri. Þess vegna hefur verið sagt frá ástand- inu í E1 Salvador, mann- réttindabrotunum og morðunum, og þess vegna hefur verið sagt frá dauðadómum yfir kúbönskum verkamönnum, sem gerðust „sek- ir“ um að vilja stofna óháð verka- lýðsfélög. Sveinn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.