Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 42 Ljósm. Mbl. RAX. Ráðherraefni í ræðustól? Svipmynd úr neðri deild Alþingis. í ræðustól er Garðar Sigurðsson, fjórði þingmaður Sunnlendinga, sem stundum er nefndur sjávarútvegsráðherraefni Alþýöubandalags. Albert Guðmundsson, fjármálaráöherra, hlustar grannt við hlið ræðumanns. { bakgrunni er Ingvar Gíslason, forseti þingdeildarinnar, með skrifara hennar, Björn Dagbjartsson (við skriftir) og Ólaf Þ. Þórðarson (í hvfldarstöðu). Kjarnfóðurgjald 157 m.kr.: Gengur í berhögg við stjórnarskrána — sagði Stefán Benediktsson Heildarinnheimta kjarnfóðurgjalds fram til 9. þessa mánaðar hefur verið kr. 157.440.367,- sagði landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær. Framreiðsluráð hefur ekki treyst sér til að framreikna þessa fjárhæð til núgildandi verð- lags. Hinsvegar er sundurliðun milli ára þessi: 1980 3,7 m.kr., 1981 29,5 m.kr., 1982 50,8 m.kr. og 1983 fram til 9/11 sl. 73,3 m.kr. Þetta kom fram í svari Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra á Alþingi í fyrradag. Þessum skatti hefur verið ráðstafað sem hér segir: Greitt v. skorts á útflutningsbótum kindakjöts.............. 20.590.343,- kr. Endurgreidd verðskerðing sveitasjóða v. kindakjöts................... 63.501,- kr. Vegna hækkunar á grundvallarverði gæra verðl. árið 81/82 ..... 7.445.026,- kr. Endurgreiðslur til sauðfjárframleiðenda pr. kg. kjöts.............23.360.374,- kr. Greitt v. skorts á útflutningsbótum mjólkur ................. 12.321.371,- kr. Greitt til bænda v. leiðréttingar á mjólkuruppgjöri 79/80 .... 1.196.156,- kr. Endurgreitt til mjólkurframl. pr./l yfir vetrarmán................35.928.836,- kr. Endurgr. til nauðgripaframl. pr/kg kjöts framl. árið 1982 .... 4.186.056,- kr. Greitt vegna vorharðinda 1983 ................................11.398.377,- kr. Greitt til Áburðarverksmiðju rikisins ........................31.695.761,- kr. Styrkir til alifuglaframleiðslu ............................... 3.342.117,-kr. Styrkir til svínaframleiðslu................................... 1.142.222,- kr. Greitt v/kostnaðar, leiðréttinga hjá innflytj. o.fl............... 2.388.370,- kr. Styrkur til Rannsókastofnunar landbúnaðarins .................... 30.000,- kr. Samtals 154.088.510,- kr. Fyrirspyrjandi, Stefán Benediktsson (BJ), taldi þennan skatt, sem aðili út í bæ innheimti og ráðstafaði, ganga í berhögg við stjórnarskrána, auk þess sem hann gengi gegn frjálsri verðmyndun. Aðflutningsgjöld af búnaði til vísinda Ný þingmál: Búrekstur færður til áætlunar Aðflutningsgjöld falli niður af búnaði til vísinda og menntamála Þingmenn í neðri deild Alþingis, sem sæti eiga í Rannsóknaráði ríkisins (Gunnar G. Schram, Björn Dagbjartsson, Guðrún Agnars- dóttir, Guðmundur Bjarnason, Hjörleifur Guttormsson, Jón B. Hannibalsson og Pálmi Jónsson), flytja frumvarp til laga um „að fella niður eða endurgreiða gjöld af vísindatækjum og búnaði, sem ætlaður er til notkunar hjá viður- kenndum rannsóknaraðilum." í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta er flutt af þingmönnum í neðri deild sem sæti eiga í Rannsóknaráði ríkisins og kosnir eru af Alþingi. Tilgangur frumvarpsins er að opna heimild í tollalögum til að fsland geti upp- fyllt öll meginatriði sáttmála UNESCO um niðurfellingu að- flutningsgjatda af tækjum og bún- aði til vísinda-, mennta- og menn- ingarmála, svokallaðan Flórens- sáttmála. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram af sömu flutningsmönnum um aðild ís- lands að sáttmála þessum og er vísað til ítarlegrar greinargerðar með henni um efnisatriði sáttmál- ans. Á síðasta Alþingi var samþykkt tillaga ríkisstjórnarinnar til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum vísinda og rannsókna, þar sem stefnt er að því að efla þá starfsemi í þjóðarbúskapnum og hvetja til aukinna rannsókna á vegum einkaaðila sem og opin- berra stofnana. Nýlega birti fjár- málaráðuneytið auglýsingu (nr. 219 23. apríl 1982) sem felur í sér að ýmis rannsóknatæki, sem keypt eru af fyrirtækjum í samkeppnis- greinum iðnaðar, njóti sömu und- anþágu frá aðflutningsgjöldum og vélar og aðföng til sömu greina, skv. 12. tl. 3. gr. tollskrárlaga. Með þessu frumvarpi er stefnt að því, að allar vísinda- og menntastofn- anir, sem rannsóknir stunda, fái að njóta sömu aðstöðu og að um framkvæmd þessa heimildar- ákvæðis verði farið með hliðstæð- um hætti og um fyrirtæki sé að ræða. Við ákvörðun um veitingu undanþágu til einstakra stofnana, sem vafi leikur á að stundi rann- sóknir, er eðlilegt að leitað sé um- sagnar Rannsóknaráðs ríkisins sem reglubundið geri könnun á því, hverjir stundi rannsóknir og þróunarstarfsemi, og birti heildar- skýrslu um þá aðila annað hvert ár. Verður því ekki séð að vand- kvæðum sé bundið að framkvæma þetta ákvæði." Tillaga Alþýðubandalags um „áætlun um búrekstur“ Steingrímur J. Sigfússon og níu aðrir þingmenn Alþýðubandalags flytja svohljóðandi „tillögu til þingsályktunar um búrekstur með tilliti til landkosta, markaðsað- stæðna og nýrra búgreina": „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera áætlun um framtíðarskipan búrekstrar á ís- landi með sérstöku tilliti til eftir- talinna þátta: 1. Að búskapur á hverjum stað verði færður til betra samræmis við landkosti en nú er. Með landkostum er átt við beitar- möguleika í úthaga, bæði afrétt og heimalönd, ræktað land, ræktunarmöguleika og aðrar náttúrulegar aðstæður. 2. Að framleiðslan á hverju svæði og á landinu í heild verði í sem bestu samræmi við markaðsað- stæður innanlands og hag- kvæma möguleika erlendis. Leita þarf jafnvægis milli land- nýtingar- og hagkvæmnisjón- armiða og stefna að arðbærum landbúnaði er nýti sem best landkosti og framleiðslumögu- leika hvers svæðis með hliðsjón af markaðsaðstæðum og hags- munum neytenda. 3. Að uppbygging nýrra búgreina verði skipulögð með tilliti til að- stæðna, svo sem framboðs á hráefni og annarra veigamikilla hagkvæmnisatriða, ástands vinnumarkaðarins og búsetu- sjónarmiða. Nýta skal sem best þá möguleika sem skapast til endurskipulagningar hefðbund- ins búskapar með tilkomu nýrra búgreina og ef með þarf til- færslu landbúnaðarframleiðsl- unnar í samræmi við fyrsta og annan lið hér að framan. 4. Að unnið verði markvisst gegn frekari eyðingu byggða sem byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á landbúnaði og þau svæði sérstaklega styrkt sem nú standa tæpast. 5. Að í landbúnaði og við úr- vinnslu landbúnaðarafurða verði lífskjör jafnari en nú er og sambærileg við kjör fólks í öðr- um starfsgreinum. 6. Að slík áætlun sem hér um ræð- ir verði liður í heildarstefnu- mörkun í landbúnaði sem Al- þingi telur nauðsynlegt að fylgi í kjölfarið og unnið verði að á næstunni. Áætlunin verði lögð fyrir Alþingi sem taki ákvörðun um framkvæmd hennar." Sölumiðstöð hraðfrystihúsa og sölumiðstöð eggjabúa — eftir dr. Björn S. Stefánsson Fyrir hálfri öld mynduðu salt- fiskframleiðendur með sér samtök til að skipuleggja sölu afurða sinna. Að þessum samtökum stóðu jafnt stórir framleiðendur sem smáir. Með því var smáframleið- anda gert kleift að koma afurðum sínum á framfæri við neytendur með sömu kjörum og stórfram- leiðanda eins og Kveldúlfi. Þetta fyrirkomulag gildir enn. Skilyrði til saltfiskframleiðslu eru mjög ólík hjá ísbirninum eða Bæjarút- gerðinni í Reykjavík og hinum nýjungagjörnu og framtakssömu saltfiskverkendum austur á Bakkafirði, svo að dæmi séu tekin, en í afurðasölunni standa allir jafnt að vígi. Sölusamtök fiskframleiðenda gæta hagsmuna sinna bezt með því að koma vörunni á framfæri í þeirri mynd sem fellur neytendum bezt. Þannig keppa þeir við salt- fiskframleiðendur í öðrum löndum og við framleiðendur annarra matvæla sem neytendur kunna að kjósa í stað saltfisks. Frystihús í eigu einstaklinga og bæjarfélaga hafa einnig með sér sölumiðstöð í sama tilgangi og saltfiskverkend- ur mynduðu sölusamtök sín. Sölu- samtök í landbúnaði eru vel þekkt, bæði samtök búvöruframleiðenda, eins og Sláturfélag suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna, og sölu- miðstöð mjólkurbúanna, Osta- og smjörsalan. Allar þessar sölumið- stöðvar njóta almennrar viður- kenningar fyrir vandaða vöru. Nú hafa ýmsir eggjaframleið- endur viljað fara að dæmi annarra framleiðenda í sjávarútvegi og landbúnaði og koma á fót sölumið- stöð. Þeir sem eru stærstir í hópi eggjaframleiðenda hafa snúizt gegn því og telja sér betur borgið með því að koma eggjum sínum til neytenda á eigin spýtur. Þar taka þeir að vísu aðra afstöðu en stór- framleiðendur í sjávarútvegi, eins og Kveldúlfur á sínum tíma til stofnunar sölusambands fisk- framleiðenda (SÍF) og útgerð Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungarvík gerir enn þann dag í dag með traustri aðild sinni að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna (SH). Lát- um það vera. Hitt er merkilegra, að neytendur og samtök þeirra í Reykjavík skuli beita sér gegn því að komið sé á fót slíkri sölumið- „Sölumiðstöd eggja- framleiðenda er eins eðlileg og hagkvæm og Sölumiðstöð saltfisk- framleiðenda og hrað- frystihúsa og Osta- og smjörsalan.“ stöð ásamt gæðaeftirliti, líkt og er um önnur matvæli og nýtur al- mennrar viðurkenningar. Sölu- miðstöð eggjaframleiðenda er eins eðlileg og hagkvæm og Sölumið- stöð saltfiskframleiðenda og hrað- frystihúsa og Osta- og smjörsalan. Er raunar furðulegt að slíkri mið- stöð hafi ekki verið komið á fót fyrir löngu að kröfu Reykvíkinga. Hinir smærri framleiðendur eggja sem sjá sér ávinning í eggja- sölumiðstöð, eru raunar eins og skjaldborg um hagsmuni stór- framleiðendanna sem vilja halda áfram að selja eggin beint. Á ís- landi eru nefnilega ekki skilyrði til eggjaframleiðslu nema með innflutningstakmörkunum. Inn- flutningstakmarkanir á eggjum eru liður í almennum takmörkun- um á innflutningi búvöru. Bænda- samtökin eru auðvitað öruggasti málsvari þessara innflutningstak- markana. Bændasamtökin hafa stutt viðleitni þorra eggjafram- leiðenda til að koma upp eggja- sölumiðstöð. Ef svo færi að stórframleiðendurnir útrýmdu smáframieiðendunum með því m.a. að koma í veg fyrir stofnun sölumiðstöðvar, þykir mér ekki líklegt að bændasamtökin sæju ástæðu til að halda uppi innflutn- ingstakmörkunum á eggjum, ef aðrir vildu afnema þær, heldur létu það afskiptalaust að flutt yrðu inn egg frá Danmörku og Hollandi. Þá yrði eggjaframleiðsl- an óviðkomandi sveitunum, en eggjaverð yrði eins og í Hollandi eða Danmörku að viðbættum flutningskostnaði eggjanna. Gerum samt ráð fyrir að inn- flutningstakmarkanir haldist. Hvernig er þá heppilegast að verð myndist á eggjum? Flestir telja heppilegt að verðlagið hafi þau áhrif að framboð og eftirspurn standist á þegar til lengdar lætur. Á eggjamarkaði geta hins vegar orðið stundarsveiflur sem ekki eru til leiðbeiningar fyrir framleið- endur um að auka framleiðsluna eða draga hana saman. Verð- skráning á eggjum, líkt og iðn- meistarar hafa með sér eða lög- fræðingar, er til leiðbeiningar ein- stökum framleiðendum. Aukin trygging ætti að vera í því frá því ingu í höndum verðlagsnefndar framleiðenda og kaupenda. Með því ætti að mega treysta því að verð yrði skráð þannig að framboð og eftirspurn stæðist á til lengdar, en með sölumiðstöðinni gefst tækifæri til að jafna út framboðs- sveiflur sem stafa af tilviljunum og koma til móts við eftirspurnar- sveiflur sem fylgja árstíðum og hátíðum. Slík verðlagsnefnd framleið- enda og kaupenda er þegar starf- andi, þótt hún hafi ekki tekið að sér að verðleggja egg enn sem komið er, nefnilega Verðlagsnefnd iandbúnaðarafurða (sexmanna- nefnd). í henni sitja þrír fulltrúar framleiðenda annars vegar, og væri eðlilegt að samtök eggja- framleiðenda tilnefndu menn til að fjalla um eggin, og þrír full- trúar kaupenda, nefnilega fulltrúi Landssambands iðnaðarmanna, en í því eru bakarar, sem nota mikið af eggjum, fulltrúi félags- málaráðuneytisins og fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur. Ætti með slíku fyrirkomulagi á verðskráningu að vera séð fyrir því að verðlag yrði ekki svo lágt til lengdar að skortur yrði á eggjum né svo hátt að birgðir mynduðust. Dr. Björa 8. Sleíínssoa er Reyk- víkingur og stundar efnahagslegar °g þjóðfélagslegar rannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.