Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 55 FramtíAarhúsnæði Listasafns íslands skoðað. Fremst á myndinni eru menntamálaráðherra, frú Ragnhildur Helgadóttir, og dr. Selma Jónsdótt- ir. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, greinir frá byggingarsögu hússins. Meðal gesta á fundinum má sjá Guðmund G. Þórarinsson, formann byggingarnefndar Listasafnsins (fremst t.h.), Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, og dr. Selmu Jónsdóttur, forstöðumanns Lista- safns íslands. Myndin er tekin í nýbyggingu safnsins. Ljósm. Mbi./KÖE. Sex milljónir til byggingar Listasafns íslands á hundrað ára afinæli þess 1984 Byggingarframkvæmdum væntanlega lokið árið 1986 LISTASAFN íslands verður 100 ára á næsta ári, en safnið var stofnað af Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni og alþingismanni, árið 1884 í Kaupmannahöfn. Stofn þess voru gjafir danskra listamanna og fjögur verk frá dönsku konungs- fjölskyldunni, en fyrsta íslenska verkið í eigu þess var höggmyndin „Útlagarnir“ eftir Einar Jónsson. Kom safnið til íslands með vor- skipum 1885 og var þá fyrst til húsa í Alþingishúsinu, síðar í Safnahúsinu við Hverfisgötu, en frá 1950 í húsi Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Nú líður senn að því að Listasafn íslands, sem nú telur á fimmta þúsund listaverk, flytji í eigið húsnæði, að Fríkirkju- vegi 7, hinu gamla íshúsi Herðu- breiðar, sem nú hefur verið stækk- að og byggt við. A blaðamannafundi sem hald- inn var 2. desember sl. í hinu væntanlega húsnæði Listasafns- ins kom það fram í máli mennta- málaráðherra, frú Ragnhildar Helgadóttur, að ríkisstjórnin vildi minnast afmælisins með þeim hætti að til byggingarinnar rynnu sex milljónir króna á fjár- lögum 1984. Sagði menntamála- ráðherra enfremur að þá vantaði enn á um þrjátíu milljónir til að ljúka framkvæmdunum og yrði sú upphæð væntanlega á fjárlög- um 1985 og 1986 þannig að sá langþráði draumur myndi ræt- ast árið 1986 að Listasafn ís- lands flyttist í eigið húsnæði. • Byggingarsjóður Listasafns íslands var stofnaður árið 1959 með lögum frá Alþingi nr. 41. Aðdragandi að stofnun hans var sá að listmálarinn Jóhannes S. Kjarval baðst undan því að fyrirhugað Kjarvalshús, ráðgert sem heimili hans og vinnustofa, yrði reist. Lagði hann til að fé það sem renna átti til bygg- ingarinnar yrði stofnfé bygg- ingarsjóðs Listasafnsins. Síðar bættust við stórar gjafir til safnsins frá einstaklingum. Systkinin Sesselía Stefánsdóttir, píanóleikari, Gunnar Stefáns- son, stórkaupmaður, og Guðríð- ur Green gáfu safninu húseign- ina Austurstræti 12 á árunum 1962 og 1964 og við andlát Gunn- ars árið 1967 helming húseignar- innar að Sóleyjargötu 31a. I árs- byrjun 1980 tilkynntu síðan skiptaforstjórar í dánarbúi hjónanna Sigurliða Kristjáns- sonar og Helgu Jónsdóttur að þau hefði arfleitt Listasafnið að V* hluta eigna sinna og skyldi hann renna til byggingar safns- ins. Árið 1972 óskaði safnráðið eft- ir því að skipti yrðu á húseign- inni að Austurstræti 12 og Frí- kirkjuvegi 7, sem þá voru bruna- rústir eftir eldsvoða í veitinga- staðnum Glaumbæ sem þar hafði verið til húsa. Var orðið við beiðninni og skipt á brunarúst- unum ásamt meðfylgjandi tryggingarfé og eignalóðinni að Laufásvegi 16. Eftir eignaskiptin var skipuð undirbúningsnefnd að safnbyggingu sem í áttu sæti forstöðumaður safnsins, dr. Selma Jónsdóttir, og listmálar- arnir Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson. Byggingar- nefnd var síðan skipuð í árslok 1975 og er formaður hennar Guðmundur G. Þórarinsson. Hið væntanlega húsnæði Listasafns íslands verður rúm- lega tvöfalt að stærð miðað við núverandi húsakost safnsins, eða um 2.563 m2. Gamla Herðu- breiðarbyggingin er815 m2 sam- tals og nýbyggingin á baklóð um 1748 m2. Skiptist rýmið þannig að sýningarsalir verða fjórir, mismunandi stórir og hver með sitt einkenni. Einn undir súð, annar undir bogaþökum, þriðji með mesta lofthæð, en glugga- laus og fjórði minnstur og gluggalaus, samtals 960 m2 að stærð. Þá tengjast allir hlutar safnsins með þriggja hæða skálabyggingu sem tengir saman öll gólf frá kjallara og upp á aðra hæð, með pöllum og mis- munandi gólfhæðum. Er ráðgert að í skálanum verði sýndar höggmyndir, en þar verður mikil og bein dagsbirta. Auk sýningarsala og skálans er gert ráð fyrir fyrirlestrasal, bókasafni, listaverkageymslum, minjagripaverslun, kaffistofu og fleiru, auk þess sem höggmynda- torg verður út af annarri hæð hússins. Þá verður í safninu lyfta og öll aðstaða fyrir hreyfi- hamlaða til að komast leiðar sinnar. Á lóðinni að Laufásvegi verður ekki byggt að sinni en í ráði er að þar rísi hús undir skrifstofur Listasafnsins og aðra þjónustu þess. Forstöðumaður Listasafns Is- lands er dr. Selma Jónsdóttir og hefur hún gegnt því starfi frá því að safnið var gert að sjálf- stæðri stofnun árið 1961. í bygg- ingarnefnd safnsins eiga sæti auk hennar Runólfur Þórarins- son, Jóhannes Jóhannesson, Steinþór Sigurðsson og Guð- mundur G. Þórarinsson, formað- ur nefndarinnar. Arkitekt safnhússins að Fríkirkjuvegi 7 er Garðar Halldórsson, húsa- smíðameistari ríkisins, en Tækniþjónustan sf. annast lagn- ir og burðarvirki í húsinu og Rafhönnun hf. raforkuvirki. Teikning af byggingu Listasafnsins, séð frá Hallargarði. Fremst er gamla Herðubreiðarhúsið, þá skáli og nýbygging með höggmyndatorgi sem vísar að Laufásvegi. Beðið eftir strætó Ný skáldsaga eftir Pál Pálsson IÐUNN hefur gefið út nýja skáld- sögu eftir Pál Pálsson, nefnist hún Beðið eftir strætó og lýsir lífi ungl- inga í Reykjavík samtímans sem leita sér æsilegrar lífsreynslu í heimi fíkniefnanna. í formála, „Til lesenda", segir höfundur um söguna á þessa leið: „Beðið eftir strætó er skrifuð eftir frásögnum ungra Reykvíkinga á aldrinum þrettán til tuttugu og eins. Allt sem hér fer á eftir hefur gerst og er enn að gerast á einn eða annan hátt — í raunveruleik- anum. Persónur sögunnar eru hinsvegar skáldskapur og sá sem þykist þekkja einhvern annan en sjálfan sig í biðskýlinu gerir það á eigin ábyrgð." Eftir Pál Pálsson hefur áður komið út sagan Hallærisplanið. Beðið eftir strætó er 96 blaðsíður. Anna Gunnlaugsdóttir teiknaði myndir og kápu. Oddi prentaði. Gjöfin frá jólasveininum FYRIRTÆKIÐ Norðurpóll sf. hefur hannað „Gjöf frá jólasveininum" í samvinnu við fyrirtæki Tomma ham- borgara, Bókaútgáfu Iðunnar, Bóka- verslun Snæbjarnar og Sælgætis- gerðina Ópal. Gjöfin berst í pósti og saman- stendur af: Ljósmyndum af jóla- sveininum í og utan við húsið sitt við iðju sína. Bréfi frá honum þar sem hann segir frá undirbúningi sínum fyrir jólin og gjafaávísun frá honum og ofangreindum fyrir- tækjum. Frá Iðunni barnabók, frá Tomma Tommahamborgari með frönskum og gosglasi, frá bóka- versl. Snæbjarnar Walt Disney VHS eða BETA myndkassetta frítt í einn sólarhring, frá ópal askja með blönduðu sælgæti. Félagar úr JC munu ganga í hús á næstunni og bjóða gjöfina en einnig er hægt að panta gjöfina beint með því að senda nafn og heimilisfang þess sem gjöfina á að fá ásamt ávísun kr. 180,- til: Norð- urpóll sf., Box 358,121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.