Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 LAUGARDAGUR 21. ágúst 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af grerosiusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur. sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Lánahöftin á land- búnaðinum Enginn undirstöSuatvinnuvegur þjóðarinnar á við eins hatröm lánakjör að búa af hálfu opinberra lána- stofnana og landbúnaðurinn og hafa aðrir atvinnuvegir þó ekki nein sældarkjör. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, lagðist hún sérstaklega á landbúnaðinn með því að tæra afurða- lán hans allt niður undir 50%, svo að þau voru þriðjungi minni hlutfallslega en í sjávarútvegi. Það kostaði bændastéttina harða baráttu i nær fjögur ár að fá einhverja leiðréttingu þessara mála, og hún fékkst ekki fyrr en hún var sett fram sem óírávíkjanlegt skilyrði í samningum um afurðaverð. í stað þess aðefla stofnlánasjóði landbúnaðarins með almennum ráðstöfunum eins og áður hefur verið gert, og gert er með stofnlánasjóði annarra höfuðatvinu- greina, skellti ríkisstjórnin á bændastéttina launaskatt- inum illræmda, og verður hún ein stétta að búa við sér- stakan, lögbundinn launaskatt. Landbúnaðarráðherra hefur lagt sig mjög fram um að verja þessa ranglátu skattlagningu og sífellt haldið því fram, að með henni væri hagur stofnlánadeildar land búnaðarins tryggður og þar með þessi mikilvæga grein lánamála landbúnaðarins. Á þessu ári bregður hins vegar svo við, að 1 stað þess að úr greiðist í lánamálum bænda, er enn hert að með sérstökum reglum, sem beinlínis virðast settar til þess að hefta eftir mætti fjárfestinguna í landbúnaði og torvelda bændum stofnframkvæmdir. Þessi höft eru þannig að lánastofnunum er aðeins heimilað að veita lán út á það, sem kallað er „ein fram- kvæmd“ á ári, þ.e. til dæmis aðeins út á fjós en ekki hlöðu sama ár, eða út á fjárhús en ekki hlöðu. Þá gilda og þau höft, að ekki er greitt út nema tveir þriðju láns- ins á því ári, sem framkvæmdin er gerð og lánið veitt út á hana. Þessum illvígu hömlum mótmælti aðalfundur Stéttar- sambands bænda harðlega í vor með ályktunum, sem gerðar voru samhljóða, en ekki er vitað til, að stjórnar- völd hafi sýnt neinn lit á því að leiðrétta þetta ranglæti eða verða við réttmætum kröfum bænda í þessum efn- um. Þau sitja við sinn keip. Bændur verða ekki aðeins að búa við launaskattinn, heldur sæta þar á ofan sér- stökum lánahömlum, sem í senn gera allar framkvæmdir þeirra dýrari og óhentugri og draga úr bráðnauðsyn- legri fjárfestingu þeirra. Smyglmálin Smygl hátollavara hefur lengi verið alvarleg meinsemd hér á landi og erfið viðfangs. Flestar siglingaþjóðir munu eigp þann draug að etja, en hann er misjafn- lega magnaður. Á síðustu árum virðast smyglarar sí- fellt vera að færa sig upp á skaftið hér eg efla félags- samtök um lögbrotin. Virðist allt benda til, að þar bindist ekki aðeins mikill hluti skipshafnar á sumum skipum í félag um þessa iðju, heldur hljóti samtökin að ná til manna í landi, sem annist söluþátt smyglsins. Smygl- mál þau, sem nú ber hæst, eru af stærri gerðinni og virðast til þess fallin að láta kné fylgja kviði um alla rannsókn, svo almennur og víðtækari árangur náist við að kveða niður þennan ófögnuð- Herafli og næstu hugs- anlegar aðgeröir í Vietnam ÁTÖKIN í Víetnam halda á fram að aukast og breiðast út þrátt fyrir tilraunir Johnsons forseta til að koma Sameinuðu þjóðunum í málið og ferð utanríkisráðherra Ghana til Washington. 3. ágúst fór Þjóð- frelsisfylkingin í fyrsta sinn fram á opinber afskipti Norð- ur-Víetnam og 8. ágúst ítrek- aði kínverska stjórnin hótun sína um að senda hersveitir á vettvang til að veita viðnám Bardagarnir umhverfis hinn mikilvæga þjóðveg núrner 19, milli Pleiku og landamæra Cambódíu, hafa farið síharðn- andi. Hvað eru þeir herir stór ir, sem þarna eigast við, og hverra kosta eiga þeir völ? 1. LANDIÐ. Tvö landsvæði í Suður-Víetnam eru sérlega mikilvæg hernaðarlega, eða annars vegar ósasvæði Mekong árinnar og Saigon og hins veg ar mið-hálendið í Kontum og Pleiku-héruðunum. Höfuðborg ríkisins stendur á fyrrnefnda svæðinu og þaðan kemur meg- inhluti af hrísgrjónauppskeru landsins. Á síðarnefnda svæð inu er hvað auðveldast að koma á vettvang mannafla og birgðum frá Norður-Víetnam, eftir hinni svonefndu „Ho Chi Minh-leið'1 að norðan. Að vísu hefur einnig borið nokkuð á, að skæruliðum berist liðsauki um Cambodíu, en verulegur krókur er að fara þá leið. 2. HERIRNIR. í skæruliða- sveitum Víetkong eru 150— 200 þús. manns. 64 þús. þessa mannafla er „fastur kjarni", en annar liðsafli tekur ebki þátt í hernaðaraðgerðum nema „af og til“. Auk þess berst ein herdeild úr fastaher Norð- ur-Víetnama (sú 325.) fyrir sunnan landamærin, og einnig meginhluti annarrar herdeild- ar (hver herdeild um 10 þús manns.) Her stjórnarinnar í Hanoi telur um 200 þús. manns og að undanförnu hafa menn þótzt verða varir við umfangs mikla herkvaðningu þar norð ur frá. Her Suður-Víetnama nemur um 500 þús. manns og stjórnin í Saigon hefur látið uppi, að hún hafi í hyggju að fjölga í hernum um 160 þús. manns.. Eins og sakir standa eru um 175 þús. bandarískir hermenn í Víetnam. Ætlunin er að fjölga í þessum her upp í 125 þús. manns, en hann er nú einkum í ákveðnum stöðv- um og nágreni þeirra. Mikill hluti þessa mannafla eru véla- og tæknimenn, sem starfað hafa við hafnargerðir lagningu flugvalla . og fleira þess háttar, en nú á að auka að mun þann hluta hersins. sem tekur þátt í bardögum. Enn sem komið er, hafa bardagar mest mætt á her Suður-Víet- nam. 3. MÖGULEGAR AÐGERÐ- IR BANDARÍKJAMANNA. Þegar regntímaniKn lýkur (frá því um miðjan september og fram á haustið eftir legu landsins) má gera ráð fyrir að herir Suður-Víetnam og Bandaríkjamanna hefji sókn- araðgerðir, þar sem óhagkvæmt og alltof kostnaðarsamtværiað beita bandaríska hernum á víð og dreif til að verjast árásum Víetkong. Fræðilega séð virðast Bandaríkjamenn þá hafa um eftirtaldar aðgerð ir að velja: a. Gera tilraun til að rjúfa „Ho Chi Minh-leiðina“ með því að koma á öflugu hernámi og eftirliti á svæði, sem næði frá Danang og þvert yfir land ið, allt inn í Laos. Þessi ein- falda og „beina“ aðgerð ylli pólitískum erfiðleikum og til að framkvæma hana, þyrfti mun meiri her en til umráða hefur verið fram að þessu. b- Hernám miðlendisins í þeim tilgangi að loka aðalinn gönguleiðinni inn i landið frá Norður-Víetnam. Þessu yrðu að fylgja ráðstafanir til að ná valdi yfir nítjánda þjóðveg inum, sem liggur frá Quinhon að landamærum Cambodíu. c. Dreifðar og auknar að- gerðir til þess ætlaðar að tengja saman aðalstöðvar bandaríska hersins. Helzti ó- kostur þessarra aðgerða er, að þær hrykkju ekki til að loka aðflutníngsleiðum að norðan fyrr en að nokkrum tíma liðn um. d. Aðgerðir til þess ætlaðar að hrekja skæruliða Viet Cong frá ósasvæðanum umhverfis Saigon. Þessar skæruliðasveitir eru að mun veikari fyrir en sveitírnar í mið-hálendinu og auk þess er ekki unnt að koma þar við aðstoð fastahers Norð ur-Víetnama. Landsvæðið sjálft er samt sem áður afar erfitt viðureignar og starfsemiskæru liða þar stendur á mjög göml um merg. Staðsetning aðalstöðva banda ríska hersins og stærð her- sveitanna, sem til ráðstöfunar eru, virðast að svo stöddu koma í veg fyrir að unnt sé að koma við hinni „beinu“ aðferð (a) eða hinum auknu, dreyfðu aðgerðum (c). En aðal birgðastöð Bandaríkjamanna í Cam Rang liggur mjög vel við til þess að styrkja aðgerðir í miðhálendinu. Vírðist því sennilegt, að þetta svæði verði fyrir valinu sem aðal athafna svæði bandaríska hersins, þeg ar regntíminn er um garð geng inn. Kominn er á kreik orða- sveímur um, að flytja eigi fyrsta riddaraliðs-herfylkið til Pleiku. Þessi aðferð þyrfti ekki að koma í veg fyrir aðgerðir á ósasvæðinu, en tilgangslítið virðist að hefjast Þar handa fyrri en að búið er að loka birgðaflutningsleiðum að norð an. Bardagarnir, sem nú eru háðir milli Due Co og Pleiku, sýna greinilegar en flest ann að, hve mikílvægur 19. þjóð vegurinn er. 4. BEIN ÞÁTTTAKA N-VÍET- NAM. Að undanförnu hefir ýmislegt bent til að úr beinni þátttöku Norður-Víetnam kunni að verða (t. d. herkvaðn ing norðurfrá og opinber beiðni Vietcong um aðstoð). Annað hvort yrðu þá fleiri her sveitir sendar til þátttöku í skæruhernaðinum í suðri, eða venjuleg innrás hafin suður á bóginn, í von um góðan á- rangur til álitsauka og áróð- urs, sem ylli falli Saigon- stjórnarinnar. Viðbúnaður Bandaríkja- manna í sunnanverðu landinu virðist þega- orðinn of mikill til þess, að vænta megi, að síð arnefnda aðferðin heppnist. Á mjög mörgum buröarmönnum þyrfti að halda til flutninga á birgðum hersins, en flugher 8 Bandaríkj amanna hefir að und H Framhald á bls. 7 ®

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.