Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.08.1965, Blaðsíða 12
12 TIMINN LAUGARDACrUK 2L ágúst lSSS Fréttab réf ú r Hðf ðakau pstað Tíðarfar hefur verið hér ein- munagott allan heyskapartímann. Spretta kom nokkuð seint, en úr því rættist og nú er verið að Ijúka við fyrri slátt og alls staðar hafa fengizt mikil og góð hey. Há hefur lítið sprottið nema á snemmslegnum túnum, vegna þurrka. Atvinna hefur verið lítil hér í kauptúninu hjá því fólkí, sem hefur treyst á sjávarafla. Þrír bátar eru gerðir út héðan á síld veiðar, en engin síld hefur komið hér á land enn. Aðrir þrír bátar byrjuðu hér kolaveiðar, en kola veiði reyndist mjðg lítil. Tveir bátarnir fóru þá norður til Eyja fjarðar og annar jafnvel aHa leíð til Þistilfjarðar og veiddu þar kolann. Frystihúsín hér fengu því mjög íí ■:■: íí £ 1 SS :;í ss íí I ii ss 1 g Ódýrasta utanlandsferð ársins Kaupmannahofn og Edinborg 10 dagar, 28. sept — 7. okf. — — verð frá kr. 6.900.00. Innifalið: Flugferðir, hótelkostnaður, bíl- ferðir og fararstjórn. DVALH) í KAUPMANNAHÖFN OG STANZAÐ í SÓLARHRING í EDINBORG Á HEIMLEEÐINNl. Glaðværir síðsumardagar í „Borginni við Sundið“ og fegurð Edinborgar, þar sem íslendingum þykir gott að hafa viðkomu. Við leigjum eina af millilandaflugvél- um Flugfélags íslands h.f. til ferðar- innar og fáum aukaafslátt fyrir hóp- inn hjá hótelum, sem við höfum skipt við í sumar fyrir hundruð þúsundir kr. Þessvegna getum við nú boðið gömlum og nýjum viðskiptavinum góða utan- landsferð, ódýrari en nokkru sinni fyrr. Nú hafa allir efni á að skreppa til útlanda, en ,við höfum aðeins pláss fyrir 82 farþega að þessu sinni í ódýrustu utanlandsferð ársins Tekið á móti pöntunum í þessa terð á skrifstofu okkar ' frá og með mánudagsmorgni kl. 9 árdegis. Pantanir utan af landi tilkynnist i síma 21020. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 16400 I 1 í: í: I i í: i lítið hráefni til vinnslu. Aðallega færafisk af trillubátum og eina kolabátnum, sem eftir er hér heíma. Sama og engin atvinna er því fyrir Það fólk, sem ætlaði sér að vinna við frystihúsin. Frysti- hús kaupfélagsins er nú leigt ný- stofnuðu hlutafélagi, sem var stofnað hér af verkamönnum til að annast rekstur þess og skapa sér atvinnu. Líklega líður sumarið svo, að engin síld berst hér á land, hvorkí til beitufrystingar né sölt unar. Ríkisstjómin lætur ekkert til sín heyra um efndir á loforð- um um úrbætur á atvinnuaukn- ingu hér. Skólamál: Hér hefur starfað að undanförnu miðskóU í þrem deild um. Tveimur fyrstu bekkjum sem skyldunámi og þriðju deild, sem hefur útskrifað landsprófsnema. Nú er ráðgert að halda áfram þessari kennslu, með þeirri við- bót að miða kennslu þriðja bekkj ar í vetur meira við framhaldsnám til gagnfræðaprófs fjórða bekkjar, sem er hugsað að taki til starfa haustið 1966. Þannig að þeir ungl ingar, sem vilja heldur taka gagn fræðapróf en landspróf geti einn íg lokið hér námi gagnfræða- stigsins og útskrifaðist með gagn- fræðaprófi. Hér er nóg húsrúm til leigu fyrir skólafólk og mjög ódýrt. Skemmtanalíf: Fyrrihluta sum arsins var unnið að endurbótum á sýningarvélum Skagastrandar- bíós, sem er hlutafélag, sem ann ast hefur kvikmyndarekstur hér nokkur undanfarin ár. Ljósaút- búnaður sýningarvélanna var end urbættur og nýjar linsur settar í vélarnar, svo nú eru sýndar ein- göngu þrívíddarmyndir (syno- skop) en sýningarhúsið er gamalt og svarar varla Þeim kröfum, sem vélamar gera til hússins. Félags heimili er hér í byggingu, en vegna fjárskorts og seins fram lags frá ríkinu hefur ekki verið hægt að vinna að félagsheimihs byggingunni hátt í tvö ár. Þannig vantar alltaf peninga hér til fram fara- og menningarmálanna, og loforð ríkisstjórnarinnar um aukna atvínnu í dreifbýlinu hafa ekki komið til framkvæmda enn. Framhald á bls. 14 ÍÞRÖTTIR ^ Framhald af bls. 13 Ásgeir Daníelsson HSÞ Þóroddur Jóh. UMSE i 3.00 j 2.70: I 1 *: I Kúluvarp: Þóroddur Jóh. UMSE 14.05 1 Guðm. Hallgrímss. HSÞ 13.30 Þormóður Valtýss. HSÞ 13.06 Brynjólfur Eiríksson UMSE 11.49 j Kringlukast: Guðm. Hallgrímss. HSÞ 41.00: Þóroddur Jóh. UMSE 36.82 | Þormóður Valtýsson HSÞ 36.41 i Brynj. Eiríksson UMSE 28.71 Spjótkast: Jón Sigfússon HSf> 45.10 Guðm. Hallgrímss. HSÞ 43.50 Brynj. Eiríkss. UMSE 38.39 Þóroddur Jóh. UMSE 36.85 FLUTTI ERINDI Framhald af bls. 9 mörg ár við háskólann í Flor- ens og Pisa á Ítalíu, og var þar líka þýzkur ræðismaður, og einu sinni kom Þýzkalandskeis ari að heimsækja hann, meðan við áttum heima þar. Þegar hann lézt, settist ég að í Berlín, hélt áfram söng- og píanónámi og hélt svo konserta í mörgum borgum með aðstoð frægra píanósnilhnga. Og samnemandi minn í píanó- leik var hin heimsfrægi píanó leikari Claudio Arrau frá Ohile. Einu sinni á meðan við áttum heima í Pisa, kom tón- skáldið Puccini í heimsókn til foreldra minna. Hann var að spila á pianóið, þegar ég kom askvaðandi inn og gekk að píanóinu, ýtti tónskáldinu af bekknum og fór sjálf að spila. Þá var ég fjögurra ára. — Hvenær kynntust þér Ás mundi Jónssyni frá Skúfsstöð- um? — Það var um það bil, sem ég kom fyrst til íslands. Svo giftumst við hér í Reykjavík 1938, fórum svo til Kaup- mannahafnar, og þar bjuggum við öll stríðsárin. Við áttum heima í miðborginni, Ásmund ur sat löngum á Konunglega bókasafninu og las. Stundum gengum við út á Löngulínu, sátum þar og horfðum út yfir Eyrarsund, og Ásmundur sagði oftar en einu sinni: „Ósköp minnir i- „ita sund mig á Skaga fjörð“. Hann var oftast með hugann heima í Skagafirði. Hjaltadalurinn var honum sama og borgin Celle mér.. Að heyra hann með sinni hljóm- fögru rödd segja ,,heim að Hólum“, það var dýrlegt. Einu sinni fluttí hann konungskvæði í danska útvarpið og rödd hans vakti svo mikla athygli meðal hlustenda, að maður spurði mann: „Hver er að tala í út- varpið?“ Og annar svaraði: „Det er den islandske Digter". Þá hlýnaði mér um hjartaræt ur. Þegar við settumst að hérna við Lindargötuna, með stofugluggann norður að Sund unum. stóð Ásmundur oft við gluggann. Og þá vissi ég, að hann var að horfa heim, norð- ur í Skagfjörð. Fyrir nokkru ræddi frú Irma Weile Jónsson við blaða- menn í tilefni þess, að þá hafði forseti fslands nýlega staðfest .skipulagsskrá Minn- ingarsjóðs Ásmundar skálds en sjóðinn stofnaði ekkjan, frú Irma, þann 8. júlí í fyrra, en þann dag hefði Ásmundur orð ið 65 ára, ef honum hefði enzt aldur, en hann lézt árið á und an. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja fram úrskarandi nemendur, sem brautskrást frá Bændaskólan- um á Hólum, til framhalds- menntunar, einkum með dvöl erlendis. Skipa stjórn sjóðs- ins ekkja skáldsins, sýslumað- urinn í Skagafjarðarsýslu, skólastjóri bændaskólans á Hólum og tveir menn tilnefnd ir af landbúnaðarráðuneytinu. Til að útvega stofnfé í sjóð- inn gaf frú Irma út í skraut- útgáfu 400 eintök af kvæðinu „Hólar í Hjaltadal“ eftir Ás- mund með litprentuðum mið- aldakirkjumyndum og upphafs stöfum, sem frú Irma skraut- teiknaði. Handunnið band gaf þýzka bókaútgáfan Wester- mann í Braunschweig, for- kunnar fallega unnið. eins og öll gerð bókarinnar. Hefur þessi fagra bók nú gefið nærri fimmtíu þúsund krónur í sjóð- inn, en nokkuð er enn ókomið frá áskrifendum, ógoldið á- skriftarfé. MINNING Framhald af bls. 8 Kærnested og eignuðust þau þrjú börn, Steinunni, Magnús og Ásmund. Með Guðmundi Ásmundssyni er fallinn í valinn frábær mann- kostamaður. Hann hlaut í vöggu gjöf og með góðu uppeldi flest það, er einn mann fær prýtt. Gáfur og gjörvileiki fóru hér saman. Guðmundur var fríður sýnum, myndarlegur á velli, kvikur í hreyfingum og vel á sig kominn í hvívetna. Hann var því valinn til forystu þegar í menntaskóla, þótt yngstur væri af bekkjarsystkinum sínum og formaður stúdentaráðs Háskól- ans var hann árið 1945—46. Hæstaréttarlögmaður varð Guð mundur árið 1955, yngstur allra í þeim hópi. Aðalstörf sín vann hann hjá Samb. ísl. samvinnufé- laga og leysti þar af hendi mörg vandasöm störf, ætíð með mikl- um sóma. Fjölmörg störf önnur vann Guðmundur, því að marg- ir leituðu aðstoðar hans, þar sem hann var ágætur lögmaður. Honum var sýnt um að taka mál föstum tökum. Að Guðmundi Ásmundssyni stóðu miklar ættir og merkar. Hann var alinn upp á stóru menningarheimili hjá ástríkum foreldrum í hópi margra og góðra systkina. Þessar aðstæður ásamt meðfæddum hæfileikum gerðu Guðmund sem fyrr er sagt að óvenjulega glæsilegum manni. Hann var allra manna háttprúðastur, talaði og ritaði fallegt mál, hafði lifandi áhuga á listum og vísindum, dáði ís- lenzka náttúru, sýndi mönnum og málleysingjum góðvild og mildi og vildi í hverju máli láta gott af sér leiða. Ég minnist þess ekki, að hann legði illt til neins, heldur lagði hann sig fram til að bera sáttarorð milli manna. Þau Guðmundur og Hrefna áttu fallegt heimili og minnist ég ótal fagnaðarstunda þar. Eínnig man ég marga gleðidaga með Guðmundi á ferðalögum innan lands og utan. Með hon- um var ætíð gott að vera. Það er ósk mín, að þeir, sem báru gæfu til að kynnast Guð- mundi Ásmundssyni, muni og varðveiti allt það góða, sem hann gaf þeim, sjálfum sér og öðrum til þroska og eftir- breytni. Það er þungt að sjá honum á bak. Mestur harmur er kveðinn eiginkonu hans, börnum, for- eldrum hans og systkinum og öðru skylduliði. Samúðarkveðj- ur eru þeim öllum sendar. Megi sá, sem öllu ræður, allt gefur og allt tekur, veita þeim styrk í þungri sorg. En dýrmæt- ust er okkur öllum minningin um góðan dreng. Vilhjálmur Árnason. A VfÐAVANGI Framhald af 2. síðu áður en Iangt um líður svo þögnin rofni. Kunna ekki að skammast sín í leiðara Mbl. á fimmtudag segir: ,,Það má með sanni segja, að Framsóknarforingjarnir sýna mikla virðingu eða hitt þó heldur við málstað kúgaðs fólks, sem býr í þessum tveim ur auðsveipustu leppríkjum kommúnista". — Tilefnið er heimsókn Eysteins Jónssonar til Búlgaríu. í öðrum leiðara sama dag segir þetta: ,,Það þarf nýjan anda og ferskar hugmyndir í stjóm málabaráttuna hér á landi“. Þannig er Mbi. alls staðar til fyrirmyndar í fararbroddi sið- væðingarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.