Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 NAPLEIS Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Sigurður Á. Friðþjófsson: SJÖ FRÉTTIR. Smásögur. Kápa: Kristján Kristjánsson. Ilönnun: Þórieifur V. Friðriksson. Svart á hvítu 1983. Sjö fréttir Sigurðar Á. Frið- þjófssonar eru ekki sjöfréttir, heldur sjö smásögur. Eftir þessum sögum að dæma er Sigurður mjög ómótaður höfundur, á margt ólært. Máltilfinning er fremur slöpp og ýmisskonar ónákvæmni háir honum. Auk þess er hann langt frá að vera frumlegur, rær á kunn mið. Engu að síður bendir margt hjá Sigurði til þess að hann eigi sér metnað sem rithöfundur og er vonandi að hann taki sig á í fram- tíðinni. Áður hefur hann gefið út Ijóðabók og tvær skáldsögur. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa smásögum Sigurðar Á. Friðþjófssonar. Það er kannski best að lýsa þeim ekki. Grundvall- artónn smásagnanna er dapurleg heimsmynd. Umhverfi mannsins er fráhrindandi, óhrjálegt. Það er eins og höfundurinn hafi ofnæmi fyrir öllu því sem gefur honum til- efni til að setjast niður og tjá sig. ísland er sannkallað nápleis eins og í samnefndri smásögu. Margir höfundar á undan Sig- urði A. Friðþjófssyni hafa lýst álíka hugrenningum, en mun bet- ur en hann: Steinar Sigurjónsson, Guðbergur Bergsson. Guðbergur kemur oft upp í hug- ann, jafnvel þegar vitnað er til Aksels Sandemose; „ ... þetta er steinrunnið mannlíf!" Einnig er Svava Jakobsdóttir innan seil- ingar. Sigurður Á. Friðþjófsson lýsir algengum hlutum með því að blanda saman raunsæi og fárán- leik. Mannæturnar eru dæmi um smásögu af þessu tagi. Uppistaðan er hversdagsleg frásögn, en inn í hana ryðst skyndilega táknmynd í gervi svíns. Hér er til dæmis lýs- ing á marglofuðu mannkyni: „Það var einsog ég reikaði um í draumi, eða á öðru tilverustigi. Ég var ekki hræddur, að minnsta kosti ekki til að byrja með, frekar hissa. Gestirnir tóku á sig annar- legt útlit. Urðu einsog svín. Urðu svín. Og svínin steiktu svínið yfir opnum eldi. Átu svínið. Slöfruðu það í sig einsog svín.“ Athyglisverðasta sagan er Var- úlfur. Sagan af Úlfi Bersasyni á Vörtu. Hugarflug höfundarins leikur lausum hala í þessari smá- sögu, hann skopast að ýmsum þjóðlegum gildum og gerir það snoturlega. Það eru í sögunni fundir áþreifanlegra staðreynda og þjóðtrúar, einhvers konar geimferðasaga undir áhrifum Jóns Árnasonar verður niðurstaðan. Það er sosum ekkert nýtt, en þess virði að gera tilraun. í smásögunni Sjálfsmynd er minnst á gríska heimspeki, snig- illinn sigri antílópuna í kapp- hlaupi. Þarna er efni fyrir ungan höfund sem vill eitthvað segja og leggur áherslu á að vanda sig. Þvi miður gerist þetta ekki í Sjö frétt- um Sigurðar Á. Friðþjófssonar. En bókin er tilraun. Það ber ekki að vanmeta. Undir lestri sagnanna hugsar maður oft sem svo: Hvað tekur næst við hjá höf- undinum? Mun honum takast að orða það sem knýr hann til sagna- gerðar með þeim hætti að fólk verði áfjátt í að lesa? Satt og ýkt Bókmenntír Erlendur Jónsson Steinunn Sigurðardóttir: Skáldsög- ur. 147 bls. Iðunn, Reykjavík 1983. Steinunn er alltaf létt og indæl. Hún er líka húmoristi. Myndir hennar af lífinu eru eins og séðar í spéspegli. Kannski mætti líkja sögum hennar við skopmyndir. Drættirnir eru ýktir. Samt á að vera hægt að greina á augabragði svip og látbragð. Þannig eru þess- ar »skáldsögur« Steinunnar, stíl- færðar en sannar þegar öllu er á botninn hvolft. íslensk gamansemi ber oftast með sér einhvers konar illkvittni. Ekki hjá Steinunni. Sögur hennar eiga meira skylt við ærsl og gáska. Og einhvers staðar að baki leynist alvara. í allri gleðinni blikar á eitt lítið tár ef grannt er skoðað. Steinunn fer ekki heldur troðn- ar slóðir í sagnagerð. Hún er eng- um lík. En misjafnlega tekst henni upp. Til dæmis þykir mér ekki mikið koma til fyrstu sögunn- ar í þessari bók. Hún heitir Hvítar rósir og byrjar svona: »Það varð að fresta brúðkaupinu vegna veðurs.* Gott, hugsar maður, hér fer eitthvað af stað. En fyrsta setn- ingin rís hæst. Best er þáttaröð undir heitinu Fjölskyldusögur (meirihluti bókar- innar). Innan um aðrar mann- gerðir fer þar mikið fyrir bekkj- arsystkinum úr menntaskóla sem heita Arnviður Sen og Geirþrúður Þrastardóttir. Um síðir söðlar Geirþrúður um og tekur saman við Eggert Marvinsson. Þau fara að búa. Og »Geirþrúður Þrastardótt- ir væntir sín.« Það er heilmikið mál. Hún hagar sér að ýmsu leyti undarlega líkt og óléttar konur eiga að gera. Og hún minnir Gerta, eins og hún kallar hann, á öll þau ósköp sem þarf að kaupa vegna barnsins sem fer að koma í Steinunn Siguröardóttir heiminn. Eggert, sem vinnur bara fyrir kaupinu sínu og hugsar eins og gætnum húsbónda ber, verður að sínu leytinu miður sín vegna allra þeirra óskapa útgjalda sem í vændum eru. Áhyggjur þessa fólks eru grín, en líka dálítið meira. Steinunn sparar ekki manna- nöfn í sögunum. Nafnafjöldi getur að vísu orðið til að maður sjái ekki skóginn fyrir trjám. En hjá Stein- unni gegna nöfn alveg sérstöku hlutverki. Þau eru partur af húm- ornum. Þetta fólk hennar er allt svo grátbroslegt, líka nöfnin. En svo getur hlaupið galsi í Steinunni eins og í síðustu sög- unni, Skrifað í stjörnur, sem byrjar að segja frá reykvískum mæðgin- um, og það er gott. Lakara þegar útlendingur kemur í spilið. Þá fer Steinunn að sprella með bjagaða ensku. Og það fer henni ekki eins vel og þegar hún reytir af sér sína íslensku brandara. Þó varla verði sagt að Steinunn takist á við stóra hluti í þessum »skáldsögum« sínum er þetta hugtæk lesning, geðbót og sálu- hjálp í draugalegu skammdegi. Pia Rakel Sverrisdóttir og Ragnhildur Hrafnkelsdóttir. Gler og textíl Myndlist Bragi Ásgeirsson Tvær kornungar listakonur sýna sem stendur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg glerverk og textíla, — lýkur sýningunni nú um helgina. Þetta eru þær stöllur Pia Rakel Sverrisdóttir og Ragnheiður Hrafnkelsdóttir en báðar iuku þær námi við „Skolen for Brugs- kunst" í Khöfn vorið 1982. Síðan hafa þær haldið áfram námi við æðri skólastofnanir, Pia Rakel í fagurlistaskólanum í Khöfn en Ragnheiður við Gerrit Rietvelt fagurlistaskólann í Amsterdam. Pia Rakel sýnir verk unnin úr rúðugleri, ýmist brædd í form eða slípuð og sandblásin, allt eft- ir því hvaða áhrifum hún vill ná fram hverju sinni. Verk hennar eru yfirleitt byggð upp á geo- metrískum grunni en áhrifin eru mýkri en ef hér væri einungis málað beint á léreft. Pia Rakel leitast við að ná fram sérstökum áhrifum glersins, léttum, gagn- sæjum og loftkenndum, og ferst það ósjaldan vel úr hendi — einkum í hinum stærri formum. Ragnheiður sýnir sérstæð textílverk sem byggjast á sam- spili ólíkra efna og efnisþráða — jafnframt sýnir hún með lit- skyggnum á tjaldi hvernig text- ílarnir klæða kvenfólk. Sú viðbót er mjög mikilsverð því að ekki eru myndirnar einasta ágætlega teknar heldur gefur það skoð- andanum innsýn í tilganginn að baki formum textílverkanna. Myndveröld Ragnheiðar virk- ar mjög frumstæð og minnir enda á listsköpun svo sem hún gerist hjá frumstæðum þjóð- flokkum. Hún kemur á óvart með þessum verkum sínum sem byggjast ekki endilega á fagur- fræðilegri lausn heldur öðru fremur á eigindum efnisins sem Það er í hæsta máta sérstæð sýning er um þessar mundir gistir Listaskála Alþýðu við Grensásveg og lýkur um helgina. Hér er um að ræða sýningu Kóreumannsins Jiho Do en sá hefur undanfarin ár numið myndlist við Listaháskólann í Stuttgart. Listamaðurinn fer á all- óvenjulegan hátt að miðli sínum því að í stað þess að mála á lér- eftið ristir hann upp hinn hvíta grunn og býr til alls konar form eftir því sem hugarflugið býður hverju sinni. Þetta gerir hann á mjög hreinan og tæran hátt þannig að myndirnar virka sannfærandi og forvitnilegar. Máski minna sumar myndir hans á ítalska snillinginn Lucio Fontana og rýmismótunarverk hans „concetto spaziale" en í heild virkar sýningin þó í besta máta persónuleg. Auðsæ er mikil einlægni ger- hún hefur að staðaldri á milli handa. Þessi sýning hinna fram- sæknu listspíra er með vandaðri gjörningum í Nýlistasafninu í langan tíma og hefði átt skilið að kórónast með góðri sýn- ingarskrá. andans í gerð mynda sinna og hann útilokar allar tilviljanir með markvissum og vel hugsuð- um vinnubrögðum. Satt að segja kom þessi sýning mér mjög á óvart því að hún er fyrir margt mjög óvenjuleg hér á norðurslóðum og ég er ekki frá því að margir hefðu gott af því að skoða myndveraldir Jiho Do. Sýningin er sett upp á mjög óheppilegum tíma en menn ættu þó ekki að láta það aftra sér frá því að skoða hana og gera það vel og gaumgæfilega. Menning Kóreu er meira en fimm þúsund ára gömul og fyrir marga hluti mjög merkileg svo sem menning austurlandaþjóða yfirleitt. — Eg kenni það á hinu fínlega yfirbragði sýningarinnar að Jiho Do sækir myndefni sitt og hinn óvenjulega fínleika til heimaslóða, — gerir það á þann sérstaka hátt að honum er til mikils sóma. Sýning Jiho Do Sýning Poul Eje Undanfarið hefur danskur myndlistarmaður, Poul Eje að nafni verið með sýningu í and- dyri Norræna hússins. A sýning- unni kennir margra grasa því listamaðurinn hefur víða komið við á vettvangi myndlista, myndskreytt bækur, skirfað bók um handmenntakennslu í skól- um, málað, teiknað og unnið að útlitsgerð bóka. Þá hefur Poul Eje myndskreytt ýmsar opinber- ar byggingar með málverkum og veggmósaik ásamt því að myndir eftir hann eru víða á dönskum listasöfnum. Flestar myndirnar á sýning- unni í Norræna húsinu eru unn- ar í vatnslit en einnig eru þar allnokkrar teikningar sem út- færðar eru í ýmissi tækni. Þetta eru yfirieitt litlar og snotrar myndir og auðsæ er ágæt tilfinning listamannsins fyrir litrænum blæbrigðum í lofti og gróanda jarðar. Hér er það fimlegur leikurinn með pensilinn sem mest er áberandi og kemur mjög vel fram ágæt skólun listamannsins en hann nam við fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1951—57. Þrátt fyrir að Poul Eje nái furðuvel að lýsa íslenzkri náttúru ásamt veðrabrigðum hennar eru það tvær myndir sem skera sig úr á sýningunni fyrir heilsteypta myndgerð og sann- færingarkraft. Þessar myndir eru báðar frá heimalandi lista- mannsins og nefnast „Jósku heiðarnar" (1) og „Landslag um haust" (2). Teikningarnar á sýningunni eru tæknilega vel gerðar en í þeim eru hvorki miklar svipt- ingar né átök. Öll ber sýningin menntuðum og fáguðum listamanni vitni en ég er á því að hann hafi gert mun betri hluti um dagana, því að sýningin öll virkar frekar sem léttur leikur en alvarleg mynd- ræn átök. Það er þó prýði að henni þarna í anddyrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.