Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Athugasemd yið Reykjavíkurbréf — eftir Björn Guómundsson Höfundur Reykjavíkurbréfs, sem birtist í Morgunblaðinu 4. des., ræðir ýmislegt varðandi menntamál hérlendis og erlendis, einkum þó í Bandaríkjunum. Til- efni þessara skrifa virðist hafa verið ráðstefna Bandalags há- skólamanna um framhaldsskóla- menntun. í lok bréfsins segir höf- undur þess, að hugleiðingar ættu ekki að saka og að hann hafi ekki reynt að efna til illdeilna heldur skoðanaskipta. Ekki er það mitt markmið heldur að stofna til ill- deilna og ekki ætla ég að ræða bréfið í heild, en þar er að finna staðhæfingar eða getgátur, sem byggðar eru á svo augljósri fá- fræði, að ég tel mig knúinn til að gera athugasemdir við þær. Bréfritari segir: „Nágranna- þjóðir okkar hafa haft áhyggjur af skólakerfi sínu, ekki sízt Banda- ríkjamenn. Þeir telja, að betri árangri sé unnt að ná en verið hef- ur og fullyrða, að þess séu nú merki, að undan hafi verið látið síga. Margt er gott í bandarísku skólakerfi, en annað íhugunarefni segja víðfrægir skólamenn þar í landi. Raunvísindakennsla í Bandaríkjunum t.a.m. er ekki með þeim hætti að strangir skólamenn telji ástæðu til að lofsyngja hana sérstaklega, enda mun það vera svo í flestum háskólum Bandaríkjanna, að fyrstu 3—4 árin fara í almennt þekkingarnám, sem lýkur með BA- prófi. Má ætla að mikið af þeirri kennslu sé með svipuðum hætti og námið í síðustu bekkjum mennta- skólanna hér, enda eru bandarískir stúdentar að jafnaði ári yngri en okkar stúdentar og þurfa því e.t.v. á betri undirstöðu að halda, meiri almennri kennslu í háskólanum þegar þangað kemur. En það er varhugavert að setja alla nemend- ur undir sama hatt. Það virðist a.m.k. í fljótu bragði fáránlegt, að nemendur í raunvísindum þurfi að taka kínverska listasögu, ensku eða almenna mannkynssögu fyrstu árin í háskóla, svo að dæmi séu tekin." (Leturbreyting mín.) Islendingum hættir oft til að gleyma því, að í Bandaríkjunum eru hátt á annað þúsund háskólar, stórir og smáir. Þeir eru líka mjög mismunandi að gæðum. Fáránlegt er að setja þá alla undir sama hatt varðandi raunvísindakennslu. í sumum skólum er hún frábær, annars staðar lakari. Það er rangt hjá bréfritara, að í flestum há- skólum Bandaríkjanna fari 3—4 fyrstu árin í „almennt þekk- ingarnám", sem sé svipað og nám- ið i síðustu bekkjum menntaskól- anna hér. Þessar fullyrðingar bréfritara hljóta að byggjast á fá- fræði hans um bandariska há- skóla. (Ég tel ekki ástæðu til að ætla að bréfritari fari vísvitandi með rangt mál.) I mörgum banda- rískum háskólum ganga nemend- ur nánast beint inn í sérnám, sem leiðir til BS-prófs á 3 árum svipað og við Háskóla íslands. En í Bandaríkjunum eru líka svonefnd- ir „liberal arts“-háskólar, þ.á m. sumir af fremstu háskólum lands- ins. Meðal þessara skóla eru t.d. flestir „Ivy League“-skólanna (Princeton, Harvard, Yale, Dart- mouth, Brown, Columbia, Cornell og University of Pennsylvania). Ég veit talsvert um nám í þessum skólum og get borið það saman við islenzkt menntaskólanám af miklu meiri þekkingu en bréfrit- ari. Ég lauk nefnilega Bachel- ors-prófi í efnafræði frá Dart- mouth College vorið 1979, en var áður í íslenzkum menntaskóla. Ég kannast ekki við það, að háskóla- nám mitt hafi verið á svipuðu stigi og menntaskólanám hérlendis. Skyldi höfundur Reykjavíkurbréfs vita betur? Prófgráðan, sem ég lauk þarna, heitir BA (Bachelor of Arts) og margir íslendingar halda í fáfræði sinni að sé hálfgert gervi-BS-próf. Svo er þó auðvitað ekki heldur er þessi BA-gráða eig- inlega BS m.m., sem þýðir Bachel- or of Science með meiru. Þetta nám mitt tók nefnilega 4 ár. Þar af fóru tæp 3 ár í nám í efna-, eðlis- og stærðfræði ásamt val- greinum í raungreinum t.d. stjörnufræði. Hins vegar fór rúm- lega 1 ár í aukagreinar í félagsvís- indum og húmanískum fræðum ásamt ensku. Þetta BA-próf í efn- afræði jafngildir því nokkurn veg- inn 90 eininga (3 ára) BS-prófi í efnafræði við Hl, en aukagrein- arnar voru að mestu leyti viðbót. Að auki var mögulegt að ljúka svonefndu „honors“-prófi með því að bæta við verkefnum (sbr. 120 eininga BS-próf við HÍ). Ég hafði valfrelsi varðandi námsáfanga í aukagreinum, en þurfti að taka jafnmikið í húmaniskum fræðum og félagsvísindum. Meðal þeirra áfanga sem ég tók voru tveir í heimspeki, þ.á m. áfangi, sem fjallaði um heimspeki (raun)vís- indanna (philosophy of science). Einnig las ég um trúarbrögð og vísindi (religion and science). Ég tel þessa áfanga hafa verið ómet- anlega fyrir mig sem raunvísinda- mann. Ég þurfti að rýna vandlega í það hvað raunvísindin eru í raun og veru, hvaða takmarkanir þau hafa, hver staða þeirra er í þjóð- félaginu, hvernig vísindamenn vinna o.s.frv. Það var mjög gagn- legt að skoða og bera saman þekk- ingarleit og heimsmynd krist- innar trúar annars vegar og raunvísinda hins vegar. Árangur- inn varð skarpari skilningur á eðli vísindanna. Því miður eiga alls ekki allir nemendur í raunvísind- um kost á að efla á þennan hátt skilning sinn á stöðu vísindalegrar þekkingar. Raunar eru sumir raunvísindamenn slík „fagidjót", að þeir hugleiða þessi mál aldrei. Þarna komum við að markmiði „liberal arts“-háskólanna, en það er að mennta ungt fólk í raunveru- legum skilningi þess orðs. E.t.v. er bezt að lýsa þessu markmiði þann- ig að forðazt sé að „framleiða" þröngsýna sérfræðinga, sem tæp- ast eru viðræðuhæfir nema á sínu sérsviði og varla það. Námið þarna miðar að því að gera menn fjölfróða og víðsýna, en þó einnig vel að sér á tilteknu sérsviði. I flóknum heimi er þörf á slíku fólki. Bréfritari segir bandaríska stúdenta að jafnaði ári yngri en okkar stúdenta og því þurfi þeir bandarísku e.t.v. á „meiri al- mennri kennslu“ að halda þegar þeir koma í háskóla. Reyndar er það nú svo að þeir bandarísku eru yfirleitt tveimur árum yngri þegar þeir hefja háskólanám. En það er ekki þar með sagt að þeir séu yfir- leitt verr undir sérhæft háskóla- nám búnir en íslenzkir stúdentar. Staðreyndin er sú, að þeir banda- rísku eru mjög misvel undir slíkt nám búnir enda er landið stórt og skólarnir, sem þeir koma úr („high school") misjafnir. Samræming er auðvitað minni í svo stóru landi en hérlendis. Ég get þó fullyrt, að flestir hinna bandarísku samstúd- enta minna í efnafræðinni í Dart- mouth voru mun betur undir raungreinanám búnir en ég og hafði ég þó útskrifazt af eðlis- fræðikjörsviði menntaskóla. Auð- vitað voru svo aðrir nemendur í skólanum með mjög veikan bak- grunn í raungreinum, en það eru íslenzkir stúdentar úr máladeild líka. Við megum heldur ekki gieyma því hve miklum tíma ís- lenzk ungmenni eyða í tungumála- nám áður en þau setjast í háskóla. Nemandi í íslenzkum menntaskóla eyðir sem svarar heilum vetri í erlend tungumál ef hann er t.d. á eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut. Hinn bandaríski lærir hins vegar aðeins lítið eitt í einu erlendu máli (oftast spænsku eða frönsku). Þar að auki er skólaárið lengra í Bandaríkjunum en hér. Þetta sýn- ir auðvitað, að umræddur tveggja ára aldursmunur er ekki eins af- drifaríkur og margir Islendingar halda. Hinu er ekki að leyna, að andlegur þroski bandarískra stúd- enta er að sumu leyti minni en íslenzkra og skyldi engan undra. Þeir þroskast þó fljótt í kröfu- hörðum háskólum enda markvisst unnið að því að mennta þá. Höfundur Reykjavíkurbréfs tel- ur það fáránlegt, að bandarískir nemendur læri ensku í upphafi háskólanáms. Ég tel það hins veg- ar til góðs miðað við allar aðstæð- ur. Ég sat sjálfur með innfæddum í enskuáfanga þar sem viðfangs- efnið var lestur á verkum Shake- speares og Paradísarmissi eftir Milton. I tengslum við þetta voru skrifaðar ritgerðir í hverri viku og mönnum ekki sleppt fyrr en þeir höfðu sýnt, að þeir gátu komið hugsunum sínum á framfæri á sómasamlegri ensku. Hérlendis þurfa hins vegar ekki einu sinni háskólakennararnir sjálfir að vera færir um að tala eða rita sæmilega íslenzku enda sagði há- skólarektor nýlega, að hann ætti þá ósk heitasta til handa HÍ, að starfsfólk og nemendur þar hefðu gott vald á íslenzkri tungu. Skömmu áður hafði verið til um- fjöllunar i þættinum Daglegt mál í útvarpinu markmiðslýsing fyrir námsáfanga í HÍ, sem var á svo hörmuiegri íslenzku, að menn fengu ekki orða bundizt. Auðvitað væri það æskilegast bæði hér og vestan hafs að menn hefðu ágæt tök á móðurmáli sínu er þeir setj- ast í háskóla, þ.e. bezt væri að leysa vandamálið á neðri skóla- stigunum. Slíkt er þó sennilega flóknara mál í risaveldinu en í okkar litla landi. Ég held líka að málið sé ekki svo einfalt að ís- Ienzkukennarar framhaldsskói- anna hafi brugðizt. Málið er flókn- ara. Hnignandi móðurmálskunn- átta á sér aðrar orsakir. f vaxandi mæli lesa íslenzk börn illa þýddar (og frá upphafi ómerkilegar) myndasögur þar sem varla er að finna óbrenglaða málsgrein. Áður áttu íslenzk börn ekki einu sinni kost á svo slæmu lesefni. Þá lásu þau vandaðri bækur. Ég held, að framhaldsskólakennarar í dag fái til sín tiltölulega fleiri unglinga sem eru illa að sér í móðurmálinu en fyrir 18—20 árum. Erfiðara reynist því að ná jafngóðum árangri og áður og þá er alltaf hætta á að kröfurnar minnki. Mér dettur þó ekki í hug að halda því fram, að svo hafi orðið því að ég veit það ekki. Hitt er víst, að sum- um þeirra, sem í dag eru við nám og kennslu í HÍ, veitti ekki af dá- lítilli íslenzkukennslu. Ég tel að enskukennsla í bandarískum há- skólum sé þar til eftirbreytni en ekki fáránleg eins og bréfritari orðar það. Víkjum nú aftur að raunvís- indanámi í Bandaríkjunum. Höf- undur Reykjavíkurbréfs segir Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af skólakerfi sínu. Þetta er laukrétt og sýnir að þeir eru kröfuharðir og fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Áhyggjurnar stafa einkum af þrennu. 1. Fjársvelti ríkisrekinna skóla. 2. Hnignandi móðurmáls- kunnáttu. 3. Dvínandi áhugi á stærðfræði- og raunvísindanámi. Björn Guðmundsson Um þetta má lesa í leiðurum tíma- rita eins og t.d. „Journal of Chem- ical Education". Lítum aðeins nánar á þessa þætti. Það er staðreynd að fjárframlög til ríkisrekinna bandarískra skóla hafa rýrnað á undanförnum árum enda er nánast kreppa í landinu miðað við það sem var fyrir 20 árum. Þetta bitnar þó lítt eða ekki á einkaskólum eins og t.d. sumum þeirra, sem fyrr voru nefndir. Þeir fá fjárframlög aðallega frá einka- fyrirtækjum og þeim einstakling- um, sem frá þessum skólum hafa útskrifazt. Sumir þessara skóla eru svo vel á sig komnir að þeir hafa ráð á að eyða 10 sinnum meira fé í nám hvers nemanda en gert er í Háskóla íslands. Um skólavist þarna sækja allt að 10 sinnum fleiri en fá inngöngu og skólarnir velja að sjálfsögðu þá hæfustu. (Til þess eru m.a. notað- ar niðurstöður svonefndra SAT- prófa (Scholastic Aptitude Test), sem eru samræmd próf, sem bandarískir nemendur taka að loknu stúdentsprófi, þ.e. eftir lok- apróf í „high school".) Þessir skól- ar hafa ekki slakað á kröfum sín- um. Þeir þurfa þess ekki. Hnignandi móðurmálskunnátta bandarískra ungmenna er veru- legt áhyggjuefni þar í landi. Hún stafar m.a. af auknu sjónvarps- glápi og minni bóklestri. Eins og ég benti á áðan stefnum við ís- lendingar í sömu átt. I hvorugu landinu liggur sökin hjá móður- málskennurunum nema e.t.v. að mjög litlu leyti. Minnkandi áhugi á stærðfræði- og raunvísindanámi á neðri skóla- stigum í Bandaríkjunum er tölu- leg staðreynd (Journal of Chemic- al Education, ágúst 1982). Þetta kemur fram í því, að færri velja þessar greinar sem aðalgreinar t.d. í „high school" og meðalárang- ur er einnig lakari en áður var. Þetta er auðvitað bagalegt varð- andi raungreinanám í háskólun- um og stuðlar þar að auki að fækkun nemenda í raungreina- deildum háskólanna. En hvers vegna er áhuginn á umræddum greinum minni? Bandaríkjamenn telja vaxandi skort á hæfum stærðfræði- og raungreinakennurum á neðri skólastigum afdrifaríkan hér. Þessi kennaraskortur stafar m.a. af versnandi launakjörum kenn- ara þar í landi. Það er athyglisvert í þessu sambandi að Islendingar telja sig ekki heldur hafa efni á að greiða kennurum mannsæmandi laun (miðað við þá löngu og dýru skólagöngu, sem þeir hafa oft að baki að ekki sé talað um það álag, sem kennarastarfi fylgir). I Bandaríkjunum leita því menn með háskólapróf í raungreinum í vaxandi mæli til starfa í iðnaði þar sem miklu hærri laun eru í boði. Fleira veldur þá dvínandi raungreinaáhuga. Bandaríkja- menn eru mjög hagsýnir á sumum sviðum (og hugsa mikið um pen- inga) og langt og erfitt raunvís- indanám þykir nú einfaldlega ekki eins góður kostur og nám í við- skipta-, hag- eða tölvufræði (þar sem námskröfur eru reyndar víða einnig mjög miklar). Meiri líkur virðast á, að maður með síðar- nefndu menntunina fái „ameríska drauminn" uppfylltan. Þetta getur svo haft í för með sér enn frekari kennaraskort í raungreinum í framtíðinni nema gripið verði í taumana. Margt fleira má auðvitað segja um bandarískt sólakerfi og vanda- mál þess, en ég hef leitazt við að drepa aðeins á atriði, sem tengjast umræðunni í títtnefndu Reykja- víkurbréfi. Þar er sumt á mis- skilningi og fráfræði byggt og vona ég að það leiðréttist hér með. Því má reyndar skjóta hér að, að hugmyndir margra íslendinga um bandarískt skólakerfi eru vægast sagt furðulegar. Menn þykjast þekkja það út í yztu æsar þótt þeir hafi hvorki komizt nálægt því né kynnt sér það. Mjög er t.d. algengt að hugtökin „high school" og „col- lege“ séu ranglega þýdd hérlendis. Eðlilegast er að nota framhalds- skóli (mennta- eða fjölbrauta- skóli) fyrir hið fyrrnefnda en „col- lege“ þýðir hins vegar háskóli. Víkjum loks að öðru athyglis- verðu í umræddu Reykjavíkur- bréfi. Bréfritari ræðir nám i Menntaskólanum í Reykjavík og telur það til fyrirmyndar m.a. í raungreinum. Jafnframt virðist mér gefið í skyn, að aðrir fram- haldsskólar á Islandi standi MR nokkuð að baki. Ekki kemur mér til hugar að kasta nokkurri rýrð á MR, en mér leikur nokkur forvitni á að vita á hvaða upplýsingum þessar staðhæfingar bréfritara eru byggðar. Að lokum þetta. Ég nefndi í upphafi, að höfundur Reykjavík- urhréfs telur að „hugleiðingar ættu ekki að skaða". Því er til að svara, að órökstuddar hugleið- ingar, sem stundum koma fram sem fullyrðingar, geta vissulega valdið sárindum og skaða. Það þýðir ekki að fela sig á bak við orðalag eins og „enda mun það vera svo“ og annað álíka til að firra sig ábyrgð á því, sem maður lætur frá sér fara á prenti. Mál- flutningur, sem á slíku er byggður, er bezt geymdur í kolli höfundar- ins sjálfs og síðan gleymdur. Með þökk fyrir birtinguna. Björn Cuðmundsson kennir efna- fræði rið Fjölhrautaskólann í Breiðholti. Fríkirkjan í Reykjavfk: Síðasta barna- messan fyrir jól ÞAÐ VERÐUR gaman í barna- guðsþjónustunni í Fríkirkjunni á morgun, sunnudaginn 18. desem- ber, kl. 11.00. I tilefni af því, að þetta verður síðasta samveru- stundin fyrir jól, vöndum við sértaklega til hennar. Auk fastra liða eins og sunnudagspóstsins, hreyfisöngvanna og framhaldssög- unnar, kemur nú fram barnakór undir stjórn Víolettu Smídóvu, eig- inkonu organistans okkar. Og síð- ast, en ekki síst, ætla konur í Kvenfélagi Fríkirkjunnar að færa börnunum óvæntan glaðning, áður en bau halda heim á leið. Ég veit, að margir foreldrar leggja leið sína í Fríkirkjuna með börnin þennan sunnudags- morgun, og hver veit, nema afi og amma taki sig til og sæki barnabörnin til skemmtilegrar kirkjugöngu á fjórða sunnudeg- inum í jólaföstu. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.