Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 þennan aldursflokk eiga að inni- halda meiri fróðleik, og bókin inniheldur ekki samhengislausar myndir eins og fyrir þau yngstu heldur er hér um sögur og ævin- týri að ræða og fjölfræðibækur. Þegar börn eru orðin 6 ára og eldri, þá er sjóndeildarhringur- inn orðinn stærri og börnin eru orðin meiri þátttakendur í lífinu. Þau eru að byrja í skóla og um- gangast stærri hóp barna og endurspeglast þetta í leikföng- um barnanna. Á þessum aldri hafa börnin líka meira vald á hreyfingum sínum og þau eru orðin skynugri, leikföngin eru því orðin fíngerðari og flóknari. Leikföng til ímyndunar- og hlut- verkaleikja skipa ennþá veiga- mikið hlutverk hjá þessum ald- ursflokki eins og leikföng til mömmuleikja. Þá eru farartæki af mörgum gerðum og stærðum vinsæl svo og umferðarmerki. Menn og dýr úr tré eða plasti. Handbrúður og einfaldar strengjabrúður. Leikföng til að raða og aðgreina eins og athygl- isspil, púsluspii, myndþrautir, klukka, hnattlíkan, segulstál, vog, málband og tafl eru góð leikföng, því á þessum aldri er nauðsynlegt að börnin geti notað leikföngin á margvíslegan hátt með ólík markmið í huga. Því fleiri þátta í persónuleika barns- ins sem leikfangið höfðar til því betra. Leikföng til hreyfileikja eru orðin mun grófari á þessum Stór leikföng fyrir lítil börn og lítil leikföng fyrir stór börn Leikföng eru mikilvæg uppeld- istæki og í umgengni við leikföng- in fær barnið ómissandi undirbún- ing undir ókominn tíma og kröfur er mæta því er leiknum sleppir. Þegar valin eru leikföng er því margs að gæta. Barnavinafélagið Sumargjöf rekur leikfangaverslun- ina Völuskrín í Reykjavík, og renn- ur ágóði verslunarinnar til upp- byggingar barnaheimila í borginni. Þar er hægt að kaupa leikföng, sem hafa verið sérstaklega valin með tilliti til þroska barnsins og eiga að stuðla að eðlilegum fram- förum. Völuskrín hefur einnig haldið leikfangasýningar fyrir dag- mömmur, sem starfa í Reykjavík og nálægum bæjarfélögum. Kennslugagnasýningar hafa verið haldnar í versluninni fyrir kennara víða af landinu. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur á vegum Völu- skríns til leiðbeiningar um val á leikföngum og ætlum við að glugga örlítið í hann hér auk þess sem við ræddura við Margréti Pálsdóttur fóstru, sem er framkvæmdastjóri verslunarinnar. Fyrir börn á fyrsta ári er leikföngunum skipt niður í fjóra flokka, þ.e. leikföng til að horfa á, eins og hringlur mismunandi að lit og lögun, óróar, mislit bönd og myndir af hlutum úr umhverfi barnsins. Á þessum fyrstu mánuðum eru börnin að læra að samhæfa augu og hend- ur og þarna fá þau eitthvað til að horfa á og teygja sig eftir. Þegar valin eru leikföng til að hlusta á eins og bjöllur, spiladósir, velti- leikföng, pottar og sleifar er nauðsynlegt að þessi leikföng hafi notaleg hljóð en séu ekki of hávær, að sögn Margrétar Páls- dóttur. Leikföng til að bragða á og finna lykt af, eins og nag- hringir og ýmis leikföng úr gúmmí, tré og plasti eru mikil- væg , því munnurinn er það skynfæri, sem fyrst þróast. Á þessum aldri eru börn líka að taka tennur og klæjar þá í góm- inn. Þá eru leikföng til athafna og hreyfileikja, eins og tusku- brúður og -dýr, kubbar, keilur, bílar og bátar, gönguhjól og leikföng í bað, t.d. plastdýr og bátar. Það sem er sammerkt með leikföngum yngstu barnanna er að það verður að vera auðvelt að halda þeim hreinum og þau verða að þola harkalega með- ferð. Nauðsynlegt er að hafa í huga að leikföng þurfa að vera stór fyrir lítil börn en lítil fyrir stór börn. Heppileg leikföng fyrir börn á öðru og þriðja ári eru til dæmis leikföng til hermileikja, eins og brúður, bangsar, mjúk dýr, veski, símar og einföld búsáhöld að sögn Margrétar. Á þessum aldri byrja börnin að fara í svo- kallaðan mömmuleik, bæði strákar og stelpur og það er mikilvægt að átta sig á því, að leikföng geta haft áhrif á við- horf barns til jafnréttis kynj- anna. Þá eru leikföng til að raða og aðgreina mikilvæg til að þroska athyglisgáfuna, og má þar nefna leikföng eins og ífellu- spil, röðunarsett og tréperlur til að þræða upp á band, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá eru það leik- föng til hreyfileikja eins og stór- ir boltar, leikföng til að draga á eftir sér eða ýta á undan sér. Þá má nefna leikföng til sandleikja, eins og fötur, skóflur og sigti. Og leikföng úr plasti til vatnsleikja í baði . Leikföng til skapandi leikja eins og stórir litir, blöð og leir. Leikföng til að mynda hljóð, svo sem spiladósir og ásláttar- hljóðfæri, og myndabækur. í þeim bókum eiga allar myndir að vera stórar, skýrar og einfald- ar og af mönnum, hlutum og dýrum, sem börnin þekkja. Fyrir börn á aldrinum 3—6 ára eru hermi- og ímyndunar- leikirnir áfram mikilvægir. Leikir, leikföng og spil geta haft áhrif á viðhorf barns til um- hyggju fyrir öðrum. Og má í þessu sambandi nefna mömmu- leikina, að sögn Margrétar. Til viðbótar við brúður, brúðuföt og bangsa má nefna ýmsa fylgihluti eins og brúðurúm, vöggu, vagn og sængurföt. Bollastell og búsá- höld. Sveitabæ, dýr úr plasti eða tré. Bíla, báta, flugvélar og járnbrautalestir. Þegar börn eru komin á þennan aldur, þá eru handahreyfingar þeirra orðnar mun fínlegri og þau taka ekki lengur utan um hlutina með allri hendinni heldur er komið sam- spil á milli þumalfingurs og vísi- fingurs. Til að þroska handa- hreyfingarnar eru leikföng til byggingaleikja góð. í þessu sam- bandi má nefna kubba af mörg- um stærðum og gerðum og leik- föng til að setja saman. Leikföng til að raða og aðgreina eru líka mikilvæg. Leikföng eins og púsluspil, samstæðuspil, þar sem börnin þurfa að flokka saman myndir og liti, einföld ten- ingaspil og myndþrautir. Þá eru það leikföng til hreyfileikja, eins og boltar, kaðalstigar og sippu- bönd. Eru þessi leikföng ætluð til að þjálfa grófari hreyfingar að sögn Margrétar. Leikföng til sköpunarleikja, eins og litir, pappír, skæri, lím og saumakort eru vinsæl. En það þarf ekki að kaupa þetta allt í búðum, því ýmiss konar pappír eða annað dót fellur til á heimilunum, sem börnin geta notað til föndurs, eins og Margrét benti okkur á. Leikföng til að mynda hljóð eru líka góð, eins og trommur, takt- pinnar, bjöllur og bjölluhringir, hristur og sílófónar. Bækur fyrir aldri, því börnin stækka ört og veitir ekki af hreyfingunni. Klif- urleikföng eins og rimlar og kaðlar eru vinsæl, svo og sippu- bönd, stultur og flugdrekar. Á þessum aldri eru leikföng til að mynda hljóð orðin eins og venju- leg hljóðfæri, hér er um að ræða trommur, þríhorn, sílófóna, og munnhörpur. Þá eru ýmis leik- föng til byggingarleikja, eins og mekkanó, verkfæri til smíða og samsetningarkubbar. Leikföng til skapandi starfs eru sem áður litir, pappír, leir, lím, skæri, vefstólar, strammi, garn og strigi, krítartöflur og krít. Hvað bækur varðar, þá eru bækur fyrir þennan aldur orðnar mun fróðlegri, svo sem fjölfræðibæk- ur um mannslíkamann, mismun- andi lifnaðarhætti, önnur lönd, dýr, plöntur og himintunglin svo og vísnabækur og þulur auk sögubóka og ævintýra. Sagði Margrét Pálsdóttir hjá Völuskríni að vert væri að benda á, að flest þeirra leikfanga, sem talin hafa verið upp sem heppi- leg fyrir ákveðna aldurshópa barna, hafi að sjálfsögðu gildi fyrir börn sem eru bæði yngri og eldri en þessi flokkun gefur til kynna. Hvað varðar leikföng fyrir þroskahefta, þá þurfa þau engin sérleikföng heldur leik- föng sem hæfa þroskastigi þeirra. Hið íslenzka fomritafélag: Fagurskinna og síðasta bindi íslendingasagna ÁRSFUNDUR Hins íslenzka fornritafélags var haldinn fyrir skömmu. Fundarstjóri var dr. Gylfi Þ. Gíslason og fundarritari Eiríkur Hreinn Finnbogason. í fréttatilkynningu frá félag- inu segir: „Á fundinum gerði forseti félagsins, dr. Jóhannes Nordal, grein fyrir starfsemi félagsins, en hún hefur farið vaxandi undanfarin ár. Á árinu 1982 kom út nýtt bindi af forn- ritunum, Danakonunga sögur, í útgáfu dr. Bjarna Guðnasonar, prófessors. Hafa Danakonunga sögur ekki áður verið gefnar út á Islandi, og hefur þessi útgáfa því vakið verulega athygli. Nú er mjög langt kominn undir- búningur næsta bindis, sem verður Fagurskinna í útgáfu dr. Bjarna Einarssonar, og er gert ráð fyrir, að hún komi út snemma á næsta ári. Einnig er langt á veg kominn undirbún- ingur síðasta bindis íslend- ingasagna, en í því verða m.a. Harðar saga og Hólmverja og Flóamanna saga. Fleiri bindi eru í undirbúningi, en meðal helztu verkefna félagsins á Biskupasagna, sem munu verða fjögur bindi. 011 bindi, sem út eru komin af fornritunum, átján að tölu, hafa verið ljósprentuð á síðustu árum, og leggur félagið áherzlu á, að þau séu ætíð fáanleg hjá bóksölum. Á fundinum kom fram al- mennur áhugi á því að efla út- gáfu félagsins og kynna hana sem bezt fyrir almenningi, enda bera rit félagsins af öðrum út- gáfum fornritanna, sem völ er á. í stjórn Hins íslenzka forn- ritafélags voru endurkjörnir dr. Jóhannes Nordal, forseti, Bald- vin Tryggvason, ritari, Óttarr Möller, gjaldkeri, og meðstjórn- endur dr. Jónas Kristjánsson og Andrés Björnsson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.