Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MICHAEL T. KAUFMAN Angólskir hermenn búnir sovéskum vopnum ganga um götur Luanda eftir að þjóöin varð sjálfstæð árið 1975. Sovésk áhrif í Afríku fara stöðugt minnkandi Á SÍÐUSTU tveimur áratugum hafa áhrif Sovétmanna stöðugt verið að vaxa í Afríku og má segja, að þau hafi náð hámarki þegar marxískar stjórnir komust til valda í Angola og Eþíópíu fyrir nokkrum árum. A þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa orðið alger umskipti í þessum efnum. Nú er svo komið fyrir Rússum, að áhrif þeirra eru jafnvel orðin minni en Suður-Afríkumanna, Frakka og Líbýumanna og þær Afríkuþjóðir, sem hafa reitt sig mest á stuðning Sovétmanna, virðast vera búnar að fá sig fullsaddar af kynnum sinum við þá. Embættismenn í Mozam- bique, sem er undir marx- ískri stjórn, komust að því fyrir skömmu sér til mikillar hrell- ingar, að starfsmenn Aeroflot, sovéska flugfélagsins, seldu Mozambique-búum flugfarseðla á uppsprengdu verði til að kom- ast yfir sem mest af erlendum gjaldeyri og svipuð er reynsla annarra Afríkuþjóða af sam- skiptunum við Sovétmenn. Emb- ættismenn í Guineu geta t.d. ekki varist hlátri þegar þeir minnast efnahagsaðstoðarinnar, sem Sovétmenn veittu þeim. Meðal annars áttu þeir að fá sov- éskar dráttarvélar en þegar til kom voru það snjóplógar gerðir fyrir aðstæður í Síberíu með svo þræleinangruðum stýrishúsum, að Guineumennirnir hefðu ein- faldlega stiknað ef þeir hefðu reynt að vinna inni í þeim. Afríkuríki, sem áður hölluðu sér að Sovétmönnum, eins og t.d. Guinea og Kongó, eru nú farin að snúa sér til vestrænna ríkja í auknum mæli og að undanförnu hafa stjórnvöld í Angola og Mozambique sýnt ýmis merki þess, að þau séu orðin dálítið blendin í trúnni á marxismann. Vestrænir sendimenn og aðrir sérfræðingar nefna margar ástæður fyrir minni áhrifum Sovétmanna. Efnahagssamdrátturinn í heiminum hefur gert Afríku- mönnum það æ ljósara, að þeir komast ekki af án efnahagslegr- ar aðstoðar vestrænna ríkja og stofnana á borð við Alþjóða- bankann og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Sovétmenn hafa verið örlátir á vopn við Afríkumenn og aðrar nýfrjálsar þjóðir en þegar kom að uppbyggingunni og efnahagslegri viðreisn var komið að læstum dyrum hjá þeim. Um miðjan síðasta áratug bar sú skæruliðahreyfingin í Angola, sem Rússar og Kúbumenn studdu, sigurorð af þeirri, sem Sovétmenn hafa aldrei verið nískir á vopn við skæruliða í Afríku. Þeg- ar kemur að raunverulegri aðstoð við Afríkumenn, efnahags- og þróunaraðstoð, verður minna um svör hjá þeim. naut stuðnings Bandaríkja- manna og Suður-Afríkumanna, og margir Afríkumenn tóku smám saman að líta á Sovét- menn sem vænlegan hest til að veðja á og ósigrandi afl i hern- aði. Líka að þessu leyti hafa skoðanir Afríkumanna verið að breytast enda er enn barist af fullum krafti í Angola og Eþíópíu og sovéskir hernaðar- ráðgjafar hafa ekki orðið til að auka hróður þjóðar sinnar í Afr- íku. Sómalíumenn, sem eru ein þessara þjóða, sem hafa vísað Rússum á burt, gefa þeim t.d. þá einkunn, að þeir séu fráhrind- andi og grunnt á kynþáttahatr- inu. „The Standard", dagblað, sem gefið er út i Nairobi í Kenya, sagði í leiðara fyrir skömmu, að óvinir Afríkumanna nú væru „sjúkdómar, fátækt og fáfræði“ og spurði að hve miklu leyti Sov- étmenn vildu „ieggja hönd á plóginn í baráttunni við þessa óvini með því að ieggja fram tæknikunnáttu og fé“. Þessari spurningu hafa Sovétmenn raunar svarað fyrir löngu með lítilli sem engri aðstoð við Afr- íkuþjóðirnar nema þeirri, sem felst í vopnasendsendingum. Þegar svo þær þjóðir í Afríku, sem Rússar sáu fyrir vopnum, voru búnar að fá meira en nóg af þeim fóru þær fram á raunhæf- ari stuðning í formi efnahags- aðstoðar. Þá tóku Sovétmenn að hugsa sinn gang og komust að þeirri niðurstöðu, að þar sem þeir voru ekki í hópi nýlendu- ríkjanna í Afríku á sínum tíma, hefðu þeir engum siðferðilegum skyldum að gegna þar. Auk þess bæru „heimsvaldasinnar" alla ábyrgð á efnahagserfiðleikunum í Afríku og þess vegna rétt að þeir sæju líka um að leysa þá. Afríkuríkin virðast nú vera að komast á þá skoðun, að það sé farsælast fyrir þau að halla sér að „heimsvaldasinnunum" svo- kölluðu en láta Sovétmenn og kenningar kommúnismans lönd og leið. Um það bera ekki síst vitni vaxandi áhrif Frakka, þessa gamla nýlenduveldis, en nú í haust komu leiðtogar 30 Afríkuríkja saman til fundar í París í boði Mitterrands forseta. Frakkar hafa mjög náin efna- hagsleg og hernaðarleg tengsl við fyrrum nýlendur sínar í Afr- íku. í Chad halda þeir útþenslu- stefnu Líbýumanna í skefjum, franskur her er einnig í Gabon og Djibouti og gjaldmiðill meira en 12 Afríkuríkja er tengdur franska frankanum. „Marx-lenínískur flokkur fer að vísu með stjórn í Kongó Brazzaville en fjármálakerfið hvílir á frankanum," er haft eft- ir vestrænum sendimanni. „Orðagjálfrið er þess vegna dá- lítið í anda Sovétmanna en hversdagslegur raunveruleikinn er alltaf hliðhollur Frökkum." Michael T. Kaufman er fréttamað- ur hji New York Times. Öldin okkar 1971—75: Yfírlýsing — eftir Hildi Helgu Sigurðardóttur Það er sérkennileg tilfinning fyrir höfund, sem búinn er að bíða vikum saman eftir því að vera kallaður til í prófarkalestur á sín- um texta og annað það er lýtur að frágangi bókar til prentunar og getið er um í samningi, að sjá einn daginn heilsíðuauglýsingu í dag- blaði, þar sem segir að sú hin sama bók sé komin út, hana hafi einn maður saman tekið og síðan ekki söguna meir. Verkið, sem hér um ræðir, er Öldin okkar 1971—1975, ritstýrt af Gils Guðmundssyni, gefið Ú't af bókaforlaginu Iðunni. Ég, undirrituð, var ráðin sem fullgildur höfundur að „u.þ.b. ein- um fjórða verksins" og var sam- vinnan við ritstjórann og samhöf- undinn með ágætum — svo langt sem hún náði. Ég bar reglulega undir hann hvaða mál skyldi taka og hverjum sleppt, en skrifaði að öðru leyti minn texta sjálfstætt, án hans íhiutunar eða leiðbeininga. Kvaðst hann ánægður með árangurinn, bæði meðan á verkinu stóð og eins eftir að hann hafði fengið full- frágengið handrit í hendur. Þegar bókin er skoðuð, er það sama upp á teningnum og í aug- lýsingum, þ.e.a.s. á titilblaði stendur „Gils Guðmundsson tók saman". Það er þó ekki svo að nafni mínu sé með öllu sleppt úr bókinni. Slíkt væri of augljóst brot á höfundar- rétti. Þeir, sem hafa góða athyglis- gáfu — og sjón — til að bera, munu rekast á það á innsíðu í svo- hljóðandi texta: „Meginþorra ljósmynda í bók- inni hefur Gunnar V. Andrésson tekið. Aðrir ljósmyndarar: Guðjón Einarsson og Róbert Ágústsson. Hildur Helga Sigurðardóttir tók saman efni um íþróttir og æsku- lýðsmál." Svipað orðalag mun hafa verið sett inn í fréttatilkynn- ingar um útkomu bókarinnar frá forlaginu, á siðustu stundu, eftir að Gils Guðmundsson hafði verið minntur á það að hann hefði ekki skrifað bókina einn, en skiptir litlu í því máli sem hér um ræðir. Ég undirrituð hafði, er hér var komið sögu, kynnst ýmsu misjöfnu frá hendi forráðamanna bókafor- lagsins Iðunnar, en vissi þó ekki betur en að minn texti hefði þótt fullboðlegur í verkið og að þeir málaflokkar, sem ég á að hafa „tekið saman efni um“, hefðu verið fleiri en hér er getið og það í fullu samráði við samhöfund minn. Enda kemur á daginn þegar bókin er lesin, að svo hefur reynst og hefur í fæstum tilvikum verið hnikað til stafkróki frá því sem er í upprunalegu handriti mínu. Á einstaka stað hefur þó verið stytt og breytt og þá yfirleitt á verri veg, enda án samráðs við höfund, sem fékk aldrei að koma nálægt verkinu eftir að handriti var skil- að, eins og segir hér að framan. Aftast í bókinni gefur að líta efnisyfirlit, þar sem efni hennar er fiokkað eftir málafiokkum. Þar er mínar greinar að finna undir eftirtöldum málaflokkum: atvinnumál, bókmenntir, dýralíf, eldsvoði, félagsmál, fíkniefni, há- tíðir, heilbrigðismál, íþróttir, jafnréttismál, listir, læknamál, lögreglumál, mannslát, náttúra, skólamál, tíska og þjóðfélagsmál. Málaflokkurinn „æskulýðsmál" er hins vegar ekki til í bókinni, sam- kvæmt efnisyfirliti. Af orðalaginu „að taka saman efni um“ mætti einnig skilja að ég hafi í raun ekki skrifað mikið — eða jafnvel ekkert — eigin hendi, heldur e.t.v. flett upp nokkrum dagsetningum og staðreyndum og verið einhvers konar sendill hjá Gils Guðmundssyni meðan hann skrifaði bókina. Hér er verið að brjóta á sæmd- arrétti höfundar á grófasta hátt og skýtur skökku við, að menn, Hildur Helga Sigurðardóttir sem hafa viðurværi sitt af hug- verkum annarra í jafnríkum mæli og forráðamenn Iðunnar og Gils Guðmundsson, skuli telja sér slíkt sæmandi og það gagnvart fólki, sem þeir hafa sjálfir falast eftir í vinnu. Vilji útgefandi af einhverjum ástæðum ná sér niðri á höfundi, eru honum eflaust ýmsar leiðir færar. En hann getur ekki, hvorki frá siðferðis- né lagalegu sjónarmiði, leyft sér að fara þannig með nafn höfundar, að til lítillækkunar sé og til þess fallið að falsa þátt hans í viðkomandi verki í augum les- enda eins og hér hefur verið gert. Því má líka við bæta, að þó að það sé ekki háttur sómakærra höf- unda, að skrá sig eina fyrir verki sem aðrir hafa unnið að með þeim — og skiptir þá engu þó að þeirra þáttur sé mun stærri en sam- verkamanns, eins og hér er — þá hvílir lokaábyrgðin í þessu máli á herðum forlagsins Iðunnar. Sem starfandi blaðamaður hef ég næg tækifæri til þess að sjá eigið nafn á prenti. Það var því engin uppsláttarfíkn, sem gerði það að verkum að ég tók að mér vinnu við Öldina okkar og enn síð- ur er það af slíkum hvötum, sem ég vek nú athygli á málinu. Hér er einfaldlega um almennt réttlætismál að ræða og ef þessi yfirlýsing getur orðið þeim til var- úðar, sem þurfa að eiga samskipti við þá menn er hér um ræðir og þeirra líka, hefur hún ekki verið til einskis rituð. Það er ekki nema eðlilegt, að sá sem fyrir slíku verður hugi að því hvort ekki sé rétt að láta reyna á málið fyrir dómstólum. En hvað sem slíkum ákvörðun- um líður stendur sú staðreynd óhögguð, að verkið Öldin okkar 1971—1975 er ekki rétt til foreldr- is fært og framferði þeirra, er þar eiga hlut að máli, er þeim til van- virðu. Reykjavík, 20.12. 1983. E.s. Daginn eftir að ofangreint er fest á blað gefur að líta hér í blað- inu ritdóm um Öldina okkar eftir Jóhann Hjálmarsson. Þar kemur fram ótvíræð staðfesting á því að hér er ekkert ofsagt. Það hvarflar nefnilega ekki annað að hinum þaulvana ritdómara — frekar en öðrum, sem ekki þekkja mála- vöxtu — en að þessi bók skrifist á reikning eins manns: Gils Guð- mundssonar. Jóhann telur upp nokkra minnisstæða atburði, sem getið er í bókinni. í eina tilvikinu sem hann sér ástæðu til þess að taka upp orðalag bókarinnar, er um minn texta að ræða: „ ... Auð- ur Eir var vígð til Suðureyrar, fyrsta konan sem tók prestsvígslu hér á landi. Sama ár mætti kven- lögreglan til leiks á kosningadag- inn og tvær stúlkur voru í fram- boði til embættis inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. Sigrún Pálsdóttir hlaut fiest atkvæði og varð því fyrst kvenna til að gegna þessu gamalgróna embætti. Svona mætti auðvitað lengi telja og rifja upp sam- tímann með aðstoð Gils Guð- mundssonar ... „ Tilvitnun lýkur. Gott hjá Gils að gleyma ekki jafn- réttinu, eða svoleiðis ... Hildur Helga Sigurðardóttir er blaðamaður rið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.