Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 800 þús. kr. boönar í Náttfara Hrossaræktarmenn á megin- landi Evrópu hafa boóið allt að 800 þúsund krónur í stóðhestinn Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði, en hesturinn er ekki falur. Eig- andi Náttfara er Sigurbjörn Ei- ríksson á Stóra-Hofi á Rangár- völlum, en Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunautur og nú ráðunautur um útflutning hrossa, hafði milligöngu um að koma tilboðinu til Sigurbjörns. Ekki tókst að ná í Sigurbjörn í gær, en Gunnar Bjarnason sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að rétt væri að hann hefði komið fyrrnefndu tilboði á framfæri. „Fyrst kom tilboð upp á 600 þúsund krónur," sagði Gunnar, „og þegar því var hafnað var boðið hækkað í um 800 þúsund krónur, en Náttfari var ekki falur fyrir þá upphæð. — Ég ætla ekki að fara að svara fyrir eiganda hestsins, en lík- lega hefur tvennt ráðið því að hann vildi ekki láta Náttfara; annars vegar það að eftirsjá væri að svo góðum grip úr landi og svo hitt, að trúlega er hægt að hafa meira upp úr hestinum með því að selja hann ekki. Ekki taldi Gunnar tilboðið í Náttfara þó vera allra hæsta til- boð, sem komið hefði í íslenskan stóðhest, því fyrir nokkrum ár- um var einnig boðið í föður hans, Sörla 651 frá Sauðárkróki, 80 þúsund þýsk mörk, sem að núgildi væri hærri upphæð. Þá er einnig vitað að boðnar voru mjög háar fjárhæðir í Hörð 591 frá Kolkuósi þegar hesturinn var á hátindi frægðar sinnar og upp úr 1970, en eigendur hans, þeir Páll Sigurðsson á Krögg- ólfsstöðum og Jón Pálsson á Selfossi, vildu ekki selja hann úr landi. Slökkvilið og lögregla kom fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Morgunblaftið/Júllus. Eldur í íbúðar- húsi við Háuhlíð LAUST eftir klukkan 22 að kvöldi nýársdags kom upp eldur í íbúðar- húsinu að Háuhlíð 12 í Reykjavík. Mikill reykur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang og log- aði í jólatré í stofu og gardínum. Tveir reykkafarar fóru inn í húsið og tókst þeim að ráða niðurlögum elds- ins á skömmum tíma. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk býr í Háuhlíð ásamt fjöl- Ólafur Sveinsson kaupmaður látinn ÓLAFUR Sveinsson, kaupmaður frá Mælifellsá, lést í Reykjavík 29. des- ember 88 ára gamall. Ólafur fæddist á Mælifellsá í Skagafirði 10. nóvember 1895 og stundaði verslunarstörf mestan hluta ævinnar. Kunnastur var Ól- afur fyrir rekstur söluturnsins við Arnarhól, þann sama og ólafur gaf síðar Reykjavíkurborg og stendur nú á Lækjartorgi. Um tíma rak hann þrjár verslanir í Reykjavík ásamt eftirlifandi konu sinni, Stefönu Guðmundsdóttur, frá Lýtingsstöðum í Skagafirði. Þau hjón tóku virkan þátt í fé- lagsstarfi sveitunga sinna og voru m.a. heiðursfélagar í Skagfirð- ingafélaginu í Reykjavík. skyldu. Fernt var í húsinu þegar eldurinn kom upp, Þorvaldur, kona hans Ingibjörg, dóttir þeirra hjóna og dótturdóttir. Konurnar komust fljótlega út úr húsinu, en Þorvaldur freistaði þess að ráða niðurlögum eldsins, en fékk ekki við ráðið og komst út við illan leik. Skömmu síðar kom slökkviliðið á vettvang. Fólkið var flutt í slysadeild, en fékk að fara heim skömmu síðar að Þorvaldi undanskildum. Hann er enn á sjúkrahúsi, en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Hann brenndist á höndum og í andliti. Þorvaldur á sem kunnugt er gott safn listaverka og urðu litlar skemmdir á þeim. Ingibjörg Guðmundsdóttir, eig- inkona Þorvalds, bað Mbl. að koma á framfæri kæru þakklæti til nágranna þeirra í Háuhlíð 14, sem veitt hefðu ómetanlega að- stoð. Starfsmönnum innanlandsflugs Arnar- flugs sagt upp störfum: Veruleg uppstokkun á rekstri nauðsynleg - segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins „VIÐ ERUM þeirrar skoðunar, að ekki verði komizt lengra í átt til hagkvæmari rekstrar á innanlandsfluginu, án þess að til verulegrar uppstokkunar komi, en það hefur nú verið rekið með umtalsverðu tapi á liðnum árum. Slíkt getur einfaldlega ekki gengið lengur og höfum við því ákveðið að taka þennan rekstrarþátt til gagngerrar endurskoðunar og er meginmarkmiðið að endar nái saman,“ sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, í samtali við bim. Mbl. í tilefni þess, að öllum starfsmönnum félagsins, sem starfa beint við innanlandsflugið, var sagt upp störfum um áramótin, en þeir eru 11 talsins. „Þrátt fyrir nokkurn bata í rekstrinum á árinu 1983 er sýnt að grípa verður til víðtækra ráðstaf- ana, sem leiða til skipulagsbreyt- inga, til að tryggja áframhald á þessari þjónustu félagsins. Þessi endurskoðun mun fara fram i samráði og samvinnu við fulltrúa starfsfólks, en félagið telur sig hins vegar óhjákvæmilega þurfa að vera óbundið af ráðningar- samningum við starfsfólk. Tíminn verður síðan að leiða í ljós á hvern hátt verður staðið að þessari starfsemi og þá hversu marga starfsmenn verður hægt að endur- ráða,“ sagði Agnar Friðriksson. Uppsagnir flestra starfsmanna taka gildi 1. apríl nk., en um er að ræða afgreiðslufólk, hlaðmenn, flugvirkja og starfsfólk á aðal- skrifstofu. Arnarflug hóf innan- landsflug árið 1979, þegar flugfé- lagið Vængir hætti starfsemi, en frá upphafi hefur orðið verulegur halli á þessu flugi og þó mestur síðustu tvö árin, segir m.a. í frétt frá Arnarflugi. Arnarflug flýgur reglubundið til 10 staða á landinu, auk verulegs leigu- og sjúkraflugs. Félagið not- ar til flugsins þrjár flugvélar sem bera 7—19 farþega. Fluttir voru tæplega 19 þúsund farþegar í áætlunarflugi og tæplega 10 þús- und farþegar í leiguflugi innan- lands á árinu 1983, sem er svipað- ur fjöldi farþega og á undanförn- um árum, segir að endingu í frétt Arnarflugs. Gerum okkur vonir að fólk verði endurráðið - segir Örn Helgason, deildarstjóri Olafur Sveinsson Húsavík: Vel staðið í skilum ’83 Húsavík, 2. janúar. INNHEIMTA bæjargjalda á Húsavík gekk vel á liðnu ári og var samtals 94,4% af öllum álögðum gjöldum. — Fréttaritari „VIÐ gerum okkur vonir um að fólk verði endurráðið svo framarlega sem það finnst flötur á málinu til að halda starfseminni áfram. Hvort all- ir verða endurráðnir veit ég ekki, það gæti komið til þess að þessi rekstrareining verði eitthvað minnk- uð,“ sagði Örn Helgason, deildar- stjóri innanlandsdeildar Arnarflugs, í samtali við blm. Morgunblaðsins um uppsagnirnar í gærkvöldi. Hann er einn þeirra, sem sagt hefur verið upp störfum. Örn sagði að starfsmennirnir hefðu sýnt skilning á erfiðri stöðu fyrirtækisins í innanlandsfluginu. „Það hafa allir tekið þessu mjög vel og við höfum ekki trú á, að starfseminni verði hætt. Fólk skil- ur, að það er ekki hægt að halda vinnu við verkefni, sem ekki borg- ar laun,“ sagði hann. „Það verður að breyta rekstrin- um á einhvern hátt svo endar nái saman. Nú er unnið að áætlun fyrir þetta ár og reynt að draga úr kostnaði. En það er ljóst, að eins og reksturinn er nú, komumst við ekki af með færra starfsfólk. Spurning er hvort hætt verður að Hröpuðu í hlíðum Svartsengisfjalls (Irindavík, 2. janúar. ÞRÍR bandarískir sjóliðar slösuöust, þar af tveir alvarlega, þegar þeir hröpuóu í hlíöum Svartsengisfjalls eftir aö hafa rennt sér á gúmmíslöng- um nióur hlíóar fjallsins. Þeir ætluóu að renna sér nióur hlíöar fjallsins, en þegar þeir höfóu skammt farið lentu þeir á ójöfnu og köstuöust af slöngunum hátt í loft upp, 20 til .30 metra, og lentu í urö í hlíöinni. Þar lágu þeir þegar að þeim var komið. Þegar voru gerðar ráðstaf- anir til að sækja hjálp og hafði félagi þeirra samband við lögregl- una í Grindavík og tilkynnti slys- ið. Lögreglan hafði þegar sam- band við Slysavarnafélagið og björgunarsveit ' Varnarliðsins. Lögregla og sjúkrabíll fóru á vettvang og félagar í björgunar- sveitinni Þorbirni frá Grindavík. Hlúð var að mönnunum á með- an beðið var eftir þyrlu frá Varn- arliðinu. Einn varnarliðsmann- anna var minna slasaður en hinir tveir og var hann fluttur í sjúkra- bifreið í sjúkrahúsið í Keflavík. Þyrla flutti hina tvo til Reykja- víkur. Annar þeirra hafði skadd- ast talsvert á baki, en hinn hlaut opið fótbrot. Mennirnir voru fluttir í Borgarspítalann. Þeir munu ekki vera í lífshættu. — Guöfinnur Þyrla varnarliðsins lenti með hina slösuðu menn á lóð Borgarspítalans síðdegis í gær. fljúga á einhverja staði, þá vænt- anlega þá staði, sem skila minnstri framlegð. Um það get ég þó ekkert fullyrt." Örn sagði að af þeim níu flug- mönnum, sem sagt var upp fyrr í haust, hefðu sex verið endurráðnir og þar af þrír til þriggja mánaða. „Ef ekki finnst grundvöllur fyrir starfsemina, þá gæti farið svo, að 15—18 manns misstu vinnuna. En við trúum ekki, að til þess muni koma,“ sagði Örn Helgason. Fjárhagsstaða sveitarfélaga 1983: Fimmtíu og átta sveitar- félög skorti tekjur til að mæta gjöldum FIMMTÍU og fjögur sveitarfélög hlutu aukaframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 1983, eða fimmtán fleiri en 1982. Samtals voru veittar 26,4 milljónir króna, sjö framlög milli einnar og tveggja milljóna króna, átta milli hálfrar og einnar milljónar, en flest fengu lægri upp- hæð. Aukaframlögum er úthlutað samkvæmt tekjustofnalögum og reglugerð (nr. 467/1981) til sveit- arfélaga, sem skorti tekjur til greiðslu lögboðinna eða óhjá- kvæmilegra gjalda. Skilyrði til aukaframlags er að sveitarfélag hafi fullnýtt tekjustofna. Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félagsmálaráðuneytið, sem úthlutar aukaframlögum til sveit- arfélaga, að reglugerð verði breytt á þann veg, að á líðandi ári nægi að leggja á 11% útsvar til að sveit- arfélag komi til greina við úthlut- un aukaframlags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.