Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 3 Morgunblaðið/Júlíus Unnu framundir morgun við að opna niðurföll Mikill vatnselgur myndaðist víða á götum á höfuðborgarsvæðinu þegar hlýnaði í veðri. Miklar umferðartafir urðu vegna þessa þegar blotnaði á kertum bifreiða í vatnselgnum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu í nógu að snúast við að opna niðurföll. Starfsmenn unnu linnulítið fram til klukkan 5 í gærmorgun við að opna niðurföll og þurftu til þess stórvirk vinnutæki vegna mikilla snjóa. „Hélt að ég heföi ein sloppið lifandi“ —segir Helga Björnsdóttir, sem slasaðist við Fnjóskárbrú Akureyri, 9. janúar. Fáskrúðsfjörður: Skemma fauk á íbúðarhús og stórskemmdi það janúar. Fáskrúðsnrdi, 9. „ÞAÐ VAR mikið hvassviðri þarna þegar ég keyrði suður Fnjóskadal- inn eftir að hafa farið Víkurskarðs- veginn nýja. Veðrið var beint í fang- ið þegar keyrt var suðureftir og þeg- ar ég beygði á afleggjaranum að Fnjóskárbrú skipti engum togum aö ég fann að bfllinn feyktist til á veg- inum. Ég gerði tilraun til þess að aka suður af veginum, þar sem veg- arkantur er lágur, en það tókst ekki. Bfllinn rann til aö aftan, afturhjólin fóru útaf og síðan rann bfllinn niður vegarkantinn, sem þarna er um 15—20 metra hár og skall síðan á hliðina þegar niður kom,“ sagði Björn Sigurösson, sérleyfishafi á Húsavík, þegar Morgunblaöið ræddi við hann í dag. Björn var á leið til Húsavíkur í 41 farþega fjórhjóladrifnum bíl, sem hann notar á þessari leið. Bíllinn, sem er aðeins l'/i árs gamall, er töluvert skemmdur og ljóst að hann verður ekki í notkun alveg á næstunni. „Það var lán f óláni að farþegar voru aðeins sex að þessu sinni austur, en ég hafði fyrr um dag- inn farið með fullan bíl af fólki inn til Akureyrar. Sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki við þetta atvik, en mikil mildi var að Helga Björnsdóttir skildi ekki stórslasast þegar hún hentist út úr bílnum á leiðinni niður, senni- lega í gegnum rúðu. Fljótlega eft- ir veltuna komu ábúendur í Nesi á slysstað á snjóbíl og aðstoðuðu við að hlynna að íólki uns sjúkrabíll kom frá Akureyri og flutti Helgu á sjúkrahúsið þar. Aðrir farþegar fóru svo áfram með mér austur," sagði Björn Sigurðsson að lokum. Á fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri hitti fréttamaður Helgu Björnsdóttur, sem liggur þar nú og er í rannsókn, sennilega líf- beinsbrotin, með brákuð rif og auk þess dálítið skorin við vinstra eyra. Helga býr á Uppsalavegi 24 á Húsavík ásamt eiginmanni sín- um og þremur börnum. „Ég varð svo sem ekki mikið vör við rokið áður en óhappið gerðist. Kann að vera vegna þess að ég er alltaf ákaflega bílhrædd og var því í óðaönn að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ekkert gæti gerst á þessum bíl, hann væri svo vel útbúinn, en skyndilega fann ég að bíllinn rann út á hlið. Mér fannst allt vera að koma yfir mig, beygði mig niður og síðan vissi ég ekki af mér fyrr en ég lá út í snjóskafli og leit niður á bílinn, þar sem hann lá í snjóskafli. Ég man að ég veitti því sérstaka at- hygli að ljósin voru enn á bílnum. Á meðan ósköpin gengu yfir hvarflaði ekki að mér að ég kæm- ist lifandi frá þessu og þegar ég raknaði við í skaflinum hélt ég að ég ein hefði sloppið lifandi, en brátt heyrði ég til Björns bíl- stjóra, sem kallaði til einhvers að ég lægi þarna og væri á lífi. Ég fann strax fyrir miklum doða í mjöðminni og í höfði, en áreiðan- lega hefur miklu bjargað að ég var ákaflega vel klædd. Það kom sér líka vel því ég held að ég hafi legið þarna í skaflinum á aðra klukkustund á meðan beðið var eftir sjúkrabíl frá Akureyri. Ég man að ég var ákaflega hrædd á leiðinni í sjúkrabílnum, auk þess sem ég hafði ofboðslegar kvalir um ailan líkamann. Nú líður mér betur og ég vona bara að ég kom- ist heim sem fyrst og geti byrjað að vinna aftur á elliheimilinu," sagði Helga Björnsdóttir að lok- HÉR gekk yfir hið versta veður í nótt, sunnanrok, en í þessari átt geta oft orðið hér snarpar vindhvið- ur og stendur vindurjnn þvert yfir fjörðinn og á þorpiö. í veðrinu sem gekk yfir í nótt voru mjög skarpar hryðjur á tímabilinu frá því klukk- an 12 til 2 og um eittleytið voru björgunarleitarmenn kallaðir út vegna foks í bænum. Fljótlega upp úr því var Almannavarnanefnd kölluð saman til að stjórna aðgerð- um. Allmiklar skemmdir urðu af völdum foks og mestar urðu þær á skemmu í eign Pólarsíldar hf., en þar fauk viðbygging við skemmuna algjörlega, um það bil 250 fermetra bárujárnshús, og fór brakið yfir innsta hluta bæj- arins með þeim afleiðingum að hluti braksins fauk á íbúðarhúsið á Búðarvegi 53, sem er einlyft timburhús með risi, og klippti af um helming rissins. Afgangurinn hafnaði svo hinum megin göt- unnar. Þegar þetta gerðist var í hús- inu ein kona og slapp hún ómeidd, sem þó má kannski telj- ast mildi, vegna þess að þegar atburðurinn átti sér stað, var hún stödd í þeim hluta hússins sem slapp, en auk þess að rífa hluta rissins, brotnaði stór rúða í glugga í eldhúsinu. Víða fuku plötur af húsum og eins brotnaði nokkuð af rúðum, en ekkert annað stórt tjón varð. Rétt innan við skemmuna sem fauk, stóð í nausti sex tonna opin trilla. Urðu á henni töluverðar skemmdir, en stykki úr skemm- unni lenti á henni. Starf björgunarsveitarmanna var aðallega í því fólgið að tína saman lausar plötur sem voru að fjúka og hefta fok á þeim og huga að skemmdum og veita þá aðstoð sem þurfti. í óveðrinu varð rafmagnslaust í hluta innbæjar og hefur verið í allan dag, en unnið er að viðgerð- um. Eins verður unnið að því 4 dag að flytja húsgögn og hús- muni úr Búðarvegi 53. Albert Ólafsvík: Ófært vegna ofsahláku Olafsvík, 9. janúar. AFAR ÖNUGT veðurlag hefur verið hér síðustu daga. Grimmi bylurinn kom hér eins og annars staðar og var með hörðustu veðrum. Kkkert varð þó að, annað en símasam- bandsleysið sem reyndar er að verða daglegt brauð hér. Allir vegir eru kyrfilega ófærir og voru vegagerð- armenn allan föstudaginn að opna hér norðanfjalls. Fróðárheiðin var ekki mokuð enda þótt augljóslega hefði kostað minni vinnu að opna hana. Kinhver góð rök hljóta þó að finnast fyrir þessari ákvörðun. í gær var svo rok úr suðri og varð allt ófært vegna ofsahálku og snjóflóðahættu í Búlandshöfða. Áætlunarbíllinn frestaði suður- ferð í gærkvöld og sömuleiðis hef- ur orðið að fella niður kvöldferðir úr Reykjavík á föstudag og sunnu- dag. Það er þó ekki gert fyrr en í síðustu lög og er aðdáunarvert hvað sérleyfisbílar Helga P. leggja á sig til að halda áætlun. Sama er að segja um þá sem flytja vörur að sunnan og mjólk úr Búðardal. Hér á Snæfellsnesi fæst mokað á þriðjudögum og föstudögum. Mér er ekki kunnugt um hvort reglur þessar eru svo túlkaðar að tvær hreinsanir megi fara fram í viku hverri eða hvort að einungis má moka á dögum sem heita þriðjudagar og föstudagar. Gott væri að fá það upplýst á þann hátt að öllum megi kunnugt verða. Helgi G.Berg. Flugleiðamenn komnir frá Nígeríu: Urðum lítið varir við byltinguna — segir Henning Á. Bjarnason flugstjóri „VIÐ URÐUM ekki varir við byltinguna að öðru leyti en því að flugvellinum var að sjálfsögðu lokað og okkur var meinað að fara um borð í vélina,“ sagði Henning Á. Bjarnason, flugstjóri, einn þeirra tólf starfsmanna Flugleiða, sem voru í landinu þegar byltingin var gerð að morgni gamlársdags. Sjö komu heim í fyrrinótt, en fyrst fréttist af þeim þann 4. janúar þegar þeim var leyft að fara aftur um borð í flugvélina og hafa samband heim. „Það var bagalegt að geta ekki þrisvar á ári síðan 1981 og að- látið vita af sér heima strax," sagði Henning. „Við óttuðumst að aðstandendur á fslandi hefðu af okkur óþarfa áhyggjur, en róuðumst þegar við heyrðum í BBC að þetta hefði gengið fyrir sig án blóðsúthellinga. En eigi að síður kom það á daginn að menn höfðu af okkur áhyggjur hér heima." Flugleiðir hafa frá árinu 1981 stundað áætlunarflug á milli Kano og Lagos, þrjár ferðir á dag og flutt um 600 farþega á degi hverjum. Þeir voru í Kano þegar herinn tók völdin, en í þeirri borg, eins og raunar öllum borgum Nígeríu að Lagos undan- skilinni, er ekkert símasamband á milli borga, hvað þá milli landa. „Ég hef verið í Nígeríu tvisvar, eins einu sinni séð sírna," sagði Henning. „Eina leiðin til að ná sambandi til fslands var að nota fjarskiptatækin í vélinni, gamla góða Gullfaxa, sem hefur verið notaður til þessa flugs frá upp- hafi.“ Reglulegt áætlunarflug hófst aftur 5. janúar og sagði Henning að það hefði verið fyrr en þeir bjuggust við. „Ég held ég fari rétt með að þetta hafi verið fimmta valdataka hersins frá því að landið fékk sjálfstæði og það sögðu okkur Bretar, sem höfðu reynslu af slíkri valda- töku, að sennilega færi lífið ekki að ganga sinn vanagang fyrr en hálfum mánuði eftir byltinguna. En það fór á annan veg, sem sýn- ir kannski betur en annað hve friðsamlega valdatakan fór fram. Morgunblaðið KKK. Henning Á. Bjarnason nugstjóri. Við urðum ekki varir við neina hræðslu hjá almenningi í land- inu og þeir sem á annað borð létu skoðun sína í ljós virtust sáttir við byltinguna. Enda er hún gerð undir því yfirskini að spilling, stjórnleysi og hækkandi verðlag hafi verið að sliga þjóð- félagið og því hefði verið nauð- synlegt að grípa í taumana. Og reyndar var það eitt fyrsta verk herstjórnarinnar að krefjast þess af verslunareigendum að þeir lækkuðu vöruverð. Þeir voru auðvitað misjafnlega ánægðir með það og sumir brugðust þannig við að loka hreinlega búðum sínum. Annars er fátækt mjög áber- andi í Nígeríu og stéttaskipting- in mikil. Þá virðist mútuþægni vera landlæg í álfunni, ekki að- eins í Nígeríu, heldur meira og minna um alla Afríku. Það er litið á mútuþægni sem sjálfsagð- an hlut. Það þarf til dæmis að múta tollurunum, eftirlits- mönnum útlendinga og fleirum í hvert skipti við komuna til landsins. Við finnum ekki fyrir þessu sjálfir, það eru starfsmenn Kabo Air-flugfélagsins, sem leigir vélina, sem sjá um þessa hlið. Þetta er nauðsynlegt til að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig, annars geta menn átt það á hættu að þurfa að bíða langtím- um saman, opna sömu töskuna mörgum sinnum og þar fram eftir götunum. Mútugjafir gegna því hlutverki að smyrja hjólin, ef svo má segja, og það gildir um öll viðskipti í landinu, meira og minna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.