Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 21. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 Prentsmidja Morgunblaðsins Fékk gögn er varða varnir Svía og Dana Osló. 25. janúlr. Frá ÁgÚMti Inga Jónswyni og Per A. Borglund. Arne Treholt komst yfir upplýsingar sem giTurlegu varða fyrir varnir Svíþjóðar og Danmerkur er hann var við nám í Norska varnarmálaháskólan- um, að sögn manns, sem tengdur er skólanum. í ferðum skólans til þessara landa heimsóttu nemendur hernaðarmannvirki og áttu viðræður við stjórn- málamenn, embættismenn og yfirmenn í her. Eðli samræðna og upplýs- ingamiðlun var með þeim hætti, að hafí KGB og sovézk yfírvöld komist yfír upplýsingar sem þar fengust, er það til tjóns fyrir varnir landanna. Glistrup fær gálga- frest Kaupmannahöfn, 25. janúar. Frá Gunnari Rjtgaard, fréttaritara Mbl. AP. MOGENS Glistrup hefur fengið gálgafrest og situr nokkra daga á þingi til viðbótar, því mál hans verð- ur ekki tekið á dagskrá þingsins fyrr en lokið er cndurtalningu allra utan- kjörstaðaatkvæða, vegna mistaka í kjördeild í Kaupmannahöfn. Fallist var á þá kröfu Jafnaðar- flokksins að öll utankjörstaða- atkvæði yrðu talin að nýju, en þau voru alls 130 þúsund, eftir að upp- lýstist að ekki var rétt staðið að meðhöndlun atkvæðanna í einni kjördeild í Kaupmannahöfn. Verð- ur sérstök nefnd þingsins að telja atkvæðin, og þar sem enga aðra er hægt að kalla til en nefndarmenn mun talning taka nokkra daga. Þingið var óstarfhæft í dag út af þrasi í kjörbréfanefnd þingsins, þar sem deilur snerust um hvort stjórnarskráin leyfði endurtaln- ingu allra atkvæða í kosningun- um, eins og jafnaðarmenn höfðu krafizt eftir að tvenn talningar- mistök höfðu kostað þá þingmann. Samkomulag varð um að utan- kjörstaðaatkvæðin skyldu endur- talin, og meðan beðið er niður- stöðu úr þeirri talningu verður beðið með að svipta Glistrup þing- helgi, en öðrum þingstörfum hald- ið áfram. Hans Jorgen Jensen, sem féll út af þingi er mistök við talningu í dönsku þingkosningunum komu í Ijós. RANNSÓKN fer nú fram á því í Bandaríkjunum á hvern hátt sjávar- útvegur er styrktur af opinberum að- ilum í Kanada, Noregi, Danmörku og á íslandi. Að sögn norska blaðs- ins Aftenposten telja bandarískir Sem nemandi varnarmálahá- skólans var KGB-njósnarinn Tre- holt boðinn velkominn í höfuð- stöðvum varna NATO-landa, t.d. Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Danmerkur, auk höfuðstöðva NATO í Brússel 1982-1983. Þar vissi enginn um grunsemdir sem höfðu vaknað. Má því segja að KGB hafi setið á fremsta bekk í fyrirlestrum þar og komist yfir upplýsingar sem alls ekki voru ætlaðar útsendurum Rússa. Aðrar fréttir herma að hann hafi verið KGB-majór og ákveðið að flýja þegar hann fékk ekki aðgang að trúnaðarskjölum i sambandi við fund Shultz og Gromykos í Stokkhólmi. sjómenn að slíkar styrktaraðgerðir veiki samkeppnisaðstöðu þeirra. Skoðun bandarísku sjómann- anna er sú að Noregur geti selt fiskinn ódýrar vegna mikilla styrkja hins opinbera. Hvað varð- Er Treholt sótti um vist í varn- armálaháskólanum var umsókn hans sérstaklega metin af þeim fáu mönnum sem þá vissu um grunsemdirnar. Niðurstaðan var sú að í skólanum fengi Treholt ekkert að vita sem hann ekki vissi áður. Vegna rannsóknarinnar og til að afla meiri upplýsinga um Treholt og tengsl hans við KGB, var hins vegar ekki látið til skarar skríða fyrr en sl. föstudag. Varnarmálaráðherra Danmerk- ur, Hans Engel, segir að kannað verði í smáatriðum hvað Treholt komst yfir í heimsókn með varn- ’armálaháskólanum í ársbyrjun 1983. Ljóst er að ýmis trúnaðar- mál voru þá til umræðu, enda ar Noreg segir Aftenposten að Norðmenn ráði ekki verðinu með- an fiskurinn sé seldur á upp- boðsmarkaði en hins vegar megi segja að Norðmenn séu færir um að veiða meiri fisk vegna styrktar- aðgerðanna heldur en ella. hafði Treholt eins og aðrir nem- endur skólans öryggisstimpil norskra stjórnvalda. í Bonn og V-Berlín er verið að kanna sambærilega hluti og í Frakklandi heimsótti skólinn m.a. skömmu fyrir jól 1982 alþjóðlegu orkumálastofnunina, IEA, og mun hafa fengið upplýsingar um orkuáætlanir Evrópulanda í ófriði. Sem sérstakur aðstoðar- maður Jens Evensens í viðskipta- ráðuneytinu átti Treholt greiðan aðgang að öllum upplýsingum um orkumál og neyðaráætlanir um eldsneytisnotkun almennings og norska hersins. Meðal þess sem norska öryggis- lögreglan rannsakar nú eru hugs- anleg tengsl Treholts og Gunnvor Galtung Haavik sem árið 1976 við- urkenndi umfangsmikla njósna- starfsemi á vegum KGB. Ýmislegt bendir til að þau hafi unnið í tengslum hvort við annað. Ekkert Blaðið segir ennfremur að Greenpeace hafi nú fengið sam- herja þar sem séu bandarískir sjó- menn, en það sé verkefni alþjóð- legrar viðskiptanefndar að finna út úr máli þessu. hefur verið látið uppi um yfir- heyrslurnar yfir Treholt frá því á mánudag, en búist er við frétta- tilkynningu öðru hvoru megin við helgina. Meðal þeirra sem yfir- heyrðir hafa verið eru nokkrir samstarfsmenn Treholts í ráðu- neytinu og hafa nokkrir þeirra verið kallaðir heim frá störfum sínum erlendis. Er Treholt var handtekinn á Fornebu-flugvelli var hann á leið til Vínar. Nýjustu fréttir herma að hann hafi greinilega ekki átt sér ills von. I skjalatösku hans fundust skjöl merkt trúnaðarmál, en ekki er vitað hversu mikilvæg þau voru hagsmunum Noregs. Sjá nánar um Treholt-málið á bls.20, 21, 24 og 25. Ritstjóri bókar um hafréttarmál Osló. 25. janúar. Frá Ágústi Inga Jónssyni. ARNE Treholt var einn af ritstjór- um bókar um hafréttarmál, sem gefin var út í Noregi árid 1976 undir heitinu „Norges Havretts- og ressurspolitikk". 1 upphafí bók- arinnar rita tveir af forystu- mönnum Verkamannaflokksins, Tor Aspengren og Reiulf Steen, um sjónarmið fíokksins. Grein Arne Treholts fjallar um stefnu Noregs varðandi fisk- veiðimörk. Treholt kemur víða við og virðist hafa kynnt sér vel hvernig staðið var að málum á íslandi er landhelgin var færð út í 50 mílur og síðan 200 mílur. Úttekt gerð á styrkja- kerfi sjávarútvegsins Oslú 25. janúar. Frá Ágústi Inga Jinssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.