Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 Guörún Einars- dóttir - Minning Fædd 3. október 1913. Dáin 17. janúar 1984. Þann 17. þ.m. lést í Borgarspít- alanum mágkona mín, Guðrún Einarsdóttir, Hringbraut 59. Guð- rún fæddist í Reykjavík 3. október 1913, foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Guðmundsdóttir og Ein- ar Einarsson. Guðrún var yngst af 8 systkinum, sem öll voru myndar- og dugnaðarfólk. Þrjár systur hennar eru ennþá á lífi, þær Ing- veldur, Guðborg og Guðríður. Guðrún kvæntist 23. maí 1936 Jóni Sigurðssyni, rakarameistara, en síðar verkstjóra á Melavellir- um í Reykjavík. Hann lést eftir erfiða sjúkdómslegu 26. júní 1977. Börn þeirra hjóna eru Halldóra. gift Hilmari Karlssyni, Gunnar, kvæntur Guðríði Agústsdóttur, Sigurður, kvæntur Ágústu K. Magnúsdóttur. Barnabörn þeirra hjóna eru 10 og barnabarnabörn 3. Allt eru þetta myndarbðrn og for- eldrum sínum til mikils sóma og hefur fjölskyldan verið mjög sam- hent alla tíð. Ég, sem þessar linur rita, kynntist Guðrúnu þegar hún trú- lofaðist bróður mínum og var ég þá aðeins 7 ára gömul. Ég var feimin við hana í fyrstu, en hún var fljót að vinna mig með sínu elskulega og blíða viðmóti og urðu þau kynni að vináttu, sem aldrei bar skugga á. Á heimili þeirra hjóna var alltaf gott að koma og voru þau hjónin mjög samhent alla tíð. Börnin, tengdabörnin og barna- börnin voru henni sérlega hjálpleg og góð, enda var hún einstaklega umhyggjusöm móðir og amma. Aldrei var hún ánægðari en þegar allur hópurinn var samankominn á hennar yndislega heimili. Guð- rún var mjög félagslynd og skemmtileg kona, enda eignaðist hún marga góða vini sem hún hélt tryggð við alla tíð. Helsta tómstundagaman henn- ar var að spila bridge og var hún mjög leikin í þeirri íþrótt. Hún var ein af stofnendum Bridgefélags kvenna í Reykjavík og ætlaði ásamt spilafélga sínum og vin- konu, Guðrúnu Halldórsson, að fara á spilakvöld hjá Bridgefélag- inu mánudaginn 16. þ.m., en stuttu áður veiktist hún hastarlega og lést morguninn eftir. Guðrún reyndist eiginmanni sínum frábærlega vel í hans erfiðu veikindum, hún æðraðist aldrei og gat alltaf miðlað öðrum sem í erf- iðleikum áttu af sínum mikla sál- arstyrk. Að leiðarlokum þökkum við tengdafólkið Guðrúnu alla þá tryggð og vináttu, sem hún sýndi okkur og teljum okkur lánsöm að hafa átt samleið með henni. Við sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blesi Guðrúnu Einarsdótt- ur. Sigríður Sigurðardóttir. Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa, meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, fylgja þér, meðan ævin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fórna öll mín ár. (Oterdahl — M.J. þýddi). Þessi vers koma upp í hugum okkar og eiga vel við, þegar við minnumst hennar ömmu. Alltaf var hún tilbúin að rétta okkur hjálparhönd og lét hún okkur ávalt líða vel í návist sinni, t.d. ef lítil hönd kom með spil var hún alltaf til. Eins var þegar við vor- um úti á skautum og okkur var orðið kalt þá var gott að koma í hlýjuna til ömmu, þá batnaði allt. Og hér eftir þegar eitthvert okkar fer í bæinn getum við ekki sagt með okkur „förum til ömmu“, því nú er hún farin þótt erfitt sé að sætta sig við það. Við vitum að hún er komin til hans afa. Við vonum að hennar góða og fallega æviskeið verði til þess að gera okkur að betri mann- eskjum. Ömmu- og langömmubörn. í dag verður gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík útför Guðrúnar Einarsdóttur, Hringbraut 59, sem lést í Borgarspítalanum 17. þ.m. Guðrún var fædd 3. október 1913, borinn og bamfæddur Reykvík- ingur, dóttir hjónanna Guðríðar Guðmundsdóttur og Einars Ein- arssonar, yngst átta systkina. Ár- ið 1936 giftist Guðrún Jóni Sig- urðssyni rakarameistara, sem lengi starfaði við þá iðn hér í borg. Þau Jón og Guðrún eignuðust þrú mannvænleg börn, sem öll eru á lífi og búsett í Reykjavík, en Jón er nú látinn fyrir nokkrum árum. Við, sem þetta skrifum kynnt- umst Guðrúnu eða Gunnu Einars, eins og við ávallt kölluðum hana, fyrir liðlega hálfri öld. Hún átti marga góða eiginleika, sem við kunnum vel að meta. Hún var mjög jákvæður og hjálpsamur fé- lagi, söngelsk í meira lagi og kunni ógrynni af ljóðum, enda bókhneigð kona. Á yngri árum starfaði hún í Sælgætisgerðinni Víkingi og þótti mjög liðtæk þar, sakir verklagni, jafnframt lagði hún stund á fimíeika hjá Glímufé- laginu Ármanni og sýndi oft í hópsýningum á íþróttavellinum. Allar vissum við að Gunna átti mikinn hluta ævinnar við heilsu- leysi að stríða. Aldrei heyrðum við hana kvarta eða aumkva sjálfa sig, þvert á móti þótti okkur undravert, hvað hún gat alltaf verið kát og hress og reiðubúin til að taka þátt I starfi eða leik. Gunna var ein af stofnendum Bridgefélags kvenna í Reykjavík og var sjálf alla ævi ágætur og áhugasamur bridgespilari. Það má segja, að andlát hennar hafi komið okkur á óvart, þvi að eins og fyrr segir lét Gunna aldrei bilbug á sér finna og stóð við vinnu fram á síðasta dag á Elli- heimilinu Grund. Við þökkum allar samveru- stundirnar og kveðjum hana með söknuði um leið og við vottum ástvinum hennar samúð okkar. Vinkonur Minning: Magnús Guðmunds- son frá Melum Fæddur 13. mars 1910 Dáinn 20. janúar 1984 Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar ó. Fells) Afi í Ásgarði er dáinn. Ennþá er fjölskyldan ekki búin að átta sig á því til fulls. Hann afi í Ásgarði var barnelskur maður, hann fylgdist með barnabörnun- um sinum sjö, hvernig þeim gekk í skólanum og hvort þau væru kom- in heim. Þau fylgdust líka með afa sínum, ekki hvað síst er hann lá á sjúkrahúsi, því það var ósjaldan að hann háði þar grimma baráttu fyrir lífi sínu og hafði til þessa ætíð farið með sigur af hólmi. Afi í Ásgarði, Magnús Guð- mundsson, var Strandamaður, fæddur að Melum í Árneshreppi, sonur hjónanna Guðmundar Guð- mundssonar bónda (Jónssonar) og Elísabetar Guðmundsdóttur (Pét- urssonar í ófeigsfirði). Hann var áttunda barn þeirra hjóna af tólf, sem öll komust til manns. Hann er sá sjöundi er héðan hverfur. Níu ára gamall var hann sendur í fóst- ur til móðursystur sinnar Jensínu Guðmundsdóttur á óspakseyri og var mjög kært með þeim. Afi í Ásgarði hafði mjög gaman af að segja frá og hann hafði hug- fangna hlustendur í barnabörnum sínum. Eitt sinn er hann dvaldist hjá okkur um skeið sagði hann dætrum mínum frá því er hann nitján ára gamall lagði land undir fót og gekk alla leiðina suður til Reykjavíkur. Það þótti þeim þrek- virki mikið og minnast oft á það. Þann 9. október 1937 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni Þórdísi Árnadóttur frá Þverhamri í Breiðdal og var það ástríkt hjónaband. Annaðist Þórdís hann í veikindum hans af einstaka dugnaði og ástúð. Þau eignuðust þrjú börn, Árna, giftan Móeiði Þorláksdóttur, Jensínu, gifta Hjörleifi Þórðarsyni, og Herstein, giftan Sigríði Skúladóttur. Barna- börnin eru sjö að tölu. Ég vil þakka afa í Ásgarði fyrir allt og allt. Tengdadóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t.d. plaköt frá kr. 10. Innrammaðar myndir frá kr. 59. Rýmum til fyrir nýjum vörum MYNDIN Dalshrauni 13, Hafnarfiröi. Sími 54171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.