Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 5 Listvinafélag Hallgrímskirkju: Kvöldvaka í minningu Tómasar Guðmundssonar KVÖLDVAKA á vegum Listvinafé- lags Hallgrímskirkju í minningu um Tómas Guðmundsson skáld. í kvöld, miðvikudaginn 1. febrú- ar, kl. '21, hefst í Hallgrímskirkju samkoma þar sem minnst verður skáldsins Tómasar Guðmundsson- ar. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, les úr verkum skáldsins. Matthías Jóhannessen, skáld, les upp úr samtalsbók sinni „Svo kvað Tómas“, kafla um trúarvið- horf skáldsins. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur kvintett opus 71 eftir Lud- wig van Beethoven, en í kvintett- inum eru: Bernhard Wilkinson, Akureyri: Kæru um fölsun undirskriftar vísað frá LÖGREGLUSTJÓRINN á Akureyri hefur vísað frá kæru á meintri fólsun undirskriftar Grímu Guðmundsdóttur á afsali neðri hæðar Þingvallastræt- is 22, en kæran barst frá Danielle Somers, sem nú býr ásamt fjölskyldu sinni í umræddri íbúð. Frá kærunni sagði í Mbl. 24. janúar sl. Rök embættisins eru þau, að ekki séu færð önnur rök fyrir kærunni, en að óskað hafi verið eftir því að athygli rannsóknar- lögreglu væri vakin „á því að á umræddu afsali, sem kært var, er undirskrift Grímu Guðmunds- dóttur fölsuð að fví er best verður séð“. Embættið segir ekki ljóst hver hafi verið kærður né að nokkur hafi beðið tjón af hinni meintu fölsun og loks að hugsan- leg sök sé fyrnd þótt sönnuð væri. Sama dag og lögreglustjórinn vísaði þeirri kæru frá, 24. janúar, kærðu þau Danielle, eiginmaður hennar, Ólafur Rafn Jónsson, og tveir afkomendur Arnalds Gutt- ormssonar (Gríma var siðari kona hans), að ekki hafði verið gengið endanlega frá búinu eftir lát Arn- alds. Fleiri atriði tengd skiptum fasteignarinnar kæra þau fjögur, svo sem gildi kaupmála, veðleyfi og fleira. Skinnauppboð í Finnlandi: Verðhækkun á loðdýraskinnum TALSVERÐ verðhækkun á loðdýra- skinnum frá uppboðum í desember varð á uppboði í Finnlandi, sem lauk í upphafi þessarar viku. Hækkun á refa- skinnum varð allt að 20% og 17% á minnkaskinnum. Þó ber þess að geta, að gæði skinnanna nú ng í desember hafa ekki verið borin saman, en það gæti breytt myndinni eitthvað. Að sögn Jóns Björnssonar hjá Fé- lagi loðdýraræktenda voru á þessu uppboði aðeins seld skinn frá Noregi og Finnlandi, en íslenzku skinnin verða seld í Kaupmannahöfn 5. til 9. þessa mánaðar. Jón sagði, að meðal- talsverð á blárefaskinnum hefði nú verið um 1.400 krónur ísienzkar eða um 20% hærra en á uppboðum í des- ember. Skinn af shadow-ref hefðu farið á 1.573 krónur, sem væri um 12% meira en í des. og verð á silfur- refsskinnum hefði verið 6.700 krónur og blásilfurrefsskinnum 3.780 krón- ur að meðaltali. Þá sagði Jón, að sala á minka- skinnum hefði gengið mjög vel og verðhækkunin á stærstu skinnunum verið á bilinu 10 til 17%. Sverrlr Ragnar Erla ÞAÐ BYRJARí flautuleikari, Daði Kolbeinsson, óbóleikari, Einar Jóhannesson, klarinettleikari, Joseph Ognibene, hornleikari og Hafsteinn Guð- mundsson, fagottleikari. Að kvöldvökunni lokinni verður gengið til náttsöngs, svo sem venja er á miðvikudagskvöldum. Listvinafélag Hallgrímskirkju er ungur félagsskapur, sem hefir þó látið talsvert til sín taka síðan það var stofnað. Tilgangur félags- ins er að efla listalíf við þjóðar- helgidóminn á Skólavörðuhæð, bæði í guðsþjónustum og á annan hátt. Þeir eru þegar orðnir margir listamennirnir, sem komið hafa við sögu í stuttu starfi félagsins, á sviði tónlistar, myndlistar, skáldskapar og á fleiri sviðum. Þessi starfsemi hefir verið mjög ánægjuleg og aukið áhuga margra fyrir hinu kirkjulega starfi og kirkjusókn farið vaxandi síðan fé- lagið var stofnað. En slíkt starf kostar fyrirhöfn og fé. Fjár hefir að mestu leyti verið aflað með fé- lagsgjöldum. Félagsmenn í List- vinafélaginu eru ennþá alltof fáir. Ég vil hvetja þá, sem unna fögrum listum og hafa áhuga á kristilegu starfi að gerast félagsmenn í Tómas Guðmundsson Listvinafélaginu, og styðja þannig þetta litla og sérstæða félag, fyrsta listvinafélagið, sem stofnað er hér á landi í tengslum við ákveðna kirkju. Allir geta gerst félagar, enda má segja að lands- kirkjan hafi nokkra sérstöðu í þessu efni sem öðrum. Það væri vissulega æskilegt, að öflugt list- vinafélag mætti taka við full- gerðri Hallgrímskirkju sem allra fyrst. Ég hvet listunnendur að fylgj- ast með starfsemi félagsins og fjölmenna á samkomuna, sem verður í kvöld til minningar um hið ástsæla skáld. Aðgangur er ókeypis og tekið er á móti nýjum félagsmönnum. Ragnar Fjalar Lárusson Bókaútgáfan Svart á hvítu: Bókaklúbbur stofnaður í febrúar Forráðamenn bókaútgáfunnar Svart á hvítu hafa ákveðið að stofna bókaklúbb. Verður hann væntanlega settur á laggimar um miðjan febrúar. Að sögn Guð- mundar Þorsteinssonar, annars ciganda bókaútgáfunnar, var sú ákvörðun tekin í byrjun þessa árs, eftir sýnilegan samdrátt í bóksölu á jólamarkaðnum. „Með tilkomu bókaklúbbsins vonumst við til að geta selt þær bækur sem Svart á hvítu hefur gefið út“ sagði Guð- mundur. „Það er töluverður verðmunur á bók sem keypt er í bókabúð annars vegar og hins vegar beint frá forlaginu, án álagningar bóksala. Sýnilega eru bókaklúbbar það sem koma skal á þessum markaði." Svart á hvítu hefur gefið út um tuttugu bókartitla, en auk þeirra kvað Guðmundur líklegt að í bókaklúbbnum yrðu einnig í boði bækur sem ýmsir einka- aðilar hefðu gefið út. Bókaút- gáfan Svart á hvítu er í eigu Guðmundar og Björns Jónas- Háskólatónleik- ar klukkan 12.30 í FRÉTT Morgunblaðsins í gær urðu þau mistök, að rangt var farið með tímasetningu á Háskólatónleikum. Sagt var að þeir hæfust klukkan 2.30 í Norræna húsinu, en hið rétta er að þeir hefjast klukkan 12.30. Morgun- blaðið biðst hér með velvirðingar á þessum mistökum. I GEGNUM TÍÐINA okkar föstudags- og laugardagskvöld Rauövínssoöiö léttreykt svínahamborgarlæri framreitt meö ristuðum ananas, sykurbrúnuöum jaröeplum, gulrófum, belgbaunum, hrásalati og rjómasveppasósu. Rjómais meö heitri rommsósu, perum og þeyttum rjóma. Miðapantanir í símum 77-500 og 68-73-70. Sjá einnig bls. 5-7-11-13-15 og 51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.