Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Anna Jósafats- dóttir — Fædd 11. apríl 1910 Dáin 1. janúar 1984 Vorið 1958 réðst ég sem kaupa- maður að Tilraunastöðinni á Skriðuklaustri. Jónas Pétursson var þar tilraunastjóri þá og Anna Jósafatsdóttir, kona hans, stóð fyrir búi innanhúss. Frá þeim tíma hefur heimili þeirra verið mitt annað heimili; á Skriðuklaustri, Lagarfelli og í Reykjavík, meðan þau bjuggu þar á þingmannsárum Jónasar. Anna Jósafatsdóttir fæddist í Krossanesi í Seyluhreppi 11. apríl 1910. Foreldrar hennar voru Jósa- fat Guðmundsson bóndi þar og þá ekkjumaður, fæddur 1853, og Ingi- björg Jóhannsdóttir, fædd 1870, vinnukona hans. Anna átti eitt al- systkini, Felix kennara og vega- verkstjóra, f. 1903, en 10 hálf- systkini samfeðra sem upp kom- ust, hin elstu miklu eldri en hún. Má nefna að systursonur Önnu og litlu yngri en hún var Hafsteinn Björnsson miðill. Anna var tekin í fóstur á fyrsta árinu. Á því heimili gusu upp berklar og sýktist Anna af þeim og átti hún við þá veiki að stríða til 10—11 ára aldurs. Árið 1914 flutti Jósafat að Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit og tók þá Önnu til sín og ólst hún þar upp uns hún fór í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal en um það leyti var Bændaskólinn ekki fullsetinn búfræðinemum og unglinga- fræðsla rekin þar jafnframt. Eftir það var hún starfstúlka á Hólum og þar kynntist hún Jónasi Pét- urssyni sem stundaði þar nám ár- in 1930—32 og sumarið 1933 hófu þau búskap á hluta af Hranastöð- um í Eyjafirði, föðurleifð Jónasar. Á Hranastöðum bjuggu þau til ársins 1946 að þau flytja til Akur- eyrar, en árið eftir skipast mál þannig að Jónas er ráðinn tilraunastjóri á nýstofnaðri til- raunastöð á Hafursá í Valla- hreppi, næsta bæ utan við Hall- ormsstað. Árið 1948 var ákveðið að flytja stöðina að Skriðu- klaustri. Sá tími er tilraunastöðin var á Hafursá var uppbyggingar- og undirbúningstími og það skammur að Anna og Jónas komu sér þar ekki upp heimili. Vorið 1949 flytur stöðin aö Skriðuklaustri og þar búa þau til ársins 1962 en fyrstu þrjá veturna var Anna á Akureyri þar sem hún hélt heimili fyrir tvö elstu börn sín sem gengu þar í skóla. Frá 1962 bjuggu þau svo á Lagarfelli en nokkra vetur héldu þau heimili í Reykjavík yfir þingtimann. Þessi ytri rammi í lífi Önnu seg- ir ekki hálfa sögu, meira er um verð sú kona sem að baki bjó. Önnu fylgdi höfðingsskapur og reisn hvar sem hún fór. E.t.v. gerði umhverfið mestar kröfur til hennar þau ár sem hún stjórnaði innanstokks á Skriðuklaustri, en því hlutverki skilaði hún með stakri prýði. Þar starfaði margt manna, einkum á sumrin og gesta- komur voru miklar og öllum sem þar dvöldu lengur eða skemur skapaði hún hlýtt og notalegt heimili. Störfum Jónasar Péturssonar um ævina hafa iðulega fylgt meiri og minni fjarvistir frá heimili og hvíldi því heimilishald oft mikið á Minning Onnu. Hlutur hennar í að gera Jónasi kieift að helga sig þing- mannsstarfinu á þingmannsárum hans var líka mikill. Þrátt fyrir erfiða æsku og sjúkdómsstríð á þeim árum var Ánna gæfumanneskja. Einn þátt- ur í gæfu hennar var að hún átti létta lund. Hún sá auðveldlega spaugilegu hliðarnar á tilverunni og hún laðaði að sér fólk með sínu hlýja viðmóti. Hún fagnaði gest- um og ætíð var gestkvæmt á heim- ili þeirra Jónasar. Á árunum sem ég og fjölskylda mín bjó á Skriðu- klaustri og við sóttum verslun og aðra þjónustu í Egilsstaði notuð- um við hvert tækifæri sem gafst til að koma við á Lagarfelli og þiggja þar góðgerðir. Vetrarríki getur verið mikið á Héraði og þá var gott að vita af Lagarfelli sem áningarstað á leið suður eða að sunnan og svo ómetanlegt athvarf sem heimili þeirra Jónasar var okkur þá höfðu þau einlægt lag á því að kveðja okkur þannig að nú værum við búin að gera þeim stór- an greiða. Ánna og Jónas eignuðust þrjú börn. Þau eru: Hreinn, rafmagns- tæknifræðingur, kona Sigríður Halblaub; Erla, símavörður, sam- býlismaður Ármann Magnússon, og Pétur Þór, búfræðikennari, kona Freyja Magnúsdóttir. Ég flyt Jónasi og börnum þeirra Önnu innilegustu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Matthías Eggertsson Sakna ég ykkar iiðnu lífs míns stundir líkin mín í timans stóru gröf. Styðst ég nú við minninganna mundir mæni gegnum öll mín tárahöf. Þessi visa kom í hug minn þegar ég frétti lát vinkonu minnar, Önnu Jósafatsdóttur. Við vorum á sama aldursskeiði og búnar að lifa lang- an dag og margs að minnast, en þó finnst okkur sem eftir lifum að hún hafi dáið um aldur fram. Við vorum komnar á fimmtugsaldur- inn þegar kynni okkar hófust og með okkur tókst vinátta sem ent- ist vel meðan báðar lifðu. Þó hef ég heyrt því haldið fram að engin vinátta sé eins haldgóð og sú sem myndast í æsku, en ég hef reynt að það er ekki algild regla. Þegar ég flutti að Arnaldsstöð- um í Fljótsdal vorið 1957 stjórn- uðu þau ríkisbúinu á Skriðu- klaustri hjónin Jónas Pétursson og Anna Jósafatsdóttir, og fljótt eftir komu mína í dalinn kynntist ég þessum ágætu hjónum. Þótt margt hafi breyst og mikið vatn runnið til sjávar síðan við Anna áttum báðar heima í Fljótsdalnum er þetta nafn, Klaustur, Skriðu- klaustur, alltaf í mínum huga fyrst af öllu tengt Önnu Jósa- fatsdóttur, þegar ég var að koma í heimsókn að Klaustri og Anna kom á móti mér og fagnaði mér með þessari einlægu hlýju og gleði, sem ósjálfrátt gefur okkur trú á lífið. Mér er margt hugstætt í fari Önnu, þótt ég finni mig ekki þess umkomna að tjá sem ég vildi. Hún virtist vinna öll verk þannig að þau veittu henni ánægju, hún var ekki haldin þeim fordómum og hugarangri, sem þjáir svo margar t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jarðarför manns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, GEIRS ÞORLEIFSSONAR, múrarameistara, Borgarnesi. Guö blessi ykkur öll. Borga Jacobssen, María Geirsdóttir, Frank James, Steinunn Geirsdóttir, Brynjólfur Einarsson, Geirdís Geirsdóttir, Ómar Einarsson, Þorleifur Geirsson, Katrín Magnúsdóttir og barnabörn. nútímakonur, að heimilisverk og þjónusta innan fjölskyldu sé böl og kúgun sem konan verði að brjótast undan. Það var alltaf svo hreint í kringum Önnu vinkonu mína og eins og henni mistækist aldrei neitt verk sem hún vann. Hún átti alltaf tíma fyrir gesti og gangandi, enda bar margan gest að garði á Skriðuklaustri, inn- ansveitarfólk og aðra, og ég held ég megi segja að allir hafi fundið sig þar velkomna. Húsdýrin á Klaustri báru þess vitni hvað húsmóðirin var mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá. Já, horfnar stundir koma ekki aftur, tíminn tekur allt, minningin er ýmist sár eða hlý. Ég minnist allra samverustunda okkar Önnu með gleði, hún hafði þessa skemmtilegu kímnigáfu sem ekki skaðaði umhverfið. Allir sem þekktu þau hjónin vissu hve fal- legt heimili hún bjó sér og fjöl- skyldu sinni. Eftir að fjölskyldan flutti að Lagarfelli í Fellum minn- ist ég sérstaklega allra blómanna sem hún ræktaði, bæði úti og inni, og báru vitni um smekkvísi henn- ar á það sem var fagurt og taldi hún ekki eftir sér stundirnar sem fóru í blómaræktina, frekar en þegar hún hlúði að málleysingjun- um sínum á Skriðuklaustri. Síðast þegar ég hitti Önnu var hún orðin sjúk, en hún var æðru- laus og átti ennþá þennan hress- andi húmor, og mér er sagt að sá eiginleiki hafi ekki horfið meðan hún hafði ráð og rænu. Síðustu stundirnar voru erfiðar og það er erfitt fyrir aðstandendur að horfa á ástvini sína þjást og berjast við dauöann, en hún hafði trú á lífi eftir líkamsdauðann, og því ætti manni ekki að verða að trú sinni? Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Önnu Jósa- fatsdóttur. Olga Egilsdóttir Sumarið 1959 var eitt besta heyskaparsumar í manna minn- um, í það minnsta á Austurlandi. Það var því létt yfir Jónasi Pét- urssyni, þáverandi tilraunastjóra á Skriðuklaustri, er hann kom úr kaupstað með nýja kaupamann- inn, þann er þetta ritar, þá um haustið. Mér leið vel allt frá fyrsta degi á Klaustri, hjá þeim Jónasi og Önnu Jósafatsdóttur konu hans og öðru heimilisfólki. Komu þar ekki síst til mannkostir Önnu. Þótt þau Jónas og Anna hafi verið ólík um margt var ætíð með þeim góður kærleikur, gagnkvæm virðing og samheldni. Anna stjórnaði öllu innanhúss á Klaustri af stakri prýði. Af því fékk ég góða reynslu, ekki síst þennan vetur, en þá var ég við gegningar heima við, hugsaði um kýr, fé og hross og var í ýmsum snúningum fyrir heimilið. Anna gerði meira en að stjórna, hún lét aldrei sitt eftir liggja við hvaðeina, sem gera þurfti. Hún var ákaflega drjúg til verka, án þess að hún virtist vera að flýta sér. Umhyggja og tillitssemi við aðra var mjög rík hjá Önnu, en hún var þó ætíð ákveðin og skýr, og lognmolla og tvískinnungur voru víðs fjarri henni. Anna vann sér því auðveldlega skjótrar virð- ingar. Hún þurfti aldrei að biðja tvisvar um sama hlutinn, og hún kunni vel að meta þegar vel var gert. Hún kunni einnig þá list að gera athugasemdir við það, sem henni þótti miður fara, á þann hátt að engum varð til minnkunar. Ef til vill er mér minnisstæðust í fari Önnu virðing hennar á nátt- úrunni umhverfis sig og þá ekki síst ást hennar á dýrunum. Þeir voru ófáir brauðmolarnir sem hún rétti að hrossunum eða strokur um nasir og granir. Ætíð var gestkvæmt á Klaustri, enda var gestrisni mikil svo að af bar. Anna var mannblendin og kunni að halda uppi samræðum. Naut sín þá vel glaðværð hennar, kímni og góð greind. Anna sómdi sér alls staðar vel, hvar sem hún fór. Sómdi hún sér vel við hlið Jónasar er hann var kosinn á þing. Þeim Jónasi varð þriggja barna auðið, Hreins, Erlu og Péturs Þórs, sem öll bera umhyggju for- eldra sinna gott vitni. Sjálfur var ég ekki nema hálft annað ár á Klaustri í tíð Önnu og Jónasar, vetur og tvö sumur, en þau fluttu að Lagarfelli í Fellum árið 1962. Traust vináttubönd bundu okkur þó ætið saman, enda hitti ég þau oft, m.a. á meðan ég dvaldist hjá Matthíasi Eggerts- syni á Skriðuklaustri árin 1963—’66. Við hittumst við og við eftir að ég stofnaði eigið heimili á Akur- eyri. Það voru fagnaðarstundir og börnin hændust að henni. Verst hve fundir okkar strjáluðust hin síðari ár, en síðast sá ég Önnu í 80 ára afmæli Ræktunarfélags Norð- urlands hinn 11. júní vorið 1983. Anna gekk þá ekki heil til skógar, en hún lét það ekki aftra sér frá því að sækja Ræktunarfélagið heim, enda mun þeim hjónum báð- um hafa verið hlýtt til þess frá fyrri tíð. Þessi fátæklegu kveðjuorð verða að nægja, þótt margt sé enn ósagt. Áður en ég lýk þessum orðum vil ég þó nefna sérstakan eiginleika, sem ætíð fylgdi Önnu, en erfitt er að skilgreina. Þar á ég við hversu vel mér leið ætíð í návist hennar, óháð því hvort um lengri eða skemmri tíma var að ræða. Ég veit að hér tala ég fyrir munn margra. Mér er því fyrst og fremst þakklæti í huga til Önnu og til forsjónarinnar fyrir að hafa látið leiðir okkar liggja saman um stund. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín, þér, kæri Jónas, ásamt börn- um og barnabörnum ykkar hjóna, innilegar samúðarkveðjur. Þórarinn Lárusson Minning: Gunnar Einarsson loftskegtamaður Fæddur 22. júní 1915 Dáinn 29. nóvember 1983 Mér þykir ótilhlýðilegt að láta vin minn og samstarfsmann um þriggja áratuga skeið, liggja óbættan hjá garði. Þess vegna vil ég minnast hans með fáum orðum. Hann var þó manna síztur til að kæra sig um slíkt, þannig var hógværð hans og látleysi, enda maðurinn frekar dulur og fáskipt- inn. Gunnar Einarsson var fæddur að ívarsseli í Reykjavík 22. júní 1915. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson, sjómaður og verka- maður, og kona hans Helga ívarsdóttir. Einar var fæddur í Pálsbæ á Seltjarnarnesi 3. sept- ember 1877, dáinn 4. janúar 1964, sonur Sigurðar útvegsbónda í Pálsbæ og á Litla-Seli í Reykjavík, frá Bollagörðum á Seltjarnarnesi, 29. febrúar 1850 — 31. janúar 1906, Einarssonar, bónda þar, Hjörleifssonar. Helga fædd á ívarsseli 6. júlí 1877 — 19. júní 1957, ívarsdóttir, útvegsbónda frá Æsustöðum í Mosfellssveit, 8. apr- íl 1832 — 28. mars 1899, Jóna- tanssonar, bónda þar, Jónssonar. 1943 kvæntist Gunnar Jóhönnu Guðmundsdóttur frá ísafirði, Guðmundar, skipstjóra frá Hvammi í Dýrafirði, Kristjáns- sonar, bónda í Hvammi, Jónssonar og konu hans Ingileifar frá Haukshúsum á Álftanesi, Stefáns- dóttur, sjómanns á ísafirði, Jóns- sonar. Börn þeirra Jóhönnu og Gunn- ars eru Gylfi, fæddur 2. júlí 1943, endurskoðandi í Hafnarfirði, kvæntur Helgu Helgadóttur. Gunnar, fæddur 21. apríl 1945, skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Hörpu Harðardóttur, og Helga, fædd 23. október 1946, fyrrv. sendiráðsritari í London, nú skrifstofumaður hjá Iðnaðarbank- anum, gift David C. Langham. Við Gunnar kynntumst snemma, enda fermdir saman hjá séra Bjarna, 5. maí 1929. Seinna á ævinni urðum við samstarfsmenn á Reykjavíkurradió/TFA yfir 30 ár og bjuggum í sama húsi í hart- nær 32 ár. Gunnar tók vélstjórapróf hið minna 1939 og loftskeytamanns- próf 1941, var loftskeytamaður í afleysingum á skipum þar til hann gerðist starfsmaður Landssíma Islands árið 1942 um haustið. Fyrst við Radíóeftirlitið og á stuttbylgjustöðinni á Vatnsenda, síðan sem loftskeytamaður og yf- irumsjónarmaður á Reykjavík- urradió/TFA allar götur til 1980. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það starf. Þar þurfti mikillar árvekni við, vakandi vit- und um hvað fram fór í hafinu og ríkan skilning á lífi sjómannsins og aðstandendum þeirra í landi. Þetta skildi Gunnar vel, þess vegna var hann farsæll í starfi, auk þess með alfærustu loft- skeytamönnum þessa lands. Aftur á móti þoldi hann stundum illa nöldur misviturra nýgræðinga og hegðaði sér eftir því, enda skap- mikill og lét ekki vaða ofan í sig. í fríum sínum leysti hann oft af á ýmsum skipum, og tvö sumur, 1957 og 1958, var hann loftskeyta- maður í vísindaleiðangri Dr. Lauge Koch á Ellaö á Norðaust- ur-Grænlandi. Gunnar var einstakt snyrti- menni í öllum háttum, svo af bar, það sást í smáu sem stóru, og fór sízt framhjá þeim, sem bjuggu í nábýli við hann árum saman. Eins var hin ágæta kona hans, enginn hugsaði eins vel um garð hins sameiginlega húss, að Birkimel 8, sem hún. Gunnar var einnig mjög góður teiknari og málaði m.a. nokkur athyglisverð málverk, sem prýddu heimili þeirra hjóna. Sér- stakt áhugamál hans var þó ætt- fræði, hún var honum hjartfólgin, enda stundaði hann hana af vís- indalegri nákvæmni, þar var ekki komið að tómum kofanum, ef ein- hvers þurfti að spyrja. Því miður misstum við af þeim árangri, sem hann hefði getað náð á þessu fróðleikssviði, vegna van- heilsu hans allt síðasta sumar og andláts í haust. Það er bara að vona, að birta hins sólríka síðsumars verði bjart- ari hinum undursamlegu skýjum haustsólarinnar og fylgi hinum brottfarna til fyrirheitna lands- ins. Snemma í haust fluttist fjöl- skyldan að Hofgörðum 22, og þótti íbúum Birkimels 8A þá mikið skarð fyrir skildi vegna fyrir- myndar framkomu þeirra í sam- búð. Að lokum sendir Félag íslenzkra loftskeytamanna aðstandendum Gunnars innilegar samúðarkveðj- ur. Svo og undirritaður og hans fjölskylda. Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.