Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 34 HVAÐA HANH ABHHTA? Innan skamms kemur nýr ofn á markaðinn. En góður og vandaður ofn þarf gott og vandað nafn. HVAÐ LEGGUR ÞÚ TIL AÐ HANN HEITI? VIÐ EFNUM TIL VERÐLAUNASAMKEPPNI UM NAFN Á OFNINUM. 1. verðlaun — kr. 5.000- 2. verðlaun — kr. 3.000.- Sendið tillögur, ásamt nafni, heimilisfangi og síma til OFNASMIÐJUNNAR HF. fyrir 10. feb. n.k. TAKIÐ EFTIR! Engin suða að ofan og því minni hætta á tæringu. Ekki hvöss brún ofan á ofninum. Sérstakar hitaþynnur sem eru punktsoðnar mjög þétt á ofnana sjá um að varmagjöf er mjög mikil og ofninn því á hagstæðu verði og ódýr í rekstri. HÁTEIGSVEGI 7-105 REYKJAVÍK - S: 21220 Metsölublcu) á hverjum degi! Athugasemd vegna fréttar um Kaupfélag Olafsvíkur Undirritaöur óskar eftir því við Morgunblaðið að fá birtar athuga- semdir vegna viðtals er tekið var við undirritaðan og birtist í Morgun- blaðinu þann 20. janúar sl., en við- talið var tekið í tilefni opnunar Kaupfélags Ólafsvíkur. í áður- nefndu viðtali er farið mjög frjáls- lega með þær upplýsingar er undir- ritaður gaf og sumstaðar haft rangt eftir. Aðspurður um það hvort útibú K.B. Olafsvík hefði ekki verið rek- ið með tapi undanfarin ár, svaraði undirritaður því til að í næstum öll þau ár er útibú K.B. Ólafsvík hefur verið rekið hefur það sýnt halla í rekstri, en á það bæri að líta að útibúið hefur ekki notið fullrar álagningar af þeirri vöru er það var að selja, um það að Kaupfélag Borgfirðinga hefði ákveðið hvort halli eða hagnaður væri á útibúinu vill undirritaður taka það fram að það er frá blaða- manni þeim er viðtalið tók komið. í áðurnefndu viðtali er haft eft- ir undirrituðum að Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, hefði tekið 10% af allri álagningu úti- búsins og fært á deildir félagsins í Borgarnesi. Hér er farið mjög frjálslega með þær upplýsingar er gefnar voru, það sem undirritaður sagði við blaðamann var að nokkrar deildir KBB hefðu fengið hluta þeirrar álagningar (allt að 10%) af þeim vörum er útibúið verslaði hjá viðkomandi deildum, þetta á þó ekki við allar deildir KBB. Fráleitt er það sem sagt er í við- talinu að Kaupfélag Borgfirðinga hafi tekið 10% af ailri álagningu útibúsins og fært á deildir sínar í Borgarnesi, þessi fullyrðing er frá blaðamanni komin og lýsir fyrst og fremst vankunnáttu hans á verslunarrekstri. Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu Ólafur Arnfjörð Athugasemd ritstj. Sá hluti viðtalsins sem ólafur Arnfjörð kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Ólafsvíkur gerir athugasemd- ir við var þannig: „Aðspurður á hvaða hátt ætlunin væri að snúa rekstrinum við sagði ólafur: „Það er flókið mál. Kaupfélag Borgfirð- inga í Borgarnesi hefur í raun ákveðið hvort halli væri eða hagn- aður með ýmsum ákvörðunum. Til dæmis tóku þeir 10% af allri okkar álagningu og létu deildir sínar í Borgarnesi njóta góðs af og einnig ..." Vegna athugasemda kaupfé- lagsstjórans vill Morgunblaðið taka eftirfarandi fram: Svar ólafs við spurningu blaðamannsins er orðrétt eftir honum skrifað að öðru leyti en því að við nánari at- hugun blm. á handriti sínu kom í Ijós að orðinu „allri" á undan „okkar álagningu" er ofaukið og er beðist velvirðingar á því. Þetta breytir þó ekki efni svarsins því kaupfélagsstjórinn sagði ekki að hér væri um „nokkrar" deildir KBB að ræða sem fengið hefðu „allt að“ 10% álagningarinnar. Það skal einnig ítrekað að það var kaupfélagsstjórinn sjálfur sem sagði að Kaupfélag Borgfirðinga hefði ákveðið hvort útibúið hefði verið rekið með hagnaði eða halla en ekki blaðamaðurinn. Bókasýning í Norræna húsinu í BÓKASAFNI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á norrænum bókum, sem tilnefndar hafa verið til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, en þau hafa verið veitt frá árinu 1%2. Bókasafnið á flestar þær bækur, sem hér um ræðir, nema helst þær, sem eru eftir íslensku höfundana, en sumar eru þó til í þýðingum yfir á tungur frændþjóðanna norrænu. Stendur bókasýningin út febrú- armánuð, en hún er sett upp nú vegna þess annars vegar, að nýlega var ákveðið, hver hljóta skuli bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1984, og hins vegar til að minna á norræna bókmenntaárið 1983— 84. Hægt er að fá bækurnar léðar í skammtímalán, meðan á sýningu stendur, en að henni lokinni verða þær lánaðar út í 30 daga, eins og vant er um útlánsbækur safnsins. (Frétutilkynning). FEBRÚAR TILBOD Viö bjóöum 1.200 króna afslátt af 12 mynda myndatöku og eini stórri stækkun í stæröinni 30 x 40 cm. Verö meö afslætti er kr. 2.925.- Takmarkaður fjöldi myndataka. Pantið því tíma strax. barna&fplsk/ldu- Ijósmyndir A usturstrœti 6, sími 12644. SUZUKI BILASYNING s* - í dag. Opiö 13—17. Nýr Suzuki SA 310- $ Sveinn Egilsson hf suzuKij Skeifan 17, sími 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.