Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 41 stæði þess sem stæði að samstarf- inu. Þetta minnti mig á fóstbræð- ur tvo á Vestfjörðum, Þorgeir Há- varson og Þormóð Kolbrúnar- skáld. Tíðindi gerðust er þeir vóru við hvanntöku framan í björgum. Þeir höfðu verið við nokkuð af deginum og Þormóður lagt sig. Þegar hann vaknaði undraði hann að Þorgeir fóstbróðir hans skyldi ekki vera þar til staðar og fór að kalla, til að ná sambandi við hann. Þorgeir svaraði seint og illa. Hinn spurði, hvort hann væri búinn að taka nóg af hvönn. Þá kom þetta fræga svar þessa sjálfstæða manns, í anda fjórða þingmanns Norðurlands eystra. Þorgeir kvaðst ætla að nóg væri upp tekið er sú væri laus er hann héngi nú í!! Þá hékk hann á einni hvannarót- inni og gat ekki komizt úr bjarg- inu. Þætti sér slík minnkun að leita til Þormóðar að hann vildi heldur láta þar lífið en biðjast að- stoðar. Nú sýnist mér þingmaður norð- an og austan ekki líklegur til þess að lenda í sjávarháska eða neinu slíku, en hann gæti átt það til að flækjast upp á fjöll til rjúpna. Væri fróðlegt að vita hvort honum þætti sér slík minnkun að ef Bandaríkjamenn kæmu nú á þyrlu og björguðu honum, að hann vildi heldur láta þar líf sitt en þiggja aðstoðina...“ Vakti samlíking Ólafs við hina vestfirzku fóstbræðrasögu kátínu nokkra. Steingrímur Sigfússon brást vondur við og mælti: „Það eru dýr björgunarlaun að selja fósturjörð sína fyrir líftóruna og mín er ekki þess virði — og hafðu það.“!! Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, minnti þá alþýðubandalagsmenn á, að Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra „þeirrar ríkisstjórnar, sem við sátum saman í“, þ.e. al- þýðubandalagsmenn og Fram- sóknarmenn, hefði flutt tillögu á þingi um byggingu þessarar sömu flugstöðvar, með samþykki þing- flokks Framsóknarflokksins. Eng- in breyting hafi orðið á þessari afstöðu. Hér lýkur að sinni frásögn af orðaskiptum fyrrum fóstbræðra í stjórnarsamstarfi alþýðubanda- lagsmanna og framsóknarmanna, um flugstöðvarbyggingu á Kefla- víkurflugvelli. Hvor þeirra hangir í hvannarótinni skal ósagt látið. Tvítugur piltur í Ghana sem hefur gaman af dansi og söng: Agyeman Ocran, No A 19/4 Buckman Avenue, Cape Coast, Ghana. Þrettán ára japönsk stúlka sem safnar póstkortum: Fumi Miura, 1537-2 Hon-machi, Mihara-shi, Hiroshima, 723 Japan. Sextán ára finnsk stúlka með mjög mörg og margvísleg áhuga- mál: Anneli Norring, 16600 Járvelá, Finland. Frá Bretlandi skrifar 26 ára ungfrú, sem vill eignast pennavini á aldrinum 22-40 ára. Segist hafa mörg áhugamál, en er þó ekki fyrir íþróttir: Margaret Edna James, „Rosewenna“, 28 Church Street, SL Columb Minor, Newquay, Cornwall TR7 3Ex, England. Tólf ára finnsk stúlka með áhuga á tónlist og dansi: Kirsi Pirilá, Ollinkehá 8G 87, 92120 Raahe 2, Finland. . NORDMENDE •O „Lengi getur gott batnað“ Nýja Nordmende myndtækiö hefur nú veriö gert tíu sinnum betra og var þó valiö af stærri myndbandaleigum vegna gæöa og góörar þjónustu. STUTT LÝSING: 1. Skyndi-upptaka ef mikið liggur á. 2. .14 daga upptökumínni gefur mikla möguleika á upptöku fram í tímann. 3. Læsanleg myndleit á ní- földum hraöa fram og til baka. 4. Góö kyrrmynd ef skoöa þarf nánar. 5. Rammi' á eftir ramma- kyrrmynd þannig aö hver hreyfieining á eftir annarri er möguleg. 6. Sjálfvirk fínstilling á mót- takara. 7. Sjálfvirk bakspólun. 8. Rakaskynjari. 9. Átta stööva minni. 10. Kvartz-stýröir mótorar. 11. Digital-teljari þannig aö auövelt er aö skrá hvar ákveöiö efni er á mynd- bandinu. 12. Framhlaöiö, tekur minna pláss. 13. Léttrofar sem eru sam- hæföir. 14. Stærö: Breidd 43,5 sm. Hæö 13,0 sm. Dýpt 36,0 sm. V»l-----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.