Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 39 sinn fallega og æðrulausa hátt. Já, það er þessi fallega mynd góðrar stúlku, sem nú mun geymast í hugum okkar, sem henni kynnt- umst. Slíka mynd er gott að eiga, hún er og verður svo skýr og lif- andi hvenær sem til hennar er lit- ið. Og nú þegar ég kveð Bryndísi, þá á ég þá ósk besta, að líf hennar megi verða okkur til eftirbreytni og þroska. Þannig verður minn- ingu Bryndísar Elíasdóttur mesti sómi sýndur. Hvíli hún í friði. G.T. Þó Bryndís Elíasdóttir hafi ekki átt að baki mörg ár get ég ekki sagt að mér hafi komið á óvart fréttin um andlát hennar í Land- sspítalanum 27. janúar sl. Hún hafði um skeið farið mjög halloka fyrir vægðarlausum sjúkdómi, sem hún frá unglingsaldri vissi að mundi verða líklegt hlutskipti hennar. Systkin hennar tvö, Ingi- björg og Pétur Þór, hlutu og sama skapadóm og eru farin heim til Guðs. Það voru þung spor að ganga mót framtíð slíkri óvissu bland- inni, þegar allt annað var svo fjarska gott. Til slíkrar göngu þarf mikinn kjark og stöðuga kjölfestu. Hvort tveggja átti Bryndís. Hún var ein mesta prýði á hópnum, sem var að spretta úr grasi á Bíldudal á sjötta áratugn- um. Hún Bryndís var fædd 2. maí 1947 og voru foreldrar hennar Kristrún Kristófersdóttir og Elías Jónsson, sem lést þegar þau syst- kinin voru á barnsaldri. Þau voru bæði ættuð úr Arnarfirði og nærsveitum og stóð að þeim mikið mannkostafólk á alla grein; greint, skapfast og dugmikið, glaðvært og skemmtilegt. Þegar ég minnist þeirra ára sem við vorum að komast á legg á ég einkar góðar hugsanir um félags- skap okkar krakkanna og þau kjör, sem við nutum. Mannlíf þyk- ir mér hafa verið vel heilbrigt á Bíldudal eftir tíðarhætti og við áttum góða að. Kennarar okkar voru flestir mikið afbragðsfólk og höfðu á okkur góð áhrif, ekki síst konurnar í þeim hópi og skóla- stjórinn. Presturinn okkar skipaði mikilvægan sess í lífi okkar með sunnudagaskólahaldi og barna- stúkustarfi, sem fæstir létu fram hjá sér fara. Á vettvangi æsku okkar voru starfsemi og reglusemi einkunnir en ekki síður glaðværð og vinátta. Bryndís spratt upp í þessum varpa sem sóley og brosti við lífinu. Hún brosti oft, var manna glöðust og yljaði okkur oft um hjartaræturnar. Við urðum nokkur samferða fyrstu sporin að heiman og héld- um að Núpi til skola. Að eiga jafn traustan og indælan vin og hana í svo erfiðum sporum fæ ég seint fullþakkað. Þá treystist vinátta, sem hélst traust þrátt fyrir fækk- andi tækifæri til samfunda eftir því sem lengra leið á ævina. Endurfundir voru engu háðir í tímaleysi vináttunnar. Þegar við hittumst var alltaf eins og við hefðum sést í gær. Bryndís lagði fyrir sig nám við Samvinnuskólann og hefur tekið þaðan próf 1965. Hún vann svo við skrifstofustörf, fyrst heima á Bíldudal, síðar í Reykjavík. Hún gat sér gott orð sem ábyggilegur og klár starfsmaður. Bryndís eignaðist son sem hún hét Kristján Þór eftir stjúpa sín- um, Kristjáni Þ. ólafssyni, sem hún mat mikils. Þau Kristrún hafa mátt bera þungar byrðar en þau hafa haft þá gæfu að standa saman um það. Tvö börn eiga þau saman, efnismanneskjur, Sigríði og Kristófer. Sorg þeirra allra er þung nú og söknuðurinn sár. En mig langar að minna þau og aðra hrygga á eftirvæntinguna eftir sólarkomunni í þorrabyrjun, þeg- ar hún var að þoka geislum sínum lengra og lengra niður eftir fjallshlíðinni fyrir ofan Bíldudal. Við krakkarnir fórum stundum upp á Hrygg til að sjá hana sem fyrst og syngja í sólunni. Að því kom svo alltaf að hún baðaði á sínum tíma litla þorpið okkar geislum sínum. Göngum í sorg okkar uppeftir og syngjum í sólunni og munum að sá sem stýrir gangi hennar stýrir og lífsfleyi okkar í örugga höfn um síðir, hvort sem sjóleiðin hefur verið löng eða stutt, ströng eða blíð, ef við aðeins gefum honum stýrið. Um þetta sungum við líka í sunnudagaskólanum hjá séra Jóni: Mitt fley er svo lítið en lögurinn stór. Mitt líf er í Frelsarans hönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé [há beint upp á himinsins strönd. Jakob Hjálmarsson „Enn man grasið þig. Man enn þegar þú sagðir. En hve grasið er grænt og gott að anda.“ Nína Björk Árnadóttir. Mig langar að minnast hér ör- fáum orðum vinkonu minnar og skólasystur, Bryndísar Elíasdótt- ur, sem nú er látin eftir langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Hún var dóttir hjónanna Kristrúnar Kristófersdóttur og Elíasar Jónssonar, fædd 2. maí 1947 og var því aðeins 36 ára að aldri þegar hún lést. Við sáumst fyrst í gamla Menntaskólahúsinu í Reykjavík 1963 þar sem báðar þreyttu inn- tökupróf í Samvinnuskólann að Bifröst. Við vorum utanbæjar- Málfríður Asmunds- dóttir — Minning Fædd 10. febrúar 1899 Dáin 17. janúar 1984 Lífsferill minn hefur verið á þann veg, að ég hef frekar staðið þar sem áhorfandi heldur en beinn þátttakandi, en lífsganga Málfríð- ar Ásmundsdóttur, sem nú hefur kvatt sinn jarðneska ævidag, var lífsganga, sem mótaðist á annan veg. Þar var starf og reglusemi i fyrirrúmi og samhliða þeirri lífs- stefnu var rétt dómgreind og já- kvæður skilningur á því, sem frek- ar má kalla tímabundið áhuga- leysi með sínar orsakir og afleið- ingar heldur en að þar sé beint um greindarfarslegan vanmátt að ræða. Þessi jákvæða afstaða átti engu síður við um mann hennar, Sigurjón Skúlason, en hann féll frá árið 1967. Nú eru þessi hjón, Málfríður og Sigurjón, bæði farin, en eftir lifa synir þeirra þrír og einn af þeim býr enn í húsinu við Skildinganeshólana, þar sem þau settust að fyrir rúmlega 50 árum. Ég vil að endingu færa mína þökk fyrir þá velvild og þann skilning sem þau hjónin sýndu mér það tímabil sem ég hef senni- lega erfiðast átt. Minning þeirra mun veita eftirlifandi ástvinum huggun og styrk á hinni skamm- vinnu lífsbraut hins jarðneska ævidags. Þorgeir Kr. Magnússon stelpur komnar til Reykjavíkur í þessum erindagjörðum einum. Við kíktum uppburðarlitlar hvor á aðra í ganginum fyrir framan prófsal og datt hvorugri í hug að hægt væri að yrða á bláókunnuga manneskju að fyrra bragði. Ekki hafði dregið úr uppburð- arleysinu þegar komið var að Bif- röst og við létum þegjandi ráð- stafa okkur, í sitt hvorri herberg- ið, reyndar staðfastar í því þá að kynnast hvor annarri. Það leið heldur ekki á löngu þar til við vorum orðnar óaðskiljan- legar vinkonur, deildum saman þeim fulla trúnaði sem e.t.v. að- eins er til hjá stelpum á þessum aldri. Þrátt fyrir viðkvæma lund Bryndísar var hlátur og ærsl aldrei langt undan þar sem hún var. Bryndís var hláturmildust allra, gædd ríku ímyndunarafli og góðri greind. Henni sóttist enda námið vel. Þó var ein sú náms- grein sem hún hafði megnustu vanþóknun á, en það var danska. Hún sagðist myndu hugleiða hvort hún legði stund á þetta tungumál nýlenduherranna — sem þó varla gæti risið undir því nafni — þegar handritin væru heimt til íslands að nýju. Þess má geta, að sú sem þetta skrifar kúrði í leynum yfir dönskuglósum eftir þessa yfirlýs- ingu, ráðalaus gegn ofureflinu; festu Bryndísar og strangleika skólameistara sem dönskuna kenndi. í bekkjarriti Samvinnuskóla- nema útskrifaðra 1965 valdi Bryn- dís sér einkunnarorð eins og aðrir skólafélagar hennar. Hún kaus sér að einkunnarorðum: „ ..., það sem ég vil og vona gerir mig bjartsýna". Ég hygg að það hafi ekki veriðtilviljun ein sem réð því að Bryndís kaus að hirða ekki um fyrrihluta þessa fleyga orðtaks Albert Schweitzer; að henni hafi þá þegar boðið í grun að e.t.v. gæti svo farið að henni yrði ekki langra lífdaga auðið. Syni hennar, Kristjáni Þór, móður, fóstra og systkinum sendi ég innilegustu samúðaróskir. Þeirra er missirinn mestur. Bless- uð sé minning Bryndísar Elías- dóttur. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir Það er erfitt að sætta sig við þegar einhver ættingi eða vinur er kvaddur héðan svo fljótt. Ung kona, sem manni finnst eiga svo mörgu ólokið hér. Bryndís er búin að eiga við sjúkdóm í nokkur ár. Alltaf verið jafn dugleg eftir hvert áfallið, að drífa sig upp. Byrjaði þar sem frá var horfið. Hún vann eins lengi og hún gat. Sama á hverju gekk, alltaf var stutt í brosið hjá henni. Bryndís fæddist á Bíldudal 2. maí 1947 — d. 27. jan. 1984. Dóttir hjónanna Kristrúnar Kristófers- dóttur og Elíasar Jónssonar. Systkini hennar voru Ingibjörg, f. 4. des. 1944. — d. í sept. 1969. Hún lét eftir sig eiginmann, Kristján Mikaelsson, og tvö börn, Elías og Söndru. Pétur Þór, f. 26. júlí 1948 — d. 11. apríl 1982. Lét eftir sig unnustu, Margréti Friðriksdóttur. Föður sinn misstu þau á unga aidri úr þessum sama sjúkdómi sem þau öll hafa látist af. Móðir hennar giftist síðar Kristjáni Þ. Ólafssyni, eignaðist með honum tvö börn, Sigríði og Kristófer, sem bæði eru gift. Móðir hennar, Dúdda, hefur þurft að sjá á eftir öllum börnum sínum og eiginmanni úr fyrra hjónabandi. Er það mikil reynsla hverjum manni. Hún hefur verið börnum sínum styrk stoð í þeirra veikindum. Bryndís mat stjúpa sinn mikils, hann hefur reynst henni eins og besti faðir. Ég kynntist Bryndísi fyrir rúm- um tuttugu árum, er við fórum í nokkurra daga sumarleyfi með vinum okkar. Hefur sú vinátta haldist síðan. Bryndís útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Hún vann í nokkur ár á skrifstofu hjá Kaupfélagi Arnfirðinga á Bíldudal en fluttist í Kópavog árið 1970 til móður sinnar og stjúpa. Hún vann hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga á skrifstofu og vann þar meðan hún gát unnið vegna veikinda sinna. Bryndís átti eitt barn, soninn Kristján Þór, sem er f. 29. maí 1971, og er því aðeins tólf ára gamall er hann sér á bak móður sinni. Bryndís festi kaup á ibúð með dugnaði sínum og leigði hana í nokkur ár. Seldi hana síðan og keypti sér aðra, sem er í sama húsi og móðir hennar og stjúpi búa í. Bryndís hafði búið hana smekklega. Yndislegt var að koma til hennar og finna hve hún var ánægð að vera í sínu eigin hús- næði. Bryndís var góðum gáfum gædd. Eiginmaður undirritaðrar er frá Bildudal og hefur mér fundist eins og Bryndís væri systir hans og besti vinur alla tíð. Ég og fjöl- skylda mín óskum henni Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Biðjum Guð að halda verndar- hendi yfir syni hennar og öðrum ættingjum. Blessuð sé minning hennar. Yinkona S.B. SCHIPHOL Besti f lugvöllur heims* Schiphol-flugvöllurinn viö Amsterdam er ár eftir ár kjörinn besti flugvöllur veraldar af þeim sem best til þekkja - þeim sem stöðugt eru aö ferðast um heiminn í viðskiptaerindum. Þeir eru ekki í vafa um það á hvaða flugvöll er best að koma, eins og kosningar margra virtra ferðatímarita sýna. Frábær staðsetning Schiphol í hjarta Evrópu, stórkostlegar samgöngur til og frá vellinum í lofti, á láði og legi, þaulskipulögð þjónusta 30 þúsund starfsmanna og stærsta fríhöfn heims, leggjast á eitt við að gera Schiphol að drauma- viðkomustað reyndra ferðalanga sem óreyndra. Þangað flýgur Arnarflug. Flugfélag með ferskan blæ ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 BUSINtSSTRAVl l I I K SI-HI UMBERIVBI airports Best 1 Schiphol Votes 1025 ”7[uncTT Irankfurt Pans ( httiksdcC»aulU* \\W tuna tv'<opt\aoveta"p,°'>'e *írp&>°* V ,, 64A'rP”.Wors,OVerl V v a&°J 3y^AVEl, I p V.*-, 2 3 Fr^h S,erd*n> Así&s&i i «inn«s 2-932. , in P»"’ The Winner 6 •rij BEST-LIKEO INTERNATIONAL 011 AIRPORT 1 Schlphol (Amsterdam) 2 Changi (Singapore) 3 Zurich October 1982 EXECUTIVt TRAVtl orth ‘ll' nh, 'aSfn; * Samkvæmt kosningum tímaritanna Business Traveller og Executive Travel um þjónustu á alþjóðlegum flugvöllum, staðsetningu, timatöflur, samgöngumöguleika o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.