Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Breiðuvfkurhreppur: Vandræði vegna ófærðar og síma- sambandsleysis Laugarbrekku, Breiduvíkurhreppi, 30. janúar. Aöfaranót 24. desember snjóaöi hér mikið, um 24—30 sm. Jafnfallinn snjór var hér að morgni aðfangadags, en svo fór snjórinn vaxandi eftir því sem austar dró og í Staðarsveit var þennan sama morgun um 80 sm djúpur snjór, en síðan hefur verið óslitinif snjógangur og kuldatíð. Einnig hefur verið stormasamt, frost hafa ekki verið hörð, mest frost hefur mælst hér 11 stig. Suðvestan- og vestanátt hefur veðið ríkj- andi og er það slæm átt hér. Lítill klaki er í jörð undir snjónum, og það er bót í máli. Vetrju’stemmning á Snæfellsnesi. Morgunbiaðift/ Finnbogi G. Urusson Hér er ekki mikill snjór miðað við víða annars staðar á Nesinu, og snjóþéttasta svæðið á Nesinu hefur verið svæðið frá Hellnum, til Hellissands, vegurinn á milli þessara staða hefur ekki verið mokaður í vetur, vegurinn frá Purkhólum til Hellissands var lengi vel greiðfær, en á veginum milli Hellna og Purkhóla voru skaflar sem lokuðu leiðinni að heita mátti, þó brotist væri í gegnum þá á jeppum með þó miklum handmosktri. Það tók allt upp í 6 klukkustundir að komast milli Hellna og Hellis- sands, sem er um 45 mínútna keyrsla á jeppa við góð skilyrði. Vegurinn út að Hellnum hefur þrisvar verið mokaður í vetur, síðast 13. janúar. Síðan þá hefur verið mokað út að Hamarendum eða Gröf í Breiðuvík. Mjólkur- framleiðsla er hér á Hellnum og komst mjólkurbíllinn hingað við illan leik þann 20. janúar. Full- yrt var á föstudaginn að moka ætti veginn á byggðarenda að Malarrifi en sú von brást. Sagði oddvitinn að ströng fyrirmæli hefðu komið frá Vegagerðinni um að moka ekki nema að Gröf og fékkst því ekki breytt. Mjólk- urbíllinn frá Borgarnesi sem sækir mjólkina í sveitina og flytur um leið póst, pakka, mat- og mjólkurvörur fór með allt sem fara átti að Hellnum og Malarrifi til baka í Borgarnes þar sem ekki var um annað að ræða. Vatn og fóðurvörur vant- aði að Malarrifi en það fórst fyrir. Áríðandi póstur og dýra- lyf sem áttu að fara með bílnum til baka urðu eftir af sömu ástæðu. Skólabíllinn sem flytur börn- in til og frá Laugagerðisskóla komst aðeins að Gröf í Breiðu- vík og varð ein skólastúlka frá Hellnum að fara úr í Gröf og gista þar. Á laugardag fór hún svo heim fótgangandi og var þrjá klukkutíma á leiðinni. Níu ára drengur frá Hellnum, sem á að vera í Laugagerðisskóla aðra hverja viku, hefur ekki komist í skólann síðan fyrir jól. Útnes- vegur frá Hellnum til Hellis- sands hefur aldrei verið mokað- ur í vetur og vestasta býlið í sveitinni, Malarrif, hefur lengi verið einangrað. Mánudaginn 23. janúar kom héraðslæknirinn í Ólafsvík, Kristófer Þorleifsson, í sjúkra- vitjun að Gröf í Breiðuvík, á vélsleða. Þann 25. janúar á Pálsmessu var fenginn vélsleði frá Hellissandi að Hellnum til að sækja mann ásamt dóttur hans átta ára. Voru þau flutt á sleðanum til Hellissands og komust þaðan suður. Ferðin gekk vel, enda blíðuveður. Messur féllu niður í öllum kirkjum í prestakallinu um há- tíðarnar vegna ófærðar. Jarð- arför Högna Högnasonar frá Bjargi á Arnarstapa fór fram frá Hellnakirkju 13. janúar í versta veðri, og var mjög erfitt að framkvæma jarðarförina. Séra Rögnvaldur Finnbogason jarðsöng. í gær var Pálsmessa og fagurt veður, heiðskírt og himinn blár á helga Pálsmessu, eins og segir í einni vísunni um Pálsmessu. Eftir Pálsmessuveðrinu í gær átti að verða mjög gott ár sam- kvæmt gamalli trú, hvernig sem þetta verður nú. Við vonum bara það besta. Talsvert hefur borið á Hvann- eyrarveiki í vetur, sérstaklega á þremur bæjum, og hafa nokkrar kindur drepist. Síminn Símasamband hefur verið mjög slæmt hér í vetur, og fer sífellt versnandi. Síðan á síðastliðnu vori höf- um við verið í símasambandi við Borgarnes. Sveitin er skipt í tvö hólf, Hellnar, Malarrif og Arnar- stapa öðru megin og Breiðuvíkin hinum megin, milli hólfa er ekki samband nema í gegnum Borg- arnes. Lengi vel tókst að ná sambandi milli hólfa við flesta bæi með því að hrópa í símann, en nú er svo komið að ekkert heyrist að gagni og fólk hefur hreinlega gefist upp á þessu, einnig er undir hælinn lagt hvort næst gott samband út á land. Símaþjónustustúlkurnar í Borgarnesi hafa getað greitt fyrir okkur með samtöl og borið á milli. Þær eru mjög liðlegar og hafa veitt okkur ágæta þjón- ustu. Ég vil nota tækifærið og færa þeim þakkir fyrir. Innilokunin og svona slæmt símasamband gæti komið sér illa ef eitthvað alvarlegt bæri að höndum. Hvenær við fáum úr þessu ástandi bætt, veit ég ekki, en vonandi verður það bráðlega. Nú er mánuður liðnn af þessu blessaða nýja ári, og ein vika af þorra. Við höfum fengið að vita af íslenskum vetri þennan mán- uð. Bráðum fer skeglan að syngja sinn ljúfa söng fyrir okkur sem við ströndina búum. Með hækkandi sól, og vor og sumar í vændum, birtir í sálum okkar þótt bárur rísi. Bið ég svo Guð að gefa öllum íslendingum til sjávar og sveita gott og friðsælt ár. Finnbogi G. Lárusson Svissnesk stjórnmál að verða spennandi Fjórir stærstu stjórnmálaflokk- arnir í Sviss hafa unnið saman í ríkisstjórn í 25 ár. Þeir hafa leyst öll helstu mál þjóðarinnar með samkomulagi eða þjóðaratkvæða- greiðslu og lítið hefur farið fyrir stjórnarandstöðunni. Einn stærstu flokkanna, Jafnaðarmannaflokk- urinn, hefur nú hug á að hætta stjórnarsamstarfinu og beita sér fyrir harðari jafnaðarstefnu fyrir utan ríkisstjórnina. Meirihluti flokksforystunnar er hlynntur þessu en sérstakt flokksþing mun taka ákvörðun um málið í Bern dagana 11. og 12. febrúar. Talið er að hver sem ákvörðun flokksþings- ins verður muni hún hafa veruleg áhrif á svissnesk stjórnmál í fram- tíðinni. Stjórnarmunstrið kann að breytast og staða flokkanna færast til eða munstrið haldast og breyt- ingar verða innan Jafnaðarmanna- flokksins sjálfs. Vinstrisinnuð kona í framboði Megn óánægja flokksforyst- unnar með stjórnarsamstarfið kom skýrt í ljós í byrjun des- ember. Þá fóru fram kosningar í ríkisstjórnina í sameinuðu þingi. Tvö ráðherrasæti af sjö voru laus, annað sæti jafnaðarmanna og annað sæti Frjálslynda flokksins. Jafnaðarmannaflokk- urinn bauð Lilian Uchtenhagen, þingmann af vinstri væng flokksins, fram í sitt sæti en þingmeirihluti felldi hana og kaus Otto Stich, heldur litlausan fyrrverandi þingmann, í hennar stað. Jean-Pascal Delamuraz, frambjóðandi frjálslyndra, náði kjöri í fyrstu kosningu. Kosningarnar vöktu mikla at- hygli. Helmut Hubacher, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, sagði fyrir þær að jafnaðarmenn myndu hætta stjórnarsamstarf- inu ef Uchtenhagen næði ekki kjöri. Dagblöð gerðu mikið úr framboði hennar, en hún er fyrsta konan sem hefur verið boðin fram í svissnesku ríkis- stjórnina. Konur vcrj slegnar yfir úrslitunum og töldu þing- menn hafa gefið kvenþjóðinni einn löðrunginn enn. En kyn Uchtenhagens skipti ekki öllu máli. Borgaralegu flokkarnir sættu sig ekki við stjórnmála- skoðanir hennar og flokkssystk- ini hennar kunnu mörg ekki við hana persónulega. „Hún er mjög ákveðin og opinská og móðgar oft fólk,“ sagði próf. Peter Gilg, stjórnmálafræðingur, í samtali. „Fólk sættir sig oft við það í fari karla en kann því verr í fari kvenna," sagði hann. Töfraformúlan Jafnaðarmannaflokkurinn fékk fyrst sæti í svissnesku rík- isstjórninni í heimsstyrjöldinni síðari. Borgaralegu flokkarnir vantreystu honum fram að því. Sagan loddi við hann. Erlendir flóttamenn, eins og Lenin og Trotski, höfðu áhrif á stefnu- mótun flokksins í byrjun þessar- ar aldar. Flokkurinn rak mjög harða stéttapólitík í gömlu bændaþjóðfélagi og stuðlaði að allsherjarverkfalli í landinu ( nóvember 1918. Allt iamaðist í nokkra daga, herinn var kaHað- ur út og það lá við borgarastyrj- öld. Þetta er svartur blettur í sögu þjóðarinnar og gleymist seint. Flokkurinn hætti í ríkisstjórn- inni 1953 eftir að nýjar fjár- málatillögur jafnaðarmannaráð- herrans voru felldar í þjóðarat- kvæðagreiðslu en þingið og ríkis- stjórnin studdu þær. Kristilegir demókratar veittu jafnaðar- mönnum síðan nægan stuðning í sameinuðu þingi 1959 til að fá tvo menn kjörna í ríkisstjórnina. Skipan stjórnarinnar hefur æ síðan verið sú að frjálslyndir hafa tvo ráðherra, kristilegir tvo, jafnaðarmenn tvo og gamli Bændaflokkurinn einn. Kjörfylgi flokkanna helst yfirleitt svo til óbreytt í þingkosningum, en Jafnaðarmannaflokkurinn tap- aði þó nokkru fylgi í síðustu kosningum, sem voru haldnar sl. haust. Mikill uppgangur var í svissn- esku efnahagslífi um það leyti sem töfraformúlan um skiptingu ráðherrasætanna var fundin upp. Hugmyndir jafnaðarmanna um atvinnuöryggi, ellilífeyri og ýmsar félagsbætur féllu í góðan jarðveg og voru framkvæmdar. En efnahagskreppa gerði vart við sig um miðjan síðasta áratug og Svisslendingar urðu að fara að skera niður ríkisútgjöldin eins og aðrar þjóðir. Jafnaðar- mönnum finnst borgaralegu flokkarnir spara um of útgjöld til félagsbóta en eyða of miklu í hernaðarútgjöld. Spenna milli flokkanna hefur aukist en ráð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.