Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Andropov alliir Frá því að Leonid Brezhnev lést 10. nóvember 1982 til dauða eftirmanns hans, Júrí Andropovs, sem sagt var frá í gær, hefur engin stefnubreyt- ing orðið í Sovétríkjunum. Andropov var ekki sýnilegur leiðtogi nema til 18. ágúst 1983, síðan hefur hann ekki sést á almannafæri, þótt lesn- ar hafi verið frá honum til- kynningar og ræður og birst við hann samtöl í Prövdu og öðrum málgögnum hins alráða sovéska kommúnistaflokks. Um tæplega hálfs árs skeið hefur ráðamaður annars öfl- ugasta ríkis veraldar verið sjúkur, dauði hans kemur því ekki á óvart. Enginn gat þó efast um að Júrí Andropov hefði stjórnar- tauma hins sviplausa alræðis- ríkis í hendi sér. Þar naut hann þess hve lengi hann stjórnaði hinni illræmdu ör- yggis- og ógnarlögreglu, KGB. Sá sem komist hefur til æðstu metorða í þeim armi sovéska valdakerfisins er fljótur að sölsa undir sig stjórn á öðrum sviðum í Sovétríkjunum. Á ótrúlega skömmum tíma komst Andropov í sömu valda- stöðu og Brezhnev náði ekki fyrr en hann hafði verið flokksleiðtogi í 13 ár. Þegar Leonid Brezhnev and- aðist beindist athygli manna að sambandi stjórnmálafor- ystunnar við herinn. Andro- pov varð í maí 1983 formaður varnarmálaráðs Sovétríkj- anna og eftir að hann hvarf úr augsýn hafa foringjar í hern- um oft komið fram til að skýra stefnu og afstöðu sovéskra stjórnvalda. Talið er líklegt að Dimitri Ustinov (75 ára), varnarmálaráðherra, hafi haft tögl og hagldir innan stjórn- málanefndarinnar sem fer með æðstu stjórn Sovétríkj- anna undir leiðsögn og forystu flokksleiðtogans. Er ekki vafi á því að herinn mun ráða því með KGB og flokknum hver verður eftirmaður Andropovs. Ræður og orðsendingar Andropovs um innanríkismál þóttu bera það með sér að hann vildi koma á umbótum í efnahagslífinu, auka aga á vinnustöðum og uppræta spill- ingu. Ekki er sýnilegt að hon- um hafi orðið mikið ágengt á þessum sviðum. Undir stjórn Andropovs hefur hugmynda- fræði verið hampað meira en áður og andspyrna stjórnvalda gegn vestrænum menningar- áhrifum hefur magnast. Tekið hefur verið hart á öllu andófi hvort heldur það á rætur að rekja til stjórnmála, trúar- bragða eða þjóðernis. Ómann- úðlegum refsingum er beitt af meiri hörku en áður eins og til dæmis hefur best sannast á verri meðferð á Andrei Sakh- arov, útlaganum í Gorki. í tíð Andropovs hafa sovésk- ar hótanir í garð vestrænna þjóða magnast. Áróðursvél Kremlverja hefur alið á því að kjarnorkustríð sé á næsta leiti nema Vesturlönd afvopnist einhliða og Vestur-Evrópu- þjóðirnar rjúfi varnarsam- starfið við Bandaríkin. Sovét- menn hafa slitið öllum viðræð- um um kjarnorkuafvopnun eftir að þeir biðu mikinn hnekki undir lok síðasta árs í „friðarsókninni" á Vesturlönd- um. Á stjórnartíma Androp- ovs hafa soveskir hermenn háð blóðugt stríð gegn Afgön- um og lagt Víetnömum og Kúbumönnum lið í undirróðri við landamæri Kína annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Sovétmenn hafa leitast við að færa sér ófriðarbálið í Mið-Austurlöndum í nyt. Kremlverjar hafa brugðist seint og ilía við nýjustu hug- myndum Bandaríkjastjórnar um viðræður milli risaveld- anna. Langvinnt heilsuleysi Júri Andropovs hefur tafið við- brögð sovéskra stjórnvalda út á við og skapað tómarúm í æðsta embættinu heima fyrir. Ekki er vafi á því að fyrir löngu hafa Kremlverjar skip- að sér í fylkingar vegna átaka um eftirmann Andropovs. Ef „ungu“ mennirnir í flokksfor- ystunni hafa getað gert út um það sín á milli hver þeirra eigi að taka við er líklegt að eftir- maðurinn verði annað hvort Grigori Romanov (61 árs) eða Mikhail Gorbachev (52 ára) en hinum fyrrnefnda var falið að flytja hátíðarræðu í Kreml á byltingarafmælinu í nóvem- ber, sá síðarnefndi hefur sterk ítök í flokknum í Moskvu. Það yrði til marks um að barátt- unni um stjórn ríkisins eftir dauða Brezhnevs hefði í raun ekki lokið með valdatöku Andropovs ef Konstantín Ghernenko (72 ára) skjólstæð- ingi Brezhnevs yrði falin æðstu völd og yrði Dimitri Ustinov (75 ára) flokksritari væri það í senn staðfesting á úrslitaáhrifum hersins og til marks um áframhaldandi valdastreitu. Öryggislögregluforinginn sem varð flokksleiðtogi og for- seti Sovétríkjanna er látinn, 69 ára að aldri. Hann skilur ekki eftir sig nein markverð spor sem leiðtogi en snurðu- laus valdataka hans sýndi að stjórn á óhæfuverkum heima og að heiman er síður en svo hindrun á sovésku frama- brautinni. Andropov sannaði að nú er öldin önnur í Sovét- ríkjunum en fyrir 30 árum eft- ir dauða Stalíns þegar Bería, lögreglustjóri hans og innan- ríkisráðherra, var skotinn til að koma í veg fyrir að hann tæki við ógnarstjórn hins víð- lenda heimsveldis. m Æ HrkA 'ii I ¥ S Björgunarsveitarmenn, kafarar og aðrir starfsmenn Landhelgisgæzlunnar á slysstað við Grundartanga í gær. Morgunbladið/ Kristján Einarsson. Þorvaldur Axelsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni: Áttum í erfiðleikum vegna lítils skyggnis og fríholta sem köstuðust til í öldunni „ÞAÐ VAR hringt upp á Gæsluflug- völl rúmlega 12.00 og beðið um að þyrla flygi yfir svæðið við Grundar- tanga til að leita að horfnum skip- verjum af einum Fossanna. Mér var tilkynnt að ég ætti að fara í leitina ásamt Benóný Ásgrímssyhi, þyrlu- flugmanni og Hjalta Sæmundssyni. Það var Ijóst að a.m.k. 4 tímar voru liðnir frá slysinu og því líklegt að ekki yrði leitað að lifandi mönnum,“ sagði Þorvaldur Axelsson, stýrimað- ur hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Mbl., en hann var einn þeirra kafara sem þátt tóku í leitinni. „Þegar á staðinn kom hittum við kafara frá Akranesi, þraut- reynda, og í fyrstu atrennu köfuð- um við þrír aftur með skipinu og út með bryggjuþilinu, ég, Hjalti og annar Akurnesingurinn. Við fund- um ekkert í þeirri ferð, en könnuð- um leiðina. Við áttum f erfiðleik- um vegna mjög lítils skyggnis og stór járnbent fríholt sem voru á milli skips og bryggju köstuðust til í öldunni, þannig að hver sem fyrir þeim hefði orðið hefði ekki mátt við meiru. í fyrstu ferðinni varð ég nánast loftlaus og Hjalti lenti einnig í erfiðleikum og varð hann að halda sér í snúru sem lá frá bryggjunni í sjóinn á milli frí- holtanna og sýndi þar fádæma dugnað, en hann var síðan dreginn upp. Næst fórum við annar Ak- urnesingurinn niður og svipuð- umst um, en skyggni var afar lé- legt, um einn og hálfur metri. Fljótlega fundum við lík eins skipverjans og síðan annað, og festum bau í línu sem lá niður í sjóinn. Á meðan á þessu stóð mis- sti ég blýbeltið sem ég var með og varð ég að synda niður með bryggjunni og koma mér upp, en Þorvaldur Axelsson forðast fríholtin. Mikill súgur var þarna niðri og erfitt að athafna sig, en ég var síðan hífður upp f spotta með aðstoð Akurnesings- ins,“ sagði Þorvaldur. „Þegar við vorum búnir að gera okkur klára á ný fórum við niður allir fjórir, en þegar niður var komið fraus í köfunarlunga ann- ars Akurnesingsins og fylgdi Hjalti honum upp. Við hinir héld- um síðan áfram leitinni og fund- um fljótlega lík hinna skipverj- anna tveggja innundir skipinu. Líkin fjögur voru öll á svipuðum slóðum, þó mislangt innundir skipinu. Það sem næst var bryggj- unni var um það bil við skipshlið, hið næsta var um tvo metra inn- undir skipinu, hið þriðja var 5—6 metrum innar og það sfðasta var enn lengra undir skipinu," sagði Þorvaldur Axelsson að lokum. Loftmynd af bryggjunni á Grundartanga og verksmiðjunni. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen er kominn á vettvang. Morgunblaðift/ Friðþjófur. Verður sennilega aldrei ljóst hvað kom fyrir segir Trausti Pétursson, 2. vélstjóri „VIÐ fórum í land um miðnættið í gærkveldi, en þá var ekki sérstak- lega slæmt veður, en strekkings- vindur,“ sagði Trausti Pétursson, 2. vélstjóri á ms. Fjallfossi, í samtali við Mbl. í gær, en hann var einn þriggja skipverja sem fór til Reykja- víkur í fyrrakvöld, nokkrum tímum áður en skipverjarnir fjórir fórust í höfninni á Grundartanga. „Við vorum átta á skipinu, en auk mín fóru í bæinn matsveinn og háseti. Hinir skipverjarnir voru ekki farnir að sofa þegar við fórum og allt virtist eðlilegt. Við fórum síðan til Reykjavíkur og gistum þar, en ég frétti ekki hvað hefði gerst fyrr en um eitt leytið um borð í Akraborginni," sagði Trausti. „Það verður sennilega aldrei ljóst hvað kom fyrir, en ég vil taka fram að skipstjórinn var ákaflega gætinn maður og hann fór mjög vel með skipið," sagði Trausti Pét- ursson. Fiskverðið Samkomulag um verðhlutföll Yfírnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í gær nýtt fískverð fyrir tímabilið 1. febrúar til 31. maí 1984. Ákvörðunin felur í sér 4% meðalhækkun frá því verði, sem gilt hefur. Nokkrar breytingar voru gerðar á verðhlutlollum, einkum þær að meiri munur er gerður en áður á verði á fiski í hæsta gæðaflokki og verði á lakari fiski. Þá var verð fyrir slægðan físk miöað við óslægðan hækkað nokkuð. Ýsu- og steinbítsverð var hækkað nokkru meira en annað fiskverð. Loks var sérstök uppbót á ufsa- og karfaverð úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs lækkuð nokkuð, en í staðinn kemur verðuppbót á annan físk. Samkomulag varð í nefndinni um framangreindar breytingar á verðhlutföllum, en ákvörðun um 4% meðalhækkun var tekin af oddamanni og fulltrúum kaupenda í nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. í nefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Friðrik Pálsson af hálfu kaupenda og Kristján Ragnarsson og Óskar Vigfússon af hálfu seljenda. Nefndarmenn létu bóka greinargerðir með atkvæði sínu, sem fylgja hér með: Almennar reglur sem ekki taka til öfganna — segir sjávarútvegs- ráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðu sjávarút- vegsins „VIÐ HÖFUM verið að því að undan- förnu að finna leiðir til að lengja lán útgerðarinnar og létta greiðslubyrði hennar með almennum hætti. Gert er ráð fyrir því í þessum hugmyndum að allir fái lengingu lánstíma, að minnsta kosti eitt ár, en síðan verði lengingin meiri eftir því sem lánin eru hærra hlutfall af vátryggingarupphæð við- komandi skips. Þannig gæti skip, sem skuldar allt að 90 hundruðustu af vá- tryggingarverðmæti fengið lengingu lána þannig að þau greiddust á 25 árum,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er Morgunblað- ið innti hann nánari skýringa á skuldbreytingum útgerðarinnar. „Það má einnig geta þessf að ef minni skuttogararnir eru teknir, er greiðslubyrði af stofnlánum á árinu 1984 liðlega 600 milljónir í heild, en með því að lengja lánin og jafna greiðslubyrðina yfir eftirstöðvar lánstímans, gæti greiðslubyrðin lækkað um tæpar 300 milljónir. Vandinn er fyrst og fremst sá að það er svo mikill hluti skuldanna, sem greiðist á næstu árum og miðað við það að okkur takist að stöðva stækkun flotans er þetta nauðsyn- leg aðgerð til þess að tryggja greiðsluafkomu flotans á næstu ár- um. Það á að sjálfsögðu eftir að vinna mikið í þessu máli og hér erum við búnir að leggja fram grófar hug- myndir í þeirri von, að það verði hægt að vinna eftir þeim af stofn- lánasjóðum og bönkum og við höf- um átt viðræður við þessa aðila og hugmyndum verið vel tekið. Van- skilaskuldir útgerðarinnar eru nú áætlaðar um 1.600 milljónir, en þeg- ar litið er á greiðsluafkomu útgerð- arinnar á þessu ári, hefur til greiðslu, samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar, nái stofnlána- breytingin fram að ganga yrði árs- greiðslan milli 500 og 600 milljónir af stofnlánum og tækist að breyta öðrum vanskilaskuldum í lengri lán, þá yrði samkvæmt grófum hug- myndum ársgreiðsla þeirra 100 til 200 milljónir. Þrátt fyrir þetta verð- ur greiðsluafkoma útgerðarinnar enn neikvæð um tæplega 1 af hundraði þannig að það er ekki þar með sagt að útgerðin ráði við þetta, en þessar hugmyndir eru við það miðaðar. Þess ber þó að geta, að inni í þessu dæmi er greiðsluhalli skuldugustu skipanna, sem ekki verður leystur með þessum aðgerð- um, þar sem skuldbreytingin tekur aðeins til fjárhæðar sem nemur 90 af hundraði vátryggingarupphæðar enda er hér um almennar reglur að ræða, sem ekki taka til öfganna og skuldir þessara skipa því að ein- hverju leyti tapaðar. Það hefur ekki enn verið hægt að ákveða með hvaða kjörum þessi lán verða, en það hefur verið sett upp dæmi í út- reikningum, þar sem hugmyndin er að lánin verði verðtryggð og 4 af hundraði í vexti. Þetta felur í sér að það verður einnig að leita eftir leng- ingu á erlendum lánum vegna út- gerðarinnar og verða vextir af taka mið af því,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Bókun Kristjáns Ragnarssonar: Aframhaldandi rekstrarhalli MEÐ ÞESSARI fiskverðsákvörðun er á engan hátt leyst úr þeim mikla rekstrarvanda sem útgerðin á við að búa. Verulegur rekstrarhalli heldur áfram og nemur hann að meðaltali 10—12% eða 800—900 milljónum króna. Er þó rekstrarmyndin gyllt með því að reikna verulegan sparn- að í útgerðarkostnaði vegna kvóta- kerfis, sem gera á tilraun með til eins árs. Eins og kunnugt er hefur útgerð- in verið rekin með verulegun' rekstrarhalla undanfarin ár, sem valdið hefur vanskilum, sem nema um 2 milljörðum króna. Fram hafa komið hugmyndir um að veita útgerðinni ný lán fyrir hluta af þessum vanskilum. Þau lán eiga að bera hæstu vexti sem þekkj- ast í þjóðfélaginu. Með áframhaldandi rekstrarhalla virðist að því stefnt að eyða öllu eigin fé í þessari atvinnugrein með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir frjálsan atvinnurekstur í landinu. Áfram er útgerðinni ætlað að greiða 35% hærra olíuverð en sam- keppnisaðilar okkar greiða í ná- grannalöndunum. Ríkisstjórn landsins hlýtur að vera ljóst, eins og öðrum þegnum landsins, að við svo búið má ekki standa fyrir undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar og ráða verður fram úr vandanum eigi ekki að koma til enn alvarlegra atvinnuleysis en nú blas- ir við. Bókun Óskars Vigfússonar: Ekki tekið tillit til tekjuskerð- ingar sjómanna ÉG undirritaður, fulltrúi sjómanna f Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, mótmæli harðlega þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin um nýtt fisk- verð. Við þessa fiskverðsákvörðun hef- ur á engan hátt verið tekið tillit til þeirrar alvarlegu skerðingar sem sjómenn hafa orðið fyrir vegna afla- samdráttar og óhagstæðari afla- samsetningar síðustu ár. Þá er fyrirsjáanlegt að gífurleg röskun verður á hag sjómannastéttarinnar. Þegar þorskafli minnkar niður í 220 þúsund tonn verður afkomubrestur hjá sjómannastéttinni. Tekjur hljóta að rýrna langt umfram það sem er hjá landverkafólki og þykir þó flestum þar nóg um. Einnig vil ég leggja áherslu á að tími er kominn til þess að vefengja upplýsingar um afkomu fiskvinnsl- unnar þar sem vitað er að ýmsir fiskkaupendur bjóða mun hærra verð fyrir fiskinn en gildandi verð- lagsráðsverð, auk annarra fríðinda. Þó undantekningar séu þar á ganga slíkar yfir- eða undirboðs- greiðslur í flestum tilfellum beint til útgerðar og framhjá skiptum við sjómenn. Þá má fullyrða að sú alvarlega þróun sem nú á sér stað í útflutn- ingi á ferskum fiski í gámum er bein afleiðing af lágu fiskverði hér á landi. Sá milliliðagróði sem fæst í þessu sambandi er beinlínis fenginn á kostnað sjómanna með óeðlilegu skiptaverði og er til stórskaða fyrir það fólk sem í fiskiðnaði vinnur og í stórum hópum gengur atvinnulaust vegna hráefnisskorts. Af öllu þessu er ljóst að fiskverð er ákveðið mun lægra en efni standa til. Það vekur furðu og verður að teljast skoplegt að vísindaleg mark- aðsviðmiðun skuli gefa sömu niður- stöðu og launarammi ríkisstjórnar- innar. Það er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að ríkisstjórnin taki ákvörðun öðrum til eftirbreytni. Því hlýt ég að mótmæla. Bókun kaupenda og oddamanns: Fiskverdákvörð- unin byggð á breyttu markaðs- verði Við, sem stöndum að þessari fisk- verðsákvörðun, viljum taka fram, að hún er fyrst og fremst byggð á breyt- ingum á markaðsverði afurðanna í fs- lenskum krónum frá því fiskverð var ákveðið í október 1983. Vegna þorskaflabrests, kvóta- skiptingar botnfiskaflans og afar mismunandi afkomu einstakra greina veiða og vinnslu, teljum við nauðsynlegt að breyta lögum um Aflatryggingasjóð, um útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum og um kostnaðarhlutdeild til þess að stuðla að skynsamlegri og sann- gjarnari tekjuskiptingu innan sjáv- arútvegsins. Ennfremur teljum við að brýn þörf sé á skuldbreytingu útgerðarlána og fjárhagslegri endurskipulagningu útvegsins í tengslum við þá takmörkun á sókn í helstu nytjafiskstofna, sem nú er óhjákvæmileg. Þessi verkefni þurfa stjórnvöld á sviði sjávarútvegs- og lánamála að leysa í framhaldi af fiskverðsákvörðuninni. Lenging lána og jöfnun greiðslubyrðar I TENGSLUM við ákvörðun fiskverðs fyrir tímabilið 1. febrúar til 31. maí og setningu reglugerðar um stjórn botnfiskveiða á árinu 1984 eru áformaðar ýmsar ráðstafanir til þess að bæta afkorau og fjárhagslegt skipulag sjávarútvegsins og stuðla að sanngjarnari og skynsamlegri tekjuskiptingu innan hans. Meginatriði eru þessi: 1. Skuldbreyting útgerðarskulda eftir almennum reglum, þannig að áhvíl- andi skuldum, hvort sem þær eru í skilum eða vanskilum, allt að 90% af vátryggingarverðmæti skipanna, verði breytt I lán, sem hefur jafn langan lánstíma og upphaflegu stofnlánin að viðbættu minnst einu, en mest sjö árum, og ræðst lengingin af hlutfalli áhvflandi skulda. Láns- kjörum verði breytt þannig að greiðslubyrðin lækki verulega á næstu árum og dreifist sem jafnast yfir lánstímann. Auk þess verði lausaskuldum útvegsins breytt I lengri lán innan vissra marka. 2. Kostnaðarhlutdeild utan skipta sam- kvæmt bráðabirgðalögum nr. 55/1983 haldist óbreytt, en til skipta komi 2% af henni í viðbót við fyrri skiptahlut áhafna. 3. Bætur úr hinni almennu deild Afla- ‘«Tggi“lí»sj«ðs verði með sérstökum hætti árið 1984, þannig að vegna hins almenna og alvarlega aflabrests, sem fyrirsjáanlegur er 1984, verði greidd- ar sérstakar bætur af tekjum og eignum deildarinnar, sem nemi 4% af öllu aflaverðmæti miðað við skiptaverð. Bætur þessar greiðist inn á reikning hvers skips hjá Stofnfjár- sjóði fiskiskipa, sbr. lög nr. 4/1976. Bæturnar komi i stað allra bóta- greiðslna almennu deildar sjóðsins 1984 og komi ekki til hlutaskipa eða aflaverðlauna. 4. Áhafnadcild Aflatryggingasjóðs fái til ráðstöfunar á árinu 1984 ríkis- framlagið til Aflatryggingasjóðs (18,6 m.kr.) auk síns venjulega tekju- stofns af útflutningsgjaldi. Þetta væri gert til þess að deildin geti auk- ið greiðslur fæðispeninga, og einnig til þess að hún geti greitt úr fjár- hagsörðugleikum sjómanna, sem upp kynnu að koma vegna þess að útgerð skipa stöðvast vegna aflabrests og hinna nýju reglna um stjórn botn- fiskveiða á árinu 1984. 5. Útflutningsgjald af saltfiski verði ákveðið 4% á árinu 1984 til þess að jafna þann mikla mun, sem er á af- komu söltunar og frystingar og draga úr taprekstri saltfiskverkunar. Á undanförnum árum hefur saltfisk- verkun sætt því að frá henni væri fært fé til annarra greina. Nú á þessi grein við sérstök — vonandi tíma- bundin — vandamál að striða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.