Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 23 Hagkaup hafnaði styrk til reksturs dagheimilis: Okkur fannst þetta harla lítill styrkur - segir Gisli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra „l>ETTA kemur fyrst og fremst til af því art okkur fannst þetta harla lítill styrkur. Við fórum fram á að fá sama styrk greiddan og greiddur er til annarra heimila, eins og til d«mis heimila Sumargjafar og KFUM, en þau styrkir horgin um 50% af rekstrarkostnaði, en bjóða okkur 17%,“ sagði Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups í samtali við Morgunblaðið. Nýlega hafnaði Hagkaup styrk frá Reykjavíkurborg, vegna rekst- urs dagheimilis fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Óskaði Hagkaup eftir 50% rekstrarstyrk, en var boðið 17%, og ákváðu forráða- menn Hagkaups að leggja heimilið niður. „Okkur fannst þessi styrkur ekki nægilegur til þess að halda áfram rekstri heimilisins, og þetta er aðalskýringin. Hin skýringin er sú að aðsókn að heimilinu hefur minnkað og þar af leiðandi ekki eins áhugavert í augnablikinu fyrir okkur að standa í þessum rekstri, en við höfum rekið dag- heimilið síðan fyrir miðjan sl. ára- tug,“ sagði Gísli. Gísli var spurður að því, hvað yrði um börnin sem á heimilinu væru, og svaraði hann því til að það fólk sem átt hefði börn þar, væri að leita sér að plássi fyrir börnin, „og höfum við ákveðið að aðstoða fólkið við ,það og greiða kostnaðinn eitthvað niður,“ sagði Gísli Blöndal. Greenland far- ið til veiða IsafjörAvr, IS. lebráar. Grænlenski rækjutogarinn Green- land bélt til veiða frá ísafirói síödeg- is í dag, fimmtudag. Skipið lenti í erfiðleikum um 90 sjómílur undan Vestfjörðum um síðustu helgi. Varðskipið Ægir fór togaranum til aðstoðar. Þegar Ægir kom á staðinn, var vont veð- ur og gekk erfiðlega að koma dráttartaug yfir í rækjutogarann, sem rak vélarvana undan sjó og vindi. Togarinn hafði fengið á sig brotsjó og tók vörpu hans út með þeim afleiðingum að hún fór í skrúfu skipsins. Eftir að tekist hafði að koma dráttartaug í Greenland, var hald- ið áleiðis til ísafjarðar og komu skipin þangað að morgni síðastlið- ins sunnudags. Sjópróf fóru fram hjá bæjarfógetanum á ísafirði á mánudag. Úlfar. „Sherry-skinka44 á markaðinn FYRIR nokkrum dögum var haldinn stjórnarfundur í Hagsmunasamtök- um hrossabænda í bændahöllinni í Reykjavík. Vió það tækifæri kynnti Gunnar l*áll Ingólfsson nýjung frá fyrirtæki sínu ísmat hf. Þetta var skinka búin til úr hrossakjöti og svínakjöti. Nafnið var komið og var það „Sherry- skinka." Samsetningin er þannig: 75% hrossakjöt og 25% svínakjöt, engin aukaefni nema dálítið krydd og svo nokkrir dropar af sherry til að „mýkja kjötið“ eins og Gunnar orðaði það. Allir sem lentu í því að bragða á skinkunni voru sammála um ágæti hennar, þó hafði einn stóð- eigandi orð á því að hann saknaði þess að finna ekki bragð af hrossakjötinu. Gunnar Páll taldi þessa skinku verða mun ódýrari en skinku sem búin til á hefðbund- inn hátt úr svínakjöti. (Fréttatilkynning) Yfirmenn á íslenzka flotanum: Tæplega sextán hundruð undanþágur - frá október 1982 til jafnlengdar 1983 PÉTUR Sigurðsson, alþingismaður, bar nýlega fram á Alþingi fyrirspurn til samgönguráðherra um veittar undanþágur til að gegna stöðum yfirmanna í íslenska flotanum. Skriflegt svar ráðherra var lagt fram í Sameinuðu þingi fyrir nokkru. Þar kemur fram að á tímabilinu 1. október 1982 til jafnlengdar 1983 vóru veittar 1592 undanþágur til að gegna slíkum störfum. Þess- ar undanþágur sundurliðast sem hér segir: Undanþágur til skipstjórastarfa 161 Undanþágur til stýrimannastarfa 437 Undanþágur til fyrsta vélstjóra 539 Undanþágur til annars vélstjóra 635 Undanþágur sámtals 1592 Vatnadreki Björgunar hf. veróur notaóur við verkið. Tvær ýtur komnar út í Engey Starfsmenn Björgunar hf. fluttu í gær seinni ýtuna af tveimur út í Engey. í dag eóa á morgun á aó reyna aó ná Sandeynni af rifinu við eyna og veróa ýturnar notaóar til þess verks. SUMIR VERSLA DYRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR NÚ er svínakjöt á GÓÖUverði... Svínalæri t />Q-00 AÐEINS prkg' Svínabógur 1 /^Q.OO AÐEINS X \3Z7 pr kg’ Svína kótilettur .00 pr.kg. Kynnum í dag Ekta Kínverskan pottrétt Á TILBOÐSVERÐI: Franskmann \ |/n AA kartöflusktfur * Fransmann Franskar kartöflur 8095500 2kgl28-o° Opið til kl. 7 í kvöld en frá kl.9-4 ámorgun AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.