Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 63. tbl. 71. árg. PÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 /Prentsmiðja Morgunblaftsins Ný þota Boeing og Japana Seattle, 15. marz. AP. Boeing-flugvélaverksmiðjurn- ar gerðu samkomulag við þrjú japönsk stórfyrirtæki í dag um þróun og smíði nýrrar farþega- þotu. Talið er að þotan eigi að leysa af hólmi Boeing-727 far- þegaþotuna, sem rúmlega 1.800 eintök voru smíðuð af. Hún mun flytja um 150 farþega á styttri flugleiðum. Japönsku stórfyrirtækin, sem framleiða munu þotuna í samstarfi við Boeing, eru Mitsubishi, Kawazaki og Fuji- samsteypurnar. Það liggur ekki fyrir hvenær smíði hefst eða hvenær þotan nýja verður hugsanlega tekin í notkun. í síðustu viku ákváðu Air- bus-flugvélaverksmiðjurnar að hefja smíði nýrrar 150 sæta þotutegundar, sem mun fljúga í fyrsta sinn 1988. Boeing- verksmiðjurnar sögðu nýverið að þær hyggðust ekki fara í samkeppni við þá flug- vélategund. Frá fundum í Lausanne, þar sem leiðtogar deiluaðila í Líbanon freisU þess að ná þjóðarsátt og binda enda á átök, sem klofið hafa líbönsku þjóðina. Mondale hefur fleiri kjörmenn - Glenn hættur? New York, 15. marz. Al*. WALTER Mondale, fyrrum vara- forseti, hefur hlotið talsvert fleiri Dollar hækkar London, 15. marz. AP. Bandaríkjadollar hækkaði í verði í dag gagnvart helztu gjald- miðlum í kjölfar lækkunar í gær og fyrradag. Gullverð lækkaði hins vegar. Talið er að dollarinn hafi fyrst og fremst styrkst vegna fregna um óvænta aukningu iðnframleiðslu í Bandaríkjun- um í febrúar. Einnig vegna spádóma um að forvextir yrðu hækkaðir vestanhafs. í London kostaði sterlings- pundið 1,4605 dollara í dag, miðað við 1,4744 dollara í gær, og í Frankfurt fengust 2,5780 mörk í dag fyrir dollarann miðað við 2,5510 í gær. Að sögn spákaupmanna lækkaði gullverð vegna óvissu um framtíð dollarans á gjald- eyrismörkuðum. Lækkaði úns- an um fjóra til fimm dollara að jafnaði og kostaði í kvöld 394,50 dollara í Zúrich og London. kjörmenn í forkosningum demó- krata, eða 341 á móti 197 kjörmönn- um Gary Harts, helzta keppinauts hans um útnefningu demókrata- flokksins vegna forsetakosninga í nóvember. Búist er við að bilið milli Mondale og Hart minnki er úrslit frá Washington-ríki liggja fyrir, þar sem stefndi í sigur Harts. Heimildir hermdu í kvöld að John Glenn hefði ákveðið að taka ekki þátt í fleiri forkosningum, en hann hefur aðeins hlotið 29 kjör- menn til þessa. Athyglin beinist nú að forkosn- ingum í Michigan og Illinois á laugardag, þar sem um mikinn kjörmannafjölda er að tefla. Mondale er talinn sigurstrangleg- ur í Michigan en í Illinois er Hart talin eiga jafna möguleika. Leggja báðir mikla áherzlu á kosninga- baráttuna í þessum ríkjum og gagnrýndu þeir hvorn annan á fundum þar í dag. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un voru enn óljós úrslit úr for- kosningum, sem fram fóru á þriðjudag í Washington-ríki, Oklahoma og Hawai. í Washing- ton stefndi í sigur Harts en Mondales á Hawaii, en þeir virtust jafnir í Oklahoma. Á þriðjudag sigraði Hart í forkosningum í Flórída, Massachusetts, Rhode Is- land og Nevada, en Mondale í Ala- bama, Georgíu og Delaware. Samkomulag náðíst um fangaskipti Lausanne, 15. marz. AP. DEILUAÐILAR í Líbanon hófu í kvöld tilraunir til að samræma afstöðu sína og ná „samkomulagi á breiðum grundvelli“ um framtíð Líbanons, en fyrr um daginn náðist samkomulag allra fylkinga um að láta lausa hernumda fanga. Jafnframt voru Sýrlendingar og Saudi-Arabar sagðir hafa gert ákafar tilraun- ir til að ná samkomulagi deiluaðila um skipan nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon. Ráðgjafi Amins Gemayel for- seta sagði að lokaályktun væri þegar í smíðum og þar yrði fjallað um forgangsverkefni í friðarleit og stjórnarfarslegar breytingar, en ný stjórn yrði ekki mynduð í Lausanne, heldur Beirút. Búist væri við samþykkt ályktunarinnar á fundi deiluaðila á laugardag, en á morgun, föstudag, verður fund- arhlé í minningu Kamal Jumbl- atts, föðurs Walid Jumblatts drúsaleiðtoga, sem ráðinn var af dögum fyrir sjö árum. í Líbanon Mikil reiði greip um sig meðal fundarmanna í Lausanne er Fadi Frem, yfirmaður öflugustu sveita kristinna manna í Líbanon, lýsti því yfir að hann væri að skipu- leggja „óháða“ hreyfingu til að berjast gegn sýrlenzkum áhrifum í landinu, rétt eftir að fundar- menn gáfu út yfirlýsingu um fangaskipti. Djúpstæður ágreiningur ríkir meðal fulltrúa í Lausanne um framtíð suðurhluta Líbanon og samskipti við ísrael, að því er glöggt kom fram á stormasömum fundi deiluaðila í morgun. Otto Lambsdorff efnahagsráðherra (t.v.) og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra nudda hægra augað meðan Helmut Kohl kanzlari gluggar í plögg sín eftir stefnuræðu í þinginu í Bonn í gær. AP/Sfmamynd Kohl um tengsl þýzku ríkjanna: Eðlileg samskipti fjarlægur draumur Bonn, 15. marz. AP. HELMUT Kohl kanzlari lýsti ánægju sinni með batnandi tengsl þýzku ríkjanna í dag en sagði sam- skiptin þó langt frá því að geta talizt eðlileg. „Það er nóg að líta á múrinn á landamærunum til að skilja að eðlileg samskipti eru fjarlægur draumur," sagði Kohl við umræð- ur í þinginu um samskipti þýzku ríkjanna. Hvatti Kohl austur-þýzk yfir- völd til að rífa múrinn, hætta að innræta unglingum hatur í garð vesturlanda og láta af kúgun og undirokun. Sagði hann að þrátt fyrir grundvallar skoðanamun vildi stjórn sín auka samskipti við Austur-Þýzkaland. Viðskipti land- anna jukust um 8% á síðasta ári, og er áframhaldandi aukningu spáð. , Jafnframt fagnaði Kohl þeirri ákvörðun austur-þýzkra yfirvalda að láta lausan „talsverðan fjölda" pólitískra fanga og leyfa þeim að flytjast til V-Þýzkalands. Einnig væri fagnaðarefni að aukinn fjöldi fólks hefði fengið að flytjast vest- ur yfir múrinn og sameinast fjöl- skyldum sínum þar. Frá því um áramót hafa nærri sexþúsund Austur-Þjóðverjar flutzt með lög- legum hætti til Vestur-Þýzka- lands, eða hlutfallslega fleiri en nokkru sinni frá því Berlínarmúr- inn var reistur 1961.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.