Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglysingastjóri hf. Árvakur, Reykjavflí. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Pólland og Tyrkland Um þær mundir sem her- lögum var komið á í Pól- landi eða veturinn 1981 til 1982 var það gjarnan viðkvæð- ið hjá þeim hér á landi sem finna sig knúna til að bera blak af einræðisríkjum komm- únista, að þetta væri nú kannski ekki svo slæmt í Pól- landi því að í einu NATO- ríkjanna, Tyrklandi, væri herforingjastjórn. Einn af rit- stjórum Þjóðviljans bjó af þessu tilefni til þá kenningu að „lífsháski lýðræðisins kæmi frá hægri", það væru sem sé hægrisinnaðir herforingjar sem ógnuðu lýðræðinu. Ekki skal hér gert lítið úr þeirri hættu sem af herforingjum stafar í þeim ríkjum þar sem lýðræðislegir stjórnarhættir hafa ekki fest rætur sem skyldi. En að láta sem svo eins og vinstrisinnum er tamt að herforingjastjórnir séu verri óvinir lýðræðisins en marxist- ar er auðvitað út í hött. Það hefur einmitt sannast í Tyrk- landi að á þeim árum sem liðin eru síðan samanburðarfræð- ingar kommúnista notuðu her- stjórn í Tyrklandi til að bera blak af herstjórn í Póllandi hafa Tyrkir endurheimt lýð- ræðislega stjórnarhætti en Pólverjar orðið að sæta vax- andi kúgun í nafni Marx og Leníns. Um síðustu helgi fóru fram sveitarstjórnarkosningar í Tyrklandi. í þessum kosning- um buðu fleiri flokkar fram en í þingkosningunum á síðasta ári sem voru fyrsta skref Tyrkja undan þriggja ára herforingjastjórn. Um tveim- ur mánuðum áður en herlög tóku gildi í Póllandi eða í október 1981 voru stjórnmála- flokkar bannaðir og leystir upp í Tyrklandi. Á sunnudag börðust hins vegar frambjóð- endur sex flokka um fylgi meðal tyrkneskra kjósenda, jafnt hægri og vinstri flokkar. Niðurstaðan í kosningunum er metin á þann veg að Turgut Ozal forsætisráðherra og formaður Föðurlandsfylk- ingarinnar hafi unnið stórsig- ur og því hlotið betra umboð til landstjórnar en hann fékk á síðasta ári þegar til dæmis sósíaldemókrötum var bannað að bjóða fram til þings. Á sama tíma og Tyrkir feta sig þannig að nýju til lýðræð- islegra stjórnarhátta hrann- ast ófrelsisskýin upp yfir Pól- landi. Nýjasta dæmið um harðýðgi herstjóra kommún- ista og ótta er bannið sem sett var við því að krossar fengju að hanga í skólastofum og öðr- um opinberum pólskum bygg- ingum. í tilefni af landsþingi pólska kommúnistaflokksins fyrir skömmu kom fram að flokkurinn sem nú stjórnar í krafti hersins nýtur sífellt minna álits meðal þjóðarinnar og einkum yngri kynslóðarinn- ar. Meira en 50% Pólverja eru undir þrítugu en aðeins 11% af félögum í kommúnista- flokknum eru á þeim aldri. Hver eru viðbrögð Wojciech Jaruzelski hershöfðingja og forsætisráðherra við þessu? Hann segir að æskan hafi ver- ið leidd á villigötur, hann bannar krossa í skólum og seg- ir að koma verði í veg fyrir ill áhrif fjandmanna sósíalism- ans í æðri menntastofnunum. Samanburðarfræðingar sós- íalismans hafa neyðst til að hætta tilraunum sínum til að afsaka ástandið í Póllandi með því að segja að það sé jafnvel verra í Tyrklandi. Þeir eru meira að segja hættir að geta bent á Argentínu til að bera blak af sósíalistunum í Pól- landi — enn leita þeir þó skjóls hjá Pinochet í Chile. Það er að verða hagsmunamál alþýðubandalagsmanna að missa ekki þetta haldreipi sitt! Greiðslukort og neytendur Helstu keppinautar í smá- söluverslun á höfuð- borgarsvæðinu hafa tekið höndum saman og mótmælt þeim kjörum sem þeir njóta hjá útgefendum greiðslukorta. Er svo að skilja að annaðhvort fái þeir betri kjör hjá þessum fyrirtækjum eða kostnaður smásöluverslananna vegna til- komu þeirra lendi á neytend- um. Vinsældir greiðslukorta sýna að neytendur kunna vel að meta þessa nýju þjónustu. Fyrir um það bil mánuði var verðlagseftirlit afnumið af flestum nauðsynjum heimil- anna. Nú er það neytenda sjálfra að sjá til þess að verð- lagi sé stillt í hóf með því að beina viðskiptum til þeirra að- ila sem selja vörur á lægsta verði. Síst af öllu gátu neyt- endur vænst þess eftir að frjáls samkeppni komst í al- gleymi milli kaupmanna að þá myndu hinir öflugustu í þeirra hópi hóa sig saman og fara í stríð til að bæta sinn hag og hóta neytendum verri þjón- ustu vinnist ekki sigur í stnð- inu. Sýningin var kynnt fréttamönnum f gær og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Morgunbi»íi8/KEE. Tölvusýning IBM hefst f dag: Þekking eflir þjóðarhag „MIKIL áhersla er lögð á nýju einka- tölvuna, IBM PC, sem farið hefur sig- urför um heiminn síðustu tvö árin. Á sýningunni eru á þriðja tug IBM PC einkatölva og verða mjög fjölbreytileg verkefnasvið kynnt sem snerta fyrirtæki, skóla og heimili. Einnig verða sýndar teng- ingar við stærri tölvur og ennfrem- ur notkun ýmissa tækja sem eru f tengslum við IBM PC einkatölv- una,“ segir í frétt frá IBM á íslandi, en svo sem kom fram í Morgunblað- inu i gær, verður í dag klukkan þrjú opnuð tölvusýning á vegum fyrir- tækisins og sölu- og þjónustuaðila fyrir IBM-tölvur hérlendis. Sýning- in er á tveimur stöðum, í húsnæði IBM að Skaftahlfð 14 og í Tónabæ, og stendur fram á sunnudag. Opið er á virkum dögum frá 15.00 til 21.00, en frá 10.00 til 21.00 um helg- ina. Einkunnarorð sýningarinnar eru „Þekking efiir þjóðarhag". Tvær villur slæddust inn í frétt Morgunblaðsins af sýningunni í gær. Guðmundur Hannesson, sölu- stjóri IBM á Islandi, var rangfeðr- aður, sagður Hansson, og er hann beðinn velvirðingará því. Hin villan var öllu meinlegri, sagt var að verð- laun f getraun sem efnt er til í til- efni sýningarinnar væru IBM PC einkatölva að verðmæti átta þúsund krónur! Höfðu IBM menn ekki und- an að taka við pöntunum í gær- morgun, enda væru það reyfara- kaup að eignast einkatölvu fyrir að- eins átta þúsund krónur. Hið sanna er hins vegar að prentvillupúkinn var hér að verki, því tölvan kostar 82 þúsund krónur. Nánar verður sagt frá sýningunni síðar í Morgunblaðinu. Útreikningur vfcitalna: Nýja F-vísitalan mælir 13,89% verðbólguhraða KAUPLAGSNEFND hefur reiknað út hækkun framfærsluvísitölu miðað við hinn nýja grunn, sem lögfestur var með lögum nr. 5 frá 22. mars 1984 og er hann byggður á neyzlukönnun, sem nefndin sá um framkvæmd á ásamt Hagstofunni. Grunnur F-vísi- tölunnar miðast við töluna 100 í febrúar 1984 og samkvæmt nýjasta útreikningi, nú í marzbyrjun, er vísi- talan 101,09 stig, þ.e.a.s. hefur hækk- að milli mánaða 1,09%. Miðað við þennan útreikning mælist því hraði verðbólgunnar nú á ársgrunni 13,89%. Hagstofa íslands hefur einnig reiknað út vísitölu byggingarkostn- aðar fyrir marzmánuð og styðst þá við verðlag í fyrri hluta marzmán- aðar. Reyndist vísitalan vera 157,99 stig, sem hækkar í 158 stig og er þá miðað við grunninn 100 f desember 1982. Gildir þessi vísitala á tíma- bilinu apríl til júní 1984. Samsvar- andi hækkun á eldri grunn er 2341 stig, en er þá grunnurinn 100 frá október ársins 1974. Frá því er B-vísitalan var síðast lögformlega út reiknuð í desembermánuði 1983 hefur hækkun hennar numið 1,87%, sem mælir verðbólguhrað- ann 7,69% á ársgrunni. Hins vegar hefur Hagstofan einnig áætlað byggingavísitölu mánaðarlega og er hækkun frá febrúarmánuði 1,55%, sem á ársgrunni mælir verðbólguhraða, sem er af stærð- argráðu 20,27%. Þá hefur Hagstofa íslands einnig gefið út tilkynningu um hækkun húsaleigu frá 1. april 1984 sam- kvæmt bráðabirgðalögum nr. 48 frá 1983. Samkvæmt þeim hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem áðurnefnd lög taka til, um 6,5% frá og með aprílbyrjun 1984. Hækkun þessi miðast við þá leigu, sem er í marz 1984. I fréttatilkynningu frá Hag- stofunni er vakin á þvf sérstök at- hygli að vísitalan snerti aðeins húsaleigu, sem breytist samkvæmt ákvæðum umræddra bráðabirgða- laga. Loks hefur Seðlabankinn í fram- haldi af útreikningi annarra vfsi- talna reiknað út lánskjaravísitölu fyrir aprílmánuð 1984 og reyndist hún vera 865 stig og gildir sú tala fyrir aprílmánuð 1984. Hækkun vísitölunnar frá marzvísitölunni er 1,29%. Sú hækkun gefur til kynna verðbólguhraða, sem er 16,63% á ári. Það skal tekið fram að hinn nýi grundvöllur framfærsluvísitölunn- ar, sem nú er tekinn í notkun er byggður á niðurstöðum neyzlu- könnunar á árunum 1978 og 1979 og tekur hann við af grunni, sem byggður var á neyzlukönnun 1%4 og 1%5. Heildarársútgjöld sam- kvæmt honum nema 588,789 krón- um. I honum vegur matvara mest, 21,4%, en aðrir útgjaldaliðir, sem eru yfir tíu prósentustigum eru: húsnæði, rafmagn og hiti 16,5%, húsnæðiskostnaður 11%, flutnings- tæki, ferðir, póstur og sími 18,8% og eigin flutningstæki 16,1%. Þjóðartekjur og þróun kaupmáttar: Þjóðartekjur á mann lægri 1983 en 1977 Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna nokkru hærri Þessi skýringarmynd sýnir, aó kaupmáttur rauntekna hefur aukizt mun meira en nemur aukningu þjóðar- tekna á mann frá árinu 1977. Á árinu 1982 voru þjóðar- tekjur á mann svo til þaer sömu og 1977, en kaupmáttur 17% meiri. Þessi kaupmáttur umfram þjóðartekjur kom m.a. fram í viðskiptahalla árið 1982 sem nam það ár 6.600 milljónum króna á núgildandi verðlagi (sbr. skýr- ingarmynd og tezta í Mbl. í gær). Þrír fjórðu hlutar, 14.300 m.kr., erlendrar skuldasöfnunar 1979—1982 stöfuðu af þessum viðskiptahalla. Súluritin setja þjóðartekjur á mann og kaupmátt ráð- stöfunartekna á 100 árið 1977. Hvítu súlurnar sýna síðan kaupmátt ráðstöfunartekna, sem fer hæst í 117 1981 og 1982, en síðan niður í 103 á sl. ári. Dökku og skástrikuðu fletirnir sýna þróun þjóðartekna, sem vaxa í 103 1978, fara hæst f 104 1981, en hrökkva niður í 96 á sl. ári, eða niður fyrir þjóðartekjur á mann 1977. Breyting þjóðartekna og kaupmáttar /71 1961 Kaupmáttur ráöstöfunartekna Þjóöartekjur á mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.