Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Hagkvæmustu virkjanírnar eru á Þjórsársvæðinu — sagði Sigurgeir Jónsson á ársþingi iðnrekenda Hér fer á eftir í heild ræða sem Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka íslands, flutti á ársþingi iðnrekenda í síðustu viku um orku og stóriðju. Orka og stóriðja Það orkar ekki tvímælis að vax- andi áhugi er nú á ný á orku- og stóriðjumálum hér á landi. Þar á afturkippur í sjávarútvegi um þessar mundir vafalaust verulegan þátt, þó að slíkar sveiflur í sjávar- afla séu hvergi nærri nýtt fyrir- bæri á íslandi. Ríkisstjórnin setti sér þegar í upphafi það markmið að auka orkufrekan iðnað í landinu. Hún hyggst tryggja framgang málsins m.a. með því að fá nýja erlenda aðila til samstarfs og vill jafn- framt ná fullum sáttum í deilumál- um við Alusuisse, sem hún tók í arf. Til að vinna að þessum verkefn- um skipaði iðnaðarráðherra tvær nefndir. Aðra, sem kölluð hefur verið Samninganefnd um stóriðju, til þess að semja við Alusuisse um ágreiningsmál og síðan stækkun álversins í Straumsvík og jafn- framt hefur henni verið falið að semja um nýjan eignaraðila að Járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Sú nefnd er undir forystu Jóhannesar Nordal, seðlabanka- stjóra. Hinni nefndinni, Stóriðju- nefnd, undir foystu Birgis ísleifs Gunnarssonar alþingismanns, var falið að kanna möguleika á nýrri stóriðju og leita eftir samningum um stóriðju við aðila, sem ekki hafa verið starfandi hér áður. Virkjun vatnsorku Vatnsorkan er sú náttúruauðlind sem fyrst og fremst hlýtur að verða grundvöllur nýrrar stóriðju hér á landi á næstu árum, þó að ekki séu síður vonir bundnar við jarðgufu, þegar fram líða stundir. Mun ég þess vegna drepa í fyrstu á virkjanamálin. Innan skamms munu væntanlega hefjast framkvæmdir við Blöndu- virkjun í Húnaþingi, en hún er skil- yrði þess að hægt sé að ráðast í nýjan stóriðjuáfanga. Væntanlega verður hún fullgerð á árinu 1988. Blönduvirkjun er hins vegar með- alstór virkjun og orkan frá henni innan við helmingur af orku Búr- fellsvirkjunar. Hún mundi því að- eins nægja fyrir kísilmálmverk- smiðju eða byrjunaráfanga stækk- unar álbræðsíu í Straumsvík. Miklu stærra þarf því að hugsa i virkjunarmálum og lengra fram í tímann, ef leita á eftir samningum um frekari stóriðju. Fljótsdalsvirkjun á Austurlandi, sem lög hafa þegar verið sett um, yrði stórvirkjun á stærð við Búr- fellsvirkjun hvað orku varðar. Hún gæti orðið tilbúin upp úr 1990 og mundi henta nokkuð vel til þess að sjá fyrri áfanga álvers við Eyja- fjörð fyrir orku, ef um það semdist. Fljótsdalsvirkjun mundi aftur á móti ekki henta vegna hugsanlegr- ar stækkunar álversins í Straumsvík vegna fjarlægðar. En með henni og Blönduvirkjun væri nokkuð vel séð fyrir dreifingu orkuvera um landið með tilliti til náttúruhamfara. Þjórsársvæðið Sterk rök hníga hins vegar að því að hagkvæmustu virkjanir sem völ er á á næstu árum séu á Þjórsár- svæðinu. Þetta gildir bæði að því er byggingu og rekstur virkjana snertir. Á Þjórsársvæðinu er nú þegar komið öflugt kerfi virkjana, miðlana og háspennulína auk vega- kerfis og hvers konar aðstöðu til mannvirkjagerðar og reksturs. Til marks um þau tök, sem menn hafa náð á þessu skaðræðisfljóti má nefna, að nú er hægt að loka al- gjörlega um stund fyrir rennsli Þjórsár og safna vatninu bak við stífluna við Sultartanga og þurrka farveginn, og hefur það reyndar verið gert. Slíkt hefði reyndar ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæj- ar á bökkum Bolafljóts. Það segir sig sjálft, að hagkvæmt hlýtur að vera að bæta nýjum einingum inn í slíkt kerfi, einingum sem styrkja það sem fyrir er og styrkjast af því. Og í orkusölusamningum um stór- iðju munar um hvert „mill“ í fram- leiðslukostnaði. Það er annar meginkostur Þjórs- ársvæðisins, að það er nokkuð miðsvæðis á landinu þannig að með virkjun þar væri hægt að sjá stór- iðju fyrir orku hvort sem iðjuverin væru staðsett við Faxaflóa, Eyja- fjörð eða á Suðurlandi sjálfu. Nú eru nær fullhannaðar þrjár mjög hagkvæmar virkjanir á Þjórsársvæðinu. Þetta eru stækkun Búrfellsvirkjunar sem líklega mun kalla á miðlun í Efri-Þjórsá, Sult- artangavirkjun, en þar var stíflu- gerð lokið á síðasta ári og síðast en ekki síst Vatnsfellsvirkjun í næsta nágrenni Sigöldu- og Hrauneyja- fossvirkjunar, en hún mundi fyrst og fremst skila verðmætri vetrar- orku úr Þórisvatnsmiðlun. Allt yrðu þetta virkjanir af miðlungs- stærð og að líkindum tiltölulega viðráðanlegar framkvæmdir með samanlagða orkuvinnslugetu ámóta og Búrfellsvirkjun. Ein eða fleiri þeirra hlýtur að koma til framkvæmda, ef álverið I Straumsvík yrði stækkað verulega. Athuganir á öðrum virkjunum á Þjórsársvæðinu eru skemmra á veg komnar, en þessar eru heistar: Efri-Þjórsá, virkjun í Tungná við Búðarháls, skammt neðan við Hrauneyjafossvirkjun og tvær virkjanir í Þjórsá niðri í byggð, önnur við Núp í Hreppum, gegnt Skarðsfjalli á Landi og hin við Urr- iðafoss nálægt Þjórsártúni í Holt- um. Þessar virkjanir yrðu flestar fremur stórar, en með þeim væri þó ekki öll vatnsorka svæðisins beisl- uð. Virkjun jarðvarma Næst vildi ég víkja að jarðvarma og virkjun hans, en á því máli virð- ast vera að koma nýjar hliðar, þ.e.a.s. hagkvæmir möguleikar á hagnýtingu jarðgufu í raforkuver- um. Að sjálfsögðu gildir það almennt og að öðru jöfnu, að skynsamlegra sé að virkja vatnsafl landsins fyrst til raforkuframleiðslu áður en kemur að jarðgufunni, enda eyðist vatnsorkan ekki þótt hún sé virkj- uð. Hins vegar beri að líta á jarð- hitann sem námu, sem eyðist nokk- urn veginn eftir því sem af er tekið. Skynsamlegast sé því að láta virkj- un jarðgufu til raforkuframleiðslu bíða þangað til allt hagkvæmt vatnsafl hefur verið virkjað. Nú er hins vegar farið að hita upp vatn fyrir hitaveitur með há- hitavarma og gufu. Um leið skap- ast mjög hagkvæm skilyrði til raf- magnsframleiðslu samhliða vatnshitun og er komin af þessu talsverð reynsla hjá Hitaveitu Suð- urnesja í Svartsengi. Slíkum raf- orkuverum í tengslum við hitaveit- ur má fá tvenns konar hlutverk í raforkukerfum landins. Annars vegar sem hreinar varastöðvar, sem aðeins starfa þegar bilanir verða á flutningslínum eða þegar vatnsþurrð er í miðlunum. Hins vegar toppstöðvar sem taka hluta af álagsstoppunum í kerfinu að vetrinum. í hvorugu tilvikinu væri gengið mjög nærri hitaforða jarð- hitasvæðanna um leið og hægt væri að nýta betur sumarrennsli vatnsvirkjanakerfisins. f Svartsengi er nú hægt að fram- leiða með þessum hætti 8 MW og hugsanlegt mun að bæta þar við allt að 12 MW til viðbótar. Stærsta virkjunin af þessu tagi mundi hins vegar vera á vegum Hitaveitu Reykjavíkur að Nesja- völlum í Grafningi, ef grundvöllur reynist fyrir því að hita þar upp vatn fyrir Reykjavík og framleiða samhliða rafmagn á hliðstæðan hátt og gert er nú í Svartsengi. Hitaveita frá Nesjavöllum mun þurfa að taka til starfa kringum 1990 og upp úr því gætu hugsanlega komið þaðan 60—80 MW inn á kerfið. Þetta mundi auðvelda mjög að taka við stórum raforkunotanda um það leyti og létta fjárfestingar- útgjöldum af Landsvirkjun. Ekkert er hins vegar öruggt eða ákveðið í þessu máli, en nauðsynlegt er að hafa það bak við eyrað sem kost, ef nægileg gufa reynist vera fyrir hendi á Nesjavöllum. Krafla Þá víkur sögunni til Kröflu. Kröfluvirkjun hefur verið rekin sem toppstöð að vetrinum að und- anförnu og aðeins önnur vélasam- stæðan af tveimur uppsett. Nú eru líkur á því að hægt verði að reka þá vél með fullum afköstum, 30 MW, frá og með næsta hausti. Hins veg- ar mun það nú ekki vera talið svara kostnaði að bora eftir gufu fyrir seinni vélina og setja hana upp, þar sem gufuöflun við Kröflu hefur reynst mjög dýr. Ekki er samt úti- lokað að það gæti verið fjárhags- lega hagkvæmt að setja þá vél niður annars staðar á landinu, þar sem gufuöflun er talin hlutfalls- lega ódýrari t.d. einhvers staðar á Reykjanesskaganum og nota hana sem topp- eða varastöð. Það gildir þó um þennan mögu- leika eins og aðra möguleika á raf- orkuframleiðslu með jarðgufu, að engu er hægt að slá föstu nema að undangengnum ítarlegum athug- unum. Þarna kunna hins vegar að vera kostir sem auðveldað gætu raforkukerfinu fjárhagslega að taka tiltölulega fljótt á sig viðbót- arálag frá stóriðju. Nýting jarðgufu til iönaðar Ýmsir telja jarðgufuna hér á landi ekki síður samkeppnisfæran orkugjafa en rafmagnið. Tiltölu- lega lítil reynsla er hins vegar komin af notkun jarðgufu til iðnað- ar enn sem komið er. Þó hefur ver- ið þurrkaður kísilgúr við Bjarnar- flag um árabil, tilraunavinnsla á Sigurgeir Jónsson salti fer fram á Reykjanesi og ný- lega er hafin þar fiskimjölsvinna. í Svartsengi er komin allmikil reynsla af vinnslu háhitagufu, sem sennilega mætti styðjast nokkuð við. Þar eru árlega framleidd um 1 milljón tonn af gufu við svipað hitastig og þrýsting og hagkvæm- ast er að nota við súrálsvinnslu, en súrálsverksmiðja er hugsanlegur stórnotandi iðnaðargufu hér á landi í framtíðinni. Rannsóknir á vinnslu og mögu- leikum á notkun jarðgufu til iðnað- ar eru enn tiltölulega stutt á veg komnar hér á landi. Hér þyrfti að bæta úr, en best er að hafa kapp með forsjá og beina rannsóknum að þeim jarðhitasvæðum og þeim vinnslukostum, sem mestar vonir gefa um arðbæran rekstur. Stóriðja Þegar ríkisstjórnin tók við völd- um á síðasta ári höfðu mikilvægir þættir stóriðjumálanna legið niðri í um það bil hálfan áratug og sam- skiptin við Alusuisse höfðu verið með þeim hætti, að umdeilt er hvort samrýmdist fagmannlegri hagsmunagæslu. Um leið voru ýmsar yfirlýsingar og aðgerðir stjórnvalda þess eðlis, að rökrétt var fyrir innlenda sem erlenda að- ila að álykta sem svo, að íslensk stjórnvöld hefðu engan raunveru- legan áhuga á því að nýta orkulind- ir landsins til stóriðju í fyrirsjáan- legri framtíð. Fyrstu verkefnin voru því að bæta úr þessu. Samninganefnd um stóriðju hófst þegar handa um að jafna helstu ágreiningsmál við Alusuisse og bráðabirgðasamkomulag náðist strax á síðastliðnu hausti. Nú er unnið að því að ieggja nýjan grund- völl að framtíðarstarfi við fyrir- tækið, rætt er um stækkun verk- smiðjunnar um allt að 100 þús. tonn í áföngum, og hugmyndin er að nýr eða nýir samstarfsaðilar taki þátt í stækkuninni, ef úr verð- ur. Slík stækkun væri tvímælalaust nærtækasti og hagkvæmasti stór- iðjukosturinn, sem völ er á, enda er Leiguflug fyrir íslenzku ferðaskrifstofurnar f sumar: Alls verða farnar 60 ferðir til sólarlanda Tveir þriðju hlutar með Arnarflugi og einn þriðji með Flugleiðum Þetta er hinn nýi grunnskóli Hellissands. Hann er 1177 fermetrar að stærð. Skólastjóri hans er Friðrik Guðjónsson. Hellissandur: Aldarafmæli barnafræðslu ÍSLENZKU rerðaskrifstofurnar hafa nú gengið frá samningum sínum við flugfélögin Arnarflug og Flugleiðir og er framboð ívið minna en á síöasta ári. Helztu áætlunarstaðirnir eru ít- alía, Portúgal og Spánn, en flogið er fvrir fimm ferðaskrifstofur. Ferðaskrifstofan Utsýn hefur samið um 18 flug til Malaga á Spáni við Arnarflug og um 11 ferðir til Trieste á Ítalíu. Þá hefur Útsýn samið um 10 ferðir til Portúgal við Flugleiðir. Samvinnuferðir-Landsýn verða með beint leiguflug til Ítalíu og hef- ur ferðaskrifstofan samið um 12 ferðir við Arnarflug. Sömuleiðis hefur Samvinnuferðir-Landsýn samið við Arnarflug um 6 leigu- flugsferðir til Norðurlandanna. Þá hafa ferðaskrifstofurnar Úr- val, Atlantik og Ferðamiðstöðin i sameiningu samið við Flugleiðir um 9 ferðir tii Spánar, en ferðskrifstof- urnar munu samnýta vélina tvær saman í hvert sinn. Af framansögðu er Ijóst, að áætl- aðar eru samtals 60 leiguflugsferðir til sólarlanda. Arnarflug mun fljúga 41 ferð, en Flugleiðir 19 ferð- ir. Auk þess eru síðan 6 ferðir til Norðurlandanna. Ferðir ferðaskrifstofanna og flugfélaganna í sumarhús í Dan- mörku, Hollandi og Þýzkalandi fara inn í áætlunarflug flugfélaganna tveggja, eða til Kaupmannahafnar, Frankfurt og Amsterdam. Á HELLISANDI hefur verið gefið út afmælisrit í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að samfelld barnafræðsla hófst í Neshreppi utan Ennis og heitir blaðið Aldarafmæli samfelldrar barnafræðslu í Nes- hreppi utan Ennis. llpphafsmaður þessarar barnafræðslu á Hellissandi var Lárus Skúlason. Meðal efnis í blaðinu eru grein- ar um megin þætti skólasögunnar, minningarbrot kennara og nem- enda og margt fleira. f blaðinu eru yfir 100 myndir, margar gamlar og sögulegar. Blaðið er 44 síður, prentað af Prentborg á mynd- pappír og brotið um af Martin sf. Fyrir stuttu var tekið í notkun nýtt skólahús sem er 177 fermetr- ar. Sjólaxpasta úr reyktum ufsa MATVÆLAIÐJAN Mar hf. hefur nýverið hafið starfsemi að Skúta- hrauni 7 í Hafnarfirði. Nú þegar er hafin framleiðsla og dreifing á sjó- laxpasta í túpum. Sjólaxpasta er unn- ið úr reyktum ufsa. Senn er lokið hjá fyrirtækinu tilraunavinnslu og öðrum undir- búningi að framleiðslu kavíars og síldarpasta í túpum. Þessar fram- ieiðsluvörur eru bæði ætlaðar fyrir íslenskan markað og til út- flutnings og hafa verið kynntar fyrir erlendum dreifingaraðilum. Auk áðurnefndra vörutegunda hefur fyrirtækið áætlanir á prjón- unum um að þróa fleiri nýjar vörutegundir úr sjávarafurðum. Framkvæmdastjóri Mars hf. er Magnús Jónsson, niðursuðutækni- fræðingur, en stjórnarmenn auk hans Egill Einarsson, efnaverk- fræðingur, og Helgi E. Sigurjóns- son, matvælaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.