Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 55 Islándskt máleri med fárg och kraft' Arbetet/Frec ilslándskt imáleri i ikonsthallen 1 islándska kon^Uá i □ Av Úrklippur úr tveimur sænskum blödum um sýninguna í Lundi. Tvær íslenskar myndlistarsýn- ingar í Svíþjóð Laugardaginn 17. mars sl. var opnuð í Konsthallen í Lundi sýning á verkum sjö ungra íslenskra list- málara, þeirra Erlu Þórarinsdóttur, Gunnars Arnar Gunnarssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar, Jóns Axels Björnssonar, Kjartans Olafs- sonar, Valgarðs Gunnarssonar og Vignis Jóhannssonar. Ber sýningin heitið „Málverk": Ungt islánskt málcri frán 80-talet“ og eru á henni 67 málverk, flest mikil um sig. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur, setti sýninguna saman að beiðni Konsthallen, og skrifar inn- gang í sýningarskrá sem jafn- framt er tímarit og Konsthallen og forleggjarinn Sune Nordgren standa að. Sýningin í Lundi var opnuð af sendiherra íslands í Svíþjóð, Benedikt Gröndal, og við opnun var flutt Sónatína eftir Jón Nor- dal, af Binari Sveinbjörnssyni, konsertmeistara í Málmey og sænskum píanóleikara. Sýningin vakti talsverða at- hygli. Blöð sögðu frá henni í löngu máli, aðstandendur ræddu um hana við útsendara sænska út- varpsins, galleríeigendur og safnafólk lýsti yfir áhuga á að skipuleggja frekari sýningar með ungu íslensku myndlistarfólki, og aðsókn á opnunardegi var hátt á annað þúsund, sem er mjög óvenjulegt þar um slóðir, jafnvel þótt þekktir listamenn eigi í hlut. Stendur sýningin til 23. apríl og eru listamennirnir á henni kynnt- ir næstum daglega fyrir sýn- ingargestum, af starfsfólki safns- ins. Þann 24. mars var opnuð önnur sýning á íslenskri myndlist í Konsthallen í Malmö. Var sú sýn- ing valin af þeim Magúsi Pálssyni og Ingóri Erni Arnarsyni, mynd- listarmönnum, og eru á henni þeir Árni Ingólfsson, Daði Guðbjarts- son, Jóhanna Yngvadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Tumi Magn- ússon, Valgarður Gunnarsson, Kristinn G. Harðarson og Stein- grímur Eyfjörð, auk tveggja al- þýðumálara, þeirra Eggerts Magnússonar og Stefáns frá Möðrudal. Sýningin í Málmey stend-' fram í maí. lok síðasta árs, þegar hafist var handa við að koma bandarisku flaugunum fyrir. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hefur ekki tekist að taka upp þráðinn að nýju. Eftir að nýju NATO-eldflaugarnar komu til sögunnar hafa leiðtogar vest- rænna ríkja gengið fram fyrir skjöldu og hvatt eindregi til þess að stórveldin hefji afvopnunarvið- ræður að nýju. Sovétmenn töpuðu áróðursstríðinu og barátta frið- arhreyfinganna bar ekki þann árangur að hindra framkvæmd NATO-ákvörðunarinnar frá 1979. í riti Alberts Jónssonar er lítið fjallað um pólitíska hlið gagn- virkrar fælingar, enda fellur hún í raun utan ramma þess. Þeim mun meiri áhersla er lögð á tæknilega og fræðilega hlið kjarnorkuvíg- búnaðarins og meðal annars skýrð frá þeim sjónarhóli ástæðan fyrir hræðslu þeirra sem óttast að hin- ar nýju kjarnorkueldflaugar í Evrópu auki líkur á að kjarnorku- stríð verði háð, af því að þau leiði ekki óhjákvæmilega til gjöreyð- ingar, heyja megi takmarkað kjarnorkustríð. Vegna þess hve skammur tími er liðinn frá því að hinar nýju eldflaugar komu til sögunnar er unnt að hafa uppi getgátur um að þær kunni að breyta viðhorfi til kjarnorkustríðs. Áf riti Alberts Jónssonar má ráða að fælingar- gildi kjarnorkuvopna sé ótvírætt ef notkun vopnanna leiðir til gjör- eyðingar en notkun kjarnorku- vopna sé hugsanleg ef þau má nota til að heyja takmarkað kjarnorkustríð. Eins og kunnugt er hafa áróðursmenn Sovétstjórn- arinnar hamrað á þvi að tilkoma nýrra bandarískra meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evrópu séu því til staðfestingar að NATO búi sig undir takmarkað kjarnorkustríð. Með þessum hætti hafa Sovétmenn reynt að hindra að einokun þeirra á fullkomnum meðaldrægum kjarnorkueldflaug- um í Evrópu væri rofin. Það er fastur liður í þessum sovéska áróðri að kjarnorkustríð sé á næsta leiti. Til hans má rekja að „friðarsinnar" á Vesturlönduir telja kjarnorkuvarnir eigin lar hættulegri heimsfriðnum er éskan vigbúnað. „Stríð og friður eru fyrst og síð- ast pólitísk fyrirbæri. Um leið og styrjaldir eru óhugsandi án ein- hvers konar vopna, valda vopnin ein ekki styrjöldum," segir Albert Jónsson réttilega. Af þessu leiðir að í vangaveltum um líkur á kjarnorkustríði verða menn að gera það upp við sig, hvort meiri líkur séu á þvi að kommúnísku einræðisherrarnir eða stjórnendu- lýðræðisríkjanna færðu sér kjar • orkuvopna í nyt til takmarl ,ös ávinnings. Útgáfa þessa rits öryggismála- nefndar er tímabær. Texti Alberts Jónssonar er á stundum torskilinn enda viðfangsefnið flókið. Engu að síður ætti þessi bók að vera tiltæk nemendum í öllum framhaldsskól- um og forystumenn friðarsamtaka gegn kjarnorkuvopnum ætti að skylda til að lesa hana. Fram hjá þeim staðreyndum sem í bókinni er lýst verður ekki gengið á atóm- öld hvort sem okkur líkar betur eða verr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.