Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni: Arnór Ragnarsson Mjög óvænt úrslit urðu í undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór um sl. helgi. Margar af „ör- uggu“ sveitunum náðu ekki í úrslitin spilurunum til mikils ama en konum þeirra til gleði því margir af þessum spilurum hafa tekiö þátt í úr- slitakeppninni árum saman og þar af leiðandi ekkert ver- ið heima hjá sér um páskana. Hrun varð hjá ferðaskrif- stofusveitunum sem uröu í 1. og 3. sæti í Reykjavíkurmót- inu í vetur og ef taldar eru fyrst upp sveitirnar sem ekki komust í úrslitin en hafa spil- að undanfarin ár eru það eft- irtaldar: Úrval, Samvinnu- ferðir/Landsýn, sveit Gests Jónssonar, sveit Ólafs Lár- ussonar og Sveit Eiríks Jónssonar Akranesi. Ég vil endurtaka það að þessar sveitir komust ekki í úrslitin að þessu sinni. Mikil keppni var í öllum riðlum undankeppninnar en spilað var f fjórum 6 sveita riðlum. A-riðiII: Sveit Runólfs Pálssonar sigldi nokkuð örugglega í gegnum þenn- an riðil, vann alla sína leiki nema þann síðasta og sigraði í riðlinum. Annars var gífurleg spenna í keppninni um 3 efstu sætin og fyrir síðustu umferðina var staðan þessi: Runólfur Pálsson 60 Sigurður Vilhjálmsson 53 Samvinnuferðir/Landsýn 45 Ágúst Helgason 29 Páll Pálsson 25 Leif österby 19 Tvær efstu sveitirnar spiluðu saman í síðustu umferðinni en S/L-sveitin gegn Ágústi Helga- syni. S/L-sveitin vann sinn leik 20—0 en það dugði ekki til því Sig- urður Vilhjálmsson vann Runólf 12—8 og fékk þar með jafnmörg stig og S/L-sveitin en hafði unnið innbyrðisleik sveitanna fyrr í mótinu og var þar með komin í úrslitin. B-riðill: í þessum riðli var svipuð staða og í A-riðlinum. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar frá Selfossi vann 4 Vilhjálmur Sigurðsson er kampakátur með sonum sínum, Vilhjálmi og Sigurði og Sturla Geirssyni eftir að hafa náð öðru sæti í A-riðlinum en sveitin fékk 65 stig eins og Samvinnuferða/Landsýnarsveitin en feðgasveitin hafði unnið leikinn VÍð S/L Og komst því í úrslit. Morgunblaöiö/Arnór C-riðill: Sveit Þórarins Sigþórssonar var í sérflokki í þessum riðli og gat sleppt því að spila siðasta leikinn en fyrir síðustu umferðina gátu allar hinar sveitirnar náð öðru sætinu. Staðan fyrir síðustu umferðina: Þórarinn Sigþórsson 64 Eiríkur Jónsson 36 Gísli Steingrímsson 36 Heimir Þór Tryggvason 34 Jón Ágúst Guðmundsson 33 Ármann J. Lárusson 33 Sveit Úrvals spilar gegn sveit Guðbrands Sigurbergssonar. Var leikurinn jafn og spennandi en aðeins önnur sveitin átti möguleika á að komast í úrslitin. Sveit Guðbrands sigraði 16—4 og stórmeistarasveitin verður í fríi um pásk- ana. fyrstu leiki sína og hafði bestu stöðuna fyrir sfðustu umferðina en þá var staðan þessi: Sigfús Þórðarson 58 Ásgrímur Sigurbjörnsson 54 Gestur Jónsson 48 Stefán Pálsson 39 ólafur Lárusson 26 Sigmundur Stefánsson 10 Sveit Sigfúsar spilaði gegn Stef- áni Pálssyni í lokaumferðinni og tapaði illa með 2 gegn 18. Það urðu því að vera hagstæð úrslit honum til handa í leik Gests Jónssonar og Ásgríms Sigurbjörnssonar. Norð- anmenn létu engan bilbug á sér finna og unnu sveit Gests með 12 gegn 8 og þar með var sveit Sig- fúsar í úrslitunum. Norðanmenn byrjuðu illa, töpuðu fyrsta leikn- um með 3 gegn 17 fyrir Selfyssing- um en unnu alla leikina eftir það. Fjórir bræður spila í Siglufjarðar- sveitinni. Brídge Stórmeistararn- ir fengu páskafrí 12. einvígisskákin: Smyslov barðist, en tapaði samt Skák Margeir Pétursson KASPAROV jók enn við forskot sitt f einvíginu við Smyslov á laugardag- inn þegar tólfta skákin var tefld. Staðan var þar með orðin 8—4 og harla litlar líkur til þess að Smyslov næði að draga keppnina fram yfir 21 árs afmæli Kasparovs, sem verður föstudaginn þann 13. aprfl. Sá sem fyrr hlýtur 8'A vinning ber sigur úr býtum. Þrátt fyrir nær vonlausa að- stöðu sína barðist Smyslov eins og Ijón í upphafi tólftu skákarinnar. Hann hafði hvítt og eftir að byrjunin hafði verið í sama farvegi og þrjár af fyrri einvígisskákum blés hann til sóknar meö peðsframrás í 18. leik. En sóknin var ekki nægjanlega vel igrunduð af hálfu heimsmeist- arans fyrrverandi og Kasparov hagnýtti sér hana til að ná öflugu frumkvæði. í 24. leik, þegar Kasp- arov hafði tekist að koma riddara inn í herbúðir andstæðingsins, brá Smyslov á það ráð að fórna skipta- mun en það reyndist skammgóður vermir. Kasparov linaði á engan hátt tökin og síðustu leikina gat Smyslov ekki hreyft einn einasta mann nema kónginn. Hann fórn- aði þá manni í örvæntingu en gafst síðan upp. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Gary Kasparov Tarrasch-vörn. 1. d4 — d5, 2. Rf3 — c5, 3. c4 — e6, 4. cxd5 — exd5, 5. g3 — Rf6, 6. Bg2 — Be7, 7. (H) — 0-0, 8. Rc3 — Rc6, 9. Bg5 í annarri, áttundu og tíundu skákunum beitti Smyslov einnig þessari útfærslu af Rubinstein- Schlecter-afbrigðinu án þess að komast nokkuð áleiðis. Það kemur því á óvart að hann skuli ekki þreifa fyrir sér með 9. dxc5 eða 9. Be3, sem reynst hefur hvítum dá- vel á mótum upp á síðkastið. 9. — cxd4, 10. Rxd4 — h6, 11. Be3 — He8, 12. a3 — Be6 í 8. og 10. skákunum varð fram- haldið nú 13. Khl - Bg4! Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér af hverju Kasparov hafi ekki leikið strax 12. — Bg4, í stað þess að tapa leik með 12. — Be6. Skýring- in er vafalaust fólgin í afbrigðinu 12. - Bg4,13. Db3! - Ra5,14. Da2 - Rc4, 15. Bf4 - D7, 16. Hfdl - Bh3, og nú á hvítur 17. Bhl! sem færir honum betri stöðu. Sá mögu- leiki er auðvitað ekki fyrir hendi þegar hvíti kóngurinn er fyrir á hl. 13. Rxe6— Endurbætir taflmennskuna í fyrri skákum, en nákvæmara var e.t.v. 13. Da4 fyrst, því þá verður svartur að staðsetja drottningu sína á d7. 13. — fxe6, 14. Da4 — Kh8, 15. Hadl - Hc8, 16. Khl Enn er sama gamla hugmyndin komin. Smyslov ætlar að leika 17. f4, 18. Bgl og síðan e2—e4 við tækifæri. Gallinn er bara sá hvað þetta tekur langan tíma. 16. — a6, 17. f4 — Ra5! Kasparov undirbýr sókn á drottningarvæng. Nú sér Smyslov sér leik á borði og blæs til atlögu á miðborðinu og kóngsvængnum, en svörtu mennirnir eru vel staðsett- ir og opnun taflsins kemur þvf Kasparov ágætlega. Smyslov hefði því átt að halda sig við fyrri áform og leika 18. Bgl, eða þá 18. Bd4!? 18. f5?! — b5, 19. Dh4 Nú hótar hvítur 20. Bxh6 sem myndi gefa honum sterka sókn fyrir manninn. 19. - Rg8, 20. Dh3 20. Dh5 myndi svartur auðvitað ekki svara með 20. — Rf6, 21. Dg6 — Rc4, 22. Bxh6, heldur leika á sama hátt og í skákinni: 20. — Rc4, 21. Bcl — Bg5! því uppskipti yfir í endatafl myndu henta hon- um ágætlega. 20. — Rc4, 21. Bcl — Bg5! Fórnar peði, en hagnýtir sér í staðinn hversu veikur hvtur verð- ur á svörtu reitunum, sérstaklega e3. 22. fxe6 - Bxcl, 23. Hxcl - Re3! Nú gengur 24. Hf3? ekki vegna 24. — d4, og hvíta staðan er væg- ast sagt dapurleg eftir 24. Hfel — Rf6, og síðan 25. — d4, eða 25. — Rg4. Smyslov ákveður því að fórna skiptamun til að losna við þennan óþægilega óvinariddara. 24. Rxd5 — Rxfl, 25. Hxfl - Hf8! 26. Rf4 — Rc7, 27. Dg4 — g5! Þó Kasparov sé skiptamun yfir dugir samt ekki að sitja og bíða eftir því að skákin vinni sig sjálf. Hann nær nú hagstæðum upp- skiptum og veiking svörtu kóngsstöðunnar skipir ekki máli. 28. Dh3 — Hf6, 29. Rd3 — Hxfl+, 30. Bxfl — Kg7, 31. Dg4 — Dd5+!, 32. e4 Hvftur verður mát í tveimur leikjum eftir 32. Bg2? — Hcl+! 32. — Dd4,33. b4 - Hf8,34. Be2 - De3, Hvítur á nú nánast enga leiki og getur aðeins beðið aftökunnar. 35. Kg2 — Rg6, 36. h5 — Re7, 37. b4 — Kh7, 38. Kh2 — Hd8, 39. e5 39. Rf2 - Hd2, 40. Kfl - Rc6, var einnig vonlaust. 39. — Hxd3, 40. Bxd3 — Dxd3 og Smyslov gafst upp. Kasparov teflir við Karpov um kórónuna EFTIR að örvæntingarfull tilraun Smyslovs í tólftu skákinni mistókst var hann greinilega búinn að gefa upp alla von í einvíginu því í þrett- ándu skákinni bauð hann Kasparov jafntefli eftir fimmtán leiki. Að sjálfsögðu þáði ungi meistarinn boð- ið, því þetta jafntefli tryggði honum sigur í einvíginu og rétt til að skora á Anatoly Karpov, heimsmeistara. Einvígi þeirra fer fram í haust, vænt- anlega í Sovétríkjunum, en unnið er að því í London að fá hluta af því þangað, svo vestrænir skákáhuga- menn geti einnig fylgst með keppni snillinganna tveggja. Slíks einvígis hefur ekki verið beðið með jafn mik- illi eftirvæntingu síðan þeir Spassky og Fischer áttust við hér í Reykjavík 1972. skákina, þó jafntefli hefði einnig dugað. E.t.v. hefur Smyslov, minn- ugur grimmdar Kasparovs þá, boðið jafntefli svo snemma í þrett- ándu skákinni til að eiga ekki á hættu að munurinn ykist enn meira. Þessi sigur Kasparovs kemur engum á óvart en margir urðu fyrir vonbrigðum með frammi- stöðu Smyslovs. Hann var aldrei nálægt því að hljóta vinning, en Kasparov leyfi sér hins vegar að semja um jafntefli í betri stöðum. Hjátrúarfullir skákáhugamenn misstu af því að sjá Kasparov, sem er sjálfur hjátrúarfullur, tefla á 21 árs afmælisdegi sínum, sem verður föstudaginn 13. apríl, þann alkunna óhappadag. Lokatölurnar í einvígi þeirra Kasparovs og Smyslovs urðu 8 l/z — 4Vfe. Þetta er stærsti einvígis- sigur Kasparovs í heimsmeistara- keppninni fram að þessu, fyrir ári vann hann Beljavsky 6—3 og fyrir jólin Korchnoi 7—4. í báðum þeim einvígjum vann hann síðustu Þrettánda skákin: Hvítt: Gary Kasparov. Svart: Vassily Smyslov. Drottningarbragð: 1. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — c6, 4. Rc3 — e6, 5. Bg5 — Rbd7, 6. e3 - I)a5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.