Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 21

Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 69 HÁKARLARNIR KOMA ÞANGAÐ TIL AÐ DEYJA Um kóralskóga og kumpánlega físka í sjó, gryfjusteikta grísi og heim- skautafarann, sem settist að á Tahiti eftir AGNAR KOFOED-HANSEN — Eftirminnilegur staður, já, sagði Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, og hugsaði sig um. — Þeir eru nú margir eftirminnilegir stað- irnir, sem ég hef kom- ið á um dagana, Luxor til dæmis, — það má enginn leggjast svo í gröf sína að hann hafi ekki áður séð Luxor, þangað eiga menn að fara í menningarsögu- lega pílagrímsreisu, svona rétt eins og þeir fara í trúarlega píla- grímsreisu til Lands- ins helga. — En sá staður, sem mestum ævintýraljóma er sveipaður í huganum, held ég þó að séu Tuamotu-eyjarnar í frönsku Pol- ynesíu, sem sumir kalla Vináttu- eyjar og er mikið sannnefni. — Þegar ég var ungur, heldur Agnar áfram og brosir við — var ég meira að segja um tíma al- varlega þenkjandi um að setjast að á Suðurhafseyjum, á Tahiti eins og Gauguin. Það var þegar ég var á flugliðsforingjaskóian- um í Kaupmannahöfn, réttra nítján ára og hræddur um að falla. Þetta var strangur skóli, afar strangur, við vorum 94 sem gengum undir fyrstu inntöku- prófin, en svo heltust menn úr lestinni einn af öðrum og við vor- um ekki nema 18 sem komumst í skólann, svo það var ekki furða þó við værum hræddir — enda náðu ekki nema 8 lokaprófinu. Meðan á þessu gekk var það sem ég tók það í mig, að ef ég félli — sem alltaf var til í dæminu — skyldi ég hlaupast á brott og halda suður til Tahiti, þar hlyti svona óskapleg hneisa og smán að vera hálfu léttbærari. Agnar hlær og bætir við: — Ástæðan fyrir því að ég kaus að hverfa til Tahiti hefur eflaust verið sú, að það var einna fjarlægast og róm- antískast land sem ég hafði lesið um. Það var mikið lesið um fjar- læg og rómantísk lönd á þessum árum. Svo var það eitt sinn, nú fyrir nokkrum árum, 1961 eða 1962 er ég var staddur í Honolulu á Ha- waii-eyjum, í boði flugmála- stjórnar Bandaríkjanna, að skoða flugstjórnarmiðstöðina þar, sem býr við nokkuð svipaðar aðstæður og við hér heima, út- hafssvæði o.s.frv. — að mér bauðst tækifæri til að skjótast niður til Thaiti. Ég þáði auðvitað það góða boð með þökkum, en hélt þetta yrði bara snögg ferð, þó það færi reyndar nokkuð á annan veg er suður var komið og ég dveldist þarna í rúmar tvær vikur er til kom. Við vorum rúma fimm klukkutíma á leiðinni frá Honolulu í þotu, — byrjaði Agn- ar ferðasöguna, — enda vega- lengdin snöggtum lengri en héð- an frá Reykjavík og til New York. Til Tahiti komum við um miðjan morgun, klukkan eitt- hvað um fjögur, en engu að síður var tekið á móti okkur með söng og hljóðfæraslætti og blómsveig- um í bak og fyrir. Reykjavík er eins og stórborg í samanburði við höfuðstað Tahiti, Papeete, sem ásamt nágranna- bæjum sínum tveimur, Árue og Punavia, telur um 17.000 íbúa. Verzlun og viðskipti á Tahiti eru mjög í höndum Kínverja og m.a. sá Kínverji um rekstur gistihúss þess er ég dvaldist á og var í Arne. Það var fyrsta morguninn, sem ég var þarna, að óvænt atvik varð til þess, að ég ákveð að dveljast lengur á eyjunum. Ég hafði farið á fætur snemma til að skoða mig um og settist loks niður á eina útiveitingahúsi stað- arins niðri við höfnina til að hvíla mig og skrifa á póstkortin mín. Það var ekki mikil umferð um höfnina, nokkrar skemmti- snekkjúr lágu þar inni og smá- bátar, en hafnarbakkarnir grasi grónir í sjó fram. Þarna var mað- ur að hnýta fiskakörfur, og mér var sagt að þar myndi kominn sonur Gauguins (og reyndar ekki sá eini, sem Gauguin var sagður eiga þar syðra). Þarna var fólk á ferli en enginn asi á neinum, það var eins og engum lægi neitt á. En allt í einu gengur fram hjá Agnar Kofeod-Hansen, flugmála- stjóri. mér maður, sem mér finnst ég endilega kannast við, held fyrst að mér skjátlist, en nei, það var alveg áreiðanlegt, þennan vanga- svip þekkti ég og það vel. Ég kalla nafn hans og þarna var með okkur fagnaðarfundur, því þetta var enginn annar en franski heimskautafarinn Paul- Emile Victor, góðkunningi minn og heimilisvinur. Hann var jafn gáttaður á að sjá mig þarna og ég á að hitta hann og þessi óvænti fundur okkar varð til þess að ég hætti við að fara heim eins fljótt og til stóð, og tók mér hálsmán- aðar frí til að vera þarna lengur. Ég var mest á Tahiti, en skoðaði líka nokkrar eyjar aðrar og kom m.a. til Bora-Bora, sem kölluð er gimsteinn Tuamotu-eyja, fór þangað með síðustu flugbátsferð polynesiska flugfélagsins og í boði þess. Flugbáturinn fórst í næstu ferð á eftir og slíkar flug- ferðir til Bora-Bora lögðust niður. — Paul-Emile var búinn að kaupa sér land á Tahiti og bústað og áformaði að setjast þarná að a.m.k. hálft árið, hélt Agnar áfram. — Hann hefur undanfar- ið aðallega stundað rannsóknir á Suðurskautslandinu og þetta er ekki svo ýkjalangt — Agnar hvolfir hnettinum sínum stóra og við göngum úr skugga um, að fátt sé landa nær Suðurskautinu en einmitt franska Polýnesísa. — Og hann hefur ekkert heykst á þessu, því ég var einmitt að fá frá honum bréf nú fyrir nokkrum dögum, frá Tahiti, þar sem hann segist vera á leiðinni suður á ís- inn aftur. Þetta er eflaust ágætt system, fyrir heimskautakönn- uði, að vera hálft árið á Suður- pólnum og hinn helminginn á Suðurhafseyjum. Kannske þeir komi fleiri á eftir. — Þennan hálfa mánuð, sem ég var þarna syðra, heldur Agnar áfram sögunni, — kynntist ég mörgu fólki, innfæddu og að- fluttu og þar tók ég þátt í tama- araa-veizlu og snæddi eftir- minnilegustu máltíð sem ég hef innbyrt um dagana og hef ég þó víða fengið gott að borða. Það var kona sem bauð til þessarar veizlu, Rosa Raul, ættarhöfðingi í Arue, stór kona og fönguleg, Ijós nokkkuð á hörund og átti enda eitthvað kyn til Frakka, sem ekki er ótítt þarna á eyjun- um, kona vel við aldur og ekki ýkja kvenleg, minnti mig helzt á vin minn, Sigurð ólafsson, for- mann úr Hornafirði, hressileg, frjálsleg og elskuleg. Og veizlan hennar Rósu var hreinasta ævintýri; veizlugestir skrýddir blómsveigum og annað eftir því, einhver sérstök „stemmning" yf- ir öllu, mikill hátíðarblær en þó ekki svo að drægi úr eðlilegri gleði manna og kátínu — ég held ég hafi hvergi séð lífsglaðara fólk en einmitt á Tahiti. — Það er kannske rétt að ég lýsi því aðeins hvernig þessi veizlumáltíð varð til, það er dá- lítið öðruvísi eldamennska en við eigum að venjast, segir Agnar. — Það gengur þannig til, að fyrst er grafin gryfja og hún fyllt af með- alstórum steinum. Ofan á grjót- inu er svo kynt bál í tvo tíma. Síðan er öskunni sópað burtu og aligrís komið fyrir á rjúkandi steinunum ásamt fuglum og fisk- um ýmiss konar, brauðaldinum og banönum og öðru góðgæti. Þetta er síðan byrgt með viða- miklum blöðum banana- og brauðaldintrjánna og ofan á það mokað sandi og mold upp í álit- legan hrauk. — Meðal annarra orða, leiðangur Blighs skipstjóra á „Bounty", sem svo frægur varð í sögunni, var til þess gerður einkum og aðallega, að flytja brauðaldintré frá Suðurhafseyj- um til eyjanna í Karabíahafi og þegar ég eitt sinn kom til St. Vincent, sem er smáeyja þar, sá ég í grasgarði eyjarskeggja sprota af fyrsta brauðaldintrénu, er Capt. Bligh flutti þangað forð- um daga. En þetta var nú útúrdúr. Agn- ar heldur áfram: — Eftir rúma tvo tíma er svo mokað frá og blöðin tekin ofan af og þá er þar komin einhver dásamlegasta máltíð sem hugsast getur. Ög til marks um að þetta var engin smáræðisveizla get ég nefnt, að „veizluborðið" hefur verið svona 6 metra langt og rúmur metri á breidd. Með þessu var drukkið öl, ekki sterkt, og létt vín. Ég sá reyndar aldrei vín á nokkrum manni þarna syðra, enda óhægt um vik, Tekari fiskimaður á eynni Rimitara hengir net sitt til þerris á trjágrein.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.