Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 Myndin af Asgrími Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson MYNDIN AF ÁSGRÍMI Heimildarmynd gerð af íslenska sjónvarpinu. Kvikmyndun: Óli Örn Andreasson. Ljósmyndir: Höróur Kristjánsson. Hljóð: Jón Arason. Umsjón: Hrafnhildur Schram. Stjóm upptöku: l'rándur Thor- oddsen. Ég er nú ekki besti maðurinn að fjalla um Ásgrímsmynd sjón- varpsins, þar sitja mér færari menn á stóli myndlistarrýnis og vona ég að þeir fjalli frekar um þessa merku mynd. En þar sem hér er um kvikmynd að ræða var ég beðinn að veita henni umsögn. Ég vil nú byrja á því að afsaka mig með því að ég tel mig þekkja dálítið til Ásgríms Jónssonar, frá þeirri tíð er ég sat með vatnsliti og málaði eftir mynd- um Ásgríms, eins og þær birtust í Helgafellsbókinni. Það voru dýrðlegir dagar án brauðstrits og litirnir loguðu — í myndum Ásgríms — og ég fann hita þeirra í sálinni og taugunum, svipaðan og Þorvaldur Skúlason lýsti svo vel. Mikill gæfumaður Þorvaidur að hafa ratað hina réttu slóð inn í heim litanna og formanna þar sem tíminn er ekki til og úrin eru linsoðin eins og hjá Salvador Dalí. Talandi um Þorvald Skúlason þá fannst mér Hrafnhildi Schram takast furðanlega að veiða uppúr honum þann þráð er batt þá Ásgrím saman í Húsa- felli. Hið sama má segja um rabb hennar við þá Húsafells- bræður og Bjarnveigu Bjarna- dóttur sem brugðu upp myndum af persónu Ásgríms, þessa eld- huga sem málaði logandi himin álíka sannfærandi og Turner. Annars finnst mér myndir Ás- gríms frá vissu skeiði minna um margt á Cézanne. Hingað til hef- ir Jón Stefánsson nú frekar verið orðaður við þann ágæta mann, samt er hann allur massívari í litnum, en þegar Ásgrímur fang- ar best landið í vatnslitunum þá stendur hann við hlið Cézanne þessa höfuðsnillings. í mynd sjónvarpsins er lýst nánu sambandi Ásgríms við trén í Húsafelli og minnti sú lýsing mig á lýsingu er ég las einhvers staðar i sambandi Cézanne við ónefnt tré í Aix. En textahöf- undur hafði eftir ónefndum sam- tíðarmanni Cézanne að málarinn hafi á efri árum, gjarnan faðmað þetta tré og hlustað eftir sál þess — þannig heid ég að risunum okkar'T þeim Jóni Stefánssyni, Kjarval og Ásgrími hafi gjarnan liðið þá þeir hrifsuðu landið yfir á léreftið og sýndu okkur það í ljósi sem við vissum ekki að væri til á jörð vorri. Og ekki nóg með það: Kjarval fyllti hið guðdóm- lega ísland sem stækkaði svo á léreftinu, af verum frá öðrum heimi. Þannig braust út í verki þessara risa ástarþökk þjóðar sem hafði barist til lífs á kietta- eyjunni öld fram af öld. Kannski ekki nema von að þeir er vilja nú berjast við ný-liti og ný-form á landi voru máli í takt við land- laus listatímarit — því risarnir hafa getið af sér herskara Kjarvala, er mála heimabyggð aðfluttra Islendinga fyrir sanngjarnt verð. Samt skamm- ast Þorvaldur sín ekki fyrir að játa að Ásgrímur hafi ætíð fylgt honum. Ég talaði áðan um að Kjarval hafi fyllt það tsland er hann skóp af verum frá öðrum heimi. Mér fannst gleymast í Ás- grímsmynd sjónvarpsins, hversu ötull Ásgrímur var að teikna hinn heiminn — heim huldu- fólksins og þjóðsagnanna. Per- sónulega finnast mér teikningar Ásgríms oft dálítið stirðlegar en þær eru einlægar og bera vott næmri tilfinningu fyrir and- stæðum ljóss og skugga — við skulum segja að þær séu trölls- legar. Hefði ekki mátt rýna ögn nánar í þessar teikningar, eins og prýðilega var staðið að kynn- ingu litmyndanna, en Hörður Kristjánsson annaðist ljósmynd- un verka. Ég hef þegar minnst á einkar notalegt rabb Hrafnhild- ar Schram við ýmsa er kunnu skil á persónu Ásgríms. Ég vil þakka Hrafnhildi fyrir notanleg- an þátt, Þrándi Thoroddsen fyrir upptökuna, Herði fyrir ljós- myndirnar og Óla Erni Andreas- syni fyrir kvikmyndatökuna. Allt var þetta prýðilega af hendi leyst. Það var mikið að myndlistar- áhugafólk fékk eitthvað fyrir sinn snúð í sjónvarpinu okkar, ég var farinn að halda að íþróttaáhugamenn sætu þar ein- ir að sínu áhugamáli, jú, og ekki má gleyma blessuðum börnun- um, ég sé ekki betur en þau fái fimm mínútur í dagskránni á annan í páskum, það er svona eins og einn snúningur á svellinu hjá Bjarna Fel. Karlar í eldhúsi Guðrún Ásmundsdóttir og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum í Matreiðslunámskeiðinu eftir Kjartan Kagnarsson. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Sjónvarp: Matreiðslunámskeiðið. Sjónvarpsleikrit eftir Kjartan Ragnarsson sem jafnframt er leik- stjóri. Leikendur: Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Jón O. Ormsson, Steindór Hjörleifsson, Valdimar Helgason, Valur Gíslason og Örn Árnason. Leikmynd: Snorri Sveinn Frið- riksson. Myndataka: Omar Magnússon. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Ingvi Hjörleifsson. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. Matreiðslunámskeiðið eftir Kjartan Ragnarsson er dálítið grín um karla sem læra að hjálpa sér sjálfir í eldhúsi og njóta í því skyni tilsagnar mat- reiðslukennara. Einn þeirra, Hannes, hefur orðið fyrir barð- inu á kvennréttindum, kerlingin farin frá honum. En Magnea matreiðslukennari fullvissar Hannes um að námskeiðið henn- ar sé ekki í neinum tengslum við kvennaframboð og önnur upp- lausnareinkenni. Hannes er ekki auðveldur nemandi í fyrstu, en tekur sig á. Að sögn eins karl- anna ætlar hann að fá meira út úr námskeiðinu en kennsluna eina. Það fer vel á með þeim kennaranum og lærisveininum. Karlarnir eru út af fyrir sig sniðugar týpur, en ofnotaðir sem slíkir, ekki síst presturinn gamli. Matreiðslukennarinn er þó verstur. Upp í Guðrúnu Ás- mundsdóttur hefur verið stungið aukatanngarði sem gerir hana fáránlega. En á lævísan hátt nær hún þó að gera persónuna eilítið trúverðuga. Gísli Hall- dórsson glansar í hlutverki Hannesar, túlkun hans er fram- úrskarandi fyndin á köflum svo að segja má að um einhvers kon- ar sambland einfeldni og visku sé að ræða hjá honum. Það er stundum mjótt á mun- unum hjá Kjartani Ragnarssyni milli gamanleiks og skrípaleiks. Svo er einnig að þessu sinni. Samt sem áður verður sú hugsun áleitin hvort betri árangri hefði ekki verið náð með því að stilla öllu í hóf. En þá hefði saltið líka dofnað, hið meinlausa grín orðið enn veigaminna. Smálegt verkið býr yfir þó nokkru lífi. Nefna má samskipti föður og sonar og uppákomu í útsendingu sjón- varpsfrétta sem verður að skoð- ast sem ádeila á vandræðalegan fréttaflutning þar á bæ. Leikmynd Snorra Sveins Frið- rikssonar gat naumast raunsæi- legri verið. Myndataka ómars Magnússonar var góð, best þegar brugðið var upp svipmyndum úr borgarlífinu. Onnur tæknileg at- riði voru unnin á viðeigandi hátt. Undirritaður horfði á Mat- reiðslunámskeiðið sem saklaust gaman í páskalok og telur að höfundurinn hafi hitt oft í mark þótt heildarmyndin sé naumast eftirminnileg. Það er ailtaf gam- an að kynnast húmor Kjartans Ragnarssonar. Hann er sér á parti. Hörður Áskelssnn Helgivaka Tónlist Jón Ásgeirsson Listvinafélag Hallgrímskirkju stóð fyrir helgivöku á föstudaginn langa og voru flutt verk eftir Bach, Kuhnau, Poulenc, Róbert A. Ottós- son, Reinberger og tvær raddsetn- ingar og impróvisasjónir eftir Hörð Áskelsson, orgelleikara og stjórn- anda tónleikanna. Mótettukór Hallgrímskirkju er íslenska hljómsveitin Sjöttu og síðustu tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar á þess- ari önn voru haldnir í Bústaða- kirkju og voru flutt verk eftir Bus- oni, Bármann, Mist Þorkelsdóttur og Wagner. Tónleikarnir hófust á umskrift Schönbergs á „raunalegu vögguvísunni" eftir Busoni. Þessar umskriptir Schönbergs voru unn- ar eftir pöntun ýmissa tónlistarm- anna, á tímum er hann hafði úr litlu að moða peningalega. Þær hafa nú verið grafnar upp og þ.vkja ekki ýkja merkilegar, nema sem sagnfræði um það hversu slæm starfsskilyrði neyða menn oft til að spinna vef sinn úr illa fengnu og mölétnu efni, enda sér víða í gegn og hattar illa fyrir í mislitum og skásettum samskeyt- unum. Annað verkið var Adagio eftir Bármann og lék Sigurður I. Snorrason einleik með strengja- kvintett. Verkið er ómþýtt og var mjög vel leikið af Sigurði. Þriðja verkið var svo frumflutningur verks eftir ungan tónsmið, Mist Þorkelsdóttur. Verkið nefnir hún Davíð 116 og er það ritað fyrir bariton og hljómsveit. Einsöngv- arinn í verkinu var William H. Sharp, ungur og mjög efnilegur baritonsöngvari, og flutti hann verk Mistar mjög vel. Mist sýnir Thomas Austin Ungur sellóleikari, Thomas Austin að nafni, hélt tónleika að Kjarvalsstöðum og lék verk eftir Georg Crumb, Hindemith, Snorra Sigfús Birgisson og Kodaly, allt einleiksverk fyrir selló. Thomas Austin hefur fallegan tón og töluverða leiktækni en hefur trúlega tekið fyrir einum of erfið verkefni, sérstaklega sónötuna eftir Kodaly, er hann réð engan veginn við, enda mjög erfitt verk. Sónata eftir Crumb var skemmtilega leikin og er verkið ótrúlega „klassískt" að gerð. Það hefst á skemmtilega gerðri fantasíu en annar þáttur- inn er tilbrigðaþáttur yfir eins konar sveitastef. Tilbrigðin eru skýr, hvert í sínu afmarkaða leikformi, og endar verkið á tokkötu, sem er einkennilega óróleg oftlega, með endurtekn- ingum á einstaka stefhluta, eins Hreinræktað skallapopp Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Matthew Wilder Matthew Wilder Epic/Steinar hf. Köppum á borð við Matthew Wilder hefur skotið upp á yfir- borðið jafnt og þétt og á vafalítið eftir að gera það um ókomna tíð á meðan það fyrirbrigði, sem við í daglegu tali nefnum dægur- popp/skallapopp, fyrirfinnst. Þrátt fyrir ágæta tilburði á köfl- um er Wilder ekkert annað en hreinræktaður skallapoppari. Sem frumraun hlýtur þó þessi plata hans að teljast bærileg. Tónlistin er reyndar ákaflega lítið spennandi á köflum og ef undan eru skilin tvö fyrstu lög plötunnar, Break My Stride og Kid’ss American, er afrakstur- inn ekkert meistaraverk. Þrátt fyrir meiri og fjölbreytilegri notkun hljómborða en gengur og gerist vestanhafs nær Wilder aldrei að losna við „Ameríku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.