Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAtiUR 8. MAÍ 1984 Morgunblaðid/Júlíus. Klemmdist milli landgöngubrímr og skips MAÐUR slasaðist illa á fæti þegar hann klemmdist milli landgöngubrúar og skips í Reykjavíkurhöfn um hálfsex á sunnudag. Atvikið átti sér stað við Esjuna. Maðurinn festist illa og var kallaður til sérstakur tækjabíll Slökkviliðsins í Reykjavík, en áður en hann kom á vettvang hafði tekist að losa manninn. Sigurður Pálsson formaður Rithöfunda- sambands íslands SIGURÐUR Pálsson var kjörinn formaður Rithöfundasambands ís- lands á aðalfundi þess á laugardag- inn í stað Njarðar P. Njarðvík, sem ekki gaf kost á sér áfram, en hann hefur setið í stjórn sambandsins í 8 ár, þar af sex sem formaður. Vara- formaður var endurkjörinn Birgir Sigurðsson. Aðrir stjórnarmenn eru: Ása Sólveig, Einar Kárason og Olga Guðrún Árnadóttir og í varastjórn sitja Anton Helgi Jónsson og Þorsteinn frá Hamri. Gestur Guðfinnsson blaðamaður látinn GESTUR Guðfinnsson, fyrrum blaða- maður, er látinn í Reykjavík, 73 ára að aldri. Gestur fæddist 24. septem- ber 1910 að Litla-Galtardal á Fells- strönd í Dalasýslu. Sonur hjónanna Guðfinns Jóns Björnssonar, bónda, og konu hans Sigurbjargar Guð- brandsdóttur. Þorskaflinn 30.000 lestum minni en á sama tfma í fyrra: 375 milljóna króna tekju- missir fyrir útgerðina 800 milljónum króna minni útflutningsverðmæti Gestur stundaði búskap að Litla- Galtardal og síðan Ormsstöðum í Dalasýslu á árunum 1933—43. Hann var kennari í Fellsstrandar- og Klofningshreppum á árunum 1929—30 og oddviti hreppsnefndar Klofningshrepps 1937—42. Þá gegndi hann margvíslegum öðrum ábyrgðarstörfum í Dölum. Árið 1945 réðst hann til starfa sem afgreiðslustjóri Alþýðublaðsins í Reykjavík og síðar blaðamaður við Alþýðublaðið til ársins 1979 er hann lét af störfum vegna veikinda. ÞESSI samdráttur í þorskaflanum er alveg skelfilegur og miklu meiri en ég átti von á, sérstaklega hjá bátaflotanum. Það sem af er árinu er heildarþorskaflinn tæpum 30.000 lestum minni en á sama tíma hins slaka árs í fyrra. Það þýðir um 375 milljóna króna tekjumissi fyrir útgerðina og um 800 milljónir í útflutningsverðmætum,** sagði Ágúst Einarsson, hag- fræðingur LIÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á aflasamdrættinum á þessu ári. „Útgerðin stendur ekki undir þessum mikla tekjumissi án ein- hverra utanaðkomandi aðgerða. Þá er ljóst að ástand hrygn- ingarstofnsins hlýtur að vera miklum mun verra en talið hefur verið. Það er því ljóst, að sá kvóti, sem úthlutað hefur verið, er sýnd veiði en ekki gefin og ég hef ekki trú á því að hann náist," sagði Ágúst Einarsson. Heildarþorskafli landsmanna það sem af er árinu er nú 29.950 lestum minni en á sama tíma í fyrra, afli togara 6.322 lestum minni og afli báta 23.628 lestum minni. Alls var þorskaflinn nú 109.605 lestir (139.555) eða 21,5% minni. Afli togara var 14,6% minni og afli báta 24,5% minni. í apríl nú varð þorskaflinn 17.227 lestum minni en í sama mánuði i fyrra, afli togara 5.915 lestum minni og afli báta 11.312 lestum minni. Alls veiddust í apríl nú 25.539 lestir (42.766) eða 40,3% minna en í fyrra. Afli togara varð 45,1% minni og afli báta 38,2% minni. Þá varð annar botnfiskafli bæði þessi tímabil lítið eitt minni en sömu tímabil í fyrra. Heildar- aflinn er hins vegar miklum mun meiri nú og munar þar öllu 437.685 lestir af loðnu en aðeins veiddust 107 lestir af loðnu á þessum tíma í fyrra. Sé litið á þorskaflann þessi tímabil aftur til ársins 1980 kem- ur í ljós, að aprílaflinn nú er meira en fjórum sinnum minni en 1981 og aflinn fyrstu fjóra mán- uðina er nú meira en helmingi minni en árin 1981 og 1980. 1980 var aprílaflinn 57.500 lestir, 1981 108.416 lestir, 1982 59.317 lestir, 1983 42.766 lestir og í ár 25.539 lestir. 1980 var aflinn fyrstu fjóra mánuðina 234.199 lestir, 1981 229.479 lestir, 1982 185.197 lestir, 1983 139.555 lestir og nú 109.605 lestir. Hvað varðar skelfiskveiðar, rækju og hörpudisk, hefur orðið veruleg aukning fyrstu fjóra mánuði ársins. I apríl var rækju- aflinn 1.253 lestir (466) eða 168,9% meiri nú og hörpudiskafl- inn varð 420 lestir (135) eða 211,1% meiri nú. Sé litið á fyrstu fjóra mánuðina hefur fengizt meira en 2.000 lestum meira af rækju, 5.830 (3.387) og hörpu- diski, 4.860 (3.219). Tölur þessar eru fengnar frá Fiskifélagi ís- lands. Gestur Guðfinnsson Gestur var í stjórn félags ís- lenzkra rithöfunda 1961. Hann gaf út nokkur rit: Þenkingar, ljóð gefin út í Reykjavík árið 1952, Lék ég mér í túni, ljóð gefin út 1955. Þórsmörk, staðarlýsing 1961. Landslag og leið- ir, 1972. Undir því fjalli, ljóð 1976. Hundrað skopkvæði, ljóð 1977. Und- ir öræfahimni, ljóð gefin út 1978. Auk þessa skrifaði hann fjölda greina og ljóða í blöð og tímarit. Gestur heitinn var vel þekktur fyrir störf sín í þágu ferðamála. Hann var fararstjóri Ferðafélags íslands um margra ára skeið og skrifaði greinar um ferðalög og náttúrufyrirbæri. Kjaramálafundur miðstjórnar ASÍ og fulllrúa landssambandanna í gær: Meirihluti vill segja upp samningunum frá 1. sept en menn greinir á um baráttuleiðir Þórhallur Vilmundarson. Fyrirlestur Þórhalls Vil- mundarsonar endurtekinn Vegna tilmæla úr ýmsum átt- um verður fyrirlestur Þórhalls Vilmundarsonar prófessors, „Hver var hetjan í hólminum?" endurtekinn miðvikudaginn 9. maí klukkan 20.40 í hátíðarsal Háskóla íslands — segir í frétt frá Háskólanum. Öllum er heimill aðgangur. FORYSTUMENN ASÍ komu í gærmorgun saman til fundar, þar sem rætt var um stöðuna í kjaramálum og það sem framundan væri, m.a. það hvort segja ætti upp samningunum frá og með 1. september í haust. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins þá vill meirihluti þeirra sem sátu fundinn í gær segja upp samningunum og segja þeir forseiidur samninganna brostnar. Ágreining- ur er hins vegar um það hvernig skuli staðið að baráttunni í kjölfar uppsagn- ar samninganna. Það var miðstjórn ASÍ, full- trúar landssambandanna og svæð- issambandanna sem sátu þennan samráðsfund um kjaramálin og hefur Morgunblaðið það eftir áreiðanlegum heimildum, að meirihluti fundarmanna hafi talið að segja bæri upp samningunum þann 1. september í haust, en skoðanir skiptust aftur, þegar rætt var um hvað gera skyldi í kjölfar uppsagnanna. Voru raddir nokkuð háværar á fundinum sem héldu því fram, að ef ákveðið yrði að segja samningunum upp, þá yrði það að liggja fyrir þegar í upphafi að launþegar væru reiðu- búnir til þess að fara út í harðar aðgerðir, til þess að sækja aukinn hlut í vasa atvinnurekenda. Ljóst væri að slík afstaða yrði að liggja fyrir, því ef ákveðið væri að segja upp samningunum, þá væru menn þar með að afsala sér þeirri launa- hækkun sem samið hefði verið um þann 1. september, og beita yrði fullri hörku til þess að sækja auk- inn hlut í baráttunni. Þessir aðilar lýstu því þeirri skoðun sinni að óraunhæft væri að fara út í upp- sagnir, nema fyrir lægi skýr af- staða launþega þess efnis að þeir væru reiðubúnir að fara út í harð- ar aðgerðir. Aðrir töldu að segja bæri upp samningunum, þó að verkalýðshreyfingin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um verkfallsheimildir og þess háttar. Ráðgert er að halda annan slík- an fund eftir hálfan mánuð, en nota tímann fram til hans, til þess að reifa málin úti í félögunum og heyra skoðanir félagsmanna. Ekki er búist við að endanleg opinber ákvörðun verði tekin fyrr en í byrjun júlímánaðar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985: Tvær ljóðabækur frá Islandi fram af hálfu íslands við útnefn- ingu verðlaunanna í )ok janúar á næsta ári. Jóhann Hjálmarsson og Heimir Pálsson eiga sæti í dómnefndinni fyrir Islands hönd. FULLTRÚAR íslands í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa ákveðið að Ijóða- bækurnar 36 Ijóð eftir Hannes Pétursson og New York eftir Kristján Karlsson verði lagðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.