Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. MAÍ 1984 13 Gunnlaugur Magnússon sviftir reyfinu af einni ánni. Ljósm. sig. sigm. „Að róa á sjó og rýja fé reyn- ir kapp flestra“ SYÐRA-LANGHOLTI, 2. maí. NÚ MUNU vera 26 ár síðan Sigurður Elíasson, þáverandi tilraunastjóri á Reykhólum, hóf tilraunir með að vetrarrýja sauðfé með vélklippum. Þessi aðferð gafst nokkuð vel, og nú er svo komið aö um 55% af sauðfjáreign landsmanna er vetrarrúin, 30% vor- eða sumarrúin og 15% fjárins er rúið að haustinu, samkvæmt upplýsingum frá Sveini Hallgríms- syni, sauðfjárræktarráðunaut. I>á hafa einnig verið gerðar tilraunir með að rýja yngra fé að haustinu þegar þaö kemur í hús til að fá ullina sem besta, en þá þarf að rýja aftur að vorinu. Ýmis vandamál hafa fylgt þessum tilraunum að sögn Sveins, enda eru þær skammt á veg komnar. Búnaðarfélag íslands hefur gengist fyrir rúningsnámskeið- um á tveggja til fjögurra ára fresti fyrir rúningskennara, og hafa þá jafnan verið fengnir er- lendir leiðbeinendur. Hafa Sam- bandið og Álafoss styrkt þessi leiðbeinendanámskeið, og munu nú vera 30 til 40 rúningskennar- ar í landinu. Þróunin hefur þó orðið á þann veg að bændur rýja almennt ekki hjá sér sjálfir þó sumir geri það, enda er sauðfjár- rúningur erfitt verk og krefst ákveðinnar leikni. Sérstakir rún- ingsmenn ferðast um milli bæja og rýja fyrir bændurna. Fréttáritari Mbl. hafði tal af aðalrúningsmeistara okkar hér í Hrunamannahreppnum, en hann heitir Gunnlaugur Magnússon. Hann kvaðst aðallega rýja fé í Hreppum og Skeiðum. Mikill meirihluti bænda léti vetrarrýja fé, enda væru fjárhús yfirleitt góð og hlý og féð vel fóðrað, en það væri alger forsenda fyrir vetrarrúningi. Rúningstíminn stæði frá því í byrjun febrúar og fram í byrjun apríl. Afköstin hjá sér væru um 140—160 kindur á dag ef unnið væri 8—9 tíma. Væri tekið visst gjald fyrir kind- ina. Betra væri að rýja þar sem vel væri fóðrað og eins færi það dálítið eftir ætterni hversu gott væri að rýja á hverjum bæ og svo að sjálfsögðu eftir aðstöð- unni. Ullarmagnið á vetrarfóðr- aða kind í landinu væri um 2 kg en með vetrarrúningi fengju menn meiri og yfirleitt betri ull, og fengju einstakir bændur um og yfir 3 kg að meðaltali. Gunn- laugur lærði sauðfjárrúningu í Nýja-Sjálandi, kynntist Nýsjá- lendingi við sláturhússtörf í Noregi haustið 1980 og fór heim með honum. 1 byrjun nóvember þegar þeir komu þangað var há- sumar, og Gunnlaugur fór þá strax að vinna í ullinni fyrst við að pressa hana og setja í balla, en síðan fór hann að grípa í að rýja og komst í flokk rúnings- manna sem ferðaðist milli sauðfjárbúa, 3—4 saman með 3 ullarvinnumenn með sér. Þar eru sauðfjárbúin mjög stór sem kunnugt er, 5—6 þúsund fjár að meðaltali, og allt rúið í akkorði. Æfðir rúningsmenn kæmust þar Upp í að rýja 3—400 fjár á 9 klst. Hann komst einnig í skóla eða námskeið í 2 vikur og líkaði vel. Þar hefði verið kennt að stilla og brýna klippurnar og aðferðin kennd við að rýja kindina. Þá- verandi heimsmeistari í rúningi, John Fegan, hefði komið í heim- sókn í skólann og leiðbeint, en hann hefði komist yfir að rýja 804 lömb á einum degi. Gunn- laugur sagði að lokum að hann hefði verið 7 mánuði í Nýja-Sjá- landi og líkað dvölin vel. Sig. Sigm. EINKA REKSTUR- OPINBER REKSTUR? Stjórnunarfélag íslands bodar til rádstefnu um ofangreint efni, 9. maí 1984 í Súlnasal Hótel Sögu Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um efnið. Skráning fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélagsins í síma 8 29 30. DAGSKRÁ 11.45 Skráning þátttakenda. 12.00 Setningarávarp: SIGURÐUR R. HELGASON, formaður Stjórnunarfélags Islands. Einkarekstur - Opinber rekstur. GEIR H. HAARDE, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hádegisverður. 13.30 Hver yrðu áhrif þess, að ríkisrekstur færi í auknum mæli í hendur einkaaðila? ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. VILHJÁLMUR EGILSSON, hagfræðingur VSl. 14.10 Niðurstöður skoðanakönnunar, sem framkvæmd var í apríl s.l., um afstöðu fólks til opinberrar þjónustu. ÓLAFUR HARALDSSON, framkvæmdastjóri Hagvangs. 14.30 Reynsla Neytendasamtakanna af annars vegar einkafyrirtækjum og hins vegar ríkisfyrirtækjum. JÓN MAGNÚSSON, formaður Neytendasamtakanna. 14.50 Afstaða starfsmanna ríkis- og sveitarfé- laga til kerfisbreytinga og flutnings at- vinnutækifæra til einkarekstursins. HARALDUR STEINÞÓRSSON, framkvæmdastjóri BSRB. 15.10 Kaffihlé. 15.30 Umfang sveitarfélaga í rekstri fyrirtækja; hver er heppilegust samsetning og hlut- verk sveitarfélaga í þessu efni? DAVlÐ ODDSSON, borgarstjóri í Reykjavík. 15.50 Hverju þjónar sala ríkisfyrirtækja; hvern- ig er hægt að tryggja borgaranum full- nægjandi þjónustu, fyrir lágmarkskostnað? INGI R. HELGASON, forstjóri Brunabótafélags Islands. HÖRDUR SIGURGESTSSON, forstjóri Eimskips. 16.30 Pallborðsumræður. Stjórnandi umræðna: ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Ráðstefnustjóri: Kristján Jóhannsson, forstjóri Almenna bókafélagsins. vSTJÓRNUNARFÉLAG SvíSLANDS fíSlSá,23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.