Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 31 Athugasemdir við frum- varp til laga um atvinnu- réttindi skipstjórnarmanna — eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson Eitt af þeim málum, sem á að afgreiða í vorönnum Alþingis og að því er virðist með hraði eru lög um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna. Frumvarp til þessara laga kom á borð þingmanna skömmu fyrir páska. Ég undirritaður tel eðlilegt og sjálfsagt, að Stýrimannaskólunum í Reykjavík og Vestmannaeyjum hefði verið sent frumvarpið með góðum fyrirvara og gefið tækifæri til þess að gera athugasemdir við það og leggja fram tillögur. Af skiljanlegum ástæðum koma skól- arnir þarna ekki lítið við sögu og eiga að fá að vera með í mótun stefnu í þessum málum. Atvinnu- réttindi í frumvarpinu eru byggð á þeirri kennslu, sem nú þegar er fyrir fjögur stig skipstjórnar- fræðslunnar. Frumvarpið hefur ekki heldur verið sent Farmanna- og fiskimannasambandi íslands eða aðildarfélögum þess til um- sagnar. Fulltrúi frá FFSÍ á þó sæti í nefndinni. Ég bið aila þing- menn, sem endanlega eiga að greiða atkvæði um málið að at- huga vel hvernig hefur verið stað- ið að málum. Hér er á ferðinni frumvarp, sem varðar miklu fyrir sjómannastéttina, sjómanna- fræðslu í landinu og öryggi allra sjófarenda. Skólarnir, stéttarfélög og stjórn FFSÍ verða að taka málið til gaumgæfilegrar athugunar. Auð- vitað áttu þessir aðilar að fá að fylgjast betur með málinu í undir- búningi en verið hefur. í síðasta tölublaði Sjómanna- blaðsins Víkings skrifar Hjálmar Guðmundsson vélstjóri á m/s Herjólfi og varaformaður Vél- stjórafélags Vestmannaeyja um vélstjóranámið: „Annars væri fróð- legt að fá upplýsingar frá þeirri nefnd, sem fjallað hefur um breyt- ingu á réttindum vélstjóra og eins ef verið er að fjalla um breytingu á skólanum í einhverri nefnd eða frá stjórn skólans." Nýskipuð Öryggismálanefnd Al- þingis verður skilyrðislaust að fjalla um þetta mál. Taka verður tillit til mikilla breytinga í menntun og á mönnun skipa í samræmi við samþykktir Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) um þjálfun sjómanna, at- vinnuskírteini og varðstöðu (STCW-samþykktin; STCW: Standards of Training, Certificat- ion and Watchkeeping for Seafar- ers). Samþykkt þessi tók alþjóð- legt gildi 28. apríl sl. Þá höfðu lönd með meira en 50% af heild- artonnafjölda í heiminum undir- ritað samninginn. Siglingamála- stofnun ríkisins er nú að kanna hvernig eðlilegast sé að standa að undirbúningi á staðfestingu þess- arar samþykktar. Mikilvægt er að íslendingar geri það sém fyrst. Meðan svo er ekki og samþykkt þessi er lítt kunn hér á landi er óráðlegt að breyta umsvifalaust lögum um atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna og þá á þann veg að verlega er dregið úr kröfum til menntunar, réttindi hækkuð og stýrimönnum fækkað. { lokakafla laganna er meira að segja tillaga um sjálfdæmi ráðherra og lagt til að lögfesta þá lögleysu, sem hefur viðgengist áratugum saraan að veita undanþágu frá að fullnægja skilyrðum laga um menntun og ýmis önnur ákvæði. Mér er til efs að nefnd sú sem lagði þetta frv. fyrir Alþingi hafi haft STCW-samþykktina til hliðsjónar. Hið eina sem hefur birst úr þessari samþykkt á ís- lensku eru vaktreglur skipstjóra og stýrimanna á siglingavakt. STCW-samþykktin fjallar auk þess um menntunarkröfur til yfir- og undirmanna á hinum ýmsu gerðum skipa, þjálfun á siglinga- tæki og öryggismál skipa. Á grundvelli þessarar samþykktar fá allri skipverjar sérstaka þjálf- un. Norðmenn settu t.d. reglugerð 6. desember sl. um þjálfun og kröf- ur til menntunar hjálparmanna í vél og háseta á norskum skipum. Orðið háseti verður ekki lengur notað. Nýtt starfsheiti — skibs- mekaniker — skipstæknir? — kemur í staðinn. Til að öðlast þetta starfsheiti þarf minnst 3 ára bóklegt og verklegt nám til sjós og í landi. Fyrst og fremst með tilliti til þessarar sérstöku þjálfunar hefur mönnum verið fækkað um borð í skipum í harðnandi samkeppni kaupskipa. Sjómannastarfið verð- ur viðurkennt og lögverndað sem sérstakt starfsheiti. STCW-sam- þykktin er fyrsta tilraun sem gerð er til að allir sæfarendur hafi samsvarandi þjálfun og menntun og sömu kröfur séu gerðar í hinum ýmsu löndum heims til skipstjórn- armanna. f nefndu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þess að tækjakostur skipa og menntunarkröfur ó öllum sviðum þjóðlífsins og í öllum stétt- um hafa stóraukist, m.a. þessvegna er engin ástæða til að hækka rétt- indi úr 1. stigi, hvað þá að láta þau verða afturvirk. Miðað við aðrar stéttir er stefnt í þveröfuga átt með sjómannastéttina. Allar aðr- ar stéttir reyna að sannfæra löggjafann og alla aðra að starf þeirra sé svo vandasamt og ábyrgðarmikið að lengri menntun sé nauðsynleg. Nám í 1. stigi hefur í reynd ver- ið áfanganám, en mikil hætta er á að það verði það ekki, ef réttindi eru hækkuð í 240 rúmlestir. Menn láti þar við sitja og treysti á VII. kafla laganna, þar sem sérstök mönnunarnefnd á að fá heimild til að víkja alveg frá því sem lögin kveða á um. Furðuleg tillaga. Ef allt um þrýtur þá er von um að ráðherra bjargi við málum, því að lagt er til að hann leggi endanleg- an úrskurð á málið, ef nefndin synjar umsókn um undanþágu. Þessi síðasti kafli gefur einnig út- gáfustjóra undanþágu hægan leik fyrir utanríkissiglingar 240 rúm- legsta skipa — „með tilliti til hag- ræðingarráðstafana" heitir það í 17. gr. frv. Það gæti sennilega vel átt við, ef skipið væri að veiðum í fiskveiðilögsögunni, nær 200 sjó- mílur frá landi. Kennarar og prófdómendur flestir við Stýri- mannaskólann telja að alls ekki eigi að hreyfa neitt við réttindum 1. stigs. Ekkert mælir með stækk- un réttinda, en margt mælir gegn því, þá sérstaklega aukinn tækja- kostur, stærri veiðarfæri og sterk- ari, hertar kröfur um meðferð afla o.fl; minna öryggi skips og áhafnar. Fyrirkomulag það sem tekið var upp með lögum 1972, að skipta náminu í fjögur stig og 1. stigið sé einvörðungu fyrir fiskimenn hefur reynst vel. Fyrsta stigið er alhiiða undirbúningur undir hærri stig skólans og sérstakur áfangi. í rökstuðningi við hækkun rétt- inda 1. stigs úr 120 rúml. í 240 rúml. er sagt að þetta sé gert í ljósi þess, að námstími hafi lengst úr 6 mánuðum í 8Vfe fyrir þetta próf. Undanfarin ár hefur 1. stig verið í 8 mánuði. Þegar betur er að gáð er lengingin ekki svo umtals- verð. Þegar 1. stigið var í 6 mánuði var kennt 6 daga vikunnar og hver kennslustund var 50 mín. Nú er kennt 5 daga á viku og hver kennslustund 40 mín. Kennslu- og prófvikur voru 20 eru nú 26. Ef miðað er við 40 kennslustundir á viku er lengingin aðeins ein vika. Á þessum tíma hefur tækjakostur skipa stóraukist. I ljósi þessa er því ekki nokkur ástæða til að hækka þessi réttindi. Þetta stig hefur nú aðeins gildi á fiskiskip. Frv. gerir ráð fyrir að eftir þennan eina vetur hafi menn rétt til að vera stýrimenn á far- þegaskipi og varðskipi. Ég veit ekki til að svo stutt skólaganga gildi nokkurs staðar fyrir réttindi á þessa gerð skipa og hækka þau svo þar að auki. Slakað er á mönnunarkröfum. í gildandi lögum skal hafa 2 stýri- menn á flutningaskipum, sem eru stærri en 200 rúmiestir, nú eru þessi mörk hækkuð í 400 rúmlest- ir. Síðasti kafli frv. snýr alveg að því að lögfesta undanþágurnar, sem fyrr segir. Veita skal sér- stakri mönnunarnefnd heimild til að víkja alveg frá lögunum eða: „heimild til þess: Að ákveða frávik frá ákvæðum laganna um fjölda skipstjórnarmanna eftir því sem til- efni gefst til með tilliti til hagræð- ingarráðstafana, tæknibúnaðar, gerðar og verkefnis skips.“ Hafa menn trú á, eins og á þess- um málum hefur verið haldið hér á landi um langa hríð, að þetta ákvæði verði til eflingar sjó- mannastéttinni og sjómanna- menntun á íslandi? Halda menn, að ákvæði um tilslökun í menntun og niðurfærsla réttinda muni hækka kaup sjómanna eða bæta þjóðfélagslega stöðu þeirra? Gera starfið eftirsóknarverðara? Auka möguleika þeirra til annarra starfa, ef þeir vilja fara í land? Auka atvinnuöryggi? Lögin klykkja svo út með því að lögfesta heimild til að veita und- anþágur: „Ef skortur er á mönnum með nægileg réttindi, má eftir ósk útgerðarmanns eða skipstjóra við- komandi skips, veita manni, sem ekki fullnægir skilyrðum laga þess- ara með undanþágu rétt til starfa á tilteknu skipi eða gerð skipa um takmarkaðan tíma, þó ekki lengur en 6 mánuði í senn.“ Ég gæti trúað, að þetta væri nærri því einsdæmi, að lagabálkur endi með því ákvæði að heimilt sé að víkja alveg frá honum eftir geð- þótta nokkurra manna og ráð- herra. Hvar er þá samþykkt hins háa Alþingis? Mér virðist hún harla léttvæg fundin. I næstu grein frv. segir: „Nú synjar nefndin umsókn um undanþágu og getur um- sækjandi þá borið ákvörðun nefnd- arinnar undir samgönguráðherra, sem leggur endanlegan úrskurð á málið.“ Svo einfalt er hægt að gera þetta! Álíta menn að þetta frv. auki öryggi sjómanna? Er í skugga sárrar reynslu allra lands- manna eftir mikinn slysavetur ástæða til að draga úr kröfum til náms og reynslutíma sjómanna hér við land? Kenna staðreyndir okkur ekki allt annað? Þennan síð- Guðjón Ármann Eyjólfsson „Nú á að lögfesta ger- ræðið. Hér svífur andi formanns nefndarinnar yfír vötnum, sem ásamt lögfræðingi LÍÚ, sem einnig er í nefndinni, lýsti því yfir í sjónvarpi í vetur, að skipstjórnar- námið væri ekki merki- legra en svo, að unnt væri að afgreiða það á hálfum mánuði og á milli vertíða.“ asta kafla í frv. á að fella alveg út. Það er lágmarkskrafa, að í lögum sé fjaliað um stjórn og stjórnendur skipa eins og stjórnendur annarra farartækja, bifreiða og flugvéla. Þar er ekki minna í húfi og oft meira en t.d. við stjórn bíla. 30 tonna réttindi (pungapróf) er nú hækkað 1 40 tonn. Próf sem eru tekin af unglingum í grunnskólum landins til kynningar sjómannastarfinu. Préf þetta á ekki að gilda fyrir at- vinnuréttindi. Framkvæmd þess og prófun á að breyta. Það á að fara undir skólana og ekki vera í hönd- um einstakra manna. Prófið ætti aðeins að gilda fyrir sportbáta, skírteini fyrir þannig skemmti- báta og öryggiskröfur vantar. Um mismunandi mat Sam- gönguráðuneytisins á ábyrgð og stjórn skipa og bfla og veitingu undanþága segir Hjálmar Guð- mundsson í fyrrnefndri grein: „Ég veit dæmi þess að vélstjóri með full réttindi sótti um undanþágu til að fá að aka vörubfl yflr flmm tonnum og tilgreindi í umsókn sinni að hann hefði 4. stigs vélskólapróf og sveinsréttindi í vélvirkjun, en hann fékk synjun á þeirri forsendu að ekki væri fordæmi fyrir hendi og þessi synjun kom frá sama ráðuneyti sem í gegnum tíðina hefur verið svo gjöfult á undanþágur til réttinda- lausum mönnum til að gegna vél- stjórastörfum og raun ber vitni. Ef maður með engin réttindi fær heim- ild til að starfa á okkar lögverndaða verksviði, eiga þeir sem réttindi hafa að ganga í land af öllum skipaflota landsins til að mótmæla þessu ger- ræði ráðuneytisins.“ Nú á að lögfesta gerræðið. Hér svífur andi formanns nefndarinn- ar yfir vötnum, sem ásamt lög- fræðingi LÍÚ, sem einnig er í nefndinni, lýsti því yfir í sjónvarpi í vetur, að skipstjórnarnámið væri ekki merkilegra en svo, að unnt væri að afgreiða það á hálfum mánuði og á milli vertíða. Ég skora á hæstvirt Alþingi og samgönguráðherra að taka þessi mál öll til vandlegrar athugunar og yfirvegunar. Þetta er ekki smá- mál, heldur varðar þá stétt sem gegnir ábyrgðarstörfum í höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar. Þar skiptir miklu máli að vanda vel til. Sjósókn hér við land, sjávarút- vegur og siglingar krefjast vel menntaðra manna. Það er ekki ástæða til að slaka á kröfum. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri. Gudjón Ármann Eyjólísson er skólastjóri Stýrimannaskólans. Lundinn beit „gestgjafann “ Lundinn er nú fyrir nokkru seztur upp í Eyjum og byrjaður að grafa sér holur fyrir væntanlegt varp og ungauppeldi. Hann eirir þó misjafnlega við það og þrír fullorðnir lundar brugðu sér fyrir skömmu í heimsókn til Högna Sigurðssonar, vélstjóra, á Helgafelli. Ekki fengust þeir til að gefa upp ástæðuna fyrir heimsókninni og einn þeirra brást hinn versti við, þegar gesgjafinn handfjatlaði hann og beitt hann illa í fingurna, en fullorðinn lúndi getur beitt nefinu af allmiklum krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.