Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTJÁNSSON, Fagrahvammi við Keflavík, andaöist 6. maí í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Fyrir hönd aöstandenda, Kristján M. Jónsson, Aöalheiöur Jónsdóttir. t Maðurinn minh, GUOJÓN KRISTMANNSSON, Holtsgótu 18, lést sunnudaginn 6. maí. Kristín Þorleifsdóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, ÁSTRÍDUR JÓNSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi í New York 4. maí. íris C. Karlsson, Trausti Karlsson, Sandra Traustadóttir, Anna Linda Traustadóttir. t ÞURÍOUR KRISTJANA JENSDÓTTIR, Lokastíg 8, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 26. april. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Karl Halldórsson. t Jarðarför eiginmanns míns og afa, KRISTJÁNS EINARSSONAR, Karlagötu 5, fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. Elín Pólsdóttir, Elin Davíösdóttir. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóöir og amma, DAGGRÓS STEFÁNSDÓTTIR, Dvergabakka 8, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabba- meinsfélag islands. Halldór Helgason og aöstandendur. t Eiginkona mín og móðir okkar, SALOME JÓHANNSDÓTTIR, Úthlíö 9, Reykjavík, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Guöjón Kristinn Bernharósson, Guörún Jórunn Kristínsdóttir, Bernharður Jóhann Kristinsson. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR OTTÓSDÓTTUR, Hringbraut 97, fer fram frá Neskirkju í Reykjavik fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Mér Ársælsson, Lilja Kristjánsdóttir, Hrafnkell Ársælsson, Svava Ágústsdóttir, Snorri Ársælsson, Hjördís Hjörleifsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega peim sem hjúkruðu og heimsóttu manninn minn, SÍMON ÞORGEIRSSON, í veikindum hans og á ýmsan hátt sýndu okkur kærleika og samúö. Guðný Sigfríöur Jónsdóttir, börn hins látna og aörir ættingjar. Ásrún Sigurjóns- dóttir — Minning Fædd 16. júlí 1908. Dáin 13. aprfl 1984. Neðri hluti Reykjadals í Suður- Þingeyjarsýslu er umluktur faðmi Fljótsheiðar að vestan að nokkru leyti og Hvítafells að austan, þar sem heitar lindir streyma fram og gefa fyrirheit um mikla grósku og höfgan gróðurilm þegar gyðjur vorsins vakna ár hvert. Vetur kon- ungur verður að láta sér lynda að klakabrynjur hans ná ekki að hefta æðaslátt lindanna sem aldr- ei frjósa, en veita heimilum íbúa dalsins notalegan yl um ársins hring. 1 þessum hlýlega og blómlega reit stóð vaggan hennar Ásrúnar í skjóli kærleiksríkra foreldra og gáfaðs og gjörvulegs systkinahóps, þar sem hún var næst yngstbarna þeirra sæmdarhjóna Kristínar Jónsdóttur og Sigurjóns Friðjóns- sonar, hins þjóðkunna skálds og bónda á Litlu-Laugum. Hann var einnig þekktur sem landskjörinn þingmaður, varamaður Hannesar Hafstein frá 1918-1922. Heima í héraði mun hann líka hafa átt drjúgan þátt í að efla menningu, enda gott dæmi um það er hann gaf hluta úr landi sínu undir bygg- ingu héraðsskólans og munu börn þeirra hjóna hafa lagt fram rífleg- an skerf til uppbyggingar skól- anna i landi æskustöðvanna. Það vildi svo skemmtilega til að Arnór sonur þeirra hjóna varð fyrsti stjórnandi héraðsskólans, með sinni ágætu konu, frú Helgu Kristjánsdóttur. Rætur fjölskyld- unnar liggja vafalaust djúpt í þessum fallega menningarlega reit. Ég kom sem nemandi í Lauga- skóla annan eða þriðja veturinn eftir að hann tók til starfa. Áður hafði verið skóli á Breiðumýri. Mér er óhætt að segja að ég var ólgandi af námsáhuga, og róman- tík og framtíðardraumum. Þá var það að ég mætti henni Ásrúnu eins og sólargeisla á svölum haustdegi, bjartri á brún og brá með blik i augum og bros á vör, sem yljaði mér að hjartarótum. Mér fór að þykja vænt um hana. Sumir fá þá vöggugjöf að geta fyrirhafnarlaust veitt birtu og yl á götu samferðamannanna. Skóla- lífið var skemmtilegt og stjórn + Hjartanlegar þakkir viljum vlö færa öllum vinum og vandamönnum sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og greftrun okkar kæra vinar, SIGURVINS GUÐMUNDSSONAR. Jensína Egilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auösýnda samúö og vinarþel vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, EINARS G. GUDMUNDSSONAR, Eskihliö 7. Gunnþórunn Erlingsdóttir, Kristín S. Einarsdóttir Rygg, Olav Rygg, Hafdís Einarsdóttir, Jón Ármann Jakobsson, Elías Einarsson, Ólöf Eyjólfsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færi ég öllum sem auösýndu mér samúö og vinarhug viö andlát og útför konunnar minnar, KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Skógskoti, Miödalshreppi. Kristmundur Guöbrandsson. + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR SIGRÍDAR KJARTANSDÓTTUR. Inga S. Kristmundsdóttir, Þorleifur Kj. Kristmundsson, Þórhildur Gísladóttir, Elín Gísladóttir, Sigríóur Hjartardóttir og fjölskyldur. + Þökkum innilega samúö og vináttu vegna andláts GUNNARS STEFÁNSSONAR, bónda, Vatnsskaröshólum, Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans og allra er studdu hann á einn eöa annan hátt í veikindum hans. Unnur Þorsteinsdóttir, Margrát S. Gunnarsdóttir, Óskar H. Ólafsson, Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Guömundsdóttir, Stefán Gunnarsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Gunnar Á. Gunnarsson, Unnur Guörún, Sigrún, Óskar Hafsteínn, Unnur Elfa, Eva Dögg og Gunnar Þormar. fc » ■ r - 7 skólans ásamt kennurum valið lið. Nemendur virtust stefna að því að nýta vel þá uppfræðslu sem boðið var uppá. Ég var svo óheppin að veikjast seinni veturinn og þurfti að fara á sjúkrahús og þaðan á hælið á Kristnesi. Fannst mér þá að ekk- ert myndi geta komið erfiðara fyrir mig á lífsleiðinni. Svona var ég mikið barn. Ég mun aldrei gleyma þeim kærleika sem mér var auðsýndur bæði af kennurum og nemendum undir þessum kringumstæðum. Þetta átti nú reyndar ekki að verða minningargrein um sjálfa mig, en ég varð að geta um þetta vegna þess að málið snertir Ás- rúnu ekki lítið. Þarna átti hún stóran þátt í því að uppörva mig og hughreysta, þrátt fyrir og kannski einmitt vegna þess að hún sjálf átti draum sem rættist ekki. Hver er það sem ekki fær sinn skerf af reynslu f þessu lífi? Hún lét ekki bugast nema um stundar- sakir, og mér var engin vorkunn, þótt mér fyndist það á þessum ár- um. Á Kristneshæli var ég sam- tíða systur Ásrúnar, Ingunni, ynd- islegri ungri stúlku, sem dó þar úr berklum. Það var þung raun fyrir fjölskylduna. Þegar Asrún hafði lokið námi í héraðsskólanum, nam hún hússtjórnarfræði í nýbyggð- um skóla á Laugum, síðan hélt hún til Reykjavíkur og lærði hjúkrunarfræði og lauk námi með ágætum vitnisburði. Hún giftist ekki, en helgaði sig lfknarstörfum af lífi og sál. „Við fórn og starf þú fagna skalt" stendur í fögrum sálmi sem ég held mikið upp á. Mér dettur hann í hug í sambandi við æfistarf Ásrúnar. Lfknarstörf- in gefa óteljandi möguleika til andlegs þroska, fórna og víðsýnis, þar reynir mikið á manndóm og sálarþrek. Mér hefur verið tjáð bæði af sjúklingum og samstarfs- fólki hennar að hún hafi verið stöðu sinni vaxin, bæði vegna glaðværðar, hæfni og kærleika. Dóttir mín sem starfaði með henni um tíma sagði eitt sinn við mig; „Hún Ásrún er svo góð.“ Hvert á barninu að bregða nema beint í ættina? Mér fannst hún stundum um of hlédræg. í skólanum lá hún eins og ormur á gulli á skáldskapar- hæfileikum sínum. Af þeim átti hún þó nokkuð og meira en marg- ur sem meira ber á. Þar mun sjálfsgagnrýnin hafa ráðið nokkru um. í ættinni var hún umkringd af skáldum eins og alþjóð veit. Við hittumst ekki oft á seinni árum en þegar það bar við urðu ávallt fagnaðarfundir og kátt varð í koti þegar við fórum að rifja upp gamla góða samverutímann, sem þá virtist ekki víðs fjarri. Tíminn er svo undarlegt fyrirbæri. Stund- um þrengir forni tfminn sér inn í nútímann eins og þeir væru tvf- burabræður. „Hin gömlu kynni gleymast ei“ sungum við í bland- aða kórnum á Laugum undir stjórn söngkennarans, Guðfinnu frá Hömrum, er síðar varð þjóð- kunn skáldkona, en varð skamm- líf, aðeins 45 ára. Ég sakna hennar Ásrúnar, en samgleðst henni þó. Nú er hún laus úr jarðlífsfjötrunum þegar vorið er að vakna eftir vetrardval- ann. Hún var kölluð af skapara lífsins inn í hið eilífa vor. Ég veit að henni hefur verið vel fagnað. Blessuð sé minning hennar. Filippía Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.