Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Lysenkó, Lysenkó, gaztu ekki gengið,aftur annars staðar en á íslandi? Þann stuðul fundu þeir þannig, að þeir reiknuðu úr stofnstærðina í byrjun árs og í árslok og drógu þá síðari frá hinni fyrri og frá þeim mismun drógu þeir heildar- aflann á árinu og þar með var fundinn, sögðu þeir, fiskdauði af völdum náttúrunnar árlega. Þeir töldu hann alltaf vera hinn sama og settu þennan stuðul fastan, 18. Það deyja sem sé aldrei nema 18 fiskar af hundrað á íslandsmiðum árlega, segir Hafrannsókn. Fiskimenn sögðu afturámóti, að það væri áreiðanlega mjög mis- jafnt hvað dræpist af fiski af völd- um náttúrunnar frá ári til árs. Þeir sögðu, að það hlyti að vera misjafnt og fara eftir fjölda elsta fisksins á slóðinni, hvað sá fiskur æti undan sér af yngri fiski, einnig færi það eftir misjafnri selagengd hvað selurinn æti, rétt mætti og nefna súluna, þá virtist æti vera mjög misjafnt á slóðinni þvi að stundum veiddu þeir grindhorað- an fisk, sem væri að því kominn að drepast úr hor, og loks vilja þeir taka ormasýkingu inní dæmið, þótt það sé enn órannsakað, eins og flest sem máli skiptir fyrir okkur að vita um fisklífið. Fiski- fræðingarnir eru svo uppteknir af reikningi sínum, að þeir mega fæstir vera að því að sinna fiski- fræðilegum rannsóknum. Nú voru fiskifræðingar búnir að fá næga stuðla í fiskveiðijöfnu til að stjórna með íslandi og það er jafnan, sem sýnd er hér í upphafi og er hin raunverulega ríkisstjórn nú. Landshagir fara mest eftir því hvaða gildi fiskifræðingar gefa bókstöfunum í þessari jöfnu, sem almenningur og stjórnvöld halda að sé svo óyggjandi vísindajafna, að það komi ekki til álita annað en fylgja hennar stóradómi. A = (F/N) (S ♦ Si), sem lesist: Afli jafn og fiskveiðistuðull (F) móti náttúrlegum dánarstuðli (N) margfaldað með mismuninum á stofnstærð í byrjun árs (S) og stofnstærð í lok árs (Si). Þarna eru í hnotskurn hin hávísindalegu fiskifræði Hafrannsóknar í fisk- veiðidæminu. Það vona ég, að af því sem að framan er sagt sé venjulegum les- anda Ijóst, að tveir stuðlanna í fiskveiðijöfnunni eru óvissar og reikular stærðir, þ.e. fiskveiðidán- arstuðullinn og náttúrlegi dánar- stuðullinn og þriðji stuðullinn al- gerlega marklaus, sóknarstuðull- inn. Við skulum svo vona að það gangi betur næstu 10 ár að fiska eftir þessari Hafrannsóknarjöfnu en þau 10 ár sem liðin eru síðan A = (F/N) (S h- Sj) tók við fisk- veiðistjórninni. VP-aðferðin Auðvitað hafa fiskifræðingar fyrir löngu gert sér ljóst, að fisk- veiðiútreikningur þeirra var ekki byggður á traustum grunni og þvi leitast við að finna ýmsar hjálpar- aðferðir til að gera útreikning sinn traustari. Af þeim aðferðum er fyrst að nefna svonefnda VP-aðferð (virtu- al population). Þessi aðferð bygg- ist á veiðunum og er háð fisk- veiðidánarstuðli og náttúrlegum dánarstuðli, en hún er þó sú eina aðferð fiskifræðinganna, sem að nokkru leyti byggist á fiskifræði- legum rannsóknum, en þær eru rannsókn á kvörnum og blóði til að aldursgreina fiskinn. Það eru tekin úrtökusýnishorn úr ársafl- anum og fiskurinn aldursgreindur í þeim og skipað niður í árganga, síðan er talinn fjöldi fiska í hverj- um árgangi og einnig þungi þeirra, og heildarstærð og fjöldi síðan reiknaður út eftir fiskveiði- dánarstuðlinum í árganginum og fundið hverju árgangur skilar í veiðunum næsta ár með því að reikna út náttúrlegan dauða milli ára með náttúrlega dánarstuðlin- um, þessum föstu 18 prósentum. Þótt heildarútreikningurinn á stærð tiltekins árgangs sé þannig háður stuðlunum í fiskveiðijöfn- uninni, þá segir VP-aðferðin til um það, hvort fiskur sé að þyngj- ast eða léttast í árgöngum, auðvit- að miðað við að sýnishornin séu marktæk. Það var einmitt þessi aðferð, vigtun fisks í árgöngunum, sem kom vatnalíffræðingunum til að spyrja, af hverju fiskur virtist sífellt vera að léttast í árgöngun- um á uppeldisslóðinni. Fiskifræð- ingar hafa enn enga skýringu gef- ið á því aðra en að mennirnir, sem spurðu, séu vatnalíffræðingar og einhver sagði, að líkast til myndu þeir eitthvað hafa rannsakað skordýr og þar með er þessari spurningu eflaust fullsvarað af hálfu Hafrannsóknar. Bergmálsmælingar Bergmálsmælingar þær, sem Hafrannsókn er farin að stunda til að reyna að gera sér einhverja meiri grein fyrir þorskstofninum en hún hefur haft, eru örþrifa- fálm. Það er ekki hægt að gera sér neina skynsamlega grein fyrir þorskmagni á íslandsmiðum þótt eitt og eitt skip sigli annað veifið yfir slóðina með fiskileitartæki í gangi. Það verður engin uppmæl- ing á magni botnfisks, sem gengur um 240 þús. ferkm. fiskislóð og einnig milli landa, liggur í lænum og sandpollum inni í hraunkörg- um, rennir sér upp ála, dreifir sér um grunnfláka og liggur oft þétt í botni og greinist illa með fiskileit- artækjum. Engir ættu nú að vita betur en fiskifræðingarnir hversu illa mönnum getur gengið að finna þorskinn okkar, ef þeir vita ekki hvar þeir eiga að leita að honum í það og það skiptið. Ég var að heyra það haft eftir fiskifræðingi, að rétt gæti verið að reyna að bergmálsmæla allt Norðaustur- Atlantshafið til að gera sér hug- mynd um heildarþorskgengd á því hafsvæði. Ef þetta er rétt eftir manninum haft, þá hefur síðasta skrúfan losnað í Hafrannsóknar- heilanum. Hér er staður til að skjóta að athugasemd við þá leiðigjörnu tuggu, að það megi ekki fara eins fyrir þorskinum og fór fyrir síld- inni, að hann sé veiddur upp. Það er nú þolandi að heyra konur staglast á þessu í fiskbúðum, en það tekur í hnúkana þegar fiski- fræðingur tyggur þetta upp í skrifum sínum, svo sem gerðist á dögunum. Nú er því fyrst að svara, að það er ekki með vissu vitað hvort síld- in var veidd upp eða hvort hún stakk af norður í höf. Fiskimönn- um er auðvitað ekki trúað, en þeir telja sig hafa skilið við hana í milljónum tonna norður við Svalbarða, en þetta er nú önnur saga og hitt hér til umræðu, að það er engu saman að jafna um möguleika á að veiða upp síld og þorsk á íslandsmiðum. Það síðara er bókstaflega ógerningur með þeirri tækni sem enn er þekkt mest. Málið horfir allt öðruvisi við, að því er lýtur að uppsjávar- fiski eins og síld, sem þéttist í stórar torfur á tiltölulega litlu svæði og auðvelt er að finna torf- urnar með fiskileitartækjum og auðvelt að moka uppúr þeim með geysiafkastamiklum veiðarfærum, að ekki sé nú nefnt, þegar margar þjóðir fara að sækja í þennan torfufisk þar sem hann þéttist í veiðanlegar torfur. Það hefur einhvern veginn fest í almenningi og kannski fiskifræð- ingunum líka, samanber þessa bergmálsmælingarhugmynd á þorskstofninum, að það sé vanda- laust að finna þorsk með fiskileit- artækjum og endurtek ég þá, að ég skil ekki afhverju fiskifræðingar hérlendis taka sér þetta í munn, þeir koma að landi leiðangur eftir leiðangur án þess að hafa fundið þorsk, þótt fiskimennirnir, sem vita hvar þeir eiga helzt að leita, finni nægan fisk. Það duga sem sé ekki ein saman fiskileitartæki til að finna þorsk á íslenzku fiskislóð- inni, það fer enn mikið eftir þekk- ingu mannsins og glöggskyggni, hvort skip hans finnur fisk. Mikið af íslenzka fiskiflotanum er alltaf í leit að fiski og það er rétt að skjóta því hér að, að í því liggur misskilningur Háskóla- manna, sem eru að reikna út hæfi- lega stærð fiskiflotans, að þeir gera sér ekki ljóst, að við erum alltaf með stóran hluta af flotan- um í leit, hann siglir tímum sam- an tómur aftur og fram um miðin að leita að fiski. Það er ekki hægt að koma því inní höfuðið á þessum reikningsmönnum við skrifborð og tölvur, að það er ekki á vísan að róa, þar sem þorskurinn er á okkar fiskislóð. Hann er hér í dag og þar á morgun og getur átt það til að gera stóran fiskiflota óvirk- an dögum saman, þar til loks eitt skipanna rekst á fiskinn. Það er að verða fullt af fólki í þessu landi, sem heldur að hægt sé að róa á þorskfisk á íslenzku fiskislóðinni, eins og að sækja hlass á bíl i mal- arhrúgu. Jafnvel þar sem fiskur- inn þéttist mest, eins og á hrygn- ingarslóðinni fyrir suðurströnd- inni, þá er það ekki nema einn og einn bátur, sem kemur netum sín- um niður á fisksælustu bleyðurnar og línuflota og togveiðiflota væri ekki nokkur leið að minnka niður í það, að allir réru beint í fisk, þeg- ar þeir færu á sjó. Það er draumur mannsins að geta stjórnað náttúrufari og við megum ekki missa þann draum, en við megum með engu móti halda að hann sé þegar uppfylltur og sízt höfum við íslendingar efni á þeim misskilningi. Leitartækni til leitar í hafdjúp- unum er nú enn ekki meiri en það, að það finnast ekki með vissu heil- ir kafbátar inni á fjörðum eða nær því uppí fjörum og það er ekki vandaminna að finna botnfisk á stórri slóð en kafbát í fjöru, jafn- vel fyrir hina færustu menn, sem vita bezt hvar helzt er að leita. Seiðarannsóknir Það er ekki hægt að skiljast svo við umfjöllun um Hafrannsókn- arvísindin að ekki sé nefnt, að fiskifræðingar vita lítið sem ekk- ert um þorsklífið fyrir þriggja ára aldur að fiskurinn fer að koma fram í veiðunum. Þeir geta sem sagt ekki sagt fyrir um frá ári til árs, hvað bætast muni í stofninn neðan frá. Þeir eru að vísu farnir að reyna fyrir sér með seiða- rannsóknir og talningu, en það hef ég fyrir satt, að þeir telji þær ekki marktækar sjálfir og þá má bóka að þær eru það ekki. Örlagagatið Uppátakanlegast í allri van- þekkingu fiskifræðinganna, sem hafa tekið sér það vald að stjórna aðalatvinnuvegi þjóðarinnar með líkindareikningi, er sú vanþekking að vita ekkert um æskilega stærð hrygningarstofns til að skila sem beztu klaki miðað við meðalað- stæður á hrygningarslóðinni né yfirleitt hvort stofnstærð sé nokk- ur afgerandi faktor í klakinu og hvernig því reiðir af. Hvað gerist ef klakið verður of stórt fyrir það æti, sem kviðpokaseiðin þurfa á slóðinni, þegar kviðpokanum sleppir? Það er vísindaleg fiski- fræði að rannsaka þetta og þeir ættu að vera fleiri í því og færri í líkindareikningnum. Ágrip af spám og áætlunum Hafrannsóknar 1971—84 Allar spár og áætlanir Haf- rannsóknar frá 1971 hafa reynzt rangar. Lúðvík Jósefsson var fyrsti sjávarútvegsráðherrann, sem fékk í hendur tillögur Haf- rannsóknar um stjórnun fiskveið- anna og hann svaraði því strax til, að þjóðin hefði ekki efni á að fylgja þeim, og þær myndu aðeins skaffa útlendingum, sem enn voru fjölmennir á miðunum, aukinn afla. Lúðvík hafði ekki mikla trúa á spádómum Hafrannsóknar. Arið 1971 hafði Hafrannsókn fullyrt að islenzki þorskstofninn væri fullnýttur, ári síðar 1972, að hann væri ofnýttur og þá tók stofnunin saman sjö ára aflaspá, 1972—79, og sagði þorskaflann kominn niður í 226 þús. tonn 1979, ef svo héldi fram sem horfði um veiðarnar. Spáin sprakk strax á fyrsta árinu og það hjálpaði auð- vitað Lúðvík til að láta sér hægt um ráðleggingar Hafrannsóknar. Stofnunin hafði spáð 350 þús. tonna heildarafla 1973 en hann varð 380 þús. tonn og það er um þessa sjö ára spá að segja, að það var öll árin veitt miklu meira en Hafrannsókn hafði lagt til og síð- asta ár spádómsins frá 1972 var heildarþorskaflinn 368 þús. tonn, en ekki 226 þús. tonn, eins og átti að vera eftir Hafrannsóknarspá. Hafrannsókn hafði og spáð hrygn- ingarstofninum þeim örlögum, að hann yrði kominn niður í 94 þús. tonn 1979 en hann mældist þeim nú samt 210 þús. tonn. Og segir nú ekki meira af þessari sjö ára afla- spá, því að hún rann inní aðra og meiri spá og áætlun. í útreikningum sinum 1973 full- yrti Hafrannsókn að þorskstofn- inn væri í bráðri hættu og 1974 lagði stofnunin fram „svörtu skýrsluna" svonefndu, vegna þess hve útlitið var svart í þorsklífinu samkvæmt þeirri skýrslu. Jafn- framt þessari skýrslu um hið geig- vænlega ástand lagði Haf- rannsókn fram 10 ára áætlun eða fyrir árin 1976—85 um þorskafla- brögðin, eins og stofnunin taldi þau æskileg fram til 1986 til þess að það næðist 450 þús. tonna „jafnstöðuafli" upp úr 1990. Matthías Bjarnason fékk svörtu skýrsluna um ástandið og Lys- enkó-áætlunina um hver þorsk- aflabrögðin skyldu vera næstu 10 árin og leizt ekki á blikuna. Það virtist til lítils sem við hefðum háð þorskastríðið. Hafrann- sóknarfiskiríið hlyti að leiða þjóð- ina í gjaldþrot. Það varð Matthíasi styrkur, að hann hafði fyrir sér þriggja ára spádóma Hafrann- sóknar, sem allir höfðu reynzt rangir og hann fékk til 8 manna nefnd, skynsama að Vs, sem þykir gott hlutfall í nefnd, til að reikna okkur út úr þessum Hafrannsókn- arafla. Nefndin bjargaði því sem bjargað varð án þess að það yrði uppreisn í landinu, því að allur al- menningur trúði svo fast á Haf- rannsókn, svo og allir fjölmiðlar, að það var talinn glæpur að hnika til staf í þeirra áætlun. Lysenkó-áætlunin Svarta skýrslan og Lysenkó- áætlunin 1974, sem henni fylgdi er nú mörgum gleymd, enda margar orðnar útgáfurnar hjá Hafrann- sókn um tíðina. Það sakar ekki á 8 ára reynsluafmæli þessarar áætl- unar að rifja upp tölurnar og minna á, hvernig Hafrannsókn vildi haga aflabrögðunum. 1976 : 254 þús. tonn 1977 : 275 þús. tonn 1978 : 280 þús. tonn 1979 : 271 þús. tonn 1980 : 310 þús. tonn 1981: 314 þús. tonn 1982 : 308 þús. tonn 1983 : 292 þús. tonn 1984 : 319 þús. tonn 1985 : 337 þús. tonn Það er þegar fengin 8 ára reynsla af áætluninni, eins og hún var í upphafi, en samkvæmt henni máttum við ekki veiða nema 2 millj. 305 þús. tonn af þorski fram til 1983 (jafnaðarafli 288 þús. tonn), en veiddum þessi 8 ár 2 millj. 974 þús. tonn eða 667 þús. tonnum meira en Hafrannsókn ætlaði að fiska og segir það þó GIERHUROIR HJOI. VIDEOSKAPAR FALLECA EINFALDIR Sogavegi 188 Sími 37210 JARNSAGIR fyrir prófíla, rör, vinkla, flat- járn og massíft stál. Einfasa 220V 10A. Þvermál skurðarskífu 355 mm. Snúningshraði 3400 sn/mín. Skuröarþvermál 115 mm. Þyngd 18 kg. Verö aðeins kr. 7.980,- Xe» G. J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63 - Reykjavlk Sfmi 18560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.