Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 69 Enn eru Bahá’íar ofsóttir í íran Vegna tíðra frétta á síðasta ári um aftökur Bahá’ía í íran og vegna tilhæfulausra ásakana ír- anskra stjórnvalda í þeirra garð, eins og t.d. störf í þágu ísraels, er rétt að gera lauslega grein fyrir sögulegum bakgrunni þessara ofsókna og skýra tengsl Bahá’í- trúar við Landið helga. Upphaf Bahá’í-trúarbragðanna má rekja til íran árið 1844 og urðu þau brátt fjölmennust minni- hlutatrúarbragða þar í landi. Strax í upphafi máttu átrúend- urnir þola miklar ofsóknir af hálfu andlegra og veraldlegra yf- irvalda í íran. Ofsóknirnar voru hinar grimmilegustu og hrylli- legum aðferðum var beitt til pynt- inga og lífláta. Frá árinu 1844 til ársins 1921 voru milli 20—30 þús- und átrúendur teknir af lífi. Árið 1852 var Bahá’u’lláh, höfundur trúarinnar, handtekinn og varpaði í dýblissu. Sérstakar aðstæður urðu síðan til þess að honum var sleppt fjórum mánuðum síðar en um leið var hann rekinn í útlegð til Tyrkjaveldis. Að lokum endaði hann í fangelsi, sem ætlað var stórhættulegum glæpamönnum, í borginni Akká, sem þá var í Sýr- landi en er nú í ísrael. Þar lést Bahá’u’lláh 29. maí 1892 og er grafreitur hans rétt utan borgar- innar og er það einn af helgustu stöðum trúarinnar. Auk þessa er Gengið frá stofnun Iðnþróunar- sjóðs Vesturlands Borgarnosi, 15. maí. UM HELGINA var gengið formlega frá stofnun Iðnþróunarsjóðs Vestur- lands. Á aðalfundi Samtaka sveitar- félaga sl. haust var ákveðiö aö stofna sjóðinn og boða til sérstaks stofnfundar sem nú hefur verið gert. Tilgangur sjóðsins er að efla iðnað í kjördæminu. Hann er í eigu sveitarfélaganna í kjördæm- inu og stjórnað af fulltrúum þeirra. Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri SSVK sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að flest sveitarfélögin hefðu nú þegar tilkynnt þátttöku í sjóðnum en þeim verður opið að gerast stofnaðilar fram á haust. Tekjur sjóðsins verða 0,3% af tekjum sveitarfélaganna. — HBj. aðsetur æðstu stofnunar trúarinn- ar í glæstri byggingu efst í hlíðum Karmelfjalls og nokkru neðar hið fagra grafhýsi Bábsins (Hliðsins) fyrirrennara Bahá’u’lláh. Þannig er háttað tengslum Bahá’í-trúar við Landið helga. Upphaf þeirra má rekja til 1868 þegar Bahá’u’l- láh var fluttur sem fangi til Akká löngu fyrir stofnun fsraelsríkis og tengist því ekkert. Eftir 1921, þegar Pahlevi-fjöl- skyldan komst til valda í íran héldu ofsóknirnar áfram en nú kerfisbundnari en áður. Fyrst í stað fólust þær mest í sviftingu lögverndar og félagslegra og borg- aralegra réttinda. Árið 1955 voru ofsóknirnar skyndilega hertar. Flóðbylgja fjöldamorða, nauðgana og rána skall yfir Bahá’í-samfé- lagið. Börn voru rekin úr skóla, helgistaðir svívirtir, grafir opnað- ar og líkin svívirt. Enn syrti í álinn eftir stofnun Islamska lýðveldisins og það vek- ur sannarlega óhug að opinberir embættismenn í Teheran hafa staðfest að fyrir hendi sé áætlun um skipulega útrýmingu Bahá’í- trúar. Aætlun þessi felst í: 1. upptöku allra eigna og helgi- staða trúarinnar 2. beitingu fjárhagslegra og fé- lagslegra þvingana í von um að Bahá’íar afneiti trú sinni 3. kerfisbundnum handtökum og aftökum forystumanna trúar- innar. Framan af voru það einkum for- ystumenn trúarinnar, sem máttu þola líflátsdóma, en á síðasta sumri var farið að hengja ungl- ingsstúlkur fyrir það eitt að kenna Bahá’í-börnum, sem rekin höfðu verið úr skóla vegna trúar sinnar. Ósagt skal látið hvort sú mikil- væga kenning Bahá’í-trúar er boð- ar jafnræði kynjanna veldur því að ráðamenn í íran snúast nú af aukinni hörku.gegn kvenfólki inn- an trúarinnar, en rétt er að þessi kenning hefur frá upphafi verið mikill þyrnir í augum yfirvalda í íran. í ágúst síðastliðnum var gefin út af stjórnvöldum í íran tilskip- un, þar sem stjórnskipan trúar- innar var bönnuð. Ein af megin- kenningum Bahá’í-trúar er hlýðni við lögleg stjórnvöld svo lengi sem þess er ekki krafist að átrúend- urnir afneiti trú sinni. í samræmi við þetta leysti þjóðráð Bahá’ía í íran upp stjórnskipan trúarinnar í landinu. Ekki var ljóst hvað af þessu mundi leiða en án efa hafa margir Bahá'íar víða um heim borið þá von í brjósti að trúbræð- ur þeirra í íran fengju nú, sem einstaklingar, að iðka trú sína í friði enda var því heitið í tilskipun stjórnvalda. Sú von hefur þó brugðist því enn berast frá íran fréttir þess efnis að Bahá’íar séu fangelsaðir og teknir af lífi og síð- ustu fregnir herma að rúmlega 700 Bahá’íar séu nú í fangelsum í íran og bíði þar örlaga sinna. Við vonum að engum, sem þess- ar línur les, blandist hugur um að skipulagðar eru af hálfu stjórn- valda í Iran óhugnanlegar ofsókn- ir á hendur friðsömu og saklausu fólki, sem hefur sér það eitt til sakar unnið að trúa á málstað, sem kennir einingu mannkyns án tillits til þjóðernis, litarháttar eða trúarlegs uppruna. Sá leiði misskilningur hefur stundum læðst inn í fjölmiðla að Bahá’í-trú sé sértrúarflokkur út úr múhameðstrú og ofsóknirnar stafi af því að Bahá’íar hafi svívirt hana. Þetta er alrangt. Tengslum Bahá'í-trúar við múhameðstrú er nákvæmlega eins varið og tengsl- um Kristinnar trúar við gyðing- dóm. Bahá’u’lláh kennir okkur að öll trúarbrögð komi frá einum og sama Guði og séu því skyld inn- byrðis og kjarninn í boðskap þeirra sé alltaf hinn sami, kær- leikur, eining og bræðralag. Við viljum nota tækifærið til að þakka íslenskum fjölmiðlum fyrir að vekja hvað eftir annað athygli á málefnum Bahá’ía í íran. Bahá’íar beita ekki ofbeldi gegn ofbeldinu heldur vekja þeir at- hygli alþjóðlegra stofnana og heimsins á því misrétti, sem þeir mega þola, í þeirri trú að sá þrýst- ingur, sem af því skapast á írönsk stjórnvöld, verði þeim að lokum til hjálpar. Svæðisráð Bahá’ía í Reykjavík. Mikið úrval af bolum, pilsum, buxum, kjólum, tækifærisfatnaði og jogging göll- um. Allt 100’% bómull og velúr. Laugavegi66 S. 23577 Torunn Olsen, tilbúin til átaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.