Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 -17 Halldór minnti hann á orð dr. Johnsons: að það væru bara asn- ar sem skrifuðu fyrir annað en peninga! Sir John yrkir ekki fyrir peninga, heldur er það honum ásköpuð þörf. Sú eina innri gleði sem hefur fylgt honum frá blautu barnsbeini. Að þessu leyti eru þeir víst ekki mjög líkir Sir John Betjeman og Dr. Samuel Johnson. En á það hefur verið bent að þeir séu líkir að öðru leyti: í afstöðu sinni til dauðans. Hann sé þeim báðum svipaður ógnvaldur. Það gæti skýrt margt i kimni Sir Johns. Hún er hul- iðshjálmur þessarar ógnar. Hún gerir því síður en svo ljóð hans yfirborðsleg eins og sumir vilja vera láta. Þvert á móti dýpkar hún þau. Hún er járntjald til- finninganna. Ætli við þekkjum þetta ekki úr íslenzkum skáld- skap, Tómas, Steinn. Eða úr líf- inu sjálfu. „Guð leggur aldrei meira á mennina en þeir þola,“ hefur verið sagt. Því eru takmörk sett hvað hollt er að leggja á til- finningar skáldsins. Ekki aðeins Sir Johns Betjemans, heldur allra skálda. Þannig verður kímnin, kaldhæðni eða hvað menn vilja kalla það ytra borðið á trega og söknuði og viðkvæm- um tilfinningum, ef að er gáð. Þegar Sir John, sem hefur un- un af að dveljast í gömlum hús- um, lætur konu eina ávarpa Drottin allsherjar í Westminster Abbey í síðasta stríði og biðja hann að vernda brezka heims- veldið, stenzt hann ekki þá freistingu að leggja henni þessi orð í munn í lokin: And now, dear Lord, I cannot wait. Because I have a luncheon date. Samt hefur jafnvel einhverjum dottið í hug að fullyrða að Sir John sé tilfinningasamur, jafnvel væminn. En honum hefur ein- mitt verið gefin sú náðargáfa í ríkari mæli en flestum öðrum að geta geymt tilfinningar sínar óspilltar í skel hversdagslegs volks, svo að þær verði ekki að bráð hvaða steinbít sem er. Dauðinn verður því ekki í ljóð- um Sir Johns eins og opin gröf sem hvarvetna gapir við lesand- anum. Kannski hann birtist fremur í þessu vöðvamikla kventígrisdýri, sem hvarvetna virðist þess albúið að kremja þessa sköllóttu bráð, Sir John Betjeman. Ég veit það ekki. En hitt veit ég að hann á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að ljóð hans seljist ekki: nú þarf hann ekki lengur að vera sá asni að yrkja fyrir gleði sína eina og ástríðu. Nú getur hann einnig ort fyrir peninga. Ljóðabækur hans koma út í 100 þúsund eintökum. Hann gæti vafalaust hætt blaða- mennsku. En hann er fyrir lysti- semdirnar! Sagt hefur verið að Sir John sé einmana í hópi enskumælandi nútímaskálda, dauðra sem lif- andi. Ekki er þetta trúverðug fullyrðing, þegar haft er í huga hve svokallaður modernismi er margbreytilegur. Sem betur fer á hann mörg andlit. ★ Síðar berst talið að ferðinni hingað og segir þá m.a.: „Eg er ekki sjómaður. Og ég hef ekkert sérstakt dálæti á sjón- um. Öldugangurinn kallar á sjó- veiki. Ég held ég hafi aldrei hitt sjómann sem elskar sjóinn. En hann umgengst hann með virð- ingu — eins og hestinn sinn. En ég var mikið fyrir klettana i Cornwall. Og klettarnir hér draga mig að sér. Ég verð að koma aftur, einhvern tíma. Ekki endilega vegna íslendingasagn- anna, heldur gömlu kirknanna ykkar. Ég verð að sjá þær. Það er stórkostlegt að sjá kirkjurnar í Færeyjum, byggðar af lúthersk- um mönnum um 1830, en hefðu eins getað verið gerðar í Eng- landi á dögum Elísabetar drottn- ingar. Það var þetta sem dró mig að íslandi. Það er stórkostlegt að sjá hvernig miðaldirnar hafa varðveitzt í þessum húsum, ógleymanlegt að sjá hvernig gamali tími lifir í þessum húsum langt fram á síðustu öld. I huga mínum er að mótast kenning um þessa þróun, sem ég þarf að koma frá mér.“ Hann leitar þess liðna. Hann hefur leitað þess víða, í Cornwall, á Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Nú á íslandi. Blóð hans hefur leitað norður. Hann hefur fundið miðaldirnar, en far- izt á mis við æsku sína. Þar sem kýrnar voru áður á beit í Corn- wall, eru nú ferðamannasalerni. Þar sem bein spænskra sjó- manna grófust í sandinn eða molnuðu við klettana, deyja fugl- ar í olíubrák. Hann leitar stöðugt að því óforgengilega, leitar þess í ljóðum sínum. Leitar þess í gömlum húsum. Það er því ekki undarlegt þótt hann leiti miðaldanna, flýi ferða- menn og dauða fugla í fjöruborð- inu. Þessi eilífa leit. Öll skáld leita einhvers sem þau geta ekki fund- ið. Yrkja til að varðveita tíma sem ella mundi glatast. Það voru hvorki kirkjur né önnur hús sem varðveittu islenzkar miðaldir, heldur þau rit sem þá voru skrif- uð. Og Sir John gerir sér góða grein fyrir þeim úrslitaáhrifum sem íslenzk fornrit höfðu á mót- un þjóðarinnar. Hann kemur aft- ur að þessu atriði. Sir John segir mér frá færeyskri konu sem hann þekkir og kveðst hafa lært helztu atburði sögunnar af sagnakvæðum og dönsum, löngu áður en hún varð læs eða skrif- andi: „Þið hafið þetta í blóðinu," fullyrti hann. „Hér norður frá hafið þið fengið ljóðið frá sögun- um. Ljóðið er í hverjum manni, en það vita ekki allir af því.“ Burtfarartónleik- ar á kontrabassa Burtfararprófstónleikar verða í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sal skólans að Laugavegi 178, miðvikudag- inn 23. maí kl. 6 síðdegis. Valur Pálsson leikur á kontrabassa og er hann fyrsti nemandi sem lýkur prófi á það hljóðfæri frá skólanum. Á efnisskrá eru verk eftir Holmboe, Eccles, Poradowski og Hindemith. Aðrir sem koma fram á tónleikunum eru Valgerður Andrésdóttir, píanó, Sigríður Pálmadóttir, sembal og kontra- bassaleikararnir Páll Hannesson og Þórður Högnason. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Helgi H. Jónsson viöskfr. Stelkshólar — 2ja herb. — Laus strax Góð 65 fm íbúð á jarðhæð. Stofa og hol, svefnherb. með skápum, flisalagt baðh. Ákv. sala. Verð 1,4 millj.. Hraunbær — 3ja herb. — Gæti losnað fljótlega Á 2. hæð 90 fm íbúð í góðu ástandi. Parket á gólfum. Ný máluö sameign. Verð 1,6 millj. Æsufell — 5 herb. Snyrtileg 117 fm íbúð á 1. hæð. Rúmgóð stofa og gangur, 3 svefnherb., möguleiki á 4 herb., baöherb. flísalagt. Sér garöur. Ákv. sala. FASTEIGNASALAN SKÚLKTÚN Skúlatúm 6 - 2 hæð Einbýlishús | - Raöhús ' Vesturbraut Hf. “ 120 fm glæsil. einbýlishús á tveim- jjj PM ur hæóum. Góóar innr. Verö 2,1 Kópavogsbraut 130 fm fallegt parhús á tveimur flJ hæöum. Skipti möguleg á minni eign. Verö 2,5 millj. BSa HJórusel 220 fm fokheld einbýli á 2 hæöum Fj U ásamt 30 fm bílskúr. Til afh. strax. 19 Q^ Verö 2,1 millj. Qv Sérhæöir HLyngbrekka 100 fm mjög góö neöri sérhæö, sér ÍD »nng. Bílskúrsréttur. Verö 1,8 millj. nRauðagerði 150 fm fokheld neðri sérhæö i mjög fallegu tvíbýlíshúsi. Góður staður. , Teikningar á skrifstofu. Til afhend- ingar strax. Verð 1700 þús. ' Miðstræti 110 fm mjög falleg aðalhæö, góðar innréttingar. Bilskúr. Verð 1950 þús. 4ra—5 herb. fD Engihjalli 117 fm mjög góö íbúö á 6. hæö. Góöar innréttingar. Verö 1.850 ■3 þús. ö Álftahólar CD 115 fm mjög faileg ibúó á 3. hæö. Tvennar svalir. Bilskúr. Verö 2 millj. [1 Engjasel mím 100 fm góö íbúö á tveimur hæöum. Tengt fyrir þvottavél á baöi. Bíl- QN geymsla. Verö 1950 þús. N Ártúnsholt »3 130 fm fokhelt efri hæö ásamt 40 fm risi. Bílskúr. Til afh. strax. Verö K~j| 2,1 millj. fD Ártúnsholt 1125 fm fokhelt neöri hæö. Bílskúr. Til afh. strax. Verö 1750 þús. Dunhagi 110 fm góö íbúö á 4. hæö. Tengt (P fyrir þvottavél á baöi. Verö 1,9 millj. H Engihjalli Kia 117 fm mjög falleg íbúö á 1. hæö. Þvottaaöstaöa á hæöinni. Verö 1900 þús. 0 Seljabraut 120 fm falleg íbúö á 3. hæö. Gööar I innrettingar. Tengt fyrir þvottavél á baöi. Bílskýli Verö 1950 þús. Klapparstígur 85 fm mjög skemmtileg ibúö á 1. hæö. Afh. tilb. undir tréverk. Bíl- geymsla. Verö 1750 þús. Q) Arnarhraun Hf. Q 85 fm góö íbúö á 1. hæö. Flisal. baö. Verö 1300 þús. Ljósvallagata 70 fm góö íbúö á jaróhæö. Góö staósetning. Tengt fyrir þvottavél á j baöi. Verö 1300 þús. 2ja herb. Austurbrún 55 fm góö íbúö á 5. haBÖ i lyftuhúsi. Verö 1.250 þús. TH. afh. strax. Æsufell 60 fm góö ibúö á 4. hæö. Tengt fyrir þvottavél á baöi. Sér geymsla á hæöinni. Verö 1.350 þús. Símar: 27599 & 27980 Kriatinn Bernburg viöskiptafr. 29555 2ja herbergja íbúðir: Laugavegur 50 fm jaröhæö ásamt bílskúr. Verö 1100—1150 þús. Vesturberg 60 fm íbúö á 6. hæö. Mikiö útsýni. Verö 1250—1300 þús. Austurbrún Mjög góö 65 fm ibúö í lyftublokk. Verö 1400.000. Æsufell Mjög góö 45 fm á 4. h. Svalir í suövest- ur. Verö 1350.000. Asparfell Góö 65 fm. Suöursvalir, bein sala eöa skipti á 4ra. Verö 1350.000. 3ja herbergja íbúóir: Vesturberg 90 fm íbúö á 6. hæö. Þvottahús á hæö- inni. Verö 1600—1650 þús. Álfaskeið Mjög góö 95 tm ibúö á 1. hæö. 25 fm bílskúr. Veró 1700.000. Engjasel 3ja—4ra hrb. toppibúö á tveimur hæö- um. Útsýni. Bílskýli. Verö 1950.000. Dúfnahólar Mjög góö 90 fm íbúö ásamt bílskúrs- plötu. Verö 1650.000. Dalsel Mjög góö íbúö á efstu h. ca. 90 fm. Bilskýli. Laus strax. Verö 1800.000. Furugrund 90 fm góö íb. á 7. h. Bílskýli. Góö sam- eign. Verö 1800.000. Jörfabakki 90 fm íb. á 2. h. Suöursvalir. Sérþvottur. Verö 1650.000. 4—5 herbergja íbúðir: Engjasel Mjög glæsileg 115 fm 4—5 herb. ibúö i litilli mjög góöri blokk. Bilskýli. Veró 2,1—2.200.000. Dunhagi 100 fm íbúö á 1. h. í blokk. Góöur staö- ur. Laus strax. Sörlaskjól Afar skemmtileg 115 fm aöalhæö i húsi. Góöur garöur. Bilskúrsréttur. Verö 2.250.000. Gunnarssund 110 fm íbúö á 1. h. í þríbyli. Verö 15—1600.000. Asparfell Glæsileg 110 fm íbúö á efstu h. i lyftu- blokk. Bein sala. Verö 1850.000. Dalsel 117 fm íbúö á 3. h. Sérsmíöaöar inn- réttingar. Verö 1950.000. Engihjalli 109 fm íbúö á 1. h. Suóursvalir. Furu- eldhúsinnrétting. Verö 1850.000. Vesturberg 110 fm skemmtileg íbúö á jaróhæö. Sérgaröur. Verö 1750.000. Njarðargata Afar skemmtileg ibúó, hæö og rís, öll nýstandsett. Verö 2.250.000. Einbýlishús og raðhús: Grettisgata Ca. 130 fm timburhús á þremur hæö- um. Ný klæöning. Verö 1800 þús. Hvannhólmi Mjög gott 300 fm einbýlishus. Skipti möguleg á minni eignum. Snorrabraut 3x60 fm einbýli. Möguleiki á lítilli ibúó á jaröhæö. Verö 2.500.000. Hulduland Fossv. Mjög gott 200 fm pallaraöhus ásamt bilskúr. Góöur garöur. Verö 4.300.000. Blesugróf 150 fm einbýli ásamt bílskúr. Steinhús. Verö 4.300.000. Austurgata 240 fm eldra einbýli. Hús sem gefur mikla möguleika. Verö 2.900.000. Beykihlíð Fokhelt einbýli á 2 hæöum. Gott hús. Verö 3.000.000. Skólavörðustígur Reisulegt og fallegt steinhús Kjallari, hæö og ris. Selst saman eöa sitt i hvoru lagi. Garóur. Verö alls hússins 5,5 millj. Vantar Vantar Vantar Okkur bráövantar allar stæröir og gerö- ir eigna á söluskrá okkar. Vinsamlega hafiö sámband og leitið upplýsinga. EIGNANAUST Skiphoiti 5 — 105 Rmykjavik Hrólfur Hjaltaaon. vidak.tr. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hvernig fannst þér Ómar? Spurt á IBII>0aVID WVaVT Ásta Tryggvadóttir „Fg lá i krampaflogi af hlátri allan timann'* Brynjar Emilsson „Ofsalega skemmtileg sýning sem á enga sina líka hérlendis" Guójón Pélsson „Sýning á heimsmælikvarða" Vigfúsína Guóbjörg „Mér fannst hann dásamlegur" Stainunn M. Sigurbjörnsdóttir „Mér fannst æöislegt aö sjá þennan mann, sem fær o'ia aldurs- hóptii aö hiæia.. *• Jón Böövarsson „Menn eins og ómar eru nauösyn- legir þjóöfélaginu" Sassalja Hsrmannsdóttir „Ötrúlegt aö nokkur maöur geti veriö svona skemmtilegur"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.