Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Er verðbólgan sigruð? — eftir Ólaf Björnsson Um þessar mundir er ár liðið frá því að núverandi ríkisstjórn settist að völdum. Eðlilegt er, að ýmsum, bæði stuðningsmönnum og andstæðingum hennar, finnist rétt að nokkur úttekt sé við það tækifæri gerð á störfum hennar á þessu ári. Ekki er það þó tilgangur þessarar greinar að gera neina slíka úttekt á störfum ríkisstjórn- arinnar i heild, heldur aðeins ræða um einn þátt starfa hennar, baráttuna við verðbólguna. Verð- ur einkum rætt um skilyrðin fyrir því, að árangur sá, sem náðst hef- ur, verði varanlegur. Orsakir efna- hagsvandans Ekki er ágreiningur um það að orsakir þess efnahagsvanda, sem við var að etja þegar ríkisstjornin tók við, voru einkum þrjár. í fyrsta lagi samdráttur í þjóðar- framleiðslu, sem einkum átti rót sína að rekja til minni sjávarafla. í öðru lagi hallinn á viðskiptajöfn- uði, sem hlaut að leiða til meiri skuldasöfnunar erlendis en æski- legt var, ef á slíku yrði framhald. í þriðja lagi var svo verðbólgan, sem komin var á hærra stig en nokkru sinni fyrr, þótt mikil hefði verið mestallan 8. áratuginn. Að því er tvö fyrstu atriðin snertir, þá var óhjákvæmilegt, að þau leiddu til versnandi afkomu almennings. Minni þjóðarfram- Ieiðsla hefur það í för með sér, að minni verðmæti verða til ráðstöf- unar og sama máli gegnir um viðskiptahallann. Minnka þarf jafnan innflutning, ef úr hallanum á aö draga og það þýðir auðvitað einnig minni verðmæti til ráðstöf- unar og minni kaupmátt launa og annarra peningatekna. óhagstæð áhrif þessara tveggja atriða verða þannig ekki umflúin a.m.k. ekki ef forðast á óhóflega erlenda skulda- söfnun, sem allir virðast sammála um. Barát.an gegn verðbólgunni er hins vegar nokkuð annars eðlis, en hin tvö atriðin sem nefnd hafa verið. Stefnan í verðlagsmálum er ákveðin af stjórnvöldum, þannig að þau hljóta að vera ábyrgð fyrir þeirri stefnu og afleiðingum henn- ar. Ekki virtist þó vera ágreining- ur um óhjákvæmilegt væri að gera ráðstafanir til þess að forðast þessa mögnun verðbólgunnar, sem fyrirsjáanleg var á síðastliðnu vori. En hvers vegna er verðbólga óæskileg? Sírýrnandi verðgildi peninga getur kippt fótum undan allri skynsamlegri áætlanagerð í efna- hagsmálum, hvort sem slík áætl- anagerð er framkvæmd á vegum einstaklinga, félaga eða opinberra aðila, þegar um aðra mælikvarða en peningana eða verðmætamæli- kvarðann er að ræða, er öllum ljóst, að sífelldar breytingar mæli- kvarðans þjóna engum skynsam- legum tilgangi. Það myndi t.d. tor- velda alla áætlanagerð verkfræð- inga ef lengdareiningin táknaði allt annað í dag en hún gerði í gær og enginn gæti vitað hvað hún táknaði þegar hinum gerðu áætl- unum væri hrint í framkvæmd. Þá hefur verðbólgan jafnan í för með sér mikla röskun á tekju- og eign- askiptingu í þjóðfélaginu og sjaldnast í átt til réttlætis að al- menningsdómi. I kapphlaupinu um það að fá tekjur sínar hækkað- ar til samræmis við hækkandi verðlag á það að jafnaði við að „skrattinn tekur þann síðasta" en gera má ráð fyrir því, að það séu einmitt þeir sem minnst mega sín. Það hefur því í rauninni ekki verið ágreiningur um það mark- mið að draga verulega úr verð- bólgunni. Andstæðingar efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar gagnrýnt það, að þær hafi haft í för með sér meiri kjaraskerðingu en nauðsynlegt er og sérstaklega það, að byrðarnar vegna ráðstafananna hafi nær eingöngu bitnað á launþegum. Raunar hafa andstæðingar rfkis- stjórnarinnar ekki verið einir um það að telja, að stórfelld tekjutil- færsla hafi átt sér stað, frá laun- þegum til atvinnurekenda. I ritstjórnargrein í einu stuðn- ingsblaði ríkisstjórnarinnar stóð á dögunum, að rikisstjórnin hefði náð verðbólgunni niður með þvf að gera landið að láglaunasvæði. Við skulum nú líta nánar á sambandið milli lífskjara og hjöðnunar verð- bólgu. Kostar hjöðnun verð- bólgu kjaraskerðingu eða tekju- tilfærslu? Að sjálfsögðu er ekki ágreining- ur um það að veruleg kjaraskerð- ing hefir átt sér stað frá því á árinu 1982. Það er einmitt í þvi sem efnahagsvandi sá er átti að leysa eða a.m.k. draga úr með ráðstöfunum þeim sem gerðar voru fyrir tæpu ári síðan. Mikill vandi er þó að leggja mat á það svo áreiðanlegt sé, hverju kjara- skerðingin hafi numið, en á það verður nokkuð drepið hér á eftir. Eins og nefnt hefur verið, þá eru ástæður efnahagsvandans þrjár, aflabresturinn, viðskiptahallinn og verðbólgan. Það er f rauninni undrunarefni, að það er þriðja atriðið, ráðstafanirnar gegn verð- bólgunni, sem flestir, ekki ein- göngu stjórnarandstæðingar, heldur einnig margir stjórnar- sinnar telja meginorsök þeirrar kjaraskerðingar, sem orðið hefur. Minni þjóðarframleiðsla og minni innflutningur neysluvöru hafa í för með sér að þjóðin hefur minni raunverðmæti en áður til ráðstöf- unar, þannig að kjörin hljóta að rýrna. Hjöðnun verðbólgu er hins vegar aðeins í því fólgin að komið er í veg fyrir það að mælikvarðinn á verðmætin fari sífellt minnk- andi, en kostir þess að koma í veg fyrir slíkt hafa þegar verið nefnd- ir. Hvers vegna ætti slíkt að þurfa að leiða til minni þjóðarfram- leiðslu eða stórfelldrar tekjutil- færslu? Til að einfalda þetta dæmi gætum við hugsað okkur að að- stæður hefðu verið þær hér á landi, er efnahagsráðstafanirnar voru gerðar, að ekki hefði verið um neinn samdrátt í þjóðarfram- leiðslunni að ræða og viðskipta- jöfnuðurinn verið í jafnvægi, þannig að lækkun verðbólgustigs- ins hefði verið eini vandinn, sem við var að etja. Stöðva hefði þá þurft, eða a.m.k. draga verulega úr þeim verðhækkunum, sem að öllu óbreyttu hefðu annars orðið. Ekki ætti slíkt að valda samdrætti I þjóðarframleiðslu, enda hefur ekki orðið sú raunin hér á landi, að um teljandi aukið atvinnuleysi hafi verið að ræða eftir það að efnahagsráðstafanirnar voru gerðar. Að vísu mun atvinnuleysi á sumum stöðum á landinu hafa verið nokkuð meira sl. vetur en árið áður, en það má rekja til lak- ari aflabragða og óhagstæðrar veðráttu. Spurningin er þá sú, hvort það, að dregið er úr verðhækkunum og kauphækkunum, hljóti að hafa í för með sér meiri eða minni tekju- tilfærslu frá launþegum til at- vinnurekenda eða öfugt. Ég tel að þeirri spurningu beri að svara neitandi. Það, sem tilefni gæti gefið til slíks, er að svo og svo mikið er jafnan í „pípunum" eins og það hefur verið orðað, þ.e. svo og svo mikið af kröfum er óafgreitt þegar verðstöðvun kemur til fram- kvæmda. Launþegar telja sig eiga kröfu á bótum fyrir þær verð- hækkanir, sem orðnar eru, og gjarnan er það svo á verðbólgu- tímum, að dýrtíðarbætur á laun eru ákveðnar f kjarasamningum. Ólafur Björnsson „En þessi aðferð til að forðast atvinnuleysi, verðbólguleiðin, er keypt því verði, að ís- land hefur í vaxandi mæli dregizt aftur úr grannlöndum sínum hvað snertir hagvöxt og kaupmátt launa. Ef eitthvað er hæft í því að íslands sé að verða lág- launaland, en allan samanburð á lífskjörum landa á milli ber að taka með mikilli varúð, þá held ég, að það sé í þessu, sem skýringar er að leita á slíkri óheilla- þróun.“ Atvinnurekendur telja sig hins vegar eiga rétt á því, að þeir fái að hækka verð vöru vegna áfallins kostnaðarauka. Ef um óðaverð- bólgu er að ræða, eins og t.d. í Þýzkalandi 1923 þegar allt verð tvöfaldaðist eða meira frá degi til dags verður lausn verðbólguvand- ans tiltölulega einföld. Hún verður sú, að banna um sinn bæði verð- hækkanir og kauphækkanir. Allir verða nú guðsfegnir og ekki sízt launþegarnir. Þeir missa að vísu af þeim kauphækkunum, sem þeir kunnu að hafa átt kröfu á ein- hvern næsta dag, en þeir vita af reynslunni að jafnhliða kaup- hækkunum hækkaði allt, sem þeir þurftu að kaupa, í sama hlutfalli og jafnvel meira en það. í óðaverð- bólgu hallar jafnan á launþegana, jafnvel þó þeir hafi samning um fullar dýrtíðarbætur, vegna þess að það tekur alltaf sinn tíma að safna upplýsingum um verðlag og reikna bæturnar út, auk þess sem búast má við að verðlagið hafi hækkað svo og svo mikið frá þeim tíma, sem var þegar upplýsingum var safnað. Atvinnurekendur geta hins vegar hækkað verð vöru sinn- ar og seldrar þjónustu jafnóðum og tilkostnaðurinn hækkar og má jafnvel búast við því að þeir freist- ist til að hækka meira en nemur kostnaðarhækkunum. Þar sem þeir búast við sífellt hækkandi peningatekjum fólks, þó að síður en svo sé um það að ræða að kaup- máttur aukizt. Hér á sér ekki stað nein tekjutilfærsla, þar sem kaup- hækkanir og verðhækkanir eru „styttar út“ eins og Ragnar Arn- alds, fyrrverandi fjármálaráð- herra, komst svo heppilega að orði í stórnmálaumræðum á sl. vori. Gagnstætt því, sem er, þegar verð- lag er stöðugt og stefna stjórn- valda í peninga- og gengismálum hindrar það, að atvinnurekendur geti velt kauphækkunum yfir í verðlagið, þannig að kauphækkan- irnar verða tekjutilfærsla frá vinnuveitendum til launþega, þá leiðir óðaverðbólga til þess að ekki er lengur hægt að segja að kauphækkanir séu tekjutilfærsla milli vinnuveitenda og launþega, þvi að þegar þeim er tafarlaust velt yfir í verðlagið, eru það í raun launþegarnir, sem eru sjálfir látn- ir greiða sér kauphækkanirnar, sem neytendur. Hér á íslandi og í nágrannalöndum okkar hefur ver- ið um millistig að ræða milli óða- verðbólgu og stöðugs verðlags, þótt verðbólgan væri vissulega á síðastliðnu sumri farin að nálgast stig óðaverðbólgunnar. Ekki sé ég þó neitt því til fyrirstöðu að hægt sé að skipta því, sem er „í pípun- um“ þannig á milli launþega og vinnuveitenda, að ekki þurfi að vera um neina tekjutilfærslu að ræða. Ekki verður það þó rætt nánar hvernig slíkt megi fram- kvæma, þar sem hér hefur aðeins verið um dæmi að ræða frá þjóð- félagi þar sem verðbólgan er eina vandamálið, en það svarar auðvit- að ekki til raunveruleikans eins og hann hefur verið í okkar þjóðfé- lagi að undanförnu. Sú athugasemd kann að koma fram við það, sem hér hefur verið sagt, að ekki sé rétt að segja það að launþegar borgi sér sjálfir, sem neytendur, þær kauphækkanir, sem þeir fái, jafnvel þótt öllum kauphækkunum sé velt jrfir í verð- lagið, því að fleiri en launþegar séu neytendur og þeir beri sinn hlut í verðhækkunum, auk þess að kostnaðarliðir séu fleiri en kaup- gjaldið og hækki þeir ekki til sam- ræmis við kaupgjaldið hagnist launþegar á því. Eg tel þó að sé betur að gáð sé sú ónákvæmni, sem í þessu felst lítilvæg. Laun- þegar eða þeir sem vinna í þjón- ustu annarra hafa verið 80—85% framfærenda. Af þeim 15—20% sem ekki eru launþegar eru flestir lífeyrisþegar eða bótaþegar al- mannatrygginga og í smáum stíl atvinnurekendur, þar sem bændur eru stærsti hópurinn. Þar sem hér er um aðila að ræða, sem svipaða þjóðfélagsaðstöðu hafa og laun- þegar, auk þess sem tekjur flestra þeirra, svo sem bænda og bóta- þega, eru samkvæmt lögum og reglum, sem nátengdar eru kaup- gjaldi, er engin veruleg óná- kvæmni fólgin í því að setja jafn- aðarmerki milli Iaunþega og neyt- enda. Af öðrum þáttum framleiðslu- kostnaðar að undanskildu kaup- gjaldinu er fjármagn — eða vaxta- kostnaður mikilvægastur. Þar sem raunvextir, sem eru það sem máli skiptir í þessu sambandi, hafa lengst af að undanförnu verið neikvæðir fer ekki mikið fyrir þessum kostnaðarlið. En auk þess má gera ráð fyrir að vextir fylgi jafnan hinni almennu þróun verð- lags og kaupgjalds. Ef svo væri ekki myndi draga óæskilega mikið úr nauðsynlegri sparifjármyndun. Hve mikil kjaraskerðing hefur verið nauðsynleg og hve mikil hefur hún verið í raun? Niðurstaðan af því, sem sagt hefur verið, er sú, að verðbólgu- ráðstafanir einar út af fyrir sig þurfi hvorki að hafa í för með sér kjaraskerðingu né tekjutilfærslu milli launþega og vinnuveitenda. Þar með hefur ekki verið fullyrt, að ekkert slíkt hafi átt sér stað hér á landi í sambandi við efna- hagsráðstafanirnar, en að þvi verður vikið nokkuð hér á eftir. En hér hefur, auk verðbólgunnar, ver- ið að vinna þann vanda að etja, sem stafar af minnkun sjávarafla og viðskiptahalla. Hvað fyrra at- riðið snertir þarf ekki atbeina stjórnvalda til þess að kjaraskerð- ing eigi sér stað, þvi að hún kemur sjálfkrafa fram, sem minni tekjur þeirra sem vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu og breiðist svo til þeirra, sem við það fólk skipta. öðru máli gegnir auðvitað um viðskiptahallann. Til þess að jafna hann þarf aðgerðir stjórnvalda, sem miða að þvi að draga úr inn- flutningi og örva útflutning. Nærtækasta úrræðið til þess að ná þessum tilgangi er gengislækkun. Hún gerir innfluttu vöruna dýrari og dregur úr kaupum á henni og gerir útflutning arðvænlegri en áður. Skilyrði þess að gengislækk- un nái tilgangi sínum er auðvitað það, að peningatekjur hækki ekki til samræmis við gengislækkun- ina, en það leiðir auðvitað til kjaraskerðingar. Sumir, og ekki sízt margir inn- an verkalýðshreyfingarinnar, virðast líta það hýru auga, að í stað þess að draga úr innflutningi með því að lækka gengið megi beita innflutningshöftum og megi þannig draga úr skerðingu kaup- máttar eða jafnvel eyða henni. Þetta er raunar á misskilningi byggt, en þar sem innflutnings- höft brjóta í bága við viðskipta- samninga, er við höfum gert við fjölda viðskiptaþjóða okkar, er sú leið óraunhæf og verður því ekki rædd hér nánar. Gengislækkun hefur í för með sér tekjutilfærslu til útflytjenda og þeirra, sem framleiða í sam- keppni við innflutta vöru frá inn- flytjendum og neytendum inn- fluttrar vöru. Hins vegar fæ ég ekki séð að hún þurfi almennt að hafa í för með sér tekjuflutning frá launþegum til atvinnurekenda. Hún bitnar auðvitað á launþegum, sem neytendum, en hún bitnar einnig á þeim atvinnurekendum, sem nota erlenda rekstrarvöru og fjárfestingarvöru auk þess sem erlendar skuldir hækka, þar sem um þær er að ræða. Við skulum þá snúa okkur að því að meta það, hversu mikil kjaraskerðing hafi verið óhjá- kvæmileg frá því árið 1982 vegna aflabrests og ráðstafana til þess að jafna viðskiptahallann. Þjóð- hagsstofnun telur (Hagtölur, apríl 1984, bls. 31), að þjóðartekjur á mann hafi minnkað að raungildi um 49% milli áranna 1982 og 1983. Á árinu 1982 nam halli á viðskiptajöfnuði 10% af þjóðar- framleiðslu en Þjóðhagsstofnun telur að rétt sé að leiðrétta þá tölu með tilliti til birgðabreytinga og sveiflna í innflutningi sérstakrar fjárfestingarvöru, þannig að hin rétta tala verði 7,7. Séu þessar töl- ur lagðar saman nemur rýrnun þeirra verðmæti, sem þjóðin hefur haft til ráðstöfunar 12—13% milli þessara ára. Ekki er þó nauðsyn- legt að kaupmáttur launa þurfi að rýrna, sem þessu nemur, því mæta má þessu að nokkru með því að draga úr fjárfestingu. Fjárfesting dróst líka saman um 14% á milli þessara ára og skýrir það að nokkru ótrúlega litla minnkun neyslunnar (aðeins um 6%) milli sömu ára. Niðurstaðan af þessu er þannig sú, að 10% kjaraskerðing frá því, sem var 1982, sé óhjá- kvæmileg meðan framleiðslutapið hefur ekki verið unnið upp. En hver hefur kjaraskerðingin orðið í raun? Flestar tölur, sem nefndar hafa verið, er gefa eiga til kynna skerðingu kaupmáttar launa liggja á bilinu 25—33%. Hvernig stendur á því að þessi tala er svo miklu hærri en þau 10%, sem nema þeirri kjaraskerð- ingu er nauðsynleg má teljast (fyrir heildina auðvitað, ekki fyrir alla)? Algengasta skýringin er sú, að hér sé um að ræða fórnir þær, sem launþegar hafi verið látnir taka á sig til þess að hægt væri að ná verðbólgunni niður, og 15% eða meira af tekjum launþega hafi þannig verið færð til atvinnu- rekenda. Það finnst mér vanta mjög í öllum málflutningi þeirra, er efnahagsráðstafanirnar styðja, að á þessu hefur almenningur enga aðra skýringu fengið. Meðan svo er ekki er það a.m.k. skiljan- legt, að hinn almenni launþegi hugsi sem svo, að þarna eigi laun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.